Leita í fréttum mbl.is

Gagnaveitur í Bandaríkjunum loka fyrir Facebook og Twitter [u]

Capitol_1983_bombing_damage

Mynd, Wikipedia: Þegar vinstrimenn reyndu að sprengja þinghús Bandaríkjanna í loft upp í nóvember 1983. Federalist fjallar um það. National Geographic segir hins vegar söguna um fleiri slíkar árásir, en þó enga um tískuljósmyndun bandarískra þingmanna í þingfundarsalnum "fyrir vini sína í Lundúnum"

****

Internetþjónustufyrirtæki (e. internet service providers) í Idaho og Washington ríkjum Bandaríkjanna hafa ákveðið að loka frá og með næstkomandi miðvikudag fyrir alla gagnaumferð til og frá Facebook og Twitter. Segja fyrirtækin að viðskiptavinir hafi látlaust hringt til þeirra og kvartað yfir því að þau [internetþjónustufyrirtækin] séu að veita fyrirtækjum á borð við Twitter og Facebook aðgang að internetinu

Í tilkynningu frá netþjónustufyrirtækjunum segir að viðskiptavinir hafi vakið athygli þeirra á að ofangreind fyrirtæki séu önnum kafin við að ritskoða viðskiptavini, gögn þeirra og upplýsingar

Segir í tilkynningu að of margir viðskiptavinir hafi hringt og kvartað til að þau geti annað því, "og höfum við því ákveðið að loka alveg fyrir Facebook og Twitter og við opnum ekki aftur nema þá til þeirra sem biðja sérstaklega um það. Hið sama munum við gera við önnur fyrirtæki sem taka þátt í ritskoðun"

"Hafa viðskiptavinir okkar sagt að þeir vilji ekki að börn þeirra fari á vef svona fyrirtækja. Tveir þriðjuhlutar viðskiptavina okkar óska eftir að við lokum á þessi fyrirtæki", segir í tilkynningunni

"Við sem fyrirtæki getum heldur ekki samþykkt að Google, Amazon, Twitter, Apple og Facebook séu að kúga önnur fyrirtæki á borð við Parler til undirgefni og þar með að kæfa samkeppni". Við trúum ekki að vefsetur þessi hafi vald til að ritskoða gögn og leyna upplýsingum fyrir þér, segir ennfremur | Breitbart

****

PS: Olivia MFSK er stafrænt og hnattrænt internet á stuttbylgju sem notar heiðhvolf jarðar sem "ISP" eða internetþjónustu. Svo er það náttúrlega telefaxið, en það var fundið upp áður en Arnold Schwarzenegger fann upp mannkynssöguna

Uppfært:

Ánægja Bandaríkjamanna með störf Donalds J. Trump forseta hefur ekki minnkað eftir atburðina í Washington D.C. í síðustu viku. Það kom fram í reglubundinni könnun Rasmussen Reports í gær. Þannig segjast 48 prósentur þjóðarinnar ánægð með störf hans á meðan 51 eru óánægð. Þetta kemur ekki á óvart því fáir Bandaríkjamenn hafa áhuga á því sem gerist í pólitískri höfuðborg landsins. Útlönd hafa mun meiri áhuga á Washington D.C. en Bandaríkjamenn, enda er þar lítið annað en mýri sem sökkvir borginni sjálfkrafa ef hún verður of þung

"Og ég er ekki einu sinni með gítar" - sagði Donald J. Trump er 45.000 manns mættu á kosningasamkomu hans í Butler í Pennsylvaníu í byrjun nóvember

Sennilega mun bjánaskapur Twitter og Facebook renna inn í mannkynssöguna sem ein stærstu afglöp í fyrirtækjasögu Vesturlanda. Að minnsta kosti er Eurointelligence sammála mér í því. Þögult bankaáhlaupið á þau tvö verður ekki stöðvað, segi ég, því það litla traust sem þau höfðu er farið. Stærstu afglöp í fyrirtækjasögunni síðan að Coca Cola framdi sjálfsmark með Classic Coke, segir Wolfgang Munchau í dag

Fyrri færsla

Trump afnemur takmarkanir á samskiptum við Taívan. Navalny fordæmir Twitter


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Seinasta færsla Donalds Trump, sem honum var leifð á Twitter, var á þá leið að hann yrði ekki við innsetningu Joe Biden í embætti forseta Bandaríkjanna.

Enga skýringu gaf Trump á þessari ákvörðun sinni. En hún blasir við. 

Donald Trump trúir því að kosningasvikarinn Joe Biden muni ekki setjast á stól forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar n.k. heldur hann sjálfur sem var löglega kosinn forseti Bandaríkjanna 3. nóvember s.l.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2021 kl. 02:24

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ekki myndi ég þora að skrifa um neitt svona næstu mánuðina. Hugrekkisorðan.

Guðjón E. Hreinberg, 12.1.2021 kl. 03:40

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir Guðmundur Örn og Guðjón.

Líklega er Donald J. Trump nú orðinn vinsælli en Bítlarnir og Rolling Stones voru á meðan var.

En ég sé að allt í einu tala menn um Facebook og Twitter sem "samskiptamiðla" núna. En hingað til hafa fyrirbærin af óvitum verið kölluð "samfélagsmiðlar" og sú firra æpt upp yfir öllum og út í hið óendanlega í allri umræðu, í stað þess að nota hugtakið þjóðfélag sem ávallt er stóra og eina félagið sem dugar til að koma svona "samfélögum" til bjargar.

En þetta er auðvitað skiljanlegt, því í ljós er komið að um ekkert "samfélag" var þarna að ræða frekar en áður í sögunni. Að minnsta kosti ekki frekar en þegar byltingarmenn í Frakklandi 1789 vildu helst stilla ártalið á árið-núll og láta "nýju" mannkynssöguna hefjast þá og þar. En þá stofnuðu þeir "nýtt ríki" (ofríki) og settu reglur um hver mátti tilheyra því og hverjir ekki. Aðallinn og félagar hans máttu ekki tilheyra nýja "samfélaginu" og voru því drepnir. Þeir pössuðu ekki inn í "nýja samfélagið" og var því slátrað.

Þarna reyndu vinstrimenn að stofna nýtt ríki með því að útrýma þeim sem þóttu ekki nógu stofuhreinir til að vera með í því. Engu ríki sem hefur tilvist sína með því að hreinsa hluta af þjóðinni út, farnast vel. Er landið því nú á 15. nýju stjórnarskrá sinni núna og fimmta nýja (plat) ríkinu, en sem enn og ávallt er á suðupunktinum.

Kaþólsku kirkjuna sáu byltingarmenn fyrir sér að myndi drepast undir ofríki þeirra, ofsóknum og eignaupptökum. En það tókst ekki betur en svo að hún lifði byltinguna af, en byltingarmenn og Frakkland ekki, því það varð krónískur kommi sem nú rambar á barmi lögregluríkis vegna innri upplausnar, ósamrýmanleika og togstreitu.

Í Hong Kong hafa margir notendur á "samskiptamiðlum" sett mynd af Donald J. Trump á net-nafnspjald sitt í stað myndar af sjálfum sér. Þannig að þar er hann og andi hans út um allt núna, meðal nú píndra og ofsóttra íbúanna.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.1.2021 kl. 08:02

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég tortímdi bæði Twitter og Facebook reikningunum mínum fyrir nokkrum dögum. Mikill léttir í sálinni. Ég tek ekki í mál að styrkja þá sem taka af mér málfrelsið.

Þessi orwellsku kúgunarfyrirtæki lifa af smellum okkar. Ef við hættum að nota miðlana og opnum ekki einu sinni síðurnar þeirra, þá deyja þessi fyrirbæri.

Gunnar, hvað þýðir þetta að þessi ISP-fyrirtæki lokuðu á falsfélagsmiðlana? Hefur það einhver áhrif á ófreskjurnar, eru ekki of margar gagnaveitur opnar fyrir þá til að þetta hafi eitthvað að segja?

Annars var það talsvert mál að loka Fakebook. Ég tók öryggisafrit af öllu. Rúmlega eitt og hálft gígabæti.

Fór samt að hugsa, til hvers er ég að taka afrit af öllum myndum, myndböndum og skilaboðum á Messenger? Ég á líklega allar myndirnar og myndböndin til.

Til hvers að geyma einkaskilaboð? Tek ég upp öll símtöl sem ég hringi, eða geymi tölvupósta? Nei, það geri ég ekki.

Það hefur reyndar lengi truflað mig, löngu áður en hið ófagra einokunar- og ritskoðunarandlit þessara ófreskja Facebook og Twitter birtist svona augljóslega, að öll skilaboð séu geymd út í hið óendanlega.

Ef ég hringi símtal er það gleymt eftir nokkrar daga og stundum strax eftir að lagt var á. Það sem ég segi á Messenger mun ennþá standa þar eftir 30 ár. Er það eðlilegt?

Theódór Norðkvist, 12.1.2021 kl. 20:13

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Theódór.

Það er mikið til í þessu sem þú segir. Mjög mikið.

Svar: Að internetáskriftarfyrirtækin (ISP) loki að ósk viðskiptavina sinna á eitthvað, sýnir að stríð er hafið og að þetta svið mun verða tekið fyrir af löggjafnaum, því þarna eru Twitter, Facebook, Amazon og fleiri að segja; að fyrst þú hugsar hugsanir X eða "Think Different" (and then get deleted) að þá hendum við þér í þá aðstöðu að þú verðir að láta þér nægta símtöl og tölvupóst. Ekki ósvipað og þegar járnbrautarbarónar 19. aldar sögðu fólki sem vildi ekki og gat ekki undirgengist einokunarskilmála þeirra að "við erum einkafyrirtæki og þú getur þá bara notað hestinn eða gengið á þínum eigin tveimur jafnfljótum, það kemur okkur ekki við". Þetta mun auðvitað ekki verða liðið. Stríð er hafið og þessi fyrirtæki munu stikna í eigin feiti á pönnu löggjafans.

Ég hef aldrei skráð mig á "félagsmiðil" því ég vissi hvernig þeir eru og hvar þeir myndu enda, plús það að ég er svo mikill félagsskítur að ég hef ekki áhuga á að vita meira en algjört lágmark um annað fólk.  Ég er fyrst og fremst fjölskyldumaður og hið litla og lokaða netverk fjölskyldunnar á Messages er nóg fyrir mig.

Þess utan hafa allar manneskjur bara einn og afar takmarkaðan fókus (og tíma) og maður verður að passa sig á því í hvað maður eyðir honum. Hann er ekki ótæmandi stærð. Þetta er bara mitt eigið val og ég virði val annarra sem hafa aðrar þarfir og langanir en ég. Mér finnst ekki að það eigi að senda aðra sem hafa aðrar skoðanir en ég í kínverskar endurmenntunarbúðir, eins og Washington Post segir að gera eigi við þann helming þjóðarinnar sem kaus Trump.

Þeir menn sem sitja sem stjórnendur þessara fyrirtækja og sem halda að þeir komist upp með að ritskoða burt forseta Bandaríkjanna; sem er það land sem þeir eru þar með að skeina sig á núna; en sem er sú vagga sem ól af sér það sem þeir lifa á núna; eru hvorki starfi sínu vaxnir né launanna virði. Þá á umsvifalaust að reka áður en þeir ná að rústa meiru en þeir þegar hafa gert. Til fjandans með þá og hirðfíflaveldi þeirra.

Þetta voru þá eftir allt saman bara eins heimskir menn og ég frá byrjun hélt. Vel menntaðir asnar með háskólagráðu, en kunna og vita samt ekkert. 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 12.1.2021 kl. 21:26

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Plebbar !

Gunnar Rögnvaldsson, 12.1.2021 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband