Leita í fréttum mbl.is

Hver stendur fyrir efnahagsbata? Hvar er V-laga viðsnúningur þegar hafinn?

The US is leading the way in economic data momentum improvements

Mynd: WSJ DS 19. júní 2020

****

Jú eins og sjá má á þessari mynd þá eru það enn sem komið er aðeins Bandaríki Norður-Ameríku sem eru að upplifa vaff-laga efnahagsbataferli. Þau fóru fyrst niður og eru fyrst upp úr Wuhan-veiru-áföllunum. Bætt atvinnuástand og einkaneysla eru þær áþreifanlegu vísbendingar sem komið hafa hve sterkastar að vestan, en ekki annars staðar frá. Sala fasteigna gengur einnig mjög vel. Þar er um uppsafnaða þörf að ræða, plús það að Bandaríkjamenn flýja nú stórborgirnar sem aldrei fyrr

Hlutabréfamarkaðir vestanhafs virðast ekki hafa áhuga á Wuhan-veiru-faraldrinum sjálfum, heldur aðeins á því hvernig sjálft hagkerfið mun líta út þegar það er komið út úr honum. Þetta rímar ágætlega við þá staðreynd að markaðurinn er ávallt fram-á-við-lítandi eða það sem kallað er forward-looking á ensku

Markaðurinn veit að hagkerfið hefur tekið breytingum, eins og svo oft vill verða í krísum, og hann er spenntur í að sjá þær koma fram í bókum þeirra fyrirtækja sem voru réttu megin við landamæri lífs og dauða þegar krísan skall á. Telja má öruggt að stafræna hagkerfið hafi tekið enn meira við sér og klórað til sín bæði markaðshluta og hugarhlutdeild meðal þjóðarinnar, til frambúðar

Í Evrópu verður sagan ekki þannig, því hún er ekki með í stafræna hagkerfinu og á ekkert slíkt í sínum fórum. Tilvist Evrópusambandsins hefur séð fyrir því. Að klóra sig til baka, verður því mjög erfitt fyrir lönd sambandsins, sem í 30 ár hafa eytt orkunni í að rífa augun úr hvort öðru og að sjá til þess að enginn fengi neitt meira en aðrir, af köku sem enginn hafði hugsað sér að baka, því eignarétturinn á henni er orðinn eftirrétturinn sjálfur. Og svo eru það varnarmálin. Gjáin milli Evrópu og Vesturheims er nú orðin svo varanleg að mörgu leyti, að meira að segja sósíaldemókratískir skríbentar FT-esb-bankablaðsins, sem enginn hefur áhuga á, sjá að engu máli mun skipta fyrir Evrópu hvaða nafni næsti forseti Bandaríkjanna heitir, þegar að flestum málum kemur

Og í gær stukku Bandaríkin yfir öfundsíkið stóra, og út úr viðræðum OECD-landa (glóbal-páfaveldið) um stafrænan skatt á fyrirtæki. Þar átti að brjóta blað í vestrænu mannkynssögunni og hefja skattlagningu á veltu erlendra fyrirtækja, en ekki bara á hagnaði þeirra. Evrópusambandið þolir nefnilega ekki efnahagslegan fjölbreytileika hagkerfa né heldur sjálfstæði þeirra, ekki frekar en Google, Facebook og Twitter þola skoðana- og vitsmunalega fjölbreytni einstaklinga. Þarna á mikið löggjafarlegt eftir að gerast á næstu árum, og hinum nýja imperíalisma svona fyrirtækja yfir hugsun og skoðunum manna, verður auðvitað kollvarpað með lögum. Enginn hefði liðið AT&T símafélaginu að banna viss orð í símtölum eða að fólk hringdi í hvern sem því sýndist og segði það sem því sýndist

How Cultural Revolutions Die – or Not
They eat their own, unless a cruel dictator rises to unite and control the mob
– eftir Victor Davis Hanson

Kosningaherferð Donalds J. Trump í haust verður því sennilega byggð á slagorðinu um að gera "Ameríku frábæra aftur – fyrir alla" (MAGA–for All). Líka fyrir þá sem geta ekki byggt afkomu sína á vinnustaðaöryggi hins stafræna hluta hagkerfisins. Þar hefur Trump mjög svo sannað sig, því að í stjórnartíð hans hefur atvinnuástand og framgangur lægra launaðra og minnihlutahópa aldrei áður í sögunni verið eins góður. Og nú þegar menningarbyltingin er strax byrjuð að éta sjálfa sig og börnin sín líka, þá gæti svo farið að sveifla hinna ótalmörgu til baka sem vilja ekki láta fallaxar-skrílinn éta sig lifandi, já hún gæti orðið mjög svo kröftug. Það er aldrei að vita

Fyrri færsla

Fær Pólland varanlegar bandarískar herstöðvar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haft er eftir John Bolton að bandarísk stjórnvöld 

hefðu átt að gera miklu meira í að aðstoða Breta

hvað varðar Brexit.  

Ég er þar sammála Bolton og spyr þig Gunnar

hver þín skoðun er varðandi sjónarmið Bolton?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.6.2020 kl. 13:39

2 identicon

Tekið skal fram að Bolton segir að nánast einungis hann og Trump hafi barist af krafti innan bandarískra stjórnvalda til aðstoðar Brexit.  Jafnframt því sem hann segir ESB vera búrakratískt og andlýðræðislegt þeim þjóðríkjum sem aðild eiga að því.  

Einhvern veginn skil ég ekki af hverju Trump rekur alla sem hafa þó strategíuna á hreinu, rétt eins og t.d. Bannon og Bolton.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.6.2020 kl. 14:11

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Símon Pétur.

Obama sagði að Bretar kæmu síðastir í röðinni ef þeir voguðu að segja sig úr ESB.

Ekki var það gagnlegt.

Það verður ekki litið með mildum augum á sameiginlega og samhæfða aðför hershöfðingjanna John Allen, James Mattis, Barry McCaffrey, William McRaven, Mike Mullen og James Stavridis að réttkjörnum forseta Bandaríkjanna, Donald J. Trump. Þeir eiga það allir sameiginlegt að geta ekki lengur fótað sig í heiminum nema með því að hafa sand undir fótunum. Og nú þegar Bolton hefur bætt sjálfum sér í hópinn af andlýðræðislegum öflum, þá má ljóst vera að ekkert minna en sleggjan og hnífurinn Trump dugar á þannig vörtur sem vaxið hafa sig of voldugar á bandaríska þjóðarlíkamanum.

Bretar sjálfir áttu svona valdaráns-andartök heima hjá sér og þekkja þau vel. Ekki þarf að fara lengra aftur en til Mountbattens lávarðar og ESB-gengisins sem reynt hefur að ræna kosningaútslitum breska konungsdæmisins.

Hér verður að stíga varlega til jarðar. Þess utan eru tímarnir svo válegir að aðför er nú meira að segja gerð að þeim manni sem barðist hve harðast fyrir því að Bandaríkin öðluðust sjálfsæði frá nýlenduherrunum í Lundúnum: George Washington sjálfum!

Samband gömlu nýlendunnar og nýlenduherranna fornu er hins vegar gott og sérstakt. Viðskipti Bretlands við fyrrum nýlendu þess sem fékk nafnið Bandaríki Norður-Ameríku, hófust árið 1784 með átta böllum af bandarískri baðmull á ári. Fimmtán árum síðar voru þeir orðnir 40 þúsund og árið 1900 voru þeir orðnir sjö milljón stykki á ári. Bretland getur selt ýmislegt bandarískt gott til breska samveldisins, sem Bandaríkin geta ekki. Singapúr, Hong Kong og Tokyo gætu einnig þurft að skerpa á bankalingum sínum þegar City of London Bretlands er komið í gírinn, með alla bresku þjóðina sér að baki, loksins lausa úr viðskiptahlekkjum ESB. ESB var ávallt bara Londúna-fyrirbæri. Restin af landinu leið fyrir það.  

Steve Bannon hefði aldrei þolað að vera búraður inni í Hvíta húsinu og sóttist sjálfur eftir því að komast út. Taldi sig geta betur unnið málstaðnum gagn utan þess en innan. 

Brottrekstur Boltons er útskýrður hér að ofan. Maðurinn er greinilega ekki allur þar sem hann sást síðast.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.6.2020 kl. 14:42

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Við þetta má síðan bæta því að Boris Johnson hefur drepið Sir Humphrey og hann verður ekki fluttur út til Bandaríkjanna og installeraður það. Bæði Johnson og Trump afneita þannig stjórnarfari.

RIP: SIR HUMPHREY

"this misunderstands the core of the Johnson-Cummings project. It is not that they disagree with experts forecasts, or that they are attempting to be populist. They actively reject this model of government, believing it to be systemically and empirically flawed. They argue that Britain needs to free itself from centralized bureaucratic control, rather than rely on it, to be able to react both to domestic crises and the ever-changing international environment." - Tom McTague

Áfram engilsaxar!! Þetta er lagið!

Gunnar Rögnvaldsson, 21.6.2020 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband