Leita í fréttum mbl.is

Gasalega "swift" maður [u]

Á meðan eini alvöru leiðtoginn á norðurhveli jarðar heyjar stríð og leggur land og fólk undir sig, þá halda Evrópusambandið og evru-örmagna aðildarlönd þess á sér hita með rússnesku gasi við að horfa á og að stunda félagsmiðlastríð á bak við glerið í Bambusseli hins misheppnaða ríkis þeirra í Belgíu. Hvað segir það um okkar svo kölluðu vesturlönd?

Og "SWIFT"-aðgerðirnar sem áttu að stöðva þetta allt? Jú sjö rússneskir stórbankar af um það bil jafngildi 28 fá þær á sig á meðan hinir gera það ekki. Það er að segja fjórðungur fjármálakerfisins fær á sig þessar refsiaðgerðir. Rússland er var næst stærsta aðildarlandið í SWIFT-samskiptakerfinu. Og Mir greiðslukerfi Rússa sér nú um Visa-færslurnar, eftir að Visa Inc. dró sig út og missti meira en sex prósent af heimsviðskiptunum. Ákvörðunin drukknaði í veruleikavökvanum við hið græna fundarborð vindmyllumanna Bambussels - næstum því "swift" eins og Obama sagði í annarri hverri setningu í átta ár

Rifnar gallabuxur vesturlanda sjá svo um fréttaflutningana frá einu hné til annars á "fréttastofum" bálkakeðja og fjártækniskrifara. Þær eru því allar jafn tístandi gagns- og vitlausar. Fullkomið jafnræði ríkir

Og Biden? Jú nú nær hann því að vera forseti tveggja innrása Rússa í Úkraínu - og að leiða þær báðar

****

Rússneskar orrustuþotur flugu inn í lofthelgi Svíþjóðar í gær, austur af Gotlandi. Sennilega til að óska sænskum vinstrimönnum til hamingju með að hafa sprengt sig sjálfa og land sitt í loft upp innan frá síðastliðin 30 ár og hyggja því nú á NATO-umsókn. Síðan hafa þoturnar væntanlega vinkað Finnum sem skyndilega sækjast eftir að fá NATO til að verja viðskipti þeirra við Rússa, því Finnar hafa nefnilega í 30 ár horft á hvernig Þjóðverjum tókst að fá 65.000 bandaríska hermenn til að verja gasleiðslur þeirra til Rússlands og þýskar bílaverksmiður í Rússneska sambandsríkinu, plús vöruflutninga til baka, gratís. Landamæri Finnlands beint upp að Rússlandi eru ekki nema smá smotterís 1400 kílómetrar að lengd og bætast þá við það sem óverjanlegt er orðið suður og niður. Þarna gengur allt eins og einmitt í sögu

Fyrri færsla

Bresk og frönsk kjarnorkuvopn hafa lítið sem ekkert gildi


mbl.is Segir nýtt kalt stríð hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Vel rökstutt og skrifað allt saman. Það er á ábyrgð Vesturlanda að breyta því sem voru stórveldadraumar Pútíns í nýtt kalt stríð eða hvað þá þriðju heimsstyrjöldina, ef fer á enn verri veg. Það er nógu slæmt að hann beiti nágrannaríki ofríki, en efnahagsþvinganirnar munu seint bíta risaveldi eins og Rússland eins og þau sem smærri eru.

Heimurinn var í vanda eftir Covid, ég er ekki viss um að kenningin gangi upp að þessu sinni að "berjast útúr kreppu", eins og kennt var í sögubókunum. Það koma fleiri breytur inní dæmið að þessu sinni, býst ég við.

Ingólfur Sigurðsson, 3.3.2022 kl. 16:39

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Naglinn sleginn beint á höfuðið. Næst rekum við stóran flein í hýdruna, ég held fleininum, Ingólfur miðar, Gunnar mundar sleggjuna.

Guðjón E. Hreinberg, 3.3.2022 kl. 16:44

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir.

Það besta sem komið getur fyrir vesturlönd er nýtt kalt stríð, því svona gengur þetta ekki lengur.

Já mikið rétt Ingólfur. Efnahagsþvinganir á Rússa virka ekki eins vel og ofríki Evrópusambandsins virkar á aðildarlönd þess í dag og hafa gert síðan 1992. Sjáið bara þá ruslahrúgu núna. Hún samanstendur stafrænu suði og vindmyllum á bak við gler, haldandi á sér hita með rússnesku gasi.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.3.2022 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband