Mánudagur, 9. desember 2019
Hættulegt ár að byrja, frá og með nú
Á þessum degi árið 1906 fæddist Grace Hopper sjóliðsforingi (Rear Admiral). Það var hún sem fann upp COBOL forritunarmálið, sem notað er enn þann dag í dag, sérstaklega í stórum miðlægum "mainframe" kerfum. Þarna sést hún á mynd við UNIVAC útstöð 1960. Grace lést í janúar 1992. Fleira fólk en stærðfræðingar gátu þar með notað tölvur
****
Nú er minna en ár í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þau lönd sem hve mestan hag hafa af því að Donald J. Trump nái ekki endurkjöri eru að minnsta kosti þrjú, plús bandamenn þeirra, sem eru hin ólíklegustu ríki jarðar. Þær efnahagslegu aðgerðir sem Trump hefur skrúfað saman og notað í stað hervalds til að þvinga þessi þrjú ríki til að huga að göngulagi sínu á brauðfótum sem allir eru ofurháðir bandaríska brauðinu sem Trump og enginn annar bakar eru farnar að bíta svo að þessi ríki eru komin á barm örvæntingar. Um er að ræða Kína, Íran og Norður-Kóreu. Hvað þau ríki gera næst er því að verða óútreiknanlegt. En svo mikið er þó vitað að allt sem þau gera, munu þau gera til að taka bandaríska forsetann með sér í fallinu. Þannig virkar örvænting
Vöruinnflutningur Bandaríkjanna frá Kína hefur dregist saman um nær fjórðung á síðustu 12 mánuðum (23 prósent) og heildarvöruviðskiptin (útflutningur plús innflutningur) hafa dregist saman um fimmtung, sem er meira en viðskiptin drógust saman þegar sérfræðingar Vesturlanda komu þeim næstum á hausinn árið 2008
Sjálfstæðisflokkurinn undir tapforystu Bjarna Benediktssonar hefur auðvitað lagt sitt af nytsamra kjánamörkum, til að gera lífið leitt fyrir þessum eina bandamanni Íslands, með því til dæmis að sitja í AIIB bankaráði Kínverska kommúnistaflokksins. Sá flokkur virðist þar með algerlega hafa yfirgefið sitt gamla hlutverk sem kjölfestan í lífvænlegum utanríkismálum fyrir landið okkar Ísland. Á Andríki sem er samviska hægrimanna í Sjálfstæðisflokknum fær því skylduskrifuð afmælisgrein um Sjálfstæðisflokkinn ekkert like á meðan greinar Andríkis um umhverfisfirru og loftslagsaxarsköft ríkisstjórnarinnar fá um og yfir þúsund likes hjá kjósendum. Þetta segir sína sögu um hvert Sjálfstæðisflokkurinn er kominn. Hann er að mestu kominn í ruslið hjá hægrimönnum og yfir í blóðrautt sólarlag
Kína mun því reyna að nota þennan ellefu mánaða glugga til að reyna að koma Trump frá völdum með einhverskonar aðgerðum sem verða viðskiptalegs eðlis, jafnvel hernaðarlegs, en líklega blanda beggja. Trump hefur neytt Kína til að taka afleiðingum gjörða þess undanfarin 30 ár. Hann er eini maðurinn sem hugrekki hefur haft til þess. Allt bandaríska þingið bakkar hins vegar forsetann upp í þessu máli. Og þó svo að "viðskiptasamningar" náist landanna á milli, þá mun deilustríð landanna ekki hætta. Allir slíkir samningar verða aðeins táknræns eðlis og deilan halda áfram næstu áratugi. Stjórnvöld í Kína eiga nú úr mjög vandsamri stöðu að ráða. Þau geta ekki vitað hvað Trump mun gera og þau geta ekki vitað hvað hann mun ekki gera. Trump hefur séð fyrir því að enginn fjandsamur Bandaríkjunum geti vitað hvar þau lönd hafa forsetann. Hvernig Trump mun bregðast við veit því enginn, og það eitt fælir menn frá því að taka Bandaríkin sem gefin. Slíkur er fælnimáttur þannig stefnu. Hvað mun Trump gera ef við gerum þetta eða hitt, reyna menn að reikna sig fram til í Peking, því um andlit þeirrar borgar gagnvart landinu öllu er hér að ræða. Kínverski kommúnistaflokkurinn þolir ekki að missa andlitið gagnvart þjóðinni, án stórkostlegra afleiðinga fyrir hann og þar með landið í heild
Sama staðan er uppi þegar að Íran kemur. Þar er ríki klerkaveldisins við það að falla saman undan þvingunum Trumps. Meira að segja olía er skömmtuð í olíuríkinu sjálfu. Verðbólga er himinhá, atvinnuleysi massíft og mótmæli borgaranna gegn kjarnorkuvopnastefnu klerkaveldisins magnast dag hvern. Klerkarnir í Teheran hafa reynt að fá Trump til að afhjúpa viðbúnað og viðbrögð sín við árásum á til dæmis skip og eignir á þurru landi bandamanna, en ekki haft erindi sem erfiði, því Trump er ekki sjálfskiptur krati. Írönsk stjórnvöld vita því ekki hversu langt þeim er óhætt að ganga í að koma endurkjöri Trump fyrir kattarnef. Næsta skerf þeirra gæti því orðið mun hættulegra og þar með áhættusamara fyrir þá sjálfa. Trump gæti lagt stóra hluta hers þeirra í rúst ef klerkaveldið myndi til dæmis gera beina árás á bandarískt herskip. Ef slíkt gerðist, hefði Trump tryggt sér ótakmarkaðan stuðning þjóðar sinnar til að leggja til dæmis heila herstöð klerkanna í rúst eða jafnvel jafna mörg hernaðarmannviki við jörðu. Bandaríska þjóðin sér þarna og þar með nú þegar, hversu galin stefna Baracks Obama vinstrimanns var í Íranmálinu. Allt það mál er honum að kenna. Skilti með Obama að kenna mun því blikka viðstöðulaust fram að kosningum. Og skyldi kerlaveldið hætta sér of langt, þá mun skiltið blikka næstu mörg kjörtímabilin. Demókrötum að kenna, demókrötum að kenna, demókrötum að kenna... eins og Víetnam var þeim að kenna líka
Norður-Kórea virðist rétt í þessu hafa pakkað inn jólagjöf til Bandaríkjanna og sennilega aflýst afvopnunarsamkomulagi því sem Trump gerði við einræðisherraveldið. Næstu skerf þess ríkis eru því að þjarma að bandaríska forsetanum til að reyna að tryggja brottför hans úr Hvíta húsinu og endurkomu bláeygðs demókrata. Það halda þeir í Pyongyang að minnsta kosti. En þarna er Trump búinn að tryggja sér stuðning þjóðarinnar með því að hafa gert allt það sem í hans valdi stóð jafnvel meira en það, kvarta andstæðingar hans yfir og hefur því þjóðina með sér þegar Pyongyang stígur í spínatið til að reyna spilla um fyrir bandaríska forsetanum. Þarna hafa efnahagsþvinganir Trumps virkað vel, því þær eru hinar hörðustu nokkru sinni. Rándýr kjarnorkuvopnastefna valdaklíku landsins er að éta þjóðina svo út á gaddinn að hungursneyð er á næsta leyti. Í slíkum aðstæðum hefur Pyongyang vanist því að geta þá kallað fram eins konar "samúð" frá hinum bláeygða heimi og þvingað ótrúlegustu lönd og fyrirmenni að samningaboði, með kröfum um að hörðustu þvingununum verði aflétt. Vonandi gengur Trump ekki í þá gildru með því að slaka á þumalskúrfunum, því bæði Íran og Kína og kumpánar þeirra eru að horfa á
Þarna, frá þessum þremur ríkjum er því ekki von á neinu góðu næstu 11 mánuðina. Hversu langt munu þau ganga - og hversu vel mun óvissustefna Trump virka? Það er stóra spurningin. Hversu langt er Trump viljugur að leyfa þessum þremur ríkjum að ganga á til dæmis rétt nágranna sinna. Hversu mikið mun hann líða áður en hann grípur til aðgerða. Hversu gott taumhald hefur hann á Japan, Suður-Kóreu og Taívan og á bandamönnum sínum í Fjórbandalaginu. Hvort að Rússland reyni einnig að spila hér inn til að fá vilja síum framgegnt í endurreisn sovétríkjanna, er ekki gott að segja. En hitt er þó vitað að ekkert getur Trump átt undir Evrópu komið í þeim efnum. Þess vegna hefur hann grafið sig niður með bandaríska herinn í Intermarium og reynir ákaft að halda Tyrklandi áfram sem þeim trygga en erfiða bandamanni sem ávallt stóð varðstöðuna á tyrkneska múrnum gegn sovét
Hvað ástand bandaríska heraflans varðar þá hefur hann sennilega aldrei áður á friðartímum verið eins öflugur og hann er núna. Með því að draga sig út úr ónauðsynlegum aðgerðum og hætta ofnotkun og veita til hans stórauknu fé, hefur Trump byggt upp hernaðarafl sem á sér fáa líka. Allar flugvélar eru flughæfar á ný og annar búnaður hersins er í toppstandi og mannskapurinn er ekki að niðurlotum kominn lengur og mistökum hefur því fækkað. Enginn veit hins vegar lengur, hvar og hvernig bandaríski herinn verður notaður næst. En ef og þegar að því kemur, er allt eins líklegt að honum verði beitt mjög svo öðruvísi en undanfarna áratugi. Eyrnapinnaaðgerðir bandaríska hersins heyra kannski sögunni til. Um afar stórt, velsmurt og banvænt prik er frá og með nú að ræða. Það veit Kína, það veit Íran og það veit Norður-Kórea. Hversu vel þessi staðreynd fælir þau frá óvitaskap, mun koma í ljós á næstu 11 mánuðum
Fyrri færsla
Hæstvirtir rasistar, fasistar og aðrir hvítir menn
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 10.12.2019 kl. 02:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 3
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 162
- Frá upphafi: 1387249
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Svo eru það aðrir hlutir ekki síður
en snúa þráðbeint að Trump sjálfum, -
vænta má tíðinda í þá átt í maí og júlí
á árinu 2020, - en líklegast þó að
mönnum verði ekki kápan úr því klæðinu
þó hurðin skelli hælum nær, - og víst um
að griðkonur demokrata munu gjalda hurð reiði
er úrslit liggja fyrir!
Húsari. (IP-tala skráð) 9.12.2019 kl. 15:55
Þakka þér Húsari.
Já já, um eins konar samstillt átak er að ræða. Erlendis sem og votlendis í Washingtonmýri.
En nú fara niðurstöður úr glæparannsókn Burr dómsmálaráðherra sennilega að byrja að seytla inn. Kannski að kjötkveðjuhátíð hennar verði haldin sem aðalrétturinn á undan eftirrétti Demókrata. Það er aldrei að vita.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 9.12.2019 kl. 16:28
Allt fer vel.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.12.2019 kl. 13:36
Sæll Gunnar.
Taka má ærlega og svikalaust
undir orð Símonar frá Hákoti
því líkur eru á að Frakkar reki af höndum sér
á nýjur ári þann er sveik sig inná þá;
að Boris Johnson vinni yfirburðasigur
og gengið verði frá Brexit 31, desember.
Hann gæti sjálfur átt skemmri viðkomu
á Neðritröð 10 en hann ætlar sjálfur
og tíðindi gæti þótt nokkur að 3 ráðherrar
í ríkisstjórn Íslands vermi ekki bekki öllu lengur.
Tíðindi tæpast þó valdhafi á Englandi afhendi loks
veldisprota sinn fyrr en hann verður að mold einni
og Karl Bretaprins fái að verma hann um stund, -
skamma stund.
Fleira mætti telja en við segjum þetta gott.
Húsari. (IP-tala skráð) 10.12.2019 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.