Leita í fréttum mbl.is

"Erlendir fjárfestar" og nýlendur

Langt að heiman þann 20. júlí 1969. Úr ferðabók Apollo 11. Fimmtíu og einu ári síðar hafa 400 milljón Kínverjar ekki enn heimsótt vestrænan lækni og blökkumenn í Bandaríkjunum heimta á ný að fá að halda stöðu fórnarlambsins, á meðan Þýskaland veslast upp og lifir á því að læsa útflutningsmarkaði þess fasta við sig með handjárnum Evrópusambandsins - sem það hefur í rassvasanum. Í þar síðustu viku flaug fyrsta bandaríska einkafyrirtækið með geimfara á sporbraut um jörðu. Slíkt gat aðeins gerst í Bandaríkjunum

****

FJÖR OG MEIRA FJÖR

Af hverju hamast menn við að fordæma hina erlendu fjárfesta fortíðar sem "nýlendukúgara" á tungumáli nútímans? Ég veit ekki betur en að þeir erlendu séu ákallaðir enn og messur haldnar í Hörpum þeim til heiðurs

Þegar Miðjarðarhafið hætti að vera umferðarmiðstöð veraldar –þar sem allir reyndu að leggja alla undir sig– og breyttist í fangelsi vegna þess að tækni strandríkjanna við Atlantshaf gerði þeim ríkjum kleift að kanna veröldina, þá rann upp nýtt tímabil í sögu vestrænna manna þar sem þessi strandríki norðar í Evrópu opnuðu heiminn. Hann hætti að vera eingöngu í kringum Miðjarðarhafið og að snúast um það. Heimsálfur og lönd um alla jörð komust að því að þau voru ekki ein í heiminum. Evrópa sparkaði dyrunum inn og opnaði heiminn. Einhver varð að gera það. Og sem betur fer voru það Evrópumenn sem gerðu það

Portúgalar og Íberíuskagamenn voru einna fyrstir til að byrja að fikra sig áfram með úthafssiglingar og fóru til að byrja með niður með vesturströndum Afríku, eftir fyrst að hafa staðið í 750 ára stríði við að kasta íslömskum nýlendukúgurum af bökum sér. Það stríð –Reconquista– er lengsta stríð sem háð hefur verið í sögu mannkyns. Enginn vildi því þurfa að fara landleiðina til austurheims í gegnum nýlenduherradæmi íslamista þá, frekar en menn vilja það í dag

Að ná svo langt niður með vesturströnd Afríku tók margra mánaða siglingar. Aðstæður um borð voru svo erfiðar að enginn núlifandi maður myndi láta bjóða sér neitt slíkt. Aðeins þeir allra hörðustu lifðu ferðirnar af

En það var í þessum ferðum að menn fóru í land á vesturströnd Afríku til að kaupa vistir og fá aðstöðu í landi til að hafa birgðastöðvar og síðar varnarvirki (tunglbækistöðvar þeirra tíma). Þeir portúgölsku komu í land eins og guðir –erlendir fjárfestar á nútímamáli– og tóku að kenna hinum innfæddu til verka og ota að þeim til dæmis kristni, í stað mannáts, og kennslustundum í að "ég ét lifrina úr þér því ég sigraði" væri ekki leiðin fram á veginn

Þess utan komu vestræn ríki með nýja tækni sér afar vel fyrir hina innfæddu, því einnig Afríka var plöguð af nýlenduveldum blökkumanna sjálfra. Má þar nefna nýlenduveldi Gana og Wagadu-heimsveldið sem ríkti í 300 ár. Malí-heimsveldið leysti það síðan af hólmi. Þá tóku við hin ýmsu heimsveldi blökkumanna álfunnar sem gerðu út á varnalegan ófrið til að komast yfir "stríðsfanga" sem seldir voru sem þrælar austur og vestur um haf. Brot af þeim sem seldir voru vestur lentu í Bandaríkjunum, en stærsti hluti þeirra varð landfastur á karabísku eyjunum. Þeir sem seldir voru sem útflutningsvara austur eru enn að miklu leyti þrælar í ríkjum íslamista, og er tala þeirra að minnsta kosti jafnhá og þeirra sem seldir voru vestur um haf

Vestrænni tækni og menningu var fagnað og þessir "erlendu fjárfestar" þóttu miklu betri en engir. Miklu betri. Í dag sækjast öll ríki Afríku af ákafa eftir vestrænni tækni, til dæmis til að kála hvort öðru með, og svipað gildir um flest önnur ríki jarðar. Má vona að það gangi bara nokkuð vel, því nývestrænir sérfræðingar með gullfiskaminni segja að við séum allt allt of mörg á hnettinum, sem áður þótti pönnukaka

Öll ríki jarðar sækjast eftir vestrænni tækni, vestrænni menningu og raun- og læknavísindum, því fæðingarstaður alls þessa virðist aðeins vera á einum stað jarðar; þ.e. á Vesturlöndum sjálfum. Þannig koma til dæmis aldrei nein V.O.C eða Microsoft-fyrirtæki út úr þessum húla-búla-ríkjum og þau eru ekki leiðandi í neinu, nema að því leytinu að þeim nýju ríkjum Afríku og Asíu sem voru nýlendur Breta, gengur mun betur en þeim ríkjum sem voru nýlendur Kalífaheimsveldis íslams og Tyrkjaveldis í tvö þúsund ár og þar á undan nýlendur Persa, Egypta, Kínverja og Mongóla

Frakkar þénuðu til dæmis aldrei á nýlendum sínum og stunduðu nýlendubúskap aðeins sem geopólitíska varnaraðgerð (e. countermeasure). Þegar upp er staðið er hagnaðurinn sennilega lítill hjá öllum nema þar sem nýheilagir menn hafa til dæmis heilt Evrópusamband í bakið við að rukka til dæmis Grikki, og sjúga þannig til sín 1/4 af hagkerfi þeirra. Það er frekar grátbrosleg kaldhæðni að Þýskaland sem neitaði að standa við Versalasamningana og bjó til óðaverðbólgu til að brenna niður erlendar skuldbindingar hans með lygum og svindli, skuli heimta að Grikkir borgi þeim til baka - í þýskri mynt!

Stjórnmálaelíta Þýskalands (og seðlabanki) var meira að segja svo áköf í að ná sér niðri á erlendum lánadrottnum (Vesturveldunum) að hún brenndi Þýskaland niður í leiðinni, frekar en að virða lög og rétt. Að því leytinu líkist hún bandarískum Demókrötum hve mest í dag. Þýskaland þykist hafa einkarétt á svindli og þoldi ekki lygi Grikkja um Maastricht-fjárlagahallann 2009, en gleymir á sama tíma öllu um mölbrotinn Versalasamninginn. Þýskaland breytist auðvitað ekki og nýr umgangur er því nú þegar byrjaður að rúlla af stað

Fyrri færsla

Apaplánetan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Yfirburða skörp greining Gunnar.

Halldór Jónsson, 15.6.2020 kl. 20:48

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér góðar kveðjur Halldór minn.

Bestu kveðjur til þín.

Gunnar Rögnvaldsson, 15.6.2020 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband