Leita í fréttum mbl.is

Nýtt verkefni fyrir Icelandair?

Myndband: Bonzos Montreux. Gott hjá Bonzo - en samt ekki nýtt af nálinni eins og sjá má hér og hér. Öngvir heyja stríð eins skilvirkt, nákvæmt og rækilega og lýðræðisþjóðir Vesturlanda, séu þær reittar nægilega til reiði eða ráðist á þær. Þarna er trumban slegin til orrustu. En sökum framskriðins póstmódernisma halda flestir að þetta sé eitthvað nýtt og einstakt ofan á... tja... kannski franskt brauð? En svo er ekki. Guð sé þeim náðugur er halda skyldu að afhöfðun skólakennara á götu í Frakklandi kalli ekki fram hið innbyggða slagverk vestrænna þjóða, sem eru algerlega einstakt fyrirbæri í mannkynssögunni - og sem flestir vilja líkjast, en geta ekki. En af því að John Bonham var snillingur, takið þá eftir sérsamda kafla hans sem líkist hljóðinu þegar tómar niðursuðudósir glóbalisma íslams, Rómar, sovétisma, nasisma og esbisma verða að barnaleikföngum í ekki svo pedagógískri kjuðameðferð vestrænna manna – sem reittir hafa verið nægilega lengi til reiði, þar til blóm og kerti eru afþökkuð

****

PÓST MORTEM Í FRAKKLANDI

Póst-módern fólk þungt haldið þeim isma í dag, mun líklega renna inn í sögu mannkyns sem eins konar undanrennandi og skynlaust fyrirbæri afdalamannsins. Fyrirbærið varð til undir ofurvernd vestrænnar tækni, sem aldrei hefði getað orðið til, án þess sem á undan kom. Póstmódern fólk virðist yfirleitt halda að það sé einstakt í sögu manna og að líf þess sé það fyrsta á jörðinni. Það kann lítið og veit enn minna, eins og sést nær daglega í til dæmis Austur-Berlín Reykjavíkurborgar

Ein lausn sem auðvelt er að grípa til þegar vögguvísur póstmódernismans duga ekki lengur, er til dæmis að merkja okkur kristna menn með merki orðsins; krossinum. Þeir sem bæru ekki það merki, fengju þá þá sérsniðna athygli og sérmeðferð sem við þekkjum öll. Þetta er mun betra en að merkja hina sem ekki trúa á orðið heldur á sverðið, því allir vita hversu hryllilega slíkar merkingar geta endað. Skólabúningar eru heldur ekki nýtt fyrirbæri. Póstmódern klæðaburður er hins vegar einmitt það; nýtt fyrirbæri. Annað sem auðveldað gæti vestrænum mönnum Vesturlanda lífið, er til dæmis kristið vegabréf, sem um leið yrði bæði sóttvarnarskilríki og merki kristinnar skattaskýrslu

Frakkar á sinni fimmtándu ónýtu stjórnarskrá líberalismans og fimma misheppnaða lýðveldi, gætu nýtt sér þennan möguleika og þar með sent Ég-fyrst-fólkinu með Nýju skrílsskránna á Íslandi sannindamerki um það hversu heitt og innilega útbreiddur líberalismi út í flösku póstmódernismans getur leitt til sköpunar misheppnaðra ríkja. Styttist nú róðurinn hjá hinni sökkvandi byltingarskútu sósíalisma Johns Locke í Frakklandi. Fólkið mun auðvitað grípa til sinna ráða, því ekki gera Sameinuðu þjóðirnar það, svo mikið er víst

FLUGFERÐIN TIL FYRIRHEITANNA

Nýtt og ábatasamt verkefni fyrir Flugleiðir (Icelandair) gæti til dæmis verið það, að fljúga með fólkið sem kallar sig "Open borders" –eða Opin landamæri– og drita því í fallhlíf niður yfir lönd á borð við Austurlönd nær plús fjær ásamt Kína, Japan, Rússlandi, Norður-Kóreu, Kúbu og Venesúela. Um eins konar pílagrímsferðir yrði að ræða þar sem þetta fólk póstmódernismans fengi að bragða á réttunum. Það eina sem til þarf, er góður vilji, fallhlífar og nokkrar niðursuðudósir. Þessu fólki yrði auðvitað ákaft fagnað er það kemur svífandi niður úr hinni vestrænu tækni sem það hatar svo mikið

Það er ekkert að þessari hugmynd, því Kína, Rússland og Kúba tóku sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku; Póst-mortem og mannréttingar, eða eins og WSJ lýsir því: A U.N. Human Rights Parody

PÓST PÓST

Hver vill ótilþvingaður senda börnin sín í skóla í Frakklandi í dag? Og hver vill vera kennari þar núna? Hvernig haldið þið að þeim líði í miðju loforði líberalisma John Locke um Frelsi, jafnrétti og bræðralag núna. Hver skyldi kenna söguna um frelsið þar? Enginn skortur verður hins vegar á kennslu í ófrelsi haldi þessi útópía líberalismans áfram í fimm ónýtum lýðveldum og fimmtán stjórnarskrám líberalista

En hvað sagði breski þjóðaríhaldsmaðurinn Sir Roger Scruton um þetta mál. Um traustið og landamærin sem ólu af sér tunguna, stofnanir, menninguna, lögin og réttarfarið? Jú hann sagði þetta:

Sir Roger Roger Scruton 1944-2020

Fyrri færsla

Hvar eru goðorðin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.10.2020 kl. 10:57

2 identicon

Amen.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.10.2020 kl. 12:46

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra laug svo mikið í beinu viðtali til Washington Pest áðan, að það sló út á lygamælinum með þeim afleiðingum að Suðurnesin hristust á 5,6 á Richter. Skjálftinn er henni að kenna. Já já. Henni að kenna. En Ísland stöðvaði hana!

Þetta gerðist einmitt á sama andartaki og Píratinn Helgi nefndi Sjálfstæðisflokkinn á nafn í pontu Alþingis og flúði svo út og faldi sig!

Þar sannaðist það!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.10.2020 kl. 15:24

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Snilldarræða hjá Sir Roger.

Kolbrún Hilmars, 20.10.2020 kl. 16:37

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Kolbrún.

Já hún er það svo sannarlega. Einföld, en hinn djúpi sannleikur.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 20.10.2020 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband