Sunnudagur, 14. júní 2020
"Erlendir fjárfestar" og nýlendur
Langt að heiman þann 20. júlí 1969. Úr ferðabók Apollo 11. Fimmtíu og einu ári síðar hafa 400 milljón Kínverjar ekki enn heimsótt vestrænan lækni og blökkumenn í Bandaríkjunum heimta á ný að fá að halda stöðu fórnarlambsins, á meðan Þýskaland veslast upp og lifir á því að læsa útflutningsmarkaði þess fasta við sig með handjárnum Evrópusambandsins - sem það hefur í rassvasanum. Í þar síðustu viku flaug fyrsta bandaríska einkafyrirtækið með geimfara á sporbraut um jörðu. Slíkt gat aðeins gerst í Bandaríkjunum
****
FJÖR OG MEIRA FJÖR
Af hverju hamast menn við að fordæma hina erlendu fjárfesta fortíðar sem "nýlendukúgara" á tungumáli nútímans? Ég veit ekki betur en að þeir erlendu séu ákallaðir enn og messur haldnar í Hörpum þeim til heiðurs
Þegar Miðjarðarhafið hætti að vera umferðarmiðstöð veraldar þar sem allir reyndu að leggja alla undir sig og breyttist í fangelsi vegna þess að tækni strandríkjanna við Atlantshaf gerði þeim ríkjum kleift að kanna veröldina, þá rann upp nýtt tímabil í sögu vestrænna manna þar sem þessi strandríki norðar í Evrópu opnuðu heiminn. Hann hætti að vera eingöngu í kringum Miðjarðarhafið og að snúast um það. Heimsálfur og lönd um alla jörð komust að því að þau voru ekki ein í heiminum. Evrópa sparkaði dyrunum inn og opnaði heiminn. Einhver varð að gera það. Og sem betur fer voru það Evrópumenn sem gerðu það
Portúgalar og Íberíuskagamenn voru einna fyrstir til að byrja að fikra sig áfram með úthafssiglingar og fóru til að byrja með niður með vesturströndum Afríku, eftir fyrst að hafa staðið í 750 ára stríði við að kasta íslömskum nýlendukúgurum af bökum sér. Það stríð Reconquista er lengsta stríð sem háð hefur verið í sögu mannkyns. Enginn vildi því þurfa að fara landleiðina til austurheims í gegnum nýlenduherradæmi íslamista þá, frekar en menn vilja það í dag
Að ná svo langt niður með vesturströnd Afríku tók margra mánaða siglingar. Aðstæður um borð voru svo erfiðar að enginn núlifandi maður myndi láta bjóða sér neitt slíkt. Aðeins þeir allra hörðustu lifðu ferðirnar af
En það var í þessum ferðum að menn fóru í land á vesturströnd Afríku til að kaupa vistir og fá aðstöðu í landi til að hafa birgðastöðvar og síðar varnarvirki (tunglbækistöðvar þeirra tíma). Þeir portúgölsku komu í land eins og guðir erlendir fjárfestar á nútímamáli og tóku að kenna hinum innfæddu til verka og ota að þeim til dæmis kristni, í stað mannáts, og kennslustundum í að "ég ét lifrina úr þér því ég sigraði" væri ekki leiðin fram á veginn
Þess utan komu vestræn ríki með nýja tækni sér afar vel fyrir hina innfæddu, því einnig Afríka var plöguð af nýlenduveldum blökkumanna sjálfra. Má þar nefna nýlenduveldi Gana og Wagadu-heimsveldið sem ríkti í 300 ár. Malí-heimsveldið leysti það síðan af hólmi. Þá tóku við hin ýmsu heimsveldi blökkumanna álfunnar sem gerðu út á varnalegan ófrið til að komast yfir "stríðsfanga" sem seldir voru sem þrælar austur og vestur um haf. Brot af þeim sem seldir voru vestur lentu í Bandaríkjunum, en stærsti hluti þeirra varð landfastur á karabísku eyjunum. Þeir sem seldir voru sem útflutningsvara austur eru enn að miklu leyti þrælar í ríkjum íslamista, og er tala þeirra að minnsta kosti jafnhá og þeirra sem seldir voru vestur um haf
Vestrænni tækni og menningu var fagnað og þessir "erlendu fjárfestar" þóttu miklu betri en engir. Miklu betri. Í dag sækjast öll ríki Afríku af ákafa eftir vestrænni tækni, til dæmis til að kála hvort öðru með, og svipað gildir um flest önnur ríki jarðar. Má vona að það gangi bara nokkuð vel, því nývestrænir sérfræðingar með gullfiskaminni segja að við séum allt allt of mörg á hnettinum, sem áður þótti pönnukaka
Öll ríki jarðar sækjast eftir vestrænni tækni, vestrænni menningu og raun- og læknavísindum, því fæðingarstaður alls þessa virðist aðeins vera á einum stað jarðar; þ.e. á Vesturlöndum sjálfum. Þannig koma til dæmis aldrei nein V.O.C eða Microsoft-fyrirtæki út úr þessum húla-búla-ríkjum og þau eru ekki leiðandi í neinu, nema að því leytinu að þeim nýju ríkjum Afríku og Asíu sem voru nýlendur Breta, gengur mun betur en þeim ríkjum sem voru nýlendur Kalífaheimsveldis íslams og Tyrkjaveldis í tvö þúsund ár og þar á undan nýlendur Persa, Egypta, Kínverja og Mongóla
Frakkar þénuðu til dæmis aldrei á nýlendum sínum og stunduðu nýlendubúskap aðeins sem geopólitíska varnaraðgerð (e. countermeasure). Þegar upp er staðið er hagnaðurinn sennilega lítill hjá öllum nema þar sem nýheilagir menn hafa til dæmis heilt Evrópusamband í bakið við að rukka til dæmis Grikki, og sjúga þannig til sín 1/4 af hagkerfi þeirra. Það er frekar grátbrosleg kaldhæðni að Þýskaland sem neitaði að standa við Versalasamningana og bjó til óðaverðbólgu til að brenna niður erlendar skuldbindingar hans með lygum og svindli, skuli heimta að Grikkir borgi þeim til baka - í þýskri mynt!
Stjórnmálaelíta Þýskalands (og seðlabanki) var meira að segja svo áköf í að ná sér niðri á erlendum lánadrottnum (Vesturveldunum) að hún brenndi Þýskaland niður í leiðinni, frekar en að virða lög og rétt. Að því leytinu líkist hún bandarískum Demókrötum hve mest í dag. Þýskaland þykist hafa einkarétt á svindli og þoldi ekki lygi Grikkja um Maastricht-fjárlagahallann 2009, en gleymir á sama tíma öllu um mölbrotinn Versalasamninginn. Þýskaland breytist auðvitað ekki og nýr umgangur er því nú þegar byrjaður að rúlla af stað
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Yfirburða skörp greining Gunnar.
Halldór Jónsson, 15.6.2020 kl. 20:48
Þakka þér góðar kveðjur Halldór minn.
Bestu kveðjur til þín.
Gunnar Rögnvaldsson, 15.6.2020 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.