Sunnudagur, 1. september 2019
Ekki heimsstyrjöld fyrr en 1941
Fram á sumarið 1941 var síðari heimsstyrjöldin álitin eins konar framhald af þeirri fyrri, sem kölluð var Stríðið mikla. Fram til þess, eða frá og með 1939, var stríðið í Evrópu álitið landamæraerjur og staðbundin átök. Það var ekki fyrr en með innrás Þýskalands í Rússland sumarið 1941, árás Japana á Bandaríkin í desember og vanvita stríðsyfirlýsingu Þýskalands á hendur Bandaríkjunum nokkrum dögum síðar, að um heimsstyrjöld var að ræða. Fékk Stríðið mikla þar með nafnið Fyrri heimsstyrjöldin og átökin á síðari hluta ársins 1941 fóru almennt að heita sú Síðari
Japan hafði verið í gangi með herjun á Kína frá og með 1937 og Bandaríkin höfðu þegar verið þar á fullu í nokkur ár að reyna að hefta útbreiðslustefnu japönsku herstjórnarinnar í Asíu
Engum í Washington datt í hug að valdajafnvægið í Evrópu myndi hrynja til grunna á sex vikum. En það gerði það, vegna þess að Bretland og Frakkland höfðu ekki hirt um viðhald fælnimáttarvopna sinna, stundað niðurlægjandi friðþægingu og látið undan síbyljuáróðri og sírenusöng Þjóðverja og áhangenda þeirra um að Versalasamningurinn hefði verið "óréttlátur". En það var hann alls ekki miðað við stund og stað. Hann var ekkert miðað við það sem Þýskaland gerði við Rússland með Brest-Litovsk-samningum. Sömuleiðis var hann ekkert miðað við það sem Þýskaland ætlaði sér að gera við Frakkland með Septemberprógramminu, hefði Þýskalandi tekist áform sín með Fyrri heimsstyrjöldinni, þ.e. Stríðinu mikla
Frá byrjun kusu Bretland og Frakkland að bera ekki byrðarnar. Frakkland gafst upp og Bretland víggirti sig um tíma heima og varðist vel. Ef að Bandaríkin hefðu verið í bandalagi með þessum tveimur á þessum tíma, hefði öll byrðin lent á þeim. Það er staðreynd sem flestir gleyma. Uppgjöf Frakklands sýnir það, og víggirðing og vörn Bretlands heima, í byrjun, gerir það líka. En hafa verður í huga að Frakkland og Bretland voru á þessum tíma enn þungt haldin á sál og líkama eftir Stríðið mikla
Þarna var Bandaríkjaher ekki nema um 125 þúsund hermenn og foringjalið þess var um 12 þúsund manns og útgjöld Bandaríkjanna til varnarmála voru aðeins 300 milljón dalir. Þessi tala átti hins vegar eftir að hækka hratt og ná hámarki með 11,5 milljón manna her 1944. Bandaríkin höfðu nefnilega afvopnast frá og með 1919. Þau mistök kom ekki til greina að gera aftur. Sem betur fer fyrir okkur hér á Íslandi
Engum datt þarna í hug að afleiðingar þess sem stuttu síðar fékk nafnið Síðari heimsstyrjöldin, myndu verða þær að Bandaríki Norður-Ameríku sæju sig tilneydd til að veita óvinum sínum ótakmarkaðan aðgang fyrir útflutning að Bandaríkjamarkaði. En fyrir þann markað var opnað til þess að reisa heiminn úr rústum Síðari heimsstyrjaldarinnar, svo að fyrrum óvinir Bandaríkjanna gætu staðið vaktina gegn kommúnismanum með þeim
Þarna voru flestir núlifandi íslenskir efnahagsfræðimenn og áhugamenn okkar á því sviði að fæðast, og þeir fæddust inn í heim sem þeir héldu að gæti ávallt gengið út á það að fyrrum óvinir Bandaríkjanna hefðu skýlausan rétt á því að éta þau út að innan. Enginn heimspekileg kenning er til um "frjáls viðskipti" og verður aldrei til án þess að vera hin fullkomna þvæla úr heimsveldi Útópíunnar, sem er stórt í dag. Það sama gildir um þjóðarstefnuna. Hún er ekki kenning heldur erfðafræðileg staðreynd eins og móðurástin, þ.e. ástin á sínum nánustu; Hún er
