Leita í fréttum mbl.is

Japan: 99,9 prósent færri erlendir ferðamenn

Í júlí komu 3800 erlendir ferðamenn til Japans. Það svarar til þess að ellefu erlendir ferðamenn hefðu komið til Íslands í þessum sama mánuði. En ekki nóg með það, þá óska margir Japanir sér þess að sú tala hækki helst aldrei aftur. Svo margir þeirra hafa fengið nóg af erlendum ferðamönnum

Fólk ferðast ekki af þremur átsæðum núna. Í fyrsta lagi vill fólk ekki eiga á hættu að komast ekki til síns heima aftur, að ferð lokinni. Þetta er mikilvægasta ástæðan. Í öðru lagi vill fólk ekki ferðast vegna smithættu; það vill ekki veikjast. Í þriðja lagi vill það ekki eiga á hættu að missa vinnuna. Fólk sem sýnir ekki vinnustað sínum hollustu núna er það fólk sem fyrst verður látið fara. Þess vegna tekur það ekki áhættur núna

Þeir sem kvarta hve hæst vegna aðstæðna íslenskrar ferðaþjónustu núna –sem að allt of stórum hluta er rekin með innfluttu láglaunavinnuafli– virðast halda að það eina sem skipti máli sé það sem við hér heima erum að hugsa. En svo er ekki. Það er heimferðin og atvinnuástandið heima sem erlendir ferðamenn hugsa mest um. Og þeir vita líka sjálfir ósköp vel að því fleiri samskonar erlendir ferðamenn sem koma til Íslands, því minni líkur eru á að einmitt þeir sjálfir vilji fara þangað

Þessi atvinnugeiri er svipaður rekstrarlíkani næturklúbba; of margir meðlimir í klúbbnum eyðileggja gildi hans í augum þeirra sem komast inn, en líka í augum þeirra sem fá ekki að koma inn. Og síðan einnig í augum þeirra sem hugsanlega vilja vinna þar. Þetta er það prinsipp sem Harwardháskólinn rekur sig samkvæmt. "Allir komist inn í Harward" er slagorð sem gengur ekki upp fyrir Harward

Það er fyrir löngu kominn tími til að snúa sér að öðru en rekstri næturklúbbs sem þolir helst ekki að hann sé notaður

ÚTKOMA ÚR GREINDUM TILFELLUM

En hvernig farnast þeim sem smitast og greinast með kínversku Wuhan-veiruna? Í Belgíu ná 65 af hverjum 100 sem greinast með veiruna sér. En 35 af hverjum 100 deyja af hennar völdum. Í Frakklandi deyja 26 af hverjum 100 sem greinast með veiruna og á Ítalíu deyja 15 af hverjum 100. Þetta er svakalegt og bendir til að aðeins brot vandans sé greindur, eða þá að heilbrigðiskerfi þessara landa ráði ekki við þann vanda sem þó næst að greina

Tölurnar eru líka skuggalegar í Svíþjóð þar sem öll ríkisstjórnin brást sænsku þjóðinni og atvinnu- og efnahagslífi hennar. Þar eru 5800 manns látnir úr veirunni í landi þar sem stjórnvöld gefa upp að 84 þúsund manns hafi smitast af henni. Það þýðir að minnst sjö prósent sjúklinga séu nú þegar dánir úr veirunni og að enn fleiri sem enn liggja veikir eigi eftir að bætast við þá tölu

Allar þessar tölur geta enn náð að breytast til hins betra eða verra, en það gildir þó ekki fyrir þá sem þegar eru látnir og aðstandendur þeirra. Og aðstæður landa eru jafn mismunandi og löndin og ríkisstjórnir þeirra eru margar. Þarna sést hversu mikilvægt það er að reyna að koma í veg fyrir að fólk smitist

Sumir hér á landi virðast ekki enn hafa tekið eftir því sem gerst hefur víða um heim. Þeir taka sennilega ekki eftir því sökum þess að þeir hafa verið varðir, með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn. Þjóðin varði þá, lega landsins varði þá og stjórnvöld vörðu þá, og þess vegna var einnig hægt að veita þeim er veiktust af öðrum orsökum góða aðhlynningu, án þess að of mörgum sem á annarri sjúkraþjónustu þurftu að halda væri hent til hliðar og bætt á bálið

Fyrri færsla

Gatið í veltutúkalli ferðaþjónustu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir þessa grein Gunnar,ég fer nú að skilja hve hún er lífsseig áróðurs-smuga Göbbels heitins.Hér les maður út um allt ef tek Face-ið með hvað illa er farið með þjóðina að loka hana inni og hefta för útlendinga.Það eru líklega engar hliðar til á þessu heldur beint strik að afkrýna veiru-kvikindið. 

Helga Kristjánsdóttir, 28.8.2020 kl. 21:26

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Helga og ég tek undir með þér.

Ég er enn á þeirri skoðun sem ég hafði í vor að hluta-opnun landsins í KEF og á Seyðisfirði í sumar hafi kostað Ísland meira en hefði það verið látið ógert.

En á þeirri tilraun hafa stjórnvöld okkar þó lært, og er það mikilvægt fyrir okkur öll. Sem betur fer er ríkisstjórnin ekki eingöngu lokuð Fésbók og Metoo.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 28.8.2020 kl. 22:39

3 Smámynd: Haukur Árnason

" Í Belgíu ná 65 af hverjum 100 sem greinast með veiruna sér. En 35 af hverjum 100 deyja af hennar völdum. "

Hvaðan hefur þú þessar tölur Gunnar ? Worlometer segir að 83.400 hafi greinst og 9.888 hafi dáiðð. Það er 11,8%. 

Ertu að tala um þá sem hafa lent inná spítala.?

Svo er aldrei talað um Tævan, þar sem dánartalan er 0,03 pr. miljón.

Haukur Árnason, 29.8.2020 kl. 17:07

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Haukur.

Blaða aðeins niður síðuna: Outcome of Cases (Recovery or Death) in Belgium (35,07%)

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 29.8.2020 kl. 17:22

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Góðan árangur Taívana ber að skoða í ljósi þess að þar hefur komum útlendinga fækkað um 99,34% miðað við desember 2019. Í júní komu 7.491 útlendingar til Taívan, miðað við 1.143.201 í desember 2019.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.8.2020 kl. 18:41

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Laugardagur, 29. ágúst 2020 kl. 19:14:53

Ekki er hægt að álykta annað en að veiran sé að ná sér að fullu á ný í Frakklandi og víðar.

Þar voru greind sjö þúsund og þrjú hundruð ný tilfelli í gær og hafa heilbrigðisyfirvöld sent inn tilkynningar um 5400 ný tilfelli það sem af er dagsins í dag. Um miðnætti verður sú tala sennilega kominn enn hærra.

Þessi til dæmis 7300 tifelli sem tilkynnt var um í gær fara nú í það ferli að (1) veikjast og (2) liggja veikir í 2-3 vikur og tekur þá (3) dauðastríð við, fyrir þá sem ná sér ekki og varir það sennilega tvær vikur í viðbót.

Um það bil 1898 af þessum 7000 munu deyja og eftir ca 4-6 vikur koma þeir inn á kúrfuna sem ný dauðsföll. Kúrfan yfir dauðsföll er því ávallt er 5-7 vikum á eftir í tímarúminu, miðað við ný tilfelli.

Ef einhver heldur að þetta bæti landsframleiðslu Frakklands, þá þeir um það.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.8.2020 kl. 19:16

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Samkvæmt fréttum Telegrapgh í dag um veldisvöxt tilfella í Frakklandi, þá útilokar Macron forseti ekki nýtt útgöngubann eða svo kallað "second lockdown" í öllu Frakklandi.

France seeing "exponential" rise in cases as Macron hints at second lockdown. [...] "We are doing everything to avoid another lockdown, and in particular a nationwide lockdown," he said, but added that it could not be ruled out.

 

Gunnar Rögnvaldsson, 29.8.2020 kl. 22:07

8 Smámynd: Haukur Árnason

Jú, jú, þeir eru með þessa 65/35% útfærslu. En það er bara talið saman þeir sem eru dánir og útskrifaðir, 28.294 samtala.

Greind smit eru 84.599, mismunurinn 56.305 er látinn liggja milli hluta. Hvað ætli sé stór hluti af þessum 56.305 sem ekki þurfti nein sérstök úrræði og var því aldrei útskifaður. Eihver slatti er enn veikur. Að setja þetta svona upp er tóm della. Það er þó nær lagi að skoða látna sem hlutfall af miljón. En Belgía er í vondum málum, hvernig sem á því stendur. Skráning/talning ætti að vera svipuð innan Evrópu.
Þeir eru búnir að vera á toppnum hingað til, Perú var að fara framúr þeim núna.

Haukur Árnason, 30.8.2020 kl. 16:00

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er ekki "útfærsla" Haukur. Þetta er eina leiðin til að gera upp dánarhlutfallið (e. mortality). Allt annað er ágiskanir.

Þú ert þarna með únivers upp á 100% prósent greindra tilfella. Þau hafa aðeins tvær útkomur. Bati eða dauði. En þau tilfelli sem enn eru "opin" (e. open cases) er ekki enn sem komið er hægt að gera upp. Það fólk er enn veikt og útkoman úr þeim tilfellum því enn óþekkt stærð.

En eftir því sem tíminn líður á tímaás kúrfunnar þá verður dánarhlutfallið í heild skýrara og öruggara. Það tekur tíma að annaðhvort deyja eða ná sér og það er ekki fyrr en að þú nærð þér (nærð bata) að vitað er að þú ferð ekki í hinn hópinn (hóp hinna látnu). Þá er hægt að ljúka þér af sem greindu tilfelli (e. case closed).

Það er ekki hægt að gera þetta upp með woodoo-(verð)bólgu-aðferðum vasapókerspilara. Þetta eru þær staðreyndir sem hægt er að halda sig við. Þær segja Belgum að reyna allt sem þeir geta til að komast hjá því að greinast sem "tilfelli" í heilbrigðiskerfi Belgíu, því 35 prósent þeirra deyja, eins og staðan er í dag.

Síðan eru öll hin ógreindu- og óþekktu tilfellin. Um þau er ekki vitað og ekki hægt að vita, nema með því að mótefna-greina alla í landinu.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.8.2020 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband