Leita í fréttum mbl.is

Bardagastöðin Trump í gærkvöldi

BARDAGASTÖÐIN TRUMP

Ræst var bardagastöðin Trump í gær. Þetta er hljóðmerki hennar. Átta hundruð skot á mínútu, hvorki meira né minna

****

Joe Biden mun að mínu mati ekki hafa sannfært marga óákveðna um að einmitt hann hafi styrk og hugrekki til að vera rétti maðurinn í Hvíta húsinu á erfiðum tímum. Það held ég ekki

Skattamálin afgreiddi Trump með því að segja við Joe Biden; "þetta er skattakerfið sem þú sendir mér. Á ég kannski ekki að fara eftir því og nota það?"

Trump fyrirtækið er 400 fyrirtæki –svipað og bóndi sem rekur 400 sauði á kennitölu sjálfs síns– öll í persónulegri eigu hans sjálfs og þar af bera 200 fjölskyldunafnið Trump. Persónan Donald Trump er Trump-fyrirtækið. Amma hans og afi stofnuðu fyrsta hluta þess og Donald tók við því 1971. Hvernig ætti að vera hægt að afgreiða skattamál mannsins í einni setningu? Það er auðvitað ekki hægt, og þess vegna kom New York Times með skattamál Trumps nokkrum dögum fyrir kappræðurnar, sem sumir vilja greinilega ekki að séu háðar af kappi, heldur af ókappi

En Donald J. Trump kann ekki ókapp. Vita menn það kannski ekki enn. Læra menn aldrei neitt?

Já þetta er skattakerfið sem Joe Biden vann við að búa til í 46 ár - og svo er hann að kvarta yfir því að það sé notað eins og til er ætlast. Bara aular í rekstri nota ekki þann frádrátt sem hægt er að fá, sagði Trump, og er það rétt í raunheimum hjá honum - og öllum öðrum

Trump á hinn bóginn er sá maður sem standa mun einn gegn Kína, gerist þess þörf - og hafa betur!

Aldrei að gefast upp. "Never give in", er mottó hans. Og það gerði hann heldur ekki í gær, og engan dag síðustu fjögurra ára

HIN EKTA VARA

En hér eru kappræðurnar. Bandaríkjamenn fengu ósvikna vöru fyrir peningana. Já, ósvikna vöru sem endurspeglar tímana sem fylgja því að hið pólitíska fyrirkomulag sem komst á í kjölfar Síðari heimsstyrjaldarinnar á endastöð sína er komið

Fyrstu kappræður Trumps og Biden 2020. Þær hefjast á 27. mínútunni

Fyrri færsla

Stuttar fréttir: Norwegian á leið í þjóðnýtingu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vonbrigðin með Joe Biden meðal öfgavinstrimanna New York Times eru svo mikil að þeir leggja til að ekki verði haldnar fleiri kappræður, og nota þá afsökun að þjóðin sem kaus Trump 2016 sé enn og aftur svo fyrirlitlega heimsk að hún menn hennar megi hvergi komast að orði.

Alltaf sama gamla sagan með öfgavinstrimenn: þ.e. ef þeir sigra ekki þá á að þagga niður í þeim sem komu í veg fyrir sigur þeirra.

Aðeins öfgavinstrimenn hafa til dæmis áhuga á vinna við að þagga niður í fólki með kúganakerfum sovéskrar þöggunar, sem þeir kalla hinum og þessum fínum nöfnum á borð við "hatursumræðu". Aðeins pervertir vinstrimenn hafa áhuga á að taka að sér það gamla hlutverk kommissara alræðisins og að starfa við þannig ofsóknir. Sómakært fólk vill eðlilega hvergi koma nálægt kerfum sem flokka landa þess samkvæmt pervertum alræðishugmyndum vinstirsins. Aðeins vinstriöfgamenn hafa áhuga á slíku.

Meira að segja stjórnandi kappræðnanna hélt ekki haus, og Trump varð því að vinna það verk sem stjórnandinn hefði átt að gera eftir næstum fjögurra ára viðstöðulausar pólitískar ofsóknir fjölmiðlaveldisins á hendur Trump. Í hvernig skapi skyldi umræðustjórnandinn hafa mætt til kappræðnanna hefði hann sjálfur orðið fyrir þeim ofsóknum.

Biden sem var að reyna að vera "forsetalegur", tapaði sér og kallaði forsetann Trump illum nöfnum á borð við "trúð" og sagði honum "að halda kjafti". Á meðan sagði Trump Biden ekki að þegja og kallaði hann engum illum nöfnum.

Leiddi Trump síðan Biden á grillofninn þar sem hann lét hann afneita Bernie Sanders og græna kjaftæðinu "green deal" og það mun ekki fara vel ofan í þá sem voru neyddir til að gerast stuðningsmenn Bidens þegar flokkselíta Demókrataflokksins greip í taumana og skóflaði Biden ofan á og kæfði Sanders. Og á grillinu svimaði Biden svo að hann lofaði skattahækkunum á millistéttina bara til þess eins að ná sér niðri á Trump.

Trump dró einnig kosningasvindlnúmers-áform Demókrata fram í ljósið og lýsti þeim fyrir alþjóð.

Þarna steig Trump fram sem Trump og afhjúpaði vinstrið, sem þess vegna vill helst ekki þurfa að standa þarna aftur með sósíalisma Sanders niðri um Biden, öllum til sýnis.

Nei, nei við skulum ekki halda fleiri kappræður vegna þess að við sigruðum ekki.... og getum einfaldlega ekki sigrað Trump á heiðarlegan hátt.

Svo einfalt er þaaað.. 

Gunnar Rögnvaldsson, 30.9.2020 kl. 15:34

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

miðvikudagur, 30. september 2020 kl. 15:57:44

Bandarísk fyrirtæki bættu 750 þúsund nýjum störfum við hagkerfið í september. Þetta er mun betri árangur en vonast var til. Höfðu menn búist við 650 þúsund nýjum störfum.

Endurskoðaðar tölur yfir landsframleiðsluna á öðrum fjórðungi minnkuðu samdráttinn örlítið. Þetta er í annað sinn sem samdrátturinn á 2.fj. minnkar vegna endurskoðunar. Einnig hafa laun hinna lægst launuðu í Bandaríkjunum lækkað minnst í Kínaplágu-kreppunni.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.9.2020 kl. 15:59

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nú keppast menn við að telja frammíköll Trumps í kappræðunum, en gleyma öllu um frammíköll Bidens í kappræðum sem varaforsetaefni Obama, og svo því að það var Biden og umræðustjórnandinn sem komu með fyrstu frammíköllin núna.

Ræða þöggunarstjórnir elítanna nú þann möguleika að skrúfa niður í hljóðnemum frambjóðenda þegar þeim sýnist svo.

Þetta er dæmigert fyrir þá sem haldnir eru Trump-heilkenni sósíalista og stóla til dæmis á Sie trommeln weiter fréttaflutning Der Spiegel.

Allir helstu bankar Bandaríkjanna styðja nú, eins og síðast, forsetaframbjóðanda Demókrata. Það var þá sem WSJ skrifaði "A Clear Debate Victory for Clinton" þann 27. september 2016, eftir fyrstu kappræðurnar þá.

Gunnar Rögnvaldsson, 1.10.2020 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband