Leita í fréttum mbl.is

SDG: Hvers vegna við eigum ekki að samþykkja orkupakka 3

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, ræðir við Bylgjuna þann 20. ágúst 2019, um þriðja löggjafarpakka Orkubandalags Evrópusambandsins, sem er yfirríkislöggjöf sambandsins yfir nýtingu auðlinda í orkulandhelgi þess

****

Orkubandalag Evrópusambandsins, eins og myntbandalag þess, er fyrst og fremst pólitískt bandalag sem ætlað er að dæla til sín fullveldi ríkja í orkumálum. Um er að ræða enn eina umboðslausu yfirríkis-ryksuguna ofan í þjóðareigur annarra landa. Ofan í auðæfi annarra landa sem kjósendum annarra og óviðkomandi landa hefur ekki enn verið heimilað að kjósa til sín. En það kemur líka. Og alls staðar þar sem kjósendum landa er gefinn kostur á að kjósa til sín auðæfi annarra þjóða, þá gera þeir einmitt það

YFIRRÍKISLÖGGJÖF

Um yfirríkislöggjöf sem hafin er yfir íslensk lög er hér að ræða. Löggjöf sem tekur yfir orkuinnviði landa og býr til úr þeim enn sterkari rimla sem lönd sambandsins eru sett á bak við, svo að þau séu ekki að gæta hagsmuna sinna og komi þannig í veg fyrir samruna. Orkubandalagið er skrúfað þannig saman að ekki er hægt að losna úr því aftur. Í tilfelli Íslands yrði ekki hægt að losna við það aftur nema með því að segja öllum EES samningunum upp, eins og hann leggur sig. En þar sætir Ísland enn tollum á fiskafurðum, 30 árum eftir að ESS samningurinn var samþykktur til þess að flytja einmitt út og selja fisk tollfrjálst inn á lögsögu Evrópusambandsins. Orkubandalagið tekur fullveldið þ.e. sjálfsákvörðunarréttinn í orkumálum frá þjóðum, eins og EMU-myntbandalag sambandsins tekur sjálfsákvörðunarréttinn í peningamálaum og ríkisfjármálum frá þeim löndum sem þar létu handjárna sig föst inni um aldur og ævi. Það er þetta sem er í orkupakka 3. Hann er allt önnur skepna en orkupakkar 1 og 2. Hann er yfirríkispakki sem setur Ísland í stöðu nýlendu

EKKERT UMBOÐ

Samþykki þjóðkjörnir Alþingismenn þjóðarinnar þessa yfirríkislöggjöf hins erlenda yfirvalds, er verið að taka úr sambandi stóran hluta þess sem samþykkt var með 99,5 og 98,5 prósentu samþykki þjóðarinnar í maí og sem viðtekið var á Þingvöllum þann 17. júní 1944, tæpum mánuði síðar. Þar setti íslenska þjóðin heimsmet í kosningaþátttöku, sem var 98,6 prósent. Til þessara voðaverka hefur enginn þingmanna þjóðarinnar hlotið kosningu, né fengið snefil af umboði fyrir. Enginn þeirra. Þeir væru að ræna þjóðina

Samþykki Alþingi þriðju orkubandalagslöggjöf Evrópusambandsins, sem er æðri íslenskum lögum, verður Ísland mergsogið og tæmt eins og að um nýlendu sé að ræða. Allt það sem þjóðin hefur fjárfesti í framtíð sinni og tilvist á þessu frumtilvistarsviði sem velmegandi þjóð í eigin landi, verður frá henni tekið og flutt úr landi. Það mun gerast í skrefum eins og alltaf, því annars væri um skyndiáhlaup og eins konar hernám að ræða og þjóðin myndi skynja slíkt samstundis. En þarna mun hún skynja það of seint. Orkupakki þrjú er því eins og þriðji og síðasti fasi EMU-myntbandalags Evrópusambandsins, þ.e. lýðskrums-evran, óafturkræfur gjörningur um aldur og ævi og partur af stjórnarskrá Evrópusambandsins. Það voru orkulöggjafarpakkar eitt og tvö ekki, því þeir voru slæmt innanríkismál, mjög slæmt, sem skaðaði Ísland. Pakki þrjú er hins vegar einnig utanríkis og milliríkjamál eins og evran (þ.e. ERM-III) er þvers á landamæri þjóða, og efnahagslegt misfóstur af næstum verstu sort sem hugsast getur

ORKULANDHELGI ESB

Þetta jafngildir því að í landhelgi Íslands væru næstum aðeins erlend skip með erlendum áhöfnum að veiðum og sókn og aflamarki stjórnað frá Brussel, þar sem Hafrannsóknarstofnun að yrði skúffa í skrifborði í Brussels. Skipin kæmu aldrei hingað í land og myndu alfarið landa afla sínum erlendis, þar sem vinnuafl er ódýrara, löggjöf rotin og mafíur eru til aðstoðar ryðhrúgudallaútgerðum á matvælasviðinu, sem að stórum hluta til er í höndum og undir vernd mafía. Þannig væri Ísland sprengt aftur á nýlendustig og auðlindum þess stjórnað erlendis frá og allur afrakstur þeirra fluttur úr landi. Fáeinir þjóðsvikakaupmenn myndu samkvæmt gamalli venju fá hér sporslur, en sem þeir einnig myndu flytja úr landi og helst ekki lenda hér, nema til að mjólka landann. Er þetta það sem þjóðin vill? Nei þetta er ekki það sem hún vill. Engan veginn. Það er verið að svíkja hana

MMR 19 ágúst 2019 xD xM
Mynd: Dauðastríð Sjálfstæðisflokksins. Aðeins 6,1 prósenta skilja að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Heimild: MMR

DAUÐASTRÍÐ

Þetta er það sem raðbiluð og forhert forysta Sjálfstæðisflokksins stendur fyrir núna, þvert á vilja okkar flokksmanna og það sama gildir um forystu Framsóknarflokksins og að mestu um Vinstri græna. Þrjár raðbilaðar forystur ofnar inn í innbyrðis vandamál hvor annarrar; sem er hörmuleg frammistaða þeirra gagnvart kjósendum. Þessar forystur eru orðnar samskonar FL-grúppuflón og sturtuðu hér bönkunum á hausinn. Það er enginn munur á því liði og þessu liði núna. Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins er búin að kippa flokknum úr sambandi við sjálfan stofntilgang hans og stinga hann í bakið með rýtingi í samfellt 10 ár. Aðförin sést hér á mynd að ofan. Líklegt er að flokkurinn sé búinn að vera um aldur og ævi. Flokkar fæðast og flokkar deyja

ANDSPYRNA

Aðeins Miðflokkurinn hefur veitt andspyrnu. Restin af stjórnarandstöðu-flokkunum á alþingi er með Evrópusambandið á heilanum og gera ekkert sem unnið getur landi okkar gagn og gjörvileika sem fullvalda ríki til frambúðar. Engin forysta þeirra flokka hefur bjarta framtíð fullvalda Íslands að sínu leiðarljósi, þó svo að margir flokksmanna þeirra hafi fengið meira en nóg, - sennilega meira en þriðjungur í tilfelli Samfylkingar, og allt að helmingur Pírata. En flokkarnir eru í höndum nýlendusinna, sem yfirleitt eru nytsamir kjánar, illa að sér í flestu og þekkja ekki muninn á réttu og röngu. Í höndum fólks sem hefur ekki tíma til neins annars en að láta kjósa sig á sem lágkúrulegastan hátt á ný. Þetta er því miður stjórnmálastéttin okkar í dag, og sem þess utan, að miklu leyti er í höndum embættismanna sem fyrst og fremst hugsa einungis um eigin hag og orðin er eins konar ósýnileg valdamafía

Allir sáu hvers konar þjóðsvikamenn voru innanborðs í vinstristjórninni vondu. Lítið betra er innanborðs í þeirri ríkisstjórn sem hyggst varpa fullveldi þjóðarinnar í orkumálum fyrir róða núna. Þessu fólki þarf að refsa af ýtrasta þoli og úthaldsgrimmd, þar til það hefur iðrast, beðist fyrirgefningar og sagt af sér

Alþingi Íslendinga var ekki endurreist til að það yrði gert að aumingjadómi. Sama gildir um mikilvægustu stofnanir lýðveldis okkar Íslendinga. Ræsa þarf því út embættismannamýrina svo að um muni. Þetta gengur ekki lengur. Samsæri embættis,- stjórnmálamanna,- og alþingis gegn íslensku þjóðinni verður að hætta

Orkupakkar 1 og 2 eru tvö síðustu skrefin sem tekin eru fyrir hrap. Það þekkja þeir sem hafa hrapað og mölvast. Síðasta skrefið sem tekið er fyrir hrap, er ávallt það síðasta. Sjálft hrapið er hins vegar óafturkallanlegt. Það er ekki hægt að taka til baka, því þá eru menn þegar hrapaðir

Uppfært kl. 09:25 og 23:30

NÝLENDAN Í OKKAR NÆSTA NÁGRENNI: GRÆNLNAD

Danmörk sem fer með utanríkismál Grænlands og varnarmál þess, hefur afvísað tilboði forseta Bandaríkjanna um að kaupa Grænland út úr danska konungsdæminu. Þetta gerði Danmörk án þess að ráðfæra sig við grænlensku þjóðina. Danmörk þykist eiga Grænland á meðan Evrópusambandið og sérstaklega Þýskaland er með stóran hluta fullveldis Danmerkur undir sér. Danmörk, sem alls ófær er um að verja Grænland, getur heldur ekki varið sjálfa sig. Fárveik staða Danmerkur í höndum Evrópusambandsins kemur í veg fyrir sjálfstæði grænlensku þjóðarinnar. Enginn myndi viðurkenna sjálfstæði Grænlands undir gersamlega vanhæfri varnargetu Danmerkur sem hvergi nándar nærri uppfyllir sáttmálaskuldbindingar sínar við NATO. Danmörk hefur ekki minnstu hugmynd um hvað er að gerast á Grænlandi eða ekki, og hún hefur ekki efni á að vita það. Og ef hún vissi það þá hefur hún enn síður getu og efni á að gera neitt í því. Danska ríkisstjórnin starir því á póstkort af drottningunni á Grænlandi til komast hjá því að horfast í augu við landakortið. Bandaríkjunum myndi aldrei detta í hug að neita Grænlandi um sjálfstæði. Þau myndu beinlínis hvetja það til þess og taka síðan að sér vernd þess með yfirþyrmandi getu til þess. Sameiginlegir hagsmunir landanna, sem rynnu algerlega saman, myndu sjá fyrir því. Kína yrði sparkað þaðan út. Þetta mál er á byrjunarstigi og hefur gríðarlegar geópólitískar afleiðingar. Búast má við því að þjóðþing Dana fari nú í niðurbráðnun og öngþveiti vegna óðagots danska forsætisráðherrans. Hún á ekki Grænland og Danmörk á ekki Grænland, sem Vilhjálmur Eyþórsson bendir á að sé hluti af Norður-Ameríku. Morgunblaðið var með einkar fróðlega grein um Grænlandsmálið í gær

Hobbý-snobb nýlendutímabil 20. og 21. aldar er á enda runnið. Hið sama gildir um allt getulaust Evrópusambandið og nýlendur þess líka. Og þó svo að Bandaríkin reki sig óvart í Eiffelturninn á flugleið þeirra yfir Danmörku til austurvígstöðva Póllands, þá verður bara að hafa það. Hvorki Danmörk né Frakkland myndu hreyfa legg né lið réðist Rússland inn á veikasta hlekk Austur-Evrópu. Þau myndu bara horfa á hana brenna og Grænland líka. Þannig er eðli Evrópusambands nýlenduherra. Sjá febrúar-pistil minn um Grænland hér - og hlustið fyrir alla muni ekki á glórulausan utanríkisráðherra okkar um nokkuð sem helst, og allra síst um veðrið (á heila forsætisráðherrans). Ekkert af því sem hér er að gerast hefur hið minnsta með veðurfar að gera

Uppfært kl 23:30

Lars Seier Christensen vandar ekki danska nýlendu-hobbý-snobb klapphatta-félaginu um Grænland kveðjur sínar, hvers "skólastúlkan" Mette stendur skráð  sem forsætisráðherra fyrir:

"Så Trump udskyder sit besøg til Danmark. Egentlig kan jeg godt forstå ham - vores politikere opfører sig som en flok provinsielle klaphatte ved at afvise alt uden fjerneste overvejelse, omtanke eller blot viden, om hvad der egentlig bliver foreslået. Et land, hvor der istedet tales i en uendelighed om det storslåede initiativ at leje en infantil ballon i London eller latterlige stråmænd om at sælge Lolland, sin bedstemor eller byde ind på Manhattan.

Ingen respekt for hvorfor det lige er, at USA - der er vores eneste reelle beskytter i en stor og farlig verden og de facto i vidt omfang betaler for vores sikkerhed - er bekymrede over Grønland, som Danmark slet, slet ikke har styrke til at forsvare i en krisesituation. Det gad jeg sgu nok heller ikke stille op til, hvis jeg var ham.

Og se disse reaktioner - det er som at se en flok skolepiger, der ikke er blevet budt op til afdansningsballet. “Vi har også travlt med alt mulig andet, æv-bæv...”.

Jeg græmmes.... men du skal være velkommen en anden gang, Mr President."

Nú er bara að bíða eftir því að Asger Aamund komi og hlaði fleiri perlum upp á hálsfesti skólastúlknanna

Fyrri færsla

Svikráðasveitin á Alþingi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.8.2019 kl. 09:24

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Flott viðtal og mætti heyrast víða.

Sigurður I B Guðmundsson, 21.8.2019 kl. 10:52

3 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður Gunnar!

Góðir sem endranær pistlarnir þínir.Mjög gott viðtalið við Sigmund Davíð.

En alveg er forkastanlegt að sjá það sem kemur frá landráðaliðinu,

Það hefur verið sagt að álfarnir okkar geti alveg ruglast ef þeir lenda út úr hól.

En allt sem frá þessu liði kemur eru vísvitandi blekkingar og LIGI.

Óskar Kristinsson, 21.8.2019 kl. 15:46

4 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Allt sem kemur fra ESB er auðvitað alltaf ætlað að þjóna Esb, heldur fólk að það sem að kommi frá ESB, sé ætlað að ÞJONA EINHVERJM ÖÐRUM ???

Lárus Ingi Guðmundsson, 21.8.2019 kl. 20:01

5 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Ég gleymdi alveg,  ÁFRAM KUBA !!!!

Lárus Ingi Guðmundsson, 21.8.2019 kl. 20:02

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir.

Formaður Sjálfstæðisflokksins kom í Kastljós DDRÚV áðan og lýsti þar yfir ánægju sinni með litlu flokksholuna sem þau hafa búið til úr sófapullum, metoo-gaggi og humar-hummi niðri í Bunker-Valhöll.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.8.2019 kl. 20:15

7 identicon

Í Kastljósi kvöldsins sagðist Bjarni vilja sækja flokknum aukið fylgi.

Hvert ætlar hann eiginlega að sækja það?

Samfylkingar júróbúrakratanna?

En alls ekki til þeirra sem áður studdu flokkinn?

Mikið assgoti er formaður flokksins illa gefinn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.8.2019 kl. 21:04

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bein útsending af fjölmennum fundi Orkunnar Okkar er nú í gangi.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.8.2019 kl. 21:13

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Styrmir Gunnarsson var að ljúka frábæru máli sínu og Ögmundur Jónasson talar núna.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.8.2019 kl. 21:15

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Formaðurinn Bjarni gæti vel verið keyptur og seldur Símon Pétur.

Formaðurinn er kannski orðinn einn af fimmtu herdeildinni sem Styrmir Gunnarsson kom inn á í ræðu sinni. Allt bendir til þess þegar horft er á kengúruhopp hans í málinu og sem kemur eins og búmerang-rýtingur í bakið á Sjálfstæðisflokknum sem stjórnmálaafli.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.8.2019 kl. 21:24

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fundi Orkunnar Okkar og Miðflokksins er lokið.

Allir geta horft á hann í fullri lengd hér.

Fundurinn var haldinn í Keflavík og húsfyllir var í sal Duushússins.

Sigmundur Davíð sagði að þetta væri sennilega í eina skiptið sem hann hefur hvatt þá þingmenn sem hann er í stjórnarandstöðu við, til að halda sig við fyrri skoðanir sínar og stefnu flokks þeirra í málinu. 

Þau ummæli segja allt sem segja þarf um svívirðu og pólitískan hórdóm þessa máls í höndum ríkisstjórnarinnar; sem er umboðslaus.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.8.2019 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband