Leita í fréttum mbl.is

Stórsigur breskra þjóðaríhaldsmanna

John Selden (1584–1654)

Hvað er Íhaldsstefna? (ritgerð)

****

Jæja. Nú hafa öll 650 kjördæmi Stóra-Bretlands lokið talningu atkvæða. Stórsigur Borisar Johnsons er í höfn með 80 þingsæta meiri hluta. Þetta er stærsti sigur flokksins í 32 ár, eða frá því að barnónessan Margrét var við völd. Boris kom, sá alla lágkúruna, og sigraði allt og alla með sínum einfalda boðskap; Klárum brexit og endurheimtum fullveldi þjóðarinnar

Leiðtogaráð Evrópusambandsins situr hér með fastfrosið á sínum eigin kamri í miðju Evrópuþjóðsvikasambands, sem í engu sambandi er við kjósendur eins einasta lands. Það óráð hafði gengið í lið þeirra svikahrappa í Bretlandi sem neituðu að virða niðurstöður breska þjóðaratkvæðisins um Brexit 2016. Og það óráð vann viðstöðulaust að því að láta bresku þjóðina kjósa aftur um sama hlutinn; eða þar til að rétt niðurstaða kæmi sem úrkynjunarveldið í Brussel gæti samþykkt sem esb-sovéska útkomu, eins og þeim kamri einum er von og vísa

Jæja. Nú situr þetta svo kallaða leiðtogaráð Evrópusambandsins frosið fast í sínum eigin saur; alveg upp í háls - og nær ekki andanum

Boris Johnson mun frá og með nú ekki sætta sig við neitt minna en skilyrðislausa uppgjöf ESB í besta stíl U.S. Grants, því annars mun hann stinga út úr fjárhúsi þess og tæma kamar sambandsins sjálfs þar inn; losun!

boris johnson

Allir sem augu hafa –nema náttúrlega tómar augnatóftir hæstu Hollandsfjallaforystu Sjálfstæðisþykjustuflokksins hér heima– sjá að ekkert nema sár á afturendann er að hafa upp úr bæði aðild að ESB og hverskonar ill- og útkynja EES-samningum við sambandið. Að versla við heiminn á WTO-skilmálum skiptir engu máli miðað við það að láta bara brot af fullveldi lands síns í hendur kamars á borð við Evrópusambandið

Biðröð þeirra sem vilja eiga viðskipti við Bretland hefur þegar myndast við mynni Thamesfljótsins. Númer eitt í þeirri röð eru Bandaríki Norður-Ameríku. Bless bless verður ESB þá að segja við hinn risavaxna viðskiptahagnað þess við Bretland, og bless bless verður það að segja við strategíska samvinnu við Bretland, vegna þess að Evrópusambandið hefur fullsannað að það er kamar

Til hamingju með sigurinn breskir þjóðaríhaldsmenn. Til hamingju Stóra-Bretland!

Fyrri færsla

Bresku þingkosningarnar 2019: Talning hafin [u]


mbl.is Stærsti sigur Íhaldsflokksins í 32 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hér áður fyrr 44%.

Sjálfstæðisflokkur ESB Bjarna Ben. 19%, fallandi.

Breski þjóðaríhaldsflokkur Borisar 44%.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.12.2019 kl. 12:30

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigur Borisar og Brexit-manna er stórglæsilegur og ósigur Corbyns og ESB að sama skapi augljós og óþarfi að grípa til grófusu orða um það (þau trufla bara kesturinn).

Símon Pétur góður!

Jón Valur Jensson, 13.12.2019 kl. 13:16

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

... lesturinn!

Jón Valur Jensson, 13.12.2019 kl. 13:18

4 identicon

Staðfestan, þjóðaríhaldssemin, er það sem blívur.

Hvern fjandann höfum við að gera með að lúta reglugerða og tilskipana og pakka fári silkihúfuafætna, nómenklatúrunnar í Brussel.

Við viljum vera sjálfstæð þjóð í eigin landi og eigum að hafa bein í nefinu að vera það.  Og lúta því ekki erlendri yfirstjórn Brussel afætnanna.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.12.2019 kl. 13:20

5 identicon

Það bera allar þjóðir virðingu fyrir þjóð sem þorir að vera sjálfstæð. 

Það er grundvallaratriði.

Þjóðaríhaldsemi, í mínum huga, er það að byggja á  sjálfstæðinu, þora að vera þjóð, fullvalda þjóð, sem byggir á sínum gömlu og góðu gildum. 

Þjóð sem ekki þorir að berjast fyrir sjálfstæði sínu og verja, mun hverfa og glata tilvist sinni.

Svo einfalt er það.

Yfirgnæfandi meirihluti íslenskrar þjóðar er andvígur aðild Íslands að ESB.  Samt hefur forysta þess flokks sem kennir sig við sjálfstæðið, unnið markvisst að því að rústa sjálfstæði, gömlum gildum og siðum, þjóðarinnar og fullveldi. 

Þannig forystu ber að refsa í næstu kosningum, hér á landi. 

Munum þá að Miðflokkur Sigmundar Davíðs er okkar þjóðaríhaldsflokkur.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.12.2019 kl. 14:12

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Boris sagði hreint út hvað hann ætæaði að gera eftir kosningar og fékk fylgi í samræmi við það.Hvenær fáum við að heyra slíkt hér á landi?

Halldór Jónsson, 13.12.2019 kl. 21:08

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir Símon Pétur og Jón Valur og Halldór.

Leiðari Wall Street Journal í dag snýst um kosningasigur Johnsons. Þar segir að þakka beri Bretum fyrir að sýna lýðræðislegan styrk, og um leið heiminum öllum fram á að lýðræði ráði vel við erfiðar ákvarðanir og að fylgja þeim eftir.

Blaðið segir að vinstri-hryllingur Corbyns sé bein aðvörun til hins villta vinstris í Bandaríkjunum núna.

Blaðið bendir enn fremur á að best sé fyrir Johnson að vinda sér í viðskiptasamningagerð við Bandaríkin á meðan pólitísk bankabók Johnsons sé troðfull af pólitísku umboði, og á meðan Donald J. Trump þarf á hverjum þeim efnahagslega og pólitíska sigri að halda sem hann getur fengið, vegna komandi kosninga vestanhafs á næsta ári. Að þá sé besti tíminn að semja við Bandaríkin. 

Þarna á Ísland að stökkva með á vagninn og segja upp EES-samningnum við sjálfsmorðssambandið í Evrópu, til þess að við Íslendingar getum fengið landið okkar til baka úr klóm hins sameiginlega sjálfsmorðssambands meginlandsins.

Miðflokkurinn á að taka þetta að sér.

Ekkert gott mun gerast fyrir Ísland í þessum efnum með gluggalausar og gapandi tómar augnatóftir Bjarna Benediktssonar á hallokavakt hans, eins og honum einum er lagið, liggjandi á bráðnandi ísjaka kommasamsteypunnar úr helvíti Corbyns.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.12.2019 kl. 21:16

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir þessa viðbót og ágætu leiðsögn úr Wall Street Journal, Gunnar. Og sannarlega dáist ég ég oft að mergjuðu orðfæri þínu, það er bragð að þessu!

Jón Valur Jensson, 13.12.2019 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband