Leita í fréttum mbl.is

Wuhan-veiran: Að hræða vit í fólkið. Danir loka landamærum. Heimtar Guðlaugur Þór símafund. Hverjum reiðist Bjarni núna [u]

Uppfært föstudagur, 13. mars 2020 kl. 20:48:39

Danir loka landamærum Danmerkur. Aðeins danskir ríkisborgarar og fastbúandi fá að koma inn. Hvað gerir Guðlaugur Þór: heimtar hann símafund. Og hverjum reiðist Bjarni Ben núna. Sjá athugasemdir..

VÍSDÓMUR

Ég las í gær skrif ungrar breskrar stúlku í Telegraph um Wuhan-veiruna. Hún er með sykursýki og hræðist sljó viðbrögð svo kallaðra yfirvalda, og er því búin að grípa til sinna eigin ráða, með því að forðast annað fólk alveg. Hún sagði að það þyrfti að hræða vit í fólkið. Því er ég sammála. Hún öfundar Ítalíu af því að þar logar þó að minnsta kosti annað bremsuljósið af tveimur núna. En brýnast er þó að hræða vitið í það sem sumir kalla yfirvöld landsins. Þar á ég við Land- og Sóttvarnarlæknisembættin og ríkisstjórnina alla, eins og hún leggur sig

STUÐIÐ

Í gær var ríkisstjórn Íslands stungið í samband við veruleikann. Leiðsluna og rafmagnsstólinn sjálfan skaffaði maður nokkur langt fyrir vestan ábyrgðarlaust Evrópusambandið, sem er ekki í sambandi við neitt

Ég vona að þeir sem síðustu 30 ár hafa sagt að Bandaríkin skipti ekki lengur máli í heiminum, hafi fengið smávegis jarðsamband við plánetuna sína í gær. Ef ekki, þá er því fólki varla viðbjargandi úr þessu. Versti dagur í sögu DAX, CAC-40 og MIB, ásamt annarra evrópskra vísitala segir sína sögu

Ég vona líka að sem flestir lesi leiðara Morgunblaðsins í dag, föstudaginn 13. mars 2020 e. Kr. Þar er meira stuð fyrir þá sem þurfa tvístart til að koma sér í gang. Hvar værum við stödd án Morgunblaðsins. Jú, sennilega í Útópíu

BANVÆNT

Það er ekki gott fyrir Ísland að hafa öndunarfæri sín utanáliggjandi á meginlandi Evrópu, þegar að tilvistarlegum málum lands okkar kemur. Ei heldur í neinum öðrum málum. Því á þau verður stigið og trampað af óviðkomandi "aðilum" sem leið eiga hjá. Við það kafnar Ísland þegar á reynir. Það sést einkar vel núna á blámanum í andlitum ríkisstjórnarinnar. En það færðist þó örlítill skammtur af rauðu blóði í andlit hennar í gær. Stuðið að vestan sá fyrir því. Því miður þoldi leiðsluhaldari Lýðveldisins vestur ekki álagið og missti sennilega vitið

SKYLDULESNING

Ég ráðlegg öllum sem lesið geta ensku að lesa greiningu Eurointelligence á dánartölum í Þýskalandi vegna kínversku Wuhan-veirunnar. Hún hetir: "The cause of Germany’s low Covid-19 mortality is potentially disturbing" (pr. 12. mars 2020). Hún er gott plagg, en krækjan á þessa greiningu sem Wolfgang ritstjóri vísar í, segir þó flest það sem segja þarf fagfólki og leikmönnum um eðli veirumálsins og ferli þess. Lancet-greinina sem hann vísar í hef ég þó ekki enn haft tíma til að lesa

BOÐORÐIN TVÖ

Hér er síðan stuttur listi til umhugsunar fyrir Ríkisstjórn Íslands ásamt spurningunni um hversu miklum skaða kæruleysingjar og hugmyndafræðilegir einfeldningar hafa valdið Íslandi með ESB-brölti og skrölti og innstungum inn í ekkert sem lifa mun af

- Bandaríkin skipta Ísland mestu máli
- Bandaríkin skipta Ísland tilvistarlega öllu máli
- Evrópa skiptir Ísland litlu máli
- Kína skipir engu máli
- Japan skiptir meira máli
- Indland mun skipta óendanlega meira máli en Kína

AEMN

Fyrri færsla

Trump lokar á Evrópusambandið og Schengensvæðið. Loka ber Íslandi [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þeim mönnum treystandi, sem hafa tvær tungur og tala sitt hvað með hvorri?

Björn Bjarnason, mentor Engeyjarflokksins hefur lengi sagst vera andvígur aðild Íslands að ESB.  Og gefið sig út fyrir að vera mjög hlynntur náinni samvinnu við Bandaríkin.

Á sama tíma notar hann hins vegar hina tunguna, hendur og fætur, höfuð, herðar og maga til að tala sem mest niður bandarísk stjórnvöld og forseta.  Og vill innleiða hér hvern pakkann á fætur öðrum frá ESB.

Virðing mín fyrir mönnum sem tala tungum tveimur er engin.  Svo er um fleiri.  Það sýna tölur um fylgi flokks hans sem hafa hrunið undanfarin ár.

En það er unun að lesa Morgunblaðið á pappír.  Þar skrifar maður einn hvert snilldar bréfið og hvern snilldar leiðarann á fætur öðrum.  Sá talar tungu hreinni. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.3.2020 kl. 10:45

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Leiðtogar í hverjum hópi velja sig sjálfir.

Að troða sér fremst, mæta með læti, versla við sjálfan sig, gefa ekki upp skattframtöl og geta ekki haft mannaforráð eru ekki beint leiðtogahæfileikar sem rætt um í fræðunum.

Sér í lagi ef stöðugt er haft í hótunum við nágranna og [fyrrum] bandamenn.

Hinsvegar sjá það allir hvernig Trúðurinn Trump hyglir sér sjálfur með því að tryggja að hans hótel, resort og golfvellir í UK og Írlandi sleppa við ferðabann. 

Trúðurinn verður svo að endanlegu athlægi sem leiðtogi sinnar þjóðar þegar hann neitar að gefa sýni vegna veirunnar og fær svo skammir í hatti frá yfirmanni heilbrigðsmála í USA að skimanir, prófanir vegna veirunar hafi farið út um þúfur.

Mætir svo ekki Trúðurinn og kennir öðrum um.

Séð það áður, heyrt það áður.

Svo er honum hossað hér og annarstaðar.

Verði þeim að góðu núna í október.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.3.2020 kl. 13:19

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Símon Pétur.

Mér skilst að Björn Bjarnason sé enn fastur í þeim flensufjötrum sem hann spann kínversku Wuhan-veiruna í. Þar vísar hann í geðlæknir. Geri ég því ráð fyrir að hann og geðlæknirinn eyði kröftum sínum saman í að vita ekki neitt. Slíkt krefst mikillar orku.

Það er erfitt fyrir Bandaríkin að aðhafast yfir höfuð neitt, eða láta eitthvað ógert, sem ekki hefur áhrif um allan heim. Þau eru rúmlega þriðjungur af heimshagkerfinu, sennilega meira, og um það bil helmingur af öllu nettóvirði heimsins.

Ljóst er nú að Bjarni Benediktsson hefði aldrei fært út landhelgi Íslands án áratuga samráðs við menn sína á meginlandi Evrópu. Framboð hans gegn Wuhan-veirunni fór því í vaskinn í gær. Það sannaði svo ekki verður um villst, að hann hefur lítið sem ekkert jarðsamband við þann heim sem íslenska þjóðin lifir í.

Hefði Kínverski kommúnistaflokkurinn sem Bjarni starfar með í AIIB, lýst yfir ferðabanni, þá hefði lítið gerst í heiminum við það. Næstum öllum hefði verið nákvæmlega sama og fátt haggast neins staðar. Það sama gildir um Evrópusambandið. Enginn í Washington hefði misst nætursvefn yfir því. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2020 kl. 14:43

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigfús Ómar, það er greinilegt að LANDRÁÐAFYLKINGARMENN geta ekki sætt sig við það að Hillary Clinton, skyldi tapa forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.........

Jóhann Elíasson, 13.3.2020 kl. 14:53

5 Smámynd: Örn Einar Hansen

Jóhann, guði sé lof að þessi kerling og draumóra "caesar" fór sína leið.

Örn Einar Hansen, 13.3.2020 kl. 15:14

6 identicon

Við erum ekki lengur sjálfstæð þjóð.

Við erum ekki lengur fullvalda ríki.

Við höfum verið innlimuð, hægt og bítandi, í ESB.

Við megum ekki lengur loka landinu fyrir erlendum

ferðamönnum sem fá að valsa sem þeim sýnist um landið, þó neyðarástand sé við það að skapast.

Við erum innlimuð í ESB og Schengen.

Við lútum vilja stjórnvalda sem starfa hér

í umboði ESB, ekki kjósenda hér á landi,

og skv. opingáttastefnu þess, Schengen.

Landshöfðingjastjórnar Bjarna Ben. Jr.

og nokkurra puntudúkka hans.

Kola-Grímur situr sem forseti "þingsins" 

og fær að tryllast af stórmennskubrjálæði 

með nokkurra daga millibili.  

Allt þetta í boði "Sjálfstæðisflokksins"

Minnumst þess í næstu kosningum.

Minnumst einnig Icesave III og Orkupakka 3.

Atlantic Super Connection pakka almannatengla 

DDRÚV og KOM, Ratcliffe og jarðauppkaupin.

Allt í boði EES/ESB og "Sjálfstæðisflokksins"

Minnumst þess í næstu kosningum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.3.2020 kl. 16:45

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

@Jóhann, veit að þú ert enn sigri hrósandi en við, sem enn styðjum lýðræðið, mótmælum einræði líkt og Miðflokksgreyin og aðrir hér styðja, vitum hvor aðilinn, vilji einn lifa í fortíðinni, fékk fleiri atkvæði og var í raun sigurvegari. Þökk sé undarlegu kosningakerfi, líkt og í Bretlandi þar sem besti vinur Trúðsins bætti við sig 1% fylgi á landsvísu en fékk reiðinar býsn af þingmönnum, þá "vann" Trúðurinn. En hans tíma er að ljúka, sem betur fer fyrir okkur lýðræðissinna.

Þið hin, einagrunarsinnar og einræðissinnar megið eiga ykkur, far vel Franz.

En aftur að nútíðinni, e-u sem skiptir máli, þá er kindarlegt að sjá hvernig herbrað Miðflokksinna er iðkað hér. Ef einn tekur málefnalega umræðu, sleppir óreiðunni og óminnishegranum, þá er því ekki svarað. 

Það þekkist meðal kjörinna fulltrúa Miðflokksins. Greinilega margt skylt með líkum.

Annað var það ekki.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.3.2020 kl. 18:04

8 identicon

Sósjaldemókratinn Mette Fredriksen

hefur nú ákveðið að loka landamærum Danmerkur.

Samfylkingar Sigfús mun nú væntanlega uppnefna danska systurflokk Samfylkingarinnar Einangrunarsinna, Miðflokksgrey, Popúlista og Trumpista, þ.e.a.s. ef hann er samkvæmur sjálfum sér, miðað við athugasemd hans hér að ofan. 

Mikið er sorglegt hvernig Sósjaldemókratar tala illa um systurflokk sinn í Danmörku.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.3.2020 kl. 19:16

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já það er nefnilega það Símon Pétur.

Donald J. Tump hefur í þar síðustu viku séð að lítið þýddi að loka bara á Ítalíu. Hann yrði að bíða eins lengi og hann með sanngirni gat eftir því að ESB gerði sjálft hið eina rétta, sem það gerði náttúrlega ekki. Loka varð því á alla veirudreifingarmiðstöðina Schengen eins og hún lagði sig. Og það gerði hann í fyrrakvöld.

Næst fáum við sennilega að heyra frá esbkrötum á borð við Bjarna Ben, Guðlaugi Þór, Kína-Þórdísi, Dómsdags-Bimbó-í-Humri og Birni Bjarna (sjá: Trump veldur hruni), að það hafi verið Donald J. Trump sem lokaði landamærum Danmerkur áðan.

Nú fær enginn nema danskur ríkisborgari að koma inn í Danmörku. Allt í einu skiptir öllu máli hver ættjörð manns er, hvað hún heitir og hvar hún er. Útópískt vegabréf herra Heimsborgara og ESB-borgara gilda skyndilega ekki lengur, því ekkert nema hástemmd þvæla og útópískt esbkratafís stóð á bak við útgáfu þeirra.

Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór munu væntanlega tryllast núna og hringja í Mette Fredriksen og kenna henni um það sem hann og kompaní hans gerði sjálft: að koma Icelandair svo gott sem fyrir kattarnef með kæru- og aðgerðarleysi og barnalegum fíflaskap, með höfuð sín djúpt grafin í esb-sandi.

Því hvert hyggjast Bjarni, Guðlaugur, kína-Þórdís og Dóms-Bimbó ætla að fljúga núna? Þau komast ekki neitt!

Og þökk sé Schengen þarf að telja fólk inn í matvöruversalnir á Íslandi frá og með í dag. Þetta fólk er veruleikafirrt. Það er ekki með neitt á hreinu. Ekkert!! Alveg úti að aka.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2020 kl. 20:39

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigfús Ómar, það eruð einmitt þið "kratarnir" sem eruð á móti lýðræðinu - það eru engir "duglegri" en þið að rakka niður skoðanir þeirra sem eru ykkur ekki sammála..... undecided

Jóhann Elíasson, 13.3.2020 kl. 21:10

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

föstudagur, 13. mars 2020 kl. 21:12:45

Öll sjúkrahús í Danmörku loka fyrir venjulega starfsemi. Það þýðir meðal annars að öllum bókuðum aðgerðum sem ekki teljast nauðsynlegar er hér með aflýst.

Öllum sem hafa ekki góða og gilda ástæðu til ferða til Danmerkur verður vísað frá við landamærin. Aðeins er hægt að ferðast til Danmerkur sé um viðurkenndan tilgang með ferðinni að ræða. Til dæmis ef maður býr eða starfar í Danmörku, segir Nick Hækkerup dómsmálaráðherra.

Ráðherrann undirstrikar að fjölskylduheimsóknir til Danmörku er ekki næg ástæða til að fá að koma inn í landið.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2020 kl. 21:14

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

föstudagur, 13. mars 2020 kl. 21:31:27

Lokun landamæra Danmerkur gengur í gildi kl. 12 á hádegi á morgun, laugardag 14. mars 2020. Ferjusiglingar, flug og járnbrautarferðir stöðvast alveg eða að hluta til, svo að hindra megi að kínverska Wuhan-veiran komist inn í landið frekar en orðið er. Lokunin gildir til að byrja með til 13. apríl 2020. Öllum útlendingum verður vísað frá við landamærin, nema að um gild ferðaerindi sé að ræða. Danskir ríkisborgarar fá hins vegar ávallt að koma inn í landið sitt. Fragtflug og lestir eru undanþegin að miklu leyti.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2020 kl. 21:32

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

föstudagur, 13. mars 2020 kl. 21:42:40

Öllum Dönum er ráðlagt að ferðast ekki til útlanda nema að slíkt sé nauðsynlegt (ferðanjálgur er ekki gild ásæða). Þeim sem þegar eru staddir erlendis er ráðlagt að koma heim hið snarasta eða eins fljótt og mögulegt er. Tilmælin gilda ekki fyrir þá sem eru fastbúandi erlendis.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2020 kl. 21:43

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

föstudagur, 13. mars 2020 kl. 21:53:55

Pólland lokar landamærum landsins. Lokunin gengur í gildi á sunnudag. Öllum Pólverjum og fastbúandi í Póllandi sem snúa til síns heima verður gert að sitja í sóttkví í 14 daga. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra sagði að þetta væri gert til að skrúfa fyrir aðgang kínversku Wuhan-veirunnar að pólsku þjóðinni. Fragtflutningar eru undanþegnir. Öll flug án ástæðu til landsins verða bönnuð frá og með kl. 00:00 á sunnudag.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2020 kl. 21:55

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

föstudagur, 13. mars 2020 kl. 21:59:54

Bjarni Benediktsson tekur hér með væntanlega sitt þriðja reiðkast. Og Guðlaugur Þór er talinn henda sér á símann til að panta símafund við pólska forsætisráðherrann.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2020 kl. 22:00

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

föstudagur, 13. mars 2020 kl. 22:11:22

Tilkynnt er að 250 manns hafi misst lífið af völdum kínversku Wuhan-veirunnar á Ítalíu á síðustu 24 klukkustundum. Mannfall Ítalíu er því orðið 1266 persónur.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2020 kl. 22:12

17 identicon

Á meðan dönsk stjórnvöld vinna hörðum höndum

að því að bjarga því sem bjargað verður,

þá er "ríkisstjórnin" hér á landi

með allt niðrum sig. 

Búin að brjóta ítrekað íslensku stjórnarskrána

og hefja einhliða kalt stríð við Bandaríkin

(sbr. greinargóðan pistil Palla Vill um það).

Já, Gunnar

þessi "ríkisstjórn" heimskunnar og oflætisins

er nú búin að koma sjálfri sér í algjörar ógöngur.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.3.2020 kl. 22:19

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

föstudagur, 13. mars 2020 kl. 22:27:16

Það verður fróðlegt að fá að hlusta á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, og fóstureyðingarfrömuð barna fram að fæðingu, tala við Donald J. Trump forseta Bandaríkjanna, skyldi hann hafa tíma til að tala við hana áður en hún fæðist inn í þennan heim.

Hún er ein af þeim sem pantað hefur símafund með bandaríska forsetanum, sem nú þarf að glíma við að koma heim og saman viðspyrnu 50 stykkja af sjálfstæðum heilbrigðiskerfum Bandaríkjanna. "Ég hringi, þú talar," segir kannski símatvíeykið.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2020 kl. 22:31

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

föstudagur, 13. mars 2020 kl. 22:39:42

... halló.. halló... er þetta frú Jakobsdóttir á Íslandi... hvernig hefur þú það... virkar naflastrengurinn vel... færðu næga fæðu og næringu... halló... halló... er þetta kannski hjartsláttur móður þinnar sem yfirgnæfir rödd þína.. halló... halló... Katrín.. ertu þarna...

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2020 kl. 22:40

20 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

föstudagur, 13. mars 2020 kl. 23:42:03

Hér eru mínar vangaveltur um framtíðina frá og með nú:

Eina leiðin til að þjóðfélagið okkar geti snúið aftur til eðlilegs ástands, er: 

1. Að landinu sé lokað til að stöðva innflutning á smitum.

2. Ná verður nýjum smitum niður í núll. 

3. Þegar þau eru orðin núll, þá er veiran horfin í landinu.

4. Ekki er hægt að opna landið á ný nema fyrir þeim löndum sem sannað geta að þau hafi náð smitum niður á sama hátt. Og..

5. að bóluefni við veirunni verði komið í dreifinu til hins viðkvæmdasta hluta þjóða eftir 12-16 mánuði.

Plús: lengra inn í tímann

- Farþegaflug í heiminum mun aldrei aftur snúa til fyrri tíma.

- Lággjaldaflug heyra sögunni til. Dýr lúxus flug verður framtíðin. Gæði en ekki magn mun ráða. Ferðalög milli landa og heimsálfa verða aldrei aftur það sem þau voru. Þau verða verðmæti, en ekki varningur. Fragt á fólki breytist úr transport í travel, eins og þau voru á tímum áður.

- Allt sem heitir ferðir eða flutningar er komið til endurskoðunar og er það ferli því í gangi nú þegar. Vinnustaðir hætta að vera miðstöðvar tímasóunar í þjónustugeiranum. Heimili veða ekki bara heimili heldur vinnustaður líka. Öðru máli mun gegna um framleiðslugeirann. 

- Evrópusambandið er hrunið. Það var tálsýn.

- Alþjóðavæðing er hrunin.

- "Global supply chains" eða hnattrænar afhendingarkeðjur er sagan ein, miðað við áður.

- Þetta mun kalla á nýja tækni á mörgum sviðum 

- Ferðamannabransi hættir að vera bransi. Hann verður grasrótar-hobbý. Nema í efstu lögum.

- Allt sem heitir hreyfingar, eða e. movement á fólki, vörum og þjónustu verður aldrei samt aftur.

Svo kölluð "glóbalísering" eða "hnattvæðing" gengur til baka og heimurinn verður lagskiptur á ný. Húla búla lönd verða aftur húla búla lönd sem enginn treystir. Þau verða að þróa sig sjálf og koma sér sjálf upp úr húla búla stiginu og sanna sig sjálf.

Aldrei aftur hnattræn dreifing á nýjum drepsóttum. 

Þetta eru Biblíusöguelgir tímar.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2020 kl. 23:45

21 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 14. mars 2020 kl. 00:19:33

Flokkur Demókrata í Bandaríkjunum sem í þrjú ár hefur kallað Donald J. Trump fyrir einræðisherra (e. dictator), hefur eytt síðustu dögum í að berja á forsetanum fyrir að lýsa ekki yfir því neyðarástandi sem færir honum aukin völd. En þegar hann loksins lét verða af því í dag, þá öskraði hinn sami flokkur Demókrata að hann mætti ekki nota þau. Hér er allt við það hauslausa sama gamla í þeim flokki. Eini mótframbjóðandi Trump er því kínverska Wuhan-veiran.

Ambrose Evans-Prichard viðskiptaritstjóri hins breska Telegraph sagði að þær ríkisstjórnir sem sýna dómgreindar- og kæruleysi og viðhafa vettlingatök í baráttunni við kínversku Wuhan-veiruna, verða rifnar í tætlur og hent á öskuhauga sögunnar, nú þegar jarðhræringarnar vegna veirunnar setja heiminn upp á ný í nýja heimskipan: 

"Complacent governments will be torn to shreds as a coronavirus quake reshapes the global order"

RECONFIG og REBOOT

Hugmyndafræðilegum klámgrundvelli svo kallaðra grænna stjórnmálaflokka á Vesturlönd hefur hér með verið hent á klámhaug pólitískt pervertra hugmynda sögunnar. Sitja þeir nú sem þorskar á þurru landi í sínum þvotthelda gamla rauða komma-kratalit.

Bjarni Benediktsson keypti klám þeirra og eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn vegna meðfædds skorts á gáfnafari og dómgreind hins venjulega manns.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.3.2020 kl. 00:24

22 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Satt er það Gunnar Rögnvaldsson og er allt skráð í lífsbók jarðarinnar; Takk fyrir þetta svo og öllum vinunum hér.

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2020 kl. 02:09

23 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga

- fyrir innlitið og lesturinn.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.3.2020 kl. 02:45

24 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 14. mars 2020 kl. 03:43:02

Hvað varðar fjölda greindra tilfella í hverju landi, þá segir það ekkert til um neitt, nema um tíðni greininga. Það segir ekkert um útbreiðslu veirunnar í löndum. Næstum öll þau sýni sem hafa verið tekin hér á landi eru tekin vegna rökstudds gruns um smit, sem menn halda síðan að sé hægt að kortleggja og elta uppi þá sem voru í sambandi við þau. Þau próf segja hins vegar ekkert um það hversu útbreidd veiran er að verða í þjóðfélaginu. Það er kannski ekki fyrr en dánartölur byrja að birtast að menn vita hversu útbeidd veiran er í hinum og þessum löndum. Útbreiðslan gæti verið 10-20 sinnum meiri en fjöldi greindra tilfella.

Ráðunautur bresku ríkisstjórnarinnar, Sir Patrick Vallance, gerir ráð fyrir að fjöldi smita í Bretlandi sé 10-20 sinnum meiri en sá fjöldi greininga sem koddað hefur verið höfðum á. Þetta myndi þá þýða að fjöldi tilfella í Þýskalandi og Frakklandi sé ekki 3500, heldur 35.000 til 70.000 í dag. Fyrir Danmörku myndi það þýða 8-16 þúsund tilfelli og sú myndi síðan tala tvöfalda sig annan hvern dag, sé ekki gripið til tröllslegra aðgerða.

Þannig að sá fjöldi tilfella sem birtur er á hverjum degi um hin ýmsu lönd segir ekkert nema um fjölda greininga. Og á Íslandi segir sá fjöldi lítið annað en hver ríkir Íslendingar eru og hafa efni á miklu magni af flugferðum (ferðanjálg).

Ég býst við að Bandaríkin viti þetta vel og muni í staðinn grípa fyrr til þess eina sem dugar. Þeir eins og Ísrael verða að halda hernum klárum á go-go-go, ef kallið kemur. Ef ég væri Pútín núna þá myndi ég gera innrás í Úkraínu og Baltísku löndin hvað úr hverju. Þetta er rétti tíminn.

Mér skilst að Kári í DeCode sé að gera annað. Hann er að taka handahófs stikkprufur, eða gera eins konar skoðanakönnun á útbreiðslu veirunnar. Veit það ekki, en held það. Þess vegna valdi hann turninn, geri ég ráð fyrir. Stór vinustaður.

Ég held að því fyrr sem ríkisstjórnir gera það eina rétta, því fyrr því betra, því þær munu alltaf enda með því að gera það hvort sem er. Tölfræðilegar sjálfsblekkingar eru lélegur koddi. Í ljósi þessa var "hættusvæða" skilgreiningar-þvælan algerlega út í hött, og verri en enginn koddi.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.3.2020 kl. 03:43

25 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 14. mars 2020 kl. 04:06:00

Og þar sem Donald J. Trump er jakkafataútgáfan af George S. Patton þá býst ég ekki við neinum pedagógískum aðferðum í Bandaríkjunum. Þegar Patton tók Sikiley þá stöðvaðist farmrás deildar hans á vegi við brú. Á brúnni var bóndi með tvo brúgripi sem þrjóskuðust við. Ökumenn hertækjanna, sem allt í einu voru komnir þarna beint úr hinu borgaralega lífi í Bandaríkjunum og út á brú á Sikiley, hinumegin á jörðinni, kunnu ekki við annað en að stöðva herlestina og bíða eftir að bóndinn leysti málið. Þá hentist Patton fremst, skaut báða gripina á standandi fæti með skammbyssu sinni og henti þeim í ánna, og öskraði áfram. Patton var mikil skytta. Hann sagðist hafa verið svikinn um fyrstu veðlaun í skotkeppni vegna þess að dómarinn var svo heimskur að hann sá ekki að allar þrjár kúlur Pattons fóru í gegnum eina og sama gatið. Svo ég bíð spenntur eftir aðgerðum Trumps forseta í kínverska Wuhan-veirumálinu.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.3.2020 kl. 04:06

26 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

@Jóhann, margur heldur mig sig, þú tilheyrir augljóslega ekki jafnaðamönnum. Jafnaðarmenn styðja lýðræðið. Á meðan get ég svo ekki rætt við þig á þinu eigin blogg-svæði. Hvúi skyldi það vera ? Líklegast af því að ég og aðrir eins hafa ólíkar skoðanir en eigandinn.

Hátt bylur í galtómri tunnu.

@Gunnar; Þú bíður viðbragða Trúðsins, hann sýndi það í nótt, 13 mars, þegar hann gekkst ekki við ábyrgð á málinu innan síns ríkis, sem hann jú stýrir og hefur gert núna ríflega 3 ár. 

Enn vill Trúðurinn kenna öðrum um. 

Það að skjóta nautgrip er ekki hetjuskapu, það að kenna öðrum um er heldur leiðtogahæfni.

En þá höfum við einn stjórnamálamann hér á landi sem gerir það sama, getur ekki svarað erfiðum spurningum og sér óvini í öllum hornum.

En sá formaður Miðflokks á þó vini á þessum stað.

Um annað er ekki að villast.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 14.3.2020 kl. 11:45

27 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigfús Ómar, það vantar greinilega í þig raunveruleikagenið.. Þið kratar segist vera hlynntir lýðræðinu en þegar kafað er dýpra þá kemur í ljós að þið eruð eins langt frá lýðræðinu og hægt er.  Meira að segja nasistaflokkurinn í Þýskalandi var stofnaður upp úr Sósíaldemókrötum, þetta er staðreynd sem kratar hafa ekki viljað gangast við en fylgir þeim alveg eins og skugginn.  Það er ósköp einfalt af hverju ég bannaði þig á síðunni hjá mér, það var svo yfirgengileg vitleysan, sem frá þér kom að ég sá ekki nokkra leið til að bjóða nokkrum manni upp á að þurfa að lesa þetta rugl.  Mér er nokkuð sama um skoðanirnar sem þú hefur...

Jóhann Elíasson, 14.3.2020 kl. 12:57

28 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það er alltaf mikið skemmtiefni þegaar svona brekkur eins og Jóhann mætir og skrifar í hástöfum eða stærri letrum. Þetta er þá líklega með bílana og einn viðkvæman líkamshluta, því stærra letur, því minna...tja, þið fattið.

Hitt er annað að hér vill ágætur Jóhann meina að þeir sem styðja jöfnuð, e-ð annað en Trúðurinn vill í USA og þá fleiri hér á síðunni styðja, séu langt frá lýðræðinu.

Þá er gott að hafa í huga er litið er tilbaka, með beint lýðræði umfram fulltrúalýðræði sem kosið er til, samkvæmt lögum, á fjögur ára frest, þá hafa jafnaðarmenn boðið til slíkra kosninga, gott að muna kosningu um flugvöllinn, þar sem meirihluti þeirra sem töku þátt höfnuðu honum og eins þegar kosið var til Stjórnlagaþing sem var svo síðar metin ómark af tæknilegum ástæðum af Hæstarétti.

Þá er líka gott til þess að muna að hægri öflin hafa lagt sig í líma við að hafna beinu lýðræði og ef tugir þúsunda hafa óskað eftir því að kosið, tja t.d um áframhald viðræðna við ESB, þá sviku bæði Sjálfsstæðismenn og núverandi formaður Miðflokks það loforð sem var gefið fyrir kosningar 2013 um að leyfa þjóðinni að gefa álit sitt.

Þannig að fullyrðingar Jóhanns eru hreinlega rangar. Hann má svo hafa sínar skoðanir, það er algerlega hans vandamál.

Hitt er svo enn hlálegra að sami Jóhann bannar svo fólki að setja fram skoðani sínar , af því að það kunni að var "[..] yfirgengileg vitleysa".

Bara að Jóhann gæti lestð sitt eigið rant.

Þá sæji hann kannski alvöru vitleysu...meira svona löngu vitleysu.

@Gunnar, takk fyrir skýr svör. Þögn er þá líklega sama og samþykki.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 14.3.2020 kl. 14:01

29 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sigfús: ég er sammála Jóhanni

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 14.3.2020 kl. 14:26

30 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 14. mars 2020 kl. 14:47:10

Sænska sovétstjórnin hefur ákveðið að hætta að birta tölur um fjölda þeirra sem greinst hafa með kínversku Wuhan-veiruna í Svíþjóð. Nú bíður maður bara eftir því að ekki verði lengur tilkynnt um kosningaúrslit nema að Sósíaldemókratar séu stærsti flokkurinn. Sovétsænska kvöldblaðið

Gunnar Rögnvaldsson, 14.3.2020 kl. 14:49

31 Smámynd: Óskar Kristinsson

Gunnar og vinir takk!

Óskar Kristinsson, 14.3.2020 kl. 14:54

32 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

@Gunnar, ekki beint skellur að sjá þú kjósir eina skoðun í umræðu um mélefnin.

Enda ekki mikið um mismunandi skoðanir hér.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 14.3.2020 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband