Miðvikudagur, 14. ágúst 2019
Orkupakkagengi! Hvað með að byrja á þjóðlegu samstarfi [u]
Allt hjal stuðningsmanna Orkubandalags Evrópusambandsins hér á okkar Íslandi um svo kallaða "alþjóðlega samvinnu" -stöðluð klisja yfir getuleysi á heimavelli- virkar eins og hlátursgas á þá sem horfa til þessa sama fólks þegar að þjóðlegri samvinnu kemur. Já þjóðleg samvinna þar sem kommapartýið AL gildir sem betur fer ekki. En þar, í al-kommapartýinu, átti allt að vera alþjóða-þetta og alþjóða-hitt undir al-þjóðakommúnismanum, sem drepa átti í þjóðum jarðar undir al-þjóðasöng einhvers sem kallað var hinn "al-þjóðlegi verkalýður", en sem hvergi var til. Finna þurfti hann upp. Það mistókst sem betur fer
Þetta al-fólk hefur fundið sér nýjan al-vettvang: EvrópuALsambandið, sem er sambandslaust við þjóðir þess. Þetta fólk sem þykist allt vita best, en gerðir það ekki, er algjörlega ófært um að vinna fyrir og með sinni eigin þjóð. Já bara einni þjóð. Vinna fyrir og með sinni eigin þjóð! Það brestur því á sjálfskiptingu sinni yfir í al-þjóðlegan barnaskap, þegar þeirra eigin þjóð neitar að veita því umboð til að hneppa hana sjálfa í ánauð umboðslauss fjölþjóðlegs yfirríkisvalds. Þetta fólk er nýlendusinnar nútímans. Það vill gera Ísland að nýlendu á ný
Það er enginn munur á Orkubandalagi Evrópusambandsins og á myntbandalagi þess. Bæði krefjast þess að fullveldi sé tekið frá þjóðinni og því dælt yfir til umboðslauss erlends valds. Öll bitastæð vopn þjóðar í báðum málaflokkum hverfa úr landi. Og það sem fyrir er af orkuinnviðum í landinu, verður sett í hendurnar á þið vitið hverjum
Hvað höfum við mátt þola af þvaðri frá þessu fólki í þessu máli núna? Jú þetta hér:
1. Orkupakka-nýlendulið þetta reyndi til að byrja með að selja íslenskum almenningi það að orkupakkar 1+2 hefðu lækkað raforkuverð, sem þeir gerðu ekki. Þvert á móti, þeir hækkuðu raforkuverð og gerðu þjóðinni lífið erfiðara og flóknara. Þeir pakkar minnkuðu skilvirkni og framleiðni og drógu úr hagvexti með því að stafla upp þvaðurfyrirtækjum sem öll eltu eina og sama kílóvattið í kerfinu. Engar framfarir, aðeins afturför. Meiri skriffinnska, meiri þvæla á pari við undirmálslánasölu- og þvæluvafninga bankabólutímabilsins, enda smyglað inn á þjóðina á þeim heilaþvegna galdratíma
Þessir fyrstu tveir pakkar Orkubandalags Evrópusambandsins hafa hvergi gengið upp. Svo illa gekk með þá að esb-elítan sagði til dæmis að danska þjóðin passaði ekki inn í pakkana tvo, vegna þess að sú þjóð neitaði að skipta um gerviveitufyrirtæki nógu oft á hverju ári, og væri því lélegur pakki. Þess vegna eru eru fleiri pakkar, til að kenna þannig pakki loksins á pakkana
Þriðji pakki Orkubandalagsins er hins vegar allt önnur og svæsnari skepna. Hann er yfirríkispakki og gengur sem yfirríkislög þvers og samtengd á landamæri þjóða og breytir því trójanska sem áður var inn komið í nýtt yfirríkisskrímsli, sem tekur völdin og fullveldið í orkumálum af þjóðum, eins og evran tekur fullveldið í peningamálum af þeim þjóðum sem í því bandalagi eru. Markmiðið er að koma í veg fyrir að ríki geti gætt sinna eigin hagsmuna: þau verða nýlendur
2. Svo komu "fyrirvarar" úr eins konar sérfræddu skvettvatni fyrir bjána, sem hellt var yfir og fyrir borð Alþings Íslendinga, þar sem Bjarni Benediktsson hafði flutt þessa hér ræðu sína fyrir ári. Þetta skvettvatn varð til eftir fund með norskum utanríkisráðherra um Orkubandalag Evrópusambandsins, gegn norskri og íslenskri þjóð, vafið inn í heyrúllur
3. Síðan kom "Neytendavernd" í anda Kínverska kommúnistaflokksins, plús "Al-þjóða samvinna". Hreint lágkúrulegt klám
4. Svo kom "Ekkert afsal fullveldis". Enn meira klám úr sömu skúffu
5. Og aðeins fjórum vikum síðar er "Ekkert afsal fullveldis" endurútgefið og skilgreint sem "Takmarkað afsal fullveldis"
- en sem í reynd er ótakmarkað og fyrirvaralaust afsal á fullveldi íslensku þjóðarinnar, um aldur og ævi, nema að EES sé öllu sagt upp, eins og það leggur sig. Sá samningur hefði aldrei fengist staðfestur af okkar hálfu, hefðu þessi vinnubrögð verið kynnt þjóðinni þá. Ætlast var til að hann yrði notaður eins og hann var gerður til að hafna svona alræði; senda það til baka til föðurhúsanna
Maður hefur aldrei séð aðra eins lygaherferð vesalinga, nema þá helst í icesavemálinu. Þetta lið hefur engu gleymt og ekkert lært
Fumskyldur íslenskra stjórnmálamanna eru þessar:
1. Að verja stjórnarskrá Íslands
2. Að verja eigur þjóðarinnar
3. Að verja líf, limi og eigur borgaranna
Þjóðin á allt það sem þið eru að reyna að svíkja úr hennar höndum. Hún á það allt. Hún og forfeður hennar byggðu það upp, með berum höndum
Uppfært, miðvikudagur, 14. ágúst 2019 kl. 16:41
STÓRA-BRETLAND OG BANDARÍKIN
Boris Johnson forætisráðherra Stóra-Bretlands, fjármálaráðherra hans og John Bolton þjóðaröryggisráðgjafi Donalds J. Trump Bandaríkjaforseta, funduðu saman í Lundúnum í gær um bráðabirgðasamkomulag um frjáls viðskipti landanna á milli. Það er sagt taka gildi þann 1. nóvember eða daginn eftir að Stóra-Bretland yfirgefur Evrópusambandið, og ná til allra viðskipta landanna á milli. Gefið er til kynna að þetta komandi samstarf Bretlands og Bandaríkjanna verði kynnt á G7-fundi sjö stærstu efnahagsvelda heimsins í Frakklandi, dagana 24.-26. ágúst næstkomandi
Viðskiptablokkin Bandaríkin + Stóra Bretland + Kanada + Mexíkó yrði þar með yfirþyrmandi sú stærsta í veröldinni, með landsframleiðslu er svarar til 24,7 billjón dala, eða nálægt tvöfalt stærra en Evrópusambandið eftir að Bretland yfirgefur það. Kína er í dag aðeins þriðja stærsta viðskiptaland Bandaríkjanna á eftir Mexíkó og færist í fjórða sætið þegar Stóra-Bretland kemur inn sem stærsta einstaka viðskiptaland Bandaríkjanna. Ekkert þessara landa hefur þurft að gefa millimetra af fullveldi og sjálfstæði sínu eftir til þess að geta átt viðskipti við hvort annað. Öflugasta þjóðríki mannkynssögunnar, Bandaríkjum Norður-Ameríku, dytti slíkt þjóðníðandi fyrirkomulag aldrei í hug. Það er aðeins á meginlandi taparanna í Evrópu og í Sovétríkjum sem slíkt tíðkast
Landsframleiðsla Þýskalands dróst saman um 0,1 prósent á 2.fj. þessa árs. Hagvöxtur á evrusvæðinu mældist 0,2 prósent á sama tímabili. Hann er nú 10,5 sinnum minni en í Bandaríkjunum. Hlutabréfin í Deutsche Bank hríðfalla og nálgast núll. Þau standa í 6,04 evrum og hafa fallið úr 112 evrum í maí 2007, eða um 96 prósentur
Fyrri færsla
Alkunna er.. Ljóst er.. segir Björn Bjarna
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Sé ég eftir sauðunum,
sem að koma af fjöllunum
og etnir eru i útlöndum.
Áður fyrr á árunum
ég fékk bita af sauðunum
hress var þá i huganum.
Er nú komið annað snið,
er mig næstum hryllir við
að lepja i sig léttmetið.
Skinnklæðin er ekkert í,
ull og tólg er fyrir bí,
sauða- veldur salan því.
Höf: Eiríkur Eiríksson á Reykjum á Skeiðum.
(orti vísurnar þegar sala á lifandi sauðum til Skotlands stóð sem hæst á Suðurlandi - þetta eru ekki þjóðvísur eins og margur heldur
enda höfundurinn velþekktur á sinni tíð)
Lífið er í grát(t)tónum og allt í litaflóði!
Húsari. (IP-tala skráð) 14.8.2019 kl. 11:07
* grá(t)tónar. Þannig rétt ritað.
Orðmyndin dregin af grátónaskalanum.
(12 bita = 4096 mismunandi litir í grátónaskalanum
og þannig er þetta margfaldað áfram og marg-margfaldað
af tækjum til þeirra nota.
Mannlegt auga er talið geta greint 64 litbrigði
í skala þessum)
Húsari. (IP-tala skráð) 14.8.2019 kl. 12:36
Þakka þér Húsari
Það er hægt að dunda sér við grátóna allt sitt líf. En það eru þó samt litirnir svart og hvítt sem skilja að Íslandstímana fyrir og eftir nýlendukúgun:
Nýlenda => svartnættið
Þjóðfrelsi, fullveldi og sjálfstæði => ljós og birta
Ekkert af því liði sem nú er í forystuliði Sjálfstæðisflokksins og liðsmenn þess, hefðu getað háð sjálfstæðisbaráttu Íslands. Og það sama gildir um þá ríkisbubbavesalinga sem með honum sitja í ríkisstjórn. Forysta Sjálfstæðisflokksins og liðsmenn hennar eru fyrst og fremst sérfræðingar í braski með þjóðareigur sem aðrir hafa skapað. Þetta lið hefði aldrei, ég endurtek, aldrei getað rifið landið okkar úr höndum nýlenduhaldara fortíðar. Það er jafn getulaust og þeir sem stýrðu bönkum okkar á hausinn. Á hausinn ætlar þetta lið með land okkar og út skal þjóðina reka úr fullveldi sínu.
Þetta fólk á hina allra verstu skömm og fyrirlitningu skilið. Svo mikla og forherta aumingja hef ég aldrei í mínu lífi séð. Ég hafði lengi vel grun um að Bjarni Benediktsson væri hrygglaus punt-vesalingur. Sá grunur hefur nú fengist kyrfilega staðfestur. Og sjáðu liðið í kringum hann. Þetta er nýtt nýlendulið nýs svartnættis fyrir Ísland.
Sagan endurtekur sig.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2019 kl. 14:53
Á vefmiðlinum eyjan.is er að finna frétt með fyrirsögninni:
Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meirihluti kjósenda telur að fulltrúar sínir taki ekki lengur tillit til skoðana sinna“
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, gagnrýnir Bjarna Ben og fylgilið hans í Sjálfstæðisflokknum harðlega í ritstjórnargrein sinni í Morgunblaðinu í dag. Davíð er undrandi á þeim skilaboðum sem forysta Sjálfstæðisflokksins sendir til flokksfólksins í tenglum við Orkupakkamálið.
„Það hefur vakið undrun, svo ekki sé meira sagt, að forysta Sjálfstæðisflokksins gefur til kynna að hún muni hunsa beiðni flokksfólksins um endurskoðun á stórfelldri eftirgjöf fullveldis þjóðarinnar með gjörningnum sem kallaður er Orkupakki 3. Formaður flokksins sagði við þjóðina úr ræðustól Alþingis að orkupakkaaðgerðin væri óskiljanleg!“
Hann segir beiðni flokkfólksins, sem á að hunsa, vera með hliðsjón af þröngri reglu sem núverandi forysta hafði frumkvæði að árið 2011.
„Ef þúsundir flokksbundinna óska eftir því að ákvörðun sem gengur gegn opinberum yfirlýsingum formannsins og ákvörðunum Landsfundar sé endurmetin er sjálfsagt að verða við því, hvað sem nýrri reglu líður. ESB blindingjar í Íhaldsflokknum breska fullyrtu að þjóðin sæi eftir ákvörðuninni í þjóðaratkvæði. Ekkert bendir til þess. “
Davíð vísar því næst í bloggfærslu Jóns Magnússonar, lögmanns og fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, en í færslunni talaði hann um skoðanakönnun sem gerð var í tengslum við útgöngu Breta úr ESB.
„Í nýrri skoðanakönnun, sem gerð var fyrir stórblaðið „The Daily Telegraph“ kemur fram, að 54% kjósenda í Bretlandi styðja áform forsætisráðherra landsins um útgöngu Breta úr ESB án samnings og leysa þurfi þingið upp til að koma í veg fyrir að þingmenn stoppi útgöngu Breta úr því. Í þessari sömu skoðanakönnun kom einnig fram, að níu af hverjum 10 aðspurðra töldu að þingið væri ekki í sambandi við almenning í landinu og 89% telja að flestir þingmenn virði ekki óskir kjósenda sinna en fari sínu fram í Brexit málum.“
Davíð botnar ritstjórnargreinina með meira efni úr bloggfærslu Jóns.
„Það er skaðlegt þegar fulltrúalýðræðið er komið á það stig, að meirihluti kjósenda telur að fulltrúar sínir taki ekki lengur tillit til skoðana sinna.“
Þar skrifar athugasemd Viggó Jörgensson og held ég að hann tali þar fyrir hönd margra þegar hann segir svo um Bjarna Junior:
"Við erum ekki búin ad gleyma Borgunarhneykslinu.
Þar voru það nánir ættingjar Bjarna Benediktssonar, i skjóli hans sem fjarmálaráðherra og handhafa hlutabréfa i Landsbankanum sem átti Borgun.
Þar nýttu menn sér innherjaupplýsingar til ad komast yfir miljarða af eignum íslensku þjóðarinnar. Og Engeyjarættin og fleiri auðmenn ætla ser ad komast yfir orkuauðlindir íslensku þjóðarinnar. Og leggja svo sæstreng og setja upp sama verð til þjóðarinnar og verður i Evrópu. Orkuverð á Íslandi mun sjöfaldast.
Bjarni Benediktsson er fulltrúi þessara auðmanna og eingöngu þeirra. Hann gefur dauðann og djöfulinn í Sjálfstæðisflokkinn og íslensku þjóðina."
Hið undarlega er að á mbl.is, vefriti orkupakkagengis smartlandsins, er ekkert um skrif ritstjóra Morgunblaðsins.
Hverju sætir það? Engeyjarklíkan, Gulli viðrini, Humar og Reykás?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.8.2019 kl. 18:40
Mér virðist að allt málið varðandi 3. orkupakka ESB snúist eingöngu um að ræna þjóðina og koma henni í nauðungaráskrift Bjarna og Engeyjarklíkunnar, líkt og Borgunarmálið, Vafningurinn, N1 og Sjóvár málin benda til. Engeyjarklíkan á orðið flesta þingmenn landsins. Þeir eru og voru falir fyrir 45% launahækkun úr hendi kjararáðs Jónasar, stjórnarformanns Landsvirkjunar. Svo rotið er íslenskt stjórnkerfi að manni væmir.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.8.2019 kl. 19:27
Þakka þér Símon Pétur.
Já þetta hljómar afar illa í mínum eyrum og manni sárnar meðferð þessa fólks á fullveldi Íslands og virðingarleysi þess við það sem áunnist hefur.
Þó svo að ég, enn sem komið er, líki ekki óligarkaliði Íslands og esbelíta þess við það rússneska, þá er hollt að muna að Perestroika-armur sovéska kommúnistaflokksins keypti olíu af ríkinu á 1 prósent af heimsmarkaðsverði, og seldi hana svo úr landi á heimsmarkaðsverði, og flutti hagnaðinn til baka inn í Rússland með aðstoð 100 nýrra banka sem Perestroika-armur kommúnistaflokksins hafði stofnað innanlands og svo 600 banka sem hann hafði stofnað erlendis í jöðrum þess sem áður voru jaðrar Sovétríkjanna, til að þvo svona peninga sem "vestræna fjárfestingu" til baka inn í Rússland.
Bara þetta eina atriði þýddi 30 prósent tap í landsframleiðslu Rússlands. Perestroika-armur sovéska kommúnistaflokksins og Glasnost gluggarnir sem opnaðir voru vestur til að hrinda henni í framkvæmd, var að miklu leyti í KGB-umsjá núverandi forseta Rússlands.
Engar umbætur fóru fram á KGB þegar það var endurskírt FSB. Perestroika gekk út á að framlengja lífi Sovétríkjanna. Það tókst og heita þau Rússland í dag. Þökk sé að mestu Perestroika-hagkerfinu, sem Danske Bank sést glíma við í dag, þar sem bréfin í honum sleikja hælana á bréfunum í Deutsche Bank.
Viggó er góður sjálfstæðismaður, svo ekki efa ég að hann hafi mikið til síns máls. Sjálfur þekki ég þessa sögu ekki því þá bjó ég í ESB.
Svona munu raforkuinnviðir Íslands enda ef að þetta nýlendulið fær ráðið. Þau eru alltaf svona hin óþjóðlegu öfl.
Stutt er að minnast þess að forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt seldi með aðstoð orkupakka Evrópusambandsins útibúi Goldman Sachs í skattaskjóli hluta af raforkuinnviðum Danmerkur. Það kostaði ríkisstjórn hennar lífið, því samstarfsflokkur hennar gekk út. Núna er verið að búta raforkuinnviðaeigur dönsku þjóðarinnar niður og selja þær úr landi.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2019 kl. 20:26
Rétt Gunnar: "Núna er verið að búta raforkuinnviðaeigur dönsku þjóðarinnar niður og selja þær úr landi."
Danmörk er, illu heilli, í ESB.
Noregur fyllist núna af vindmyllum sem verða svo keyptar upp af hrægömmum og vogunarsjóðum, með norsku þjóðina í skylduáskrift. Rétt eins og í Danmörku. Það er gert með vilja norska Sjálfstæðisflokksins og ESB brussunnar Ernu Solberg.
Og hva' nu lille Island?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.8.2019 kl. 20:50
Auðvitað eigum við heima í samfloti með Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Þar í hópi ættu Danmörk og Noregur vitaskuld einnig að vera.
Norska þjóðin man enn Vidkun Quisling og hefur engan áhuga á að liggja flöt undir þýsku frekjunni. Hvað svo sem norsku brussunni finnst.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.8.2019 kl. 21:13
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er þó að minnsta kosti kominn í bankastjórn hjá Kínverska Kommúnistaflokknum.
Þar mun dómgreindarskortur hans ekki vefjast fyrir neinum bankayfirmanna hans í þeim flokki. Þeir hlægja alla leiðina í bankann.
Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2019 kl. 21:19
Öflugasta þjóðríki mannkynssögunnar, Bandaríkjum Norður-Ameríku, dytti slíkt þjóðníðandi fyrirkomulag aldrei í hug. Það er aðeins á meginlandi taparanna í Evrópu og í Sovétríkjum sem slíkt tíðkast
Landsframleiðsla Þýskalands dróst saman um 0,1 prósent á 2.fj. þessa árs. Hagvöxtur á evrusvæðinu mældist 0,2 prósent á sama tímabili. Hann er nú 10,5 sinnum minni en í Bandaríkjunum. Hlutabréfin í Deutsche Bank hríðfalla og nálgast núll. Þau standa í 6,04 evrum og hafa fallið úr 112 evrum í maí 2007, eða um 96 prósentur
Þér bregst ekki yfirsýnin Gunnar Borgfirðingur.
Þarna í Borgarnesi var nú Gulli einu sinni en svo lagðist hann í ferðalög einsog Garðar Hólm og nú vill hann syngja fyrir heiminn en ekki okkur.
Halldór Jónsson, 14.8.2019 kl. 21:47
Já Gunnar, Bjarni Junior virðist lyftast upp við það að vera kominn í bankastjórn hjá kínverska Kommúnistaflokknum. Kannski hann og Huang Nubo og Ingibjörg Sólrún lesi saman Maókverið með Ara Trausta og Steingrími Joð. Þetta eru kraft idjótar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.8.2019 kl. 21:52
Hvert er gáfnafar þess formanns Sjálfstæðisflokksins sem helst vill afsala fullveldið til Þýskaland og hrynjandi Deutshe Bank og Belta og brautar banka kínverska kommúnistaflokksins? Sá er kraft idjót, sem gerði reyndar ekkert til ef hann einn bæri ábyrgð á sínu idjótíi, vogaði einungis fé Engeyinga sem öllu tapa og eru lélegustu rekstrarmenn sem fyrirfinnast og geta ekkert nema láta Steingrím J. afskrifa klúðroð og sölsa undir sig ríkiseigur og sækja sér til þess erlent vald. Ef ónei, hann skuldbindur ríkiasjóð og stjórnvöld lands okkar og þjóðar. Sé hann ekki siðblindur, þá er hann alvarlega siðlaus og forhertur, en allur þingflokkurinn æpir húrra fyrir honum og eltir heilalaus í Al-heilalausu, en júrókommakratísku og stöðluðu tossabandalagi þeirra.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.8.2019 kl. 22:35
Sæll Gunnar - sem og aðrir skrifarar og lesendur, á þinni forláta góðu síðu !
Gunnar !
Þakka þér fyrir: sem oftar, afbragðs góða greiningu, á hinu fyrirlitlega óeðli Fjórða ríkisins (ESB), sem þér og all nokkrum fleirrum gegnheilum samlöndum, er lagið.
Halldór Verkfr. !
Ég má til - að benda þér á, að GÓÐU HEILLI, fengu hin illræmdu Sovétríki (1922 - 1991) að hverfa í frumeindir sínar, þó miklu fyrr hefði mátt verða: reyndar.
Gleymum svo aldrei: að hið gamla góða Rússland (vestan Úral fjalla / sem austan þeirra) er og verður verðugur arftaki Austur- Rómverska ríkisins, eftir fall Konstantínópel, í Maí 1453, eins og við munum.
Vasily II. Moskvuhertogi - tók þá við uppihaldi hinna gömlu merkja og tákna Býzanz, sem og arftakar hans, þaðan í frá.
Því miður: skeyttu Bandaríkjamenn, sem og Bretar og Frakkar ásamt Þjóðverjum lítt, um uppivöðzlu Leníns og nóta hans:: sum Vesturlanda studdu hann beinlínis til valda því miður, og notfærðu sér ístöðuleysi Nikulásar II. Keisara í stjórnmálalegu tilliti, og því neyddist Hvíti Herinn til niðurlægjandi uppgjafarinnar fyrir Bolzévíkum árið 1922, annarrs hefði sagan farið á annan veg, Verkfræðingur góður.
Svo vel jafnvel - að hið illvíga Þriðja ríkis Adolf´s Hitler hefði aldrei náð að skjóta rótum / hvað þá: að Fjórða ríki Þjóðverjanna (Evrópusambandið) hefði nokkurn tíma náð að verða til aukinheldur, og verða að því MEINVARPI, sem við og all margir annarra erum nú að kljást við í dag, fornvinur ágætur.
Vildi bara: koma að, tilteknum sögulegum staðreyndum, piltar.
Með - sem oftar, hinum beztu baráttu kveðjum, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2019 kl. 23:12
....
Moscow, Grand Duchy of Moscow
Moscow, Grand Duchy of Moscow
Anna Vasilievna
Andrey Bolshoy
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2019 kl. 23:18
Þakka þér Halldór.
Nú er Borgarnes í öðrum landshluta Borgarfjarðar niður úr Skorradal. En Borgarfjörður er stór, og með flóknu veðurkerfi. Hann er um það bil 75 prósent af flatarmáli Sjálands, þar sem 2,3 milljónir manna hafa sest að á leirframburði síðustu ísaldar, með norsku grjóti í á stöku stað, svo við skulum ekki tala meira um það. Þar komum við á ca. max 10-15 daga fresti til að versla það sem ekki er í frystikistunni góðu.
En Borgarnes hefur alltaf heillað mig og allur Borgarfjörðurinn líka. Við erum til dæmis enn með sömu holurnar í veginum norðan gömlu Hvítárbrúar og þær sem Hilli Steinólfs heitinn hossaðist í gegnum á sínum mektardögum þegar vöruflutningabílstjórnar lentu aldrei í slysum, vegna þess að þeir áttu bílana sína sjálfir.
Ég man sjálfur eftir þessum endingardrjúgu holunum frá því að ég fékk að fljóta með honum í sveitina norður í Fljótum, eftir að við fluttum frá Siglufirði og suður í Kópavog. Þarna væri hægt að opna brotþolsbraut fyrir bílaframleiðendur sem hafa ekki efni á nógu svæsnum tilraunastöðvum sín megin.
Kveðjur og amen
Gunnar Rögnvaldsson, 15.8.2019 kl. 00:03
Þakka þér Óskar
- fyrir þessa þörfu áminningu um að virða beri móðir Rússland og hennar siði.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 15.8.2019 kl. 00:11
"Mér virðist að allt málið varðandi 3. orkupakka ESB snúist eingöngu um að ræna þjóðina"
Mikið rétt hjá þér Símon Pétur.
Það snýst um að ræna fullveldinu frá þjóðinni og koma því fyrir í umboðslausum hólfum í Brussel og umbylta því svo yfir í bankahólf þið vitið hverra.
Engum manni með fullu viti dettur í hug að þetta mál snúist um neitt annað. Enda gerir það ekki það. Þeir sem sjá það ekki, eru að blekkja sjálfa sig.
Gunnar Rögnvaldsson, 15.8.2019 kl. 00:21
"1. Orkupakka-nýlendulið þetta reyndi til að byrja með að selja íslenskum almenningi það að orkupakkar 1+2 hefðu lækkað raforkuverð, sem þeir gerðu ekki. Þvert á móti, þeir hækkuðu raforkuverð og gerðu þjóðinni lífið erfiðara og flóknara. Þeir pakkar minnkuðu skilvirkni og framleiðni og drógu úr hagvexti með því að stafla upp þvaðurfyrirtækjum sem öll eltu eina og sama kílóvattið í kerfinu. Engar framfarir, aðeins afturför. Meiri skriffinnska, meiri þvæla á pari við undirmálslánasölu- og þvæluvafninga bankabólutímabilsins, enda smyglað inn á þjóðina á þeim heilaþvegna galdratíma"
Það er ósvífni að halda því fram að skipting RARIK hafi lækkað verð . Aðeins örfáir hafa skipt um orkuseljanda enda algert verðsamráð ríkjandi. Bara fliri forstjórar, fleiri forstjórajeppar, fleirifótboltalið að styrkja, það var hinn raunverulegi árangur orkupakka 1.
Aðalatrii málsins greinir þú Gunnar á þinn rökvæisa hátt.
"Viðskiptablokkin Bandaríkin + Stóra Bretland + Kanada + Mexíkó yrði þar með yfirþyrmandi sú stærsta í veröldinni, með landsframleiðslu er svarar til 24,7 billjón dala, eða nálægt tvöfalt stærra en Evrópusambandið eftir að Bretland yfirgefur það. Kína er í dag aðeins þriðja stærsta viðskiptaland Bandaríkjanna á eftir Mexíkó og færist í fjórða sætið þegar Stóra-Bretland kemur inn sem stærsta einstaka viðskiptaland Bandaríkjanna. Ekkert þessara landa hefur þurft að gefa millimetra af fullveldi og sjálfstæði sínu eftir til þess að geta átt viðskipti við hvort annað. Öflugasta þjóðríki mannkynssögunnar, Bandaríkjum Norður-Ameríku, dytti slíkt þjóðníðandi fyrirkomulag aldrei í hug. Það er aðeins á meginlandi taparanna í Evrópu og í Sovétríkjum sem slíkt tíðkast
Landsframleiðsla Þýskalands dróst saman um 0,1 prósent á 2.fj. þessa árs. Hagvöxtur á evrusvæðinu mældist 0,2 prósent á sama tímabili. Hann er nú 10,5 sinnum minni en í Bandaríkjunum. Hlutabréfin í Deutsche Bank hríðfalla og nálgast núll. Þau standa í 6,04 evrum og hafa fallið úr 112 evrum í maí 2007, eða um 96 prósentur"
Hvað er Merkel að vilja hingað í heimsókn? Leiðbeina okkur í hagvexti? Ætlar Samfó að skipuleggja klapplið?
Ætla kommarnir ekki að mótmæla heimsóknum Pence og Boltons?
Halldór Jónsson, 15.8.2019 kl. 10:50
Sæll Gunnar.
Þakka svarið!
Eins og við mátti búast líktist það
frekar litbrigðum jarðar, veröld
Ólafs Jóhanns Sigurðssonar en gráttónum neinum!
Það verður fróðlegt að fylgjast með áframhaldi
bókarinnar Heiða og skjálftahrellir Evrópu.
(ætli Johanna Spyri eða aðrar viti af þessu?)
Kannski var það enn eitt afbrigðið af
Rauðhettu og úlfinum.
Hátíðarrétturinn ætti þá að sóma sér vel í
sjálfdauðri Fjallkonunni í gervi ömmunnar
ásamt vænum skammti af vítissóta og blásýru
og hristingi af E(a)u de Porto!
Húsari. (IP-tala skráð) 15.8.2019 kl. 11:41
Þarna kemur þú akkúrat að kjarna málsins og eins og svo oft áðurhittir þú naglann beint á höfuðið og kafnegldir hann. Þakka þér fyrir góða grein.....
Jóhann Elíasson, 15.8.2019 kl. 15:49
Sæll Gunnar.
Varla getur það vafist fyrir nokkrum
að koma Angelu Merkel til landsins er
ekki kuteisisheimsókn og þá ekki tilviljun.
Þetta sést best á því að upphaflega skyldi
hún koma þann sama dag sem stendur til að
ganga frá OP 3!
Angela Merkel er greinilega toppurinn á
kræsingar þær sem auðhyggjan fær á silfurfati
í byrjun september.
Slík er firringin og gjáin sem myndast
hefur milli þings og þjóðar.
Húsari. (IP-tala skráð) 15.8.2019 kl