Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru goðorðin?

Breskur flugmaður að reykja pípu í 30 þúsund feta hæð um borð í Vickers VC10

Mynd: Fyrrum breskur orrustuflugmaður að reykja pípu í 30 þúsund feta hæð um borð í bresku Vickers VC10 farþegaþotunni, sem enn á undir hljóðhraðametið yfir Atlantshaf. Klassi! Allt er hægt, sé viljinn fyrir hendi. Útsölur og uppgjöf eru ónauðsynleg - eins og gerðist þegar Bretland gekk í esb. VC-10 var 50 ár í loftinu

****

Gaman væri að fá að vita hvað alþingi gerði við goðorðin. Hvar eru þau núna? Hver er með þau? Ef enginn er með þau, hvað varð þá um þau? Geta alþingismenn gert okkur í þjóðinni grein fyrir hvar goðorðin eru núna? Hvar eru afsölin og hver var hin þinglega meðferð málsins?

Enn fremur: Hefur verið gerð tilraun til að rukka danska ríkið um þær eigur kirkjunnar á Íslandi sem runnu til danska ríkisins frá og með siðaskiptum? Þarna er um foss fjár að ræða

Hvers vegna hafa alltaf verið til Íslendingar sem vilja koma bæði eigum og réttindum okkar Íslendinga sem þjóðar yfir til útlanda? Ættum við kannski að skipa nýjan og endurmetinn Stóradóm þannig landsölumönnum til höfuðs? Ættum við að gera það?

Og hvað hefur íslenska ríkið gert við þær eigur sem það tók af kirkjunni?

Og þar sem íslenska hagkerfið er í dag stærra en hagkerfi Afganistans, og við það að ná hagkerfum Lettlands og Eistlands að stærð, þá finnst mér stórfurðulegt að við séum að úthýsa og flytja inn fljúgandi varnarlið erlendra ríkja –sem sum eru á skallanum– til að gæta loftrýmis íslenska lýðveldisins. Það finnst mér stórfurðulegt. Reyndar algerlega óskiljanlegt

Á sama tíma mokar íslenska ríkið út atvinnuleysisbótum í fólk sem misst hefur vinnuna vegna sóttarvarnarleysis Íslands og Stóra-Schengensáttmála. Sumt þetta vel menntaða fólk gæti mjög svo vel hugsað sér að vera í alíslenska flughernum að læra að fljúga okkar eigin orrustuþotum, viðhalda þeim og þjálfa nýtt fólk til starfa þar. Þau störf hverfa aldrei og þau eru öll hátæknistörf

Hugsið ykkur tækniaðföngin sem kæmu inn í landið og settust hér að í stað þess að leka burt úr því (e. technological transfers). Við værum komin með hátæknileg afleidd fyrirtæki í þessum bransa innan 10 ára, eins og við höfum gert svo glæsilega í sjávarútvegi. Og hvar er íslenski hátækni-ullariðnaðurinn og trend-institute Íslands í ullarefnum og ullartískustefnum?

Hvað eru menn að hugsa hér. Hver hefur dæmt okkur samkvæmt þessum aumingjadómi? Ég þekki náttúrlega svarið, en spyr samt

Hvernig væri nú að hysja upp um sig fossríkar brækurnar og hugsa í samræmi við íslenskar aðstæður

Fyrri færsla

Mikið hlakka ég til


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar. Á Sturlungaöld höfðu goðar rétt til að kveðja vopnfæra karla að berjast með sér. Á 17.öld hafði þetta vald flust til sýslumanna, sbr. Ara í Ögri sem kvaddi menn til að berjast við Baskana 1615. Þetta vald notaði Hannes Hafstein þegar hann kvaddi sjómenn með sér að berjast við landhelgisbrjót um aldamótin 1900. Ég hef orð lögfræðings f. því að þessi lög hafi ekki verið endanlega afnumin fyrr en seint á 20. öld.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 17.10.2020 kl. 11:34

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir þetta Ingibjörg.

Athyglisvert mjög svo, fróðlegt og skemmtilegt.

En rjúkandi lagafrumvarpið um niðurlagningu goðorðanna vantar þó enn.

Við leitum því áfram.

Hvar eru goðorðin?

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 17.10.2020 kl. 12:32

3 identicon

Sæll aftur. Þau voru afnumin af einvaldskonunginum, löngu fyrir tíma þingræðis, það hlýtur þú að vita.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 17.10.2020 kl. 21:04

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ingibjörg.

Einvaldur konungur gat kannski tekið stjórnarformið úr sambandi, en varla lagt það niður. Það held ég ekki. Alþingi var síðan endurreist.

Öll ríkisstjórn á Íslandi er ekki skilyrt meirihlutastuðningi Alþingis. Minnihlutastjórnir eru ekki bannaðar þrátt fyrir reglu um "þingræði".

Alþingi er löggjafarþing Íslendinga og er upphaflega stofnað árið 930 á Þingvöllum. Sú stofnun gildir enn.

Hvar eru goðorðin?

Gunnar Rögnvaldsson, 17.10.2020 kl. 22:34

5 identicon

Já, hvar er hin íslenska fornaldar frægð?

Af hverju leyfist leppum erlends valds

- "íslenskum sturluðum stjórnvöldum -

að sölsa undir sig landsins gæði,

með eiginhagsmuna sköttum og boðvaldi,

og sækja sér erlent vald til þess 

að sundur smána og hæða þjóðveldið?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 18.10.2020 kl. 13:14

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Símon Pétur.

Ekki þarf að leita langt til að finna Ég-fyrst-fólkið í dag. Fáni þess er nýja Skrílsskráin.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2020 kl. 23:44

7 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Goðorðin eru öll lögleg enn, svo og héraðsþingin 39. Áhugasamir hafa gagn af að lesa "Goðorð og goðorðsmenn" eftir Lúðvík Ingvarssson Sýslumann, sem er frábært þriggja binda rannsóknarrit um Þjóðveldið eldra. Bækurnar eru til á helstu bókasöfnum.

Endurreist Þjóðveldi staðfesti þessi atriði 2013, löglega. Það er tilgangslaust að rökræða við Quislíngana sem hér hafa ráðið yfir lögunum síðan 1662 og 1810.

Guðjón E. Hreinberg, 19.10.2020 kl. 12:25

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir þetta Guðjón.

Gott að fá þennan leitarþráð frá þér. Datt í hug að þú vissir ýmislegt um þetta.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 19.10.2020 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband