Sunnudagur, 19. janúar 2020
Gæti Brexit sært VC10-drottningu háloftanna fram á ný?
Vickers VC10
****
Hún var allt í senn. Falleg, harðskreið, hljóðlát fyrir farþegana, glæsileg og örugg. Breska Vickers VC10 farþegaþotan var hönnuð og byggð af Vickers-Armstrongs einkafyrirtækinu, og á þessi farþegaflugvél enn hraðametið yfir Atlantshafið. Aðeins Concorde flaug harðar. Boeing 707 var enn að bagsa á flugbrautinni þegar VC10 var komin í þúsund feta hæð, legðu þær af stað samtímis. Svo stutta flugbraut þurfti hún miðað við 707. Vélin var hönnuð fyrir flugleiðir breska samveldisins, að beiðni BOAC, sem síðar varð British Airways. Hönnuð til flugtaks og lendingar á lélegum flugvöllum í miklum lofthita og mikilli hæð yfir sjávarmáli og krafðist ekki háþrýstings í hjólbörðum. Og þar sem fjórir Rolls Royce Conway hreyflar hennar sátu á stélinu, var hún afar hljóðlát og það líkaði farþegunum sérlega vel. Og nóg var plássið um borð bæði fyrir þá og flugþjónana
BOAC snérist síðan gegn VC10-afkvæmi sínu og öfugsnúnir breskir pólitíkusar tóku þetta verkfræðilega afrek Breta af lífi, með alkunnri skammsýni smákaupmannsins. Þjóðnýtingaráráttan frá stríðslokum tók smám saman stóran hluta breska flugvéla- og bílaiðnaðarins af lífi. Og eins og allir sannir þjóðaríhaldsmenn vita þá vantaði því miður vissa kafla í hana Margréti barónessu Thatcher og lávarð hennar Tebbit eins og nýlega látinn Sir Roger Scruton heimspekingur og þjóðaríhaldsmaður sagði í afar áhugaverðu 2017-viðtali við Peter Robinson hér. Margrét var góð, en ekki gallalaus, eins og við öll auðvitað erum fædd. VC10 var samt uppáhalds flugvélin hennar
Flugtak
Í hlutverki eldsneytisgjafa fyrir orrustuþotur Konunglega breska flughersins. Síðasta flug þessara glæsilegu flugvéla var flogið í september 2013. Þá höfðu þær þjónað breska flughernum í 51 ár. Og sem eldsneytisvélar gátu þær einnig tæmt sig yfir í hvor aðrar, þannig að til dæmis þrjár slíkar þyrftu ekki að hanga með slatta í sér í loftinu yfir Miðausturlöndum, heldur gátu tvær snúið til bækistöðva, fyllt sig og mætt fullhlaðnar af eldsneyti til leiks á ný
****
Í dag eru flughafnir með fullvissu orðnar ömurlegustu og leiðinlegustu staðir jarðar. En enn verra er þó að vera um borð í síldartunnu-strætisvögnunum sem fara næstum fetið um háloftin í dag. Það liggur við að SRT-8 bílferð mín í flughálku í dag hafi verið ánægjulegri en þær sem hefjast og enda á alþjóðlegum flugvöllum þessi árin
Hér má sjá kynningarmynd BOAC um VC10 frá 1964: hluti-1 og hluti-2
Fyrri færsla
Lóðabraskarar jósku Samfylkingar-heiðanna auglýsa
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.1.2020 kl. 06:34 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Humm, hurr!!
"Þjóðnýtingaráráttan frá stríðslokum tók smám saman stóran hluta breska flugvéla- og bílaiðnaðarins af lífi.".
Er þetta alveg sannleikanum samkvæmt Gunnar??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2020 kl. 17:07
Þakka þér Ómar.
Já það er satt að þjóðnýting og fangelsun verkamannaflokksins og helrotinna verkalýðsfélaga hans á bresku þjóðinni og Bretlandi öllu frá og með 1945, tók margar þessar greinar af lífi, og þær gátu því ekki tekið þátt í þeim kapítalisma sem sjálfir sigurvegararnir yfir sósíalisma Hitlers og kommúnisma Stalíns (þ.e. Bretland og Bandaríkin) komu á sem skipan heimsmála, og sem reisti heiminn úr rústum tveggja viðbjóða.
Þetta helvíti sósíalismans tröllreið Bretlandi þar til að Margrét kom og sópaði þessari viðurstyggð burt. Breskir fengu nefnilega þá slæmu hugmynd að fella ekki niður þann áætlanabúskap sem breskt atvinnulíf var sett undir til þess að sigra mætti Hitler, þegar styrjöldinni lauk. Honum var því haldið áfram, því þar sáu vinstrimenn sér leik á borði og héldu því fram að slíkur búskapur hefði sannað sig sem verandi æðri frjálsum markaði. Þetta var það veganesti sem þeir notuðu til að bora Bretland út að innan með, í nafni þvælu.
Winston tapaði kosningunum 1945 vegna þess að hann átti sér veika hlið og hún var sú að hann gat ekki talað nógu vel til almennings fyrir efnahagsmálum, markaðsfrelsi og einkaframtaki. Hin veika hlið Margrétar varð hins vegar sú að hún gat ekki talað núgu vel fyrir því sem Winston var bestur í; þ.e. þjóðarheimilið.
Sir Roger Scruton heimspekingur og þjóðaríhaldsmaður notar einmitt hugtakið "fangelsun" í afar áhugaverðu 2017-viðtali við Peter Robinson sem ég benti á í pistlunum hér fyrir ofan. Það má sjá hér.
Hér getur þú leitað þér byrjunar-aðstoðar við efasemdum þínum Ómar; fyrrum þjóðnýtt bresk fyrirtæki
Á meðan rústa-Þjóðverjar rúlluðu nýjum Mercedes út yfir heimsbyggðina frá nýjum færiböndum kapítalismans sem Bandaríkin sköffuðu þeim, þá mátti breskur almenningur horfa upp á hel-verkalýðsfélög og hel-verkamannaflokkinn leggja sambærilegan iðnað í rúst í Bretlandi; í nafni hel-sósíalisma vinstrisins. Það varð bresku þjóðinni mikið áfall og sem hún varla hefur jafnað sig á enn. Minnimáttarkennd hefur þjakað hana síðan þá, og henni lauk ekki fyrr en með Brexit 2016.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.1.2020 kl. 18:21
Og ég minni á að Bretar voru eina þjóðin sem barðist frá fyrsta degi til síðasta dags Síðari heimstyrjaldarinnar. Og að Bretar framleiddu meiri hergögn en allt öxulveldi Þjóðverja og Ítala framleiddi á því landsvæði sem svarar til alls Evrópusambandsins í dag.
Það var enginn sem lagði sig eins hart fram og Breska þjóðin í þeirri styrjöld, og engin þjóð barðist eins snilldarlega með það fyrir augum að mannslátrunarmistök Fyrri heimsstyrjaldarinnar skyldu ekki endurtekin. Barist var af meiri snilldar-strategíu og þolinmæði en nokkru sinni áður. Allur breski iðnaðurinn var kalíbreraður með þetta fyrir augum; öll framleiðslan. Það tókst hins vegar ekki að leggja það plan niður að sigri loknum. Planið át síðan þjóðina út á gaddinn undir forystu hel-verkamannaflokks vesalinga.
Gunnar Rögnvaldsson, 20.1.2020 kl. 18:35
Við Íslendingar fengum smjörþefinn af svona vinstrimanna-strategíu hinnar ávallt undirliggjandi leyndu dagskrár sósíalista:
1) Í Bretlandi sögðu vinstrimenn 1945; "hér varð stríð".
2) Á Íslandi sögðu vinstrimenn 2008; "hér varð hrun" - hendum öllu fyrir borð, fullveldinu líka. Og ofan í það kemur hin nýgræna en ávallt rauða mygla þeirra líka; umhverfissósíalisminn.
Gunnar Rögnvaldsson, 20.1.2020 kl. 18:51
Ha var Sir Roger Scruton að deyja? Ég er miður mín að heyra það, og að það fór framhjá mér.
Varðandi Margréti Thatcher, þó hún gengi ekki á vatni, þá er hún (að mínu mati) eini stjórnmálaleiðtoginn síðan 1945 sem áttaði sig á mannvonsku og þjóðarvonsku sósíalismanns og bæði sannaði það og tókst að hægja á honum all verulega.
Takk fyrir áhugaverða grein.
Guðsblessun.
Guðjón E. Hreinberg, 20.1.2020 kl. 19:52
Þakka þér kærlega fyrir innlitið Guðjón.
Já Sir Scruton lést því miður í síðustu viku. Ferlegur missir fyrir okkur þar.
Jáh!! Þetta er svo sannarlega rétt hjá þér varðandi hana Margréti.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.1.2020 kl. 20:25
Takk fyrir svar þitt Gunnar.
Mig minnti að einkaframtakið hefði gefist upp í samkeppninni við öflugri fyrirtæki í Bandaríkjunum, það er í flugvélabransanum, og þjóðnýtingin hafi verið neyðarúrræði til að halda slíkum iðnaði gangandi.
Sem og að bresku bílasmiðjurnar lutu í gras í samkeppninni við þær japönsku.
Það er að þjóðnýtingin hafi komið á eftir, ekki á undan.
Og hreint út sagt þá var breskum iðnfyrirtækjum ákaflega illa stjórnað eftir stríð og ef olían og Bítlarnir hefðu ekki komið til, þá hefði Bretar náð austurevrópskum standard í framleiðslu og lífskjörum.
En tek undir orð þín um Breta í seinna stríði, og þér að segja þá er Winston í miklu uppáhaldi hjá mér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2020 kl. 22:05
Nei Ómar.
Fyrirtæki undir sósíalistísku stjórnarfari deyja yfirleitt úr sósíalistísku stjórnarfari. Þau hætta að bera sig, þau hætta að geta keppt, áhættutaka borgar sig ekki og nýjungar flýja land, eins og Bítlarnir gerðu auðvitað líka er þjóðnýta átti þá líka með næstum 100 prósent sköttum.
En þegar Margrét kom þá breyttist staða og samkeppnisaðstaða þeirra samstundis, og hel-Verkamannaflokknum og hel-verkalýðshryllingi hans var komið fyrir sem þar sem hann átti heima; þ.e. sem varanlegu krabbameini í "Skuggaráðuneyti sníkjudýra"*
(* höfundarréttur Sir Roger Scruton)
PS: Á Íslandi eru það Vinstri myglugrænir, Samfyllingin og Pírómanatar sem mynda Skuggaráðuneyti sníkjudýra -> og nýr helvítisflokkur hins vinstra-hels er meira að segja að bætast þar við sem sjálfur byltingarvörðurinn í Skuggaráðuneyti sníkjudýra
Það var hreint kraftaverk að Vickers tókst að hnoða VC10 saman með Rolls Royce Conway hreyflunum, því samkvæmt stríðsplaninu sem hel-Verkamannaflokkurinn hélt landinu föstu við, áttu allar flugvélar að vera stuttdrægar orrustuþotur um alla framtíð.
Gunnar Rögnvaldsson, 20.1.2020 kl. 22:46
Athugið að enskir skrifa velska nafnið á Conwy ánni í Wales sem Conway. Rolls skýrði hreyfla sína eftir ám í Bretlandi.
Gunnar Rögnvaldsson, 20.1.2020 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.