Bandaríska verkalýðshreyfingin var mjög óhress með þetta og barátta hennar náði hámarki þegar innflutningur þýskra og japanskra bifreiða tókst á loft á sjöunda áratug 20. aldarinnar. Donald Trump er foringi hennar núna
Stóra-Bretland sem valdi leið sósíalisma og þjóðnýtinga frá og með ríkisstjórn Verkamannaflokksins 1945, varð ófært um að taka þátt nýrri uppsetningu heimsins og þeim kapítalisma sem Bandaríkin sömdu reglur og regluverk yfir, en sem nú hafa verið eyðilagðar af þeim sem nutu þeirra hve mest og ýtrast. Það var ekki fyrr en að Margrét Thatcher komst til valda að Bretland fór að ná sér á strik á ný. En Bretar voru eina þjóðin sem barðist frá fyrsta degi til síðasta dags Síðari heimsstyrjaldarinnar. Og þeir framleiddu meira magn af vopnum og hertækjum en Þýskaland undir heimsvaldaríkisstjórn Hitlers náði að framleiða með allt það landsvæði undir sér sem er Evrópusambandið í dag. Tími Stóra-Bretlands er sennilega að koma aftur núna, frá og með brexit
Heimurinn er kominn í nýjan uppsetningarfasa, einu sinni enn. Og á um það bil 80 ára fresti hefst nýtt rassakastatímabil Þýskalands í Evrópu. Það er því hafið á ný, eins og sést. Ekki þarf annað en að hella tveimur bjórum ofan í þýskan til að fá út hvað honum finnst í raun og veru, 80 árum síðar. Honum finnst að Þýskaland hefði átt að sigra. Öll samviska Þýskalands vegna þess sem gerðist fyrir 80 árum er gufuð upp. Ný samvika er kominn í staðinn og hún er þessi; "Við áttum skilið að sigra". Þessi þvæla hefur líka tekið sér bólfestu í hugum margra þeirra sem tilheyra íslenskri stjórnmála- og gáfumennastétt í dag. Þýskaland er því nú þegar komið í slagsmál við Pólland, hvers þjóðar það drap um fimmtung af, Austur-Evrópu, Suður-Evrópu og Bretland á ný. Þýsku rassaköstin í Evrópu eru hafin
Og hvað raðbilaða forystu Sjálfstæðisflokksins varðar í dag, þá er klisjan um "fríverslun" á þessu 80 ára tímabili orðin að heilabilun hjá henni, eins og hjá öðrum Samfylkingarflokkum af verstu sort. Forystan er þungt haldin af fávísi og hættulegri heimsku í þeim efnum, því hún hyggst leiða Ísland inn í nýtt tímabil viðskiptaánauðar. Mikið skal sá flokkur fá í afturendann fyrir ferðina
Fríverslun síðustu 70 ára var einungis barn síns tíma. Hún var tímabundin viðbrögð við geópólitískum staðreyndum. Nýjar stefnur eru að taka við, byggðar á nýjum afleiðingum geópólitískra staðreynda. Það sama gildir um EES-samninginn. Honum verður því að segja upp hið fyrsta, svo að hægt sé að gera pláss fyrir farsæla för lýðveldis Íslendinga inn í framtíð nýrra staðreynda. Gamli gullfóturinn kemur ekki aftur. Honum skyldi enginn fórna sér fyrir. Ísland er á Vesturhveli jarðar. Við tilheyrum Nýja heiminum
Fyrri færsla
Úrbeinaðir smáfuglar Valhallar komnir í trekt
Bað Pólverja fyrirgefningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:39 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 171
- Frá upphafi: 1390766
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Amen.
Auk þess minni ég á að Þýskaland/Þjóðverjar geta aldrei haft hemil á frekju sinni og yfirgangi, útþenslustefnu þeirra linnir aldrei og þeir fara alltaf aftur og aftur í stríð, en tapa þeim alltaf aftur og aftur. Það er nú að gera þá enn og aftur brjálaða.
En núverandi ríkisstjórn Íslands með kommakratatetrin í BDV ætla nú að samfylkja með þeim og afhenda þeim yfirráðin yfir orkuauðlindum íslenska þjóðarinnar. Það skal aldrei verða!
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.9.2019 kl. 20:54
Góð grein. ESB á ekkert skylt við frjálsa verslun, eins og Brexit sýnir. ESB notar "frjálsa" verslun sem fjárkúgun á Bretland, til að beygja þá til hlýðni við Brüssel.
Þar með er frjáls verslun ESB ekki frjáls verslun og móðgun við hugtakið að sæma fjárkúgun ESB gegn Bretlandi þeirri heiðursnafnbót.
Theódór Norðkvist, 1.9.2019 kl. 21:51
Þakka þér Símon Pétur.
Já. Ég vakna með hnút af reiði og sorg yfir þessum svo kallaða xD-flokki mínum, sem er hruninn sem bankabikkja í höndum plebba og bjána.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.9.2019 kl. 23:34
Þakka þér góðar kveðjur Theódór.
Af því að þú ert sennilega staddur á henni gömlu Skáni:
Skyldi það vera sænski fáninn eða sá ný-esbsovéski sem hangir við hún höll sænskra sósíaldemókrata og SSU-gengis hans í Bommersvík núna. Þeir lofuðu að það yrði sá sænski þegar heiðurshöll þess ríkis í sænska ríkinu var byggð, er þeir þjónuðu þýskum herrum sínum suður og niður.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.9.2019 kl. 23:38
Einhver sem hefur séð hið finnska leiði Jóhönnu-stjórnarinnar nýlega, sjálfa fyrirmynd Valhallar-gengisins núna?
Gunnar Rögnvaldsson, 1.9.2019 kl. 23:41
Kosningar fóru fram í tveimur ríkjum Þýskalands í gær, sunnudaginn 1. september: Saxlandi og Brandenburg.
Niðurstaðan nú skömmu eftir miðnætti er þessi:
-----------------------
Brandenburg:
-----------------------
SPD fékk: 26,2%. Hrundu niður úr 31,9% fylgi 2014.
AfD fékk: 23,5%. Sprengdu flygi sitt úr 12,2%.
CDU fékk: 15,6%. Hrundu niður úr 23%.
Græningjar fengu: 10,8%. Juku fylgi sitt úr 6,2%.
FDP fékk: 4,1%. Juku fylgi sitt úr 1,5%.
Píratar fengu 0,7%.
-----------------------
Saxland
-----------------------
CDU fékk 32,1%. Hrundu niður úr 39,4%.
AfD fékk 27,5%. Sprengdu flygi sitt úr 9,7%.
Vinstri (Linke) fengu 10,4%. Hrundu úr 18,9%.
Græningjar fengu 8,6%. Juku flygi sitt úr 5,7%.
SDP fegnu 7,7%. Hrundu niður úr 12,4%.
FDP fékk 4,5%. Juku fylgi sitt úr 3,8%.
-----------------------
SPD eru þýskir sósíaldemókratar
CDU er kristilegi demókrataflokkurinn
FDP eru frjálsir demókratar
Gunnar Rögnvaldsson, 2.9.2019 kl. 00:48
Sæll Gunnar, afsaka seint svar. Ég er á Skáni já, en þekki ekki hvaða fána þeir nota, vil sem minnst vita af sossunum.
Theódór Norðkvist, 2.9.2019 kl. 13:23
Ekki skal mig undra það Theódór minn góður.
Hver myndi svo sem vilja vita af slíkum.
Hmpf!
Gunnar Rögnvaldsson, 2.9.2019 kl. 14:50
Mér sýnist á öllu að Guðni Th. Jóhannesson 2016-forseti Íslands sé ófær um að vera forseti og í forsæti fyrir íslensku þjóðinni, sökum ótta hans við að vera með því kallaður þjóðremba.
Það er þetta sem maður viðstöðulaust les út úr málflutningi hans.
Honum myndi sennilega líða betur sem forseti til dæmis ómerkts pappakassa í gámi á hafnarbakka, eða sem forseti fjarlægrar stjörnuþoku. Eða þá að stofnuð yrði forsetaleiga, þar sem hann gæti leigt sjálfan sig út sem forseti hverrar þjóðar sem er, eða þá þeirrar sem borgar best.
En hver það er sem borga vildi hærra verð fyrir hann en þau 39 prósent sem kusu hann hér heima, er þó ekki auðvelt að koma auga á. Varla get ég ímyndað mér að Pólverjar, sem fagna endurheimt fullveldis síns, myndu vilja borga mikið fyrir að fá Guðna til sín.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.9.2019 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.