Leita í fréttum mbl.is

Stormsveitir ESB réðust inn í framleiðslustöð AstraZeneca í Belgíu

"Triangulation is what Brussels does for a living"

STÓRA BÓLUEFNISMÁLIÐ STÆKKAR

Samkvæmt tilskipun (diktat) kommissara Evrópusambandsins réðust stormsveitir á vegum ESB inn í framleiðslustöð sænsk-breska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca í Belgíu. Tilefnið er það, að nú reynir Evrópusambandið að breiða yfir hinar hroðalegu og banvænu aðferðir sem sambandið viðhafði við kaup á bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn kínversku Wuhanveirunni

Þar reyndi Evrópusambandið að viðhafa brexit-samningaaðferðir við lyfjaframleiðandann, vel vitandi að slíkt myndi setja lönd sambandsins í síðustu röð kaupenda með því að setja þýsk-franska hagsmunagæslu- og valdabaráttu, verð og tímasetningu afhendinga á bóluefni ofar lýðheilsu þjóða

Missti sambandið því af bóluefnalestinni (mbl) með því að vakna of seint og koma síðast allra til myllu, og draga samningaviðræður á langinn með því að reyna að pína verðið á Oxford/AstraZeneca bóluefninu 45 prósent niður fyrir það sem Bretland greiðir fyrir það. Já Bretland borgar 45 prósent hærra verð og gerði samninga þremur mánuðum á undan steinsofandi ESB, sem á bak við tjöldin var að bíða eftir frönsku bóluefni frá Sanofi, en sem kemur ekki

Með sömu kartel-aðferðum og seinagangi dró sambandið að semja við Pfizer. Þar borgar ESB 25 prósent minna en Bandaríkin

Þess utan er fjárframlag fullvalda og sjálfstæðs Bretlands til þróunar á bóluefni fyrir fátækari lönd veraldar, sem hafa ekki innviðina til að ráða við dreifingu ofurkældra bóluefna, tíu sinnum stærra að hlutfalli en það sem 27 lönd Evrópusambandsins samanlögð tímdu að leggja af mörkum

GENETÍSKUM GADDAVÍRUM ESB RÚLLAРÚT

Heimta nú stormsveitir Evrópusambandsins að lagt verði jafnvel bann við útflutningi á bóluefni frá framleiðslustað AstraZeneca í Belgíu, og að það sjálft fái það bóluefni sem Bretland hafði samið um að fá frá fyrirtækinu

Svo að segja samstundis og samhliða þessu eru þýskir fjölmiðlar fylltir af áróðri gegn sjálfu bóluefninu, að það sé svo gott sem "gagnslaust", jafnvel hættulegt, og að framleiðandinn sé "vondur, gráðugur og spilltur". Þennan áróður endurjarma síðan einnig fjölmiðlar gervihnattalandanna sem á fastri sporbraut um Þýskaland sveima, vegna landfræðilegrar legu þeirra aðeins. Til dæmis danska inngróna bólan sem steypt er föst á þýska afturendann

Rússlandsforseti hefði varla getað gert betur. Hafa þýsku fjölmiðlarnir nú mátt éta ofan í sig þvætting þeirra undanfarna daga. Virðist kóróna alls þessa illkynja klúðurs sitja sem samnefnd veira á höfði Angelu Merkels kanslara Þýskalands. En það land sameinaðist sem gerviríki umhverfis efnahagslega kartelhugmynd árið 1871, og hefur aldrei beðið þess bætur eins og hin svarta saga þess sannar

Eurointelligence: "To this day, the EU’s DNA is that of a producers’ cartel. Its priority is not to secure supplies, but reduce costs and achieve some balance between French and German interests. Triangulation is what Brussels does for a living." Um gjaldþrot ESB í Stóra bóluefnismálinu

HÆLBÍTANDI KARTEL ESB

Þarna sést svart á hvítu að Evrópusambandið var aldrei stofnað sem neitt annað en nýtt valda-kartel umhverfis hinn gamla og rótgróna ömurleika meginlandsins. Að tala um bóluefna-nasisma er sennilega réttnefni í þessu samhengi ásamt fjármála-nasisma ESB frá 2001 til í dag, þar sem heilu þjóðunum var varpað í skuldafangelsi af því að þær hétu ekki réttum nöfnum. Í Evrópusambandinu er útkoma úr áföllum ávallt háð þjóðerni, algerlega öndvert við það sem sambandið heldur sjálft fram í þvaðurstofnsáttmálum þess, sem allir byggja á pervertri hugmyndafræði úr ranni löngu liðinna embættismanna með yfirríkishálm í heilastað

Hvað skyldu önnur lönd heimsins segja sem samið hafa sem fullvalda ríki um bóluefni frá AstraZeneca? Og hvað skyldu lyfjafyrirtæki álfunnar sem og fjármálafyrirtæki segja við þessu? Þau sem enn eru eftir innan gaddavíra sambandsins hljóta að líta með afar hýrum augum til nýrrar staðsetningar í Stóra-Bretlandi, frá og með nú. Ekki þarf annað en að skoða síðustu hagspá AGS fyrir 2021 og 2022 til að komast að því að sjóðurinn álítur að fyrir Bretland sé framtíðin björt. Og hér gæti Ísland boðið upp á margt gott með því að segja EES-samningnum upp strax og þannig verða allsgáð og fullvalda ríki á ný. Uppsögn á EES-samningnum myndi sanna fyrir okkur sjálfum og umheiminum að hér sé allsgáð og hreint land, laust við hinn inngróna og innvortis perverta ömurleika meginlands Evrópu

EÐLI ESB SANNAST ENN OG AFTUR

Í þessu Stóra bóluefnismáli lærist ríkjum veraldar að Evrópusambandið er hvorki réttarríki né mannríki. Þar sést að samningar eru ekki samningar og að fólk er ekki fólk, heldur eins konar aðskotadýr sem flækjast bara fyrir pervertri hugmyndagloríu hins umboðslausa Evrópusambands, með dómstóla þess í rassvösum þeirra ríkja sem heita réttum nöfnum. Að sambandið er hælbítandi kartel tapara meginlandsins og því afar óöruggur staður fyrir hvers konar fjárfestingar, sérstaklega þær tilvistarlega mikilvægu sem allar þjóðir verða að viðhafa, eigi þær ekki að splundrast og tortímast

Nú þarf enga "hugmyndafræði" lengur til að sanna hversu lífshættulegt Evrópusambandið er þjóðum þess. Stóra bóluefnismálið eitt og sér er næg sönnun fyrir banvænleika Evrópusambandsins og skaðræðis þess, því í eðli sínu er það tundurspillir sem eyðileggur sambúð ríkja, efnahag og frið í álfunni

MEÐ BREXIT FÓR NÁNDIN VIÐ BANDARÍKIN LÍKA

Þetta kartel gat Stóra-Bretland ekki lengur sætt sig við né lifað með. Það fór því út, og sjá: útgangan borgaði sig strax. Og Pólland og lönd Austur-Evrópu eru að upplifa hið sama. Að ESB-kartelið ógnar þeim og nýfengnu frelsi þeirra

Og í vestri sjá Bandaríkin að þau eiga lítið eða ekkert sameiginlegt með Evrópu lengur. Sá kafli sögunnar leið undir lok með ESB-útgöngu Bretlands. Því án Stóra-Bretlands er Evrópa bara eitt stykki meginland árið 1930

Tengt

Telegraph: AstraZeneca vaccine site in Belgium raided "at request of European Commission"

Breitbart: UK Vaccine Plan Months Ahead of EU, Bloc Has "Lowest Productivity" in Drugs Network, Reveals Pharma Boss

Fyrri færsla

Rúmlega tvöfalt meiri samdráttur á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum á síðasta ári


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

EU er hrekkjusvínið a skólalóðinni. I krafti stærðar kúgar það og lemur þá sem minni eru og samviskulaust svíkur og pretta þá sem gera samninga við það. Ekki skrítið að Bretar vildu ekki leika við þá lengur. 

Ragnhildur Kolka, 29.1.2021 kl. 00:00

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ragnhildur

Stuðningur Breta við útgöngu landsins úr Evrópusambandinu og öllu sem því tilheyrir er sennilega um það bil 120 prósentur núna.

Það tók ekki nema nokkra mánuði að sanna fyrir þjóðinni og veröldinni allri að með því að standa utan við Evrópusambandið og bregðast við vandmálum sem sjálfstæð og fullvalda þjóð, þá tókst Bretum að gera það sem Evrópusambandið hefur ekki enn getað gert:  1) Að vera fyrst til að samþykkja nýju bóluefnin. 2) Framleiða þau og kaupa þau inn. 3) Og að hefja allsherjarbólusetningu þjóðarinnar þannig að 4) þessa stundina er mesta fall í sjúkrahúsinnlögnum þegar að eiga sér stað í landinu.

Á meðan er undantekningalaust allt það sem frá Evrópusambandinu hefur komið í bóluefnamálum, fullkomið klúður og sem aðeins er hægt að fremja og komast upp með í einræðisríkjum sem virða íbúa sína, hagsmuni þeirra og líf að vettugi.

Þetta er hreinræktaður hryllingur þetta mál með bóluefnið og ESB.

Þeir hérlendis sem troðið hafa okkur þarna inn með okkar heilbrigðismál verða að svara til saka fyrir þessi svik við þjóðina. Ef ekki tekst að redda þessu eftir öðrum leiðum hlýtur ríkisrétturinn að bíða þessa fólks.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.1.2021 kl. 01:58

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér verður nú hugsað til þess þegar öll heimsbyggðin var plötuð til að styðja innrásina í Írak vegna upplogna heimilda um efnavopnaeign. Þegar maður er að reyna að átta sig á þessum ESB-bóluefna samningum.

Það virðist augljóst af því sem birt hefur verið af samningnum

Covid: EU publishes disputed AstraZeneca Covid jab contract - BBC News

að lyfjafyrirtækið hafi einungis lofað að gera sitt besta á meðan ESB reynir að túlka það þannig núna  „að gera sitt besta“ hafi einungis átt við meðan lyfið var í þróun! (og ESB samt ekki enn búið að samþykkja bóluefnið)

Sú ákvörðun að vera í samfloti með ESB var ekki slæm en það er skömm að því hvernig ESB hefur haldið á málunum og reynir með innihaldslausum áróðri að kenna vondu lyfjafyrirtækjunum um sitt eigið klúður

Grímur Kjartansson, 29.1.2021 kl. 12:28

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Grímur

Áður en Bretland gekk út af Egyptalandsfjötrahúsi Evrópusambandsins, fylgdi sambandið breskum stöðlum og vinnureglum við samþykkt bóluefna. En nú þegar fjötraveldi ESB hefur verið sparkað út úr Bretlandi, þá þykist ókjörna og fullkomlega óábyrga bikkjan í Brussel vera komin með sína eigin nýju staðla. Og hefur hún því nú loksins í friði sinn eigin kúgaða meginlandslýð í ESB-fjötrum nothæfan sem boxpúða fyrir hefndaraðgerðir sambandsins á Bretlandi.

Það er eitthvað að þeim mönnum sem segja að fullvalda og sjálfstæð þjóð eigi að láta ókjörna óábyrgra klíku gerspilltra embættismanna bananaveldis úti í ysta heimi hins eina sannaða helvítis jarðar sjá um lífsnauðsynjar hennar. Það fólk sem þannig hugsar er en enn fast með höfuð sitt í bænaskjalapóstboxi gömlu nýlendunnar. Út með það!

Wuhanveiran er greind og fundin og það er á engan hátt hægt að líkja henni við neitt annað - nema þá helst efnavopnaárás Kínverska kommúnistaflokksins á Vesturlönd.

Tryllingsveldi Saddams hafði ráðist inn nær öll nágrannalönd sín og var það meira en næg ástæða til að bergðast við, hvað svo sem öðru leið. Það var engin ástæða að fara fram á fullkomnun þar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.1.2021 kl. 13:46

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eða við fyrir löngu Ragnhildur nuðinu í þeim "viltu vera memm"! 

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2021 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband