Leita í fréttum mbl.is

Bretland mun ekki semja við Evrópusambandið

Á þessu ári eiga að fara fram svo kallaðar "samningaviðræður" milli Stóra-Bretlands og Evrópusambandsins um hvernig hið nú fullvalda og sjálfstæða ríki Stóra-Bretland og annars vegar ósjálfstæð og að hluta til ófullvalda lönd Evrópusambandsins munu eiga samskipti og viðskipti þeirra á milli í framtíðinni

Evrópusambandið, sem aldrei hefur skilið Stóra-Bretland og allra síst á síðustu fjórum árum, hefur sett sér það samningsmarkmið að Bretland verði áfram skuldbundið til að lúta þeim lögum og reglum sem það hefur steypt löndin innan þess föst í. Bretland, sem er að yfirgefa sambandið vegna þess að það telur að slíkt sé óviðunandi staða fyrir fullvalda ríki að vera í, hefur sem samningsmarkmið að ná fram viðskiptasamningi sem fullvalda ríki gera sín á milli, þar sem báðir aðilar njóta góðs af; og þar sem útkoman er ekki núll miðað við áður. Útilokað er því að Bretland muni semja við Evrópusambandið á þeim nótum sem sambandið krefst, því þar er útkoman núll miðað við áður, fyrir Bretland

Samningsmarkmið Evrópusambandsins er hins vegar svona eins og það er, vegna þess að sambandið veit innst inni að dagar þess eru nú þegar taldir: 1) Bretland er farið, Evrópusambandið er að minnka, en ekki að stækka, vegna þess að það er vont fyrr ríkin sem í því eru að missa sjálfstæði sitt og fullveldi. 2) Það er því tilvistarlega vont að vera í sambandinu fyrir langsamlega flest ríki þess. 3) Sambandið getur ekki rekið mynt sem gagnast neinum. Hún gerir því að mestu ógagn í flestum ríkjum þess. 4) Evrópusambandið getur heldur ekki varið sig, því ekkert ríki þess vill borga fyrir varnir annarra ríkja sambandsins, og flest ríkin í því væru því fegnust að önnur ríki sambandsins myndu leggjast af og deyja út, vel að merkja á undan þeim sjálfum, og þar er samkeppnin því virkust á milli þeirra. Ekkert ESB-ríki vill hins vegar að öðru ESB-ríki vegni betur en því sjálfu. Terror-balance ræður ríkjum

Danmörk væri til dæmis mjög ánægð með að Þýskaland splundraðist, því þá fengi hún Slésvík-Holstein til baka. Þannig er staðan hins vegar ekki innan Danmerkur, því þar vill Jótland af fúsum, frjálsum og áköfum vilja verja Sjáland, því að á Sjálandi eru Jótar Danir. Danmörk er nefnilega ríki Dana, en ekki Þjóðverja. Líklegt er því að Kristjánsborg sé mjög ánægð með upplausnarferlið sem –þökk sé ESB– er í gangi í Svíþjóð. Skánn gæti hugsanlega aftur komið heim til Danmerkur

Koll af kolli hugsa nær öll ríkin í Evrópusambandinu þessar hugsanir og ég persónulega skil þær mjög vel. Hvaða Dana litist illa á 20 þýsk smáríki sem öll fyrirlíta hvort annað. Það væri yndislegasti draumur hvers einasta Dana, því þar með myndi Danmörk hætta að vera bóla á rassi Stór-Þýskalands. Enginn Frakki mun verja Pólland, skyldu Rússar ráðast þar inn, því að innrás Rússa í Pólland myndi létta pressuna á landamærum Frakklands að Þýskalandi. "Gerið svo vel, takið það sem ykkur sýnist. Það kemur ekki til greina að við eyðum einum franka í að tryggja austurlandamæri Þýskalands. Því fyrr sem étið er úr Póllandi upp að Þýskalandi austanverðu, því betra fyrir okkur". Þarna fara tilvistarlegir hagsmunir ríkjanna einfaldlega ekki saman - og geta aldrei farið saman. Þess vegna eru Bandaríkin enn í Evrópu. Þau eru eini tilvistarlegi bandamaður Póllands, ásamt Stóra-Bretlandi. Þýskalandi væri einnig sama um innrás Rússlands í Pólland því það hefur áður gert samninga við Rússa um að gleypa Pólland, saman með Rússum, vegna þess að Þýskaland álítur að á milli þess og Rússlands sé bara 120 milljón manna rusl, og Rússland því næsti nágranni þess í austri. Þess vegna reynir Pútín saman með Þýskalandi að búa til "aggressor" eða árásargjarnan nágranna úr Póllandi þessi árin. Pútín rær að því að skapa þann nýsannleika að Pólland hafi startað Síðari heimsstyrjöldinni á meðan Þýskaland rær að því að láta líta svo út að Pólland sé ríki villimanna í dóms-, laga,- og réttarfarslegum skilningi, til að undirbyggja áróður Pútíns. Þarna vinna Rússar og Þjóðverjar mjög vel saman samkvæmt gömlum sáttmála þeirra á milli, sem þau þar með sameiginlega segja að hafði átt rétt á sér. Þarna mun draga til tíðinda á næstu árum. Hvítarússland er því þegar byrjað að hitna, því auðvitað verður herra algóður Pútín að vernda það gegn hinu nýsögulega vonda Póllandi, með því að innlima það í sambandsríki Rússlands. Ekki eitt hár mun af því tilefni rísa á kansleríinu í Berlin. Þar munu menn smjatta og segja; "okkar maður áfram" - og Rússadindlar Vesturlanda taka undir

Úr síðustu færslu er því vert að endurtaka það sem sameinar Rússland og Þýskaland hve mest - og aðskilur þau þar með frá Stóra-Bretlandi. Þýskaland hefur aldrei tilheyrt Vesturlöndum, nema að hluta til, svipað og Rússland:

"Það er líka Gyðingaandúð í Bretlandi og Frakklandi, en þýska útgáfan er allt annars eðlis, því hún er hvorki bundin við ysta hægrið né ysta vinstrið, heldur liggur þýsk Gyðingaandúð djúpt í öllu þjóðfélaginu. Þýsk Gyðingaandúð er einnig blanda af Ameríkuhatri og anti-kapítalisma, bæði til hægri og vinstri" | hér

Samningsmarkmið Evrópusambandsins er því örvæntingarfull tilraun til að reyna að gera öllum núverandi ríkjum þess það ljóst, að þó svo að þau yfirgefi sambandið, þá muni þau áfram verða undir hæl ESB, þó svo að þau standi utan þess. Þetta er að sjálfsögðu ofureðlilegt markmið pappírsbunkafyrirbæris stórtapara, sem ófært er um að ná fram samningsmarkmiði sínu á eigin spýtur. ESB þarf aðstoð Stóra-Bretlands til þess, og hún er ófáanleg

Samningsmarkmið Stóra-Bretlands er hins vegar þannig skrúfað saman, að það getur sjálft náð því upp á eigin spýtur. Markmiðið er það, að Bretland fari hörðu leiðina út úr ESB án samninga við sambandið, til þess síðar að geta gert þá hefðbundnu viðskiptasamninga sem fullvalda ríki gera sín á milli. Fyrst þarf Stóra Bretland að losna og varpa um koll því sem Evrópusambandið þolir ekki að varpað sé um koll. Það er ekki fyrr en þá að hægt er að gera samninga sem gefa báðum aðilum eitthvað sem er stærra en núll, miðað við áður

Bretland mun því fara út án samninga við ESB og stunda viðskipti við það undir tollareglum WTO. Kostnaðurinn við það er ekkert miðað núverandi fyrirkomulag og miðað við það að læsa Bretland áfram fast við það sem þeir kusu um að losna frá. Það er fyrst þarna sem að samningsaðilarnir verða jafningjar. Og aðeins samningar milli jafningja gefa báðum aðilum eitthvað sem er stærra en gamalt núll. Þess má geta hér í leiðinni, að fyrstu formlegu tvíhliða viðskiptasamningar mannkynssögunnar voru gerðir af Bretum og Frökkum. Og það skal undirstrikað hér að ekkert fullvalda alvöru ríki veraldar myndi gera EES-samning við Evrópusambandið í dag, né hvað þá að ganga í það. Reynslan af slíkum fullveldis-tortímandi samningum er orðin nær öllum ljós í dag. Heimur þeirra tíma er liðinn, eins og rústaheimurinn sem skapaði Evrópusambandið er horfinn líka. Hann var aldrei annað en stundarfyrirbæri. Allar þær tímabundnu aðstæður og persónur sem –ofan frá– sköpuðu Evrópusambandið, eru dauðar í dag. ESB passar ekki við nútímann og allra síst rímar það við framtíðina

Stóra Bretland er stærsti einstaki útflutningsmarkaður Þýskalands. Og það sem meira er, viðskiptajöfnuður Evrópusambandsins gagnvart Bretlandi er í krónískum hagnaði sambandinu í vil. Allt þetta getur sambandið misst. Og því hefur verið lekið að fari Bretland út úr ESB á harða mátann, sem ég hef lýst hér að ofan, að þá muni bílaframleiðandinn Nissan loka Micra-verksmiðjum sínum í Frakklandi og flytja framleiðsluna til Sunderland í Bretlandi. Ég undirstrika að þetta er leki, en ekki staðfest frétt

Á hinum fjórum síðustu árum frá Brexit-kosningunum –sem löðurmannasveit sérfræðingaveldisins sem klessukeyrði veröldinni 2009 sagði að myndi þýða endalokin fyrir Bretland, og sem nú situr við að reikna út nýjasta CDO-klessuverk sitt um svo kölluð "loftslagsmál"– hafa milljón ný störf orðið til í Bretlandi og atvinnuleysi lækkað niður í það lægsta síðan 1974. Í Wales er atvinnuástandið það besta síðan að mælingar hófust. Og laun hinna lægst launuðu í Bretlandi hafa hækkað mest, eins og hjá Trump í Bandaríkjunum

Ekkert af því sem löðurmannasveit sérfræðingaveldisins á ofurlaunum spáði um Brexit hefur staðist. Ekkert! Hið sama mun verða uppi á teningnum varðandi loftslagsmál hins sama ónýta og vísvitandi forstokkaða reiknistokks þess löðurmannlega sérfræðingaveldis. Þetta eru sömu sérfræðingarnir og síðast, en nú í leit að nýjum verkefnum til blása sig upp með

Fyrri færsla

Rósrautt Þýskaland var aldrei rósrautt, er skrifað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Takk fyrir Þennan góða pistil Gunnar! Já Löðurmannasveit ríkisstjórnar Íslands lætur ekki að sér hæða, gerir ekkert til að sitja einhver höft á sendinguna frá kína.

Bara velkom.Ótrúlegt að það skuli vera hægt að sitja saman slíka aumingjasamkou.

Kv

Óskar Kristinsson, 25.2.2020 kl. 13:31

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hard Brexit skal það vera svo Bretar losni endanlega úr þessari prísund.

Ragnhildur Kolka, 25.2.2020 kl. 14:42

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Óskar.

Já svo kölluð yfirvöld á Íslandi sem í reynd er orðin beljusveit ESB á Íslandi, er sennilega að bíða eftir merkjum af ESB-himnum ofan um veiruna sem er Made in China. Til dæmis um að hún sé úr plasti, því þá munu plaststormsveitir umhverfisjörðina-ráðherrans grípa til sinna ráða og BANNA veiruna.

Það er ekki nóg að fá að vita það að starfslið á ítölsku sjúkrahúsi í fjársvelti-spennutreyjum evrunnar á Ítalíu sé talið ábyrgt fyrir að breiða veiruna út þar í landi og senda hana síðan áfram til Kanaríeyja, Króatíu og Týrólhluta Austurríkis á einum og sama deginum. Það sagði Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu, sem er á skallanum.

Hér heima hafði Kolbrún ráðherra mestar áhyggjur af afbókunum kínverskra ferðamanna, svo samkvæmt nýjustu fréttum frá opin-dauða-landamærasvæði ESB og Schengen, þá hlýtur hún að hafa margfalt engar áhyggjur af neinu sem helst núna, því það viðhorf rímar rökrétt best vel við hið fyrra.

Og nú er vitað að veiran varð ekki til á útimarkaði í Kína heldur í nálægð hans þar sem veiru-hernaðarmannvirki kínverska kommúnistaflokksins er að finna. Hún breiddist hins vegar út frá þeim markaði, er sagt. Ég fékk til dæmis rússnesku inflúensuna 1977 og tilheyrði þeim árgangi sem var hve næmastur fyrir henni. Hún var hroðaleg og ég var næstum því dauður úr ofboðslega háum hita. Sagt er enn að hernaðarmannvirki rússneska kommúnistaflokksins hafi búið hana til. En slíkt fæst auðvitað aldrei staðfest.

Þú getur verið alveg fullkomlega viss um það að íslensk yfirvöld munu ekkert aðhafast sem verndað getur íslensku þjóðina hve best og mest. Þau vinna bara þarna.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2020 kl. 15:31

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Ragnhildur.

Þannig verður það.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2020 kl. 15:31

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það sýnir barnaskapinn hjá ÞKRG aðáhyggjurnar séu útaf tapi í ferðaþjónustu að ekki megi loka á kínverskir ferðamenn. Það getur farið svo að það verði engir kínverskir ferðamenn í framtíðinni ef veiran leggur kínverskt atvinnulíf í rúst. Kannski ekki heldur íslenskt.

Ragnhildur Kolka, 25.2.2020 kl. 16:14

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég vona að minnsta kosti, Ragnhildur, að þeir komi aldrei nokkru sinni aftur. Og helst myndi ég vilja að ráðherraínan fari sömu leið, þ.e. að hún sé flutt út til Kína fyrir fullt og allt, til að búa þar á millistétt Guðlauss Þórs, fóstureyðingarfrömuði Sjálfstæðisflokksins.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2020 kl. 16:23

7 identicon

Það er virkilega ástæða til að vera glaður yfir

dug breska Íhaldsflokksins undir forystu Borisar.

Hart Brexit skal það vera og verða.

Á sama tíma horfir maður í forundran á undirlægjuhátt vesalinganna

sem þingmenn og ráðherrar hins svo nefnda "Sjálfstæðisflokks" eru.

Hér hundlappast þeir fleðulega,

þessi sósjallíberalíski búrkrataflokkur,

fyrir öllu sem frá ESB kemur.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.2.2020 kl. 16:26

8 identicon

Segi svo enn og aftur:

Mínar allra bestu þakkir fyrir alla þína glöggu og greinandi pistla, Gunnar Rögnvaldsson.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.2.2020 kl. 16:29

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Símon Pétur.

Já. "Hart Brexit" er það sem kosið var um. Ekkert annað stóð á kjörseðlinum, og allir vissu það og líka hvað það fól í sér. Öllum sem kusu út var sama. Nákvæmlega sama og geta varla beiðið efir því.

Tek undir skrif þín um undirlægjuhátt setuliðsins í Valhöll. Stækjan frá því liði er orðin óbærileg.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2020 kl. 16:51

10 identicon

Svona lítur hún út, nýjasta stöðuskýrsla Brussel-leppstjórnarinnar hér á landi vegna kórónaveirunnar.  Undirlægjuháttur leppstjórnar ESB hér á landi er algjör, gúmmístimplaður, beint frá Brussel:

"Samkvæmt áhættumati fyrir kórónaveiru (2019-nCoV) sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil. Ekki er mælt með að beita aðgangstakmörkunum og hefta för einstaklinga milli landa."

Þetta leppstjórnarlið hefur enga sjálfstæða dómgreind.  Það getur ekki hugsað eina einustu heilbrigða hugsun.  Til hvers er það?  Fyrir hverja?  Hvaðan kom það? Hvernig tókst því að rústa okka gamla flokki?  

Svarið er:  Fyrir og sem leppar ESB sjórnarinnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.2.2020 kl. 17:00

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þar sem Voltaire, vorboði hins komandi útópíska byltingarríkis sem ól af sér hámarksfirru-fígúruna Napóleon keisara, afneitaði jarðskjálftunum í Lissabon 1755, þá er auðvitað ekki við öðru að búast frá ESB-arftaka þess en þessu. Voltaire sagði að (ESB)maðurinn gæti ekki viðurkennt fyrirbæri eins og jarðskjálfta.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2020 kl. 17:21

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæki langráða sifju hingað um leið og ég fagna öllum skrifum hér,þar sem hægta er að ganga að réttum fréttum,allsstaðar frá.
 Er beljusveitin orðin yfirvald íslands-? varla sætta , þau ,sig við lækkuð laun,?  
 

Helga Kristjánsdóttir, 26.2.2020 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband