Leita í fréttum mbl.is

Minni samdráttur í Danmörku en í Svíþjóð

DANMÖRK

Landsframleiðsla Danmerkur dróst saman um 7,4 prósentustig á öðrum fjórðungi ársins miðað við þann fyrsta, samkvæmt tölum dönsku hagstofunnar. Þetta er mesti samdráttur sem mælst hefur í Danmörku frá því að fjórðungsuppgjör voru tekin upp í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar

Þetta er þó mun betri árangur en náðst hefur í stjórnlaust meðvirkri Svíþjóð, þar sem tæplega sex þúsund manns eru látnir úr kínversku Wuhan-veirunni, miðað við rúmlega sex hundruð í Danmörku. Þannig dróst landsframleiðsla Svíþjóðar saman um 8,6 prósentur á sama tímabili. Og heilum fimm sinnum fleiri á hvern íbúa féllu fyrir hendi kínversku veirunnar

Árangur Dana í stríðinu við veiruna er meira en fimm sinnum betri í landi þeirra Danmörku á hvern íbúa, miðað við Svíþjóð. Almannaöryggi og rekstraröryggi er meira í Danmörku, bæði fyrir fólk og fyrirtæki, og danska þjóðin skelfur því ekki eins og embættismannaskelfd Svíþjóð. Danir kóast og kúgast heldur ekki með hálfsovésku yfirvaldi með prófgráðu, eins og skattpíndir Svíar gera í hæstu sköttum veraldar í sextíu ár

FINNLAND

Finnska hagstofan: "Seasonally adjusted GDP is estimated to have fallen by around 3.2 per cent from the previous quarter."

En samt er það Finnland sem hefur vinninginn, að minnsta kosti þar til norska og síðan íslenska hagstofan koma með tölur sínar í enda mánaðarins

Þannig var samdrátturinn í Finnlandi ekki nema 3,2 prósentur á þessu sama tímabili og Wuhan-veiru dauðsföllin eru rúmlega tólf sinnum færri á hvern íbúa en í Svíþjóð

Að mörgu leyti er þessi hlutfallslega litli samdráttur litlar fréttir fyrir Finna, því Finnland hefur aldrei beiðið þess bætur að ganga í ESB og taka upp evru. Landsframleiðsla Finnlands er nefnilega næstum því sú sama og hún var árið 2008, á föstu verðlagi. Enginn vöxtur hefur verið síðustu tólf árin. Evran drap Finnland og er því mun erfiðara fyrir kínversku Wuhan-veiruna að drepa enn frekar það sem þegar dautt er

Samdrátturinn árið 2009 varð sá versti í Finnlandi allar götur frá 1918, eða um það bil 9 prósentur og útflutningur hrundi um 24 prósentur. Allt þetta –plús enginn hagvöxtur í 12 ár– er vegna þeirrar þýsku myntar sem landið notar; þ.e. stálfátæktarevru (verri en sýklahernaður)

Fyrri færsla

DDRÚV og aldarafmæli svikamyllu Ponzy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband