Sunnudagur, 10. janúar 2021
Trump afnemur takmarkanir á samskiptum við Taívan. Navalny fordæmir Twitter
TAÍVAN OG BANDARÍKIN
Mike Pompeo utanríkisráðherra Trumps tilkynnti á laugardag að frá og með nú hafi bandaríska utanríkisráðuneytið afnumið allar takmarkanir sem verið hafa í gildi á gagnkvæmum samskiptum bandarískra ríkisins, embættismana þess og annarra við Taívan. Segir Pompeo að til að þóknast kommúnistastjórninni í Kína hafi bandaríska utanríkisráðuneytið og stjórnsýslan áratugum saman sett og haft í gildi flóknar sjálfskapaðar takmarkanir á samskiptum Bandaríkjanna við Taívan. "En ekki lengur" sagði hann. Heilbrigðismálaráðherra Trumps, Alex Azar, var fyrsti ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna til að heimsækja Taíwan frá því 2014, en hann heimsótti Taívan í ágúst í fyrra | Newsmax
(ath: ég kræki með vilja ekki á frétt WSJ um sama efni því mér er orðið svo illa við blaðið að sennilega mun ég segja upp 15-ára áskrift minni þar, því þeir eru í anda á leið til Kína og tekst ekki lengur að leyna því. Í kjölfar Brexit 2016 sagði ég 10-ára áskrift minni að Financial Times upp og mun aldrei lesa það samsærisblað gegn bresku þjóðinni aftur)
NAVALNY OG TWITTER
Rússneski stjórnarandstöðumaðurinn Alexei Navalny sem fer fyrir rússneska framfaraflokknum, fordæmir Twitter fyrir að hafa ritskoðað og bannað Donald J. Trump forseta Bandaríkjanna á því sem sumir kalla "samfélagsmiðli" fyrirtækisins. Segir hann að ritskoðun Twitter á Trump forseta sé eins og ritskoðun Pútíns á honum. "Kaldrifjaðir morðingjar nota Twitter eins og ekkert sé" og nefnir hann að Pútín forseti og Maduro einræðisherra Venesúela noti Twitter án takmarkana
"Ég fæ líflátshótanir á hverjum degi, árum saman, og Twitter bannar engan (ekki það að ég biðji um það)" segir hann, og bætir við að geðvillinga-verksmiðjur einræðisherraríkja sem fjöldaframleiða notendareikninga á Twitter noti "samfélagsmiðilinn" til að koma ríkisstjórnarmorðgengjum sínum á framfæri þar | Breitbart
RICHARD GRENELL, TWITTER, PARLER
Fyrrum sendiherra Trumps Bandaríkjaforseta í Þýskalandi og friðarsamkomulagssmiður forsetans í samningunum milli Serbíu og Kosovo segir að að Twitter mæli enn með því að notendur fylgi Ayatollah Ali Khamenei og Kínverska kommúnistaflokknum á vef fyrirtækisins. Forstjóri félagsmiðilsins Parler segir að "hengjum Mike Pence varaforseta" sé "trending" eða auglýst sem vinsældavaxandi lykilslagorð á Twitter núna. Er Amazon Inc. nú að henda Parler út úr hýsingarþjónustu hjá því. Tölvuský Amazon endar þarna eins og önnur ský í regni, eins og við var að búast af þeirri tískubrellu. Þá vita öll önnur fyrirtæki í regnskýinu á hverju þau geta átt von | The Federalist
SPIKED OG TWITTER
Ritstjóri Spiked, Brendan Oneill, telur að með samræmdri tölvuárás tæknigeirans sem enginn kaus á forseta Bandaríkjanna sem 74 milljónir manna kusu, hafi hinir nýju oligarkar Kísildalsins komið í veg fyrir samskipti forsetans við bæði fylgismenn hans og gagnrýnendur á hinu opinbera torgi veraldarvefsins. Telur Brendan að útilokun tæknigeirans á lýðræðislega kjörnum forseta Bandaríkjanna marki söguleg tímamót í stjórnmálum og menningu Vesturlanda. Og vanmeti menn mikilvægi þessara tímamóta, sé það á okkar eigin ábyrgð. Grein Brendans er mikilvæg. Hana má lesa hér: The woke purge
APPLE, AMAZON, GOOGLE, TWITTER, FACEBOOK OG FLEIRI
Ég hef átt og unnið á og notað nær öll tölvkerfi samtímans frá 1985, miðlæg einnig, en sem langtíma Applenotandi í 30 ár og maraþonfjárfestir hef ég kannað stemminguna í mínu gamla baklandi, og sé að þar segja menn að um eins konar sjálfsmark sé að ræða með því að Apple skuli ætla að banna niðurhal á til dæmis Parler en ekki líka á Twitter og Facebook osfv., fyrir lófatölvur fyrirtækisins. Google hefur þegar lokað á niðurhal á Parler og lokað á íhaldsmenn á YouTube. Segja sumir að sleggjan í 1984-auglýsingu Steve Jobs á Macintosh sé þar með að hitta sjálft Apple núna, undir stjórn Tim Cook. Því er ég sammála og tek undir
Reyndar er ég viss um að Steve Jobs hefði kosið Trump væri hann enn á lífi því hann trúði á framfarir og þeim fylgja umbrot, en hann hefði samt aldrei farið til Washington, sem hann og aldrei gerði. Hann rak fyrirtæki sem fann upp nýjungar og sem græddi foss peninga á því, til að geta búið til enn betri vörur. Hann rak ekki pólitískan kjaftaklúbb, eins og ég sé til dæmis líka hjá íslenskum bönkum í dag, sem senda viðskiptavinum umhverfisáróður úr samsæriskenningasmiðjum öfgavinstrimanna um lofthita jarðar. Banki er bissness en ekki pólitísk kjaftahóra. Trú mín á bankanum sem sönnu fyrirtæki beið þarna skaða
Steve vissi að hann eins og hver annar stjórnandi bakarís, vissi ekkert um stjórnmál frekar en stjórnmálamenn vissu um tölvunartækni. Og til að passa sig, sá Steve ávallt til þess að hann og fjölskylda hans byggi meðal almennra borgara landsins og vissi því hvað þeir voru að hugsa og hvað þá vantaði. Trúi ég ekki öðru en að Tim Cook forstjóri Apple verði rekinn. Ég vona það að minnsta kosti. Hirðfíflin sem reka "samfélagsmiðlana", tekur sig ekki að minnast á með nafni
Sjálfur hef ég aldrei skráð mig á samfélagsmiðil og mun sennilega aldrei gera það úr þessu. Ég vissi vel hvernig þeir myndu verða, því viðskiptalíkan þeirra frá upphafi er ónýtt, og þau eru alls ekki tæknifyrirtæki. Þau eru bara gamaldags gratís-auglýsingafyrirbæri þar sem notandinn er eina vara þeirra. Ég er ekki vara
Hollt er að muna að stofnandinn Steve Jobs var rekinn, en kom síðan sterkari til baka, meðal annars með aðstoð Ross Perot. Sykurvatnsmaður við stýrið á skútunni á meðan gekk auðvitað ekki upp. Verður það eins með Trump?
ÁBÓTIN
Victor Davis Hanson bóndi í hlaðvarpsþætti John Batchelor: Um ólætin á Þinghúshæðum sem náðu ekki sambærilegum hæðum og árás Demókrataskríls á Hvíta húsið síðastliðið sumar
****
Fyrri færsla
Ný brennu-mannkynssaga Demókrata að hefjast?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2021 kl. 06:01 | Facebook
Nýjustu færslur
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 22
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 157
- Frá upphafi: 1389732
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Góð samantekt á vitleysu þessara fyrirtækja. Vantar inn í að Amazon tekur einnig þátt.
Það er hverju orði sannara að fyrirtæki eigi ekki að vesenast í pólitík, það leiðir til hruns og líklega fara þessi fyrirtæki niður á við í framhaldi. Að haga sér eins og ríki í ríkinu er eitthvað sem almenningur snýst á móti og hafnar.
Rúnar Már Bragason, 10.1.2021 kl. 14:23
Þakka þér fyrir Rúnar.
Sammála þér.
Já þau hegða sér eins og járnbrautarbarónar 19. aldar.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 10.1.2021 kl. 14:58
Fín yfirferð hjá þér Gunnar. Þessi ákvörðun Pompeo verður enn einn þröskuldurinn sem Biden mun eiga erfitt með að yfirstíga. Sérstaklega þegar þingið er með allt í botni við að ákæra Trump.
Spurning hvort nokkur maður verður viðstaddur innsetningu Biden í embætti. Allir hans menn eru eins og óðir hundar um allar trissur að elta uppi fyrrum starfsmenn Trump til að berja á.
Ragnhildur Kolka, 10.1.2021 kl. 15:17
Þakka þér fyrir Ragnhildur.
Það eru aðeins nokkrir mánuðir síðan að þingmenn Demókrata komu í veg fyrir yfirlýsingu frá Bandaríkjaþingi sem fordæma átti skrílsofbeldi.
En þá voru forystumenn Demókrata og forstjóri Twitter önnum kafnir við að heppa áfram óeirðir út um allt landið þar sem eigur borgaranna voru brenndar niður, ráðist var á dómshús alríkisins, verslanir rændar, tæmdar og brenndar og sáttargjörðar- og minnismerki þjóðarinnar eyðilögð og tætt niður - og ráðist var á lögregluna og hún höfð að háði og spotti og þess krafist að hún væri lögð niður. Á allt þetta heppaði forysta Demókrata og neitaði að fordæma ofbeldið og morðin.
Síðan réðst skríll flokksins á þingið þegar staðfesta átti Brett Kavanaugh sem nýjan hæstaréttardómara í október 2018. Þá kölluðu gullfiskar fjölmiðla áhlaupið á þinghúsið "friðsamleg mótmæli". Færa þurfti 300 manns burt í járnum.
Þjóðin mun varla geta beiðið eftir framboði Trumps á ný 2024, og ber síðasta könnunar-rappport Rasmussen þess greinileg merki.
Demókratar eru búnir að vera að rannsaka og ofsækja forsetann öll síðastliðin fjögur ár og enginn skyldi halda annað en þeir séðu að farast úr hræðslu um eigin framtíð.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.1.2021 kl. 16:12
Trump lætur ekki hugfallast,þess vegna viðurkennir hann sig ekki sigraðan.Það pirrar andstæðinga hans yfirgengilega sem sést á fíflalegum töktum Nancy Pelosi.En forsetinn sem með réttu var kjörinn, getur vel unað þeim sinnar fölsku gleði áður en hann sýnir þeim stóra fíl.
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2021 kl. 06:10
Ha ha Helga.
Já nú skiptir Wuhanveiran allt í einu Demókrata engu máli. Biden mun svo "sætta þjóðina" með því að.... gera hvað?
Og samsæriskenninga-smiðjuveldi þeirra sem þoldu ekki Brexit þjóðaratkvæðið og unnu markvisst að því að ógilda það í fjögur ár, hrópar nú hæst af bjálkabjörgum sínum á það sem 19 ríki Bandaríkjanna reyndu að kæra fyrir hæstarétti landsins: stolnar kosninganiðurstöður með kosningakerfissvindli í minnst fjórum ríkjum Bandaríkjanna.
En stærst er þó samsæris-kenningarsmiðja vinstrisins um loftslag jarðar, sem er ein stór og rauð allsherjar gubbupest.
Gott lesefni í tilefni nýliðinna atburða má finna hér: Þetta munt þú aldrei sjá á Twitter
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2021 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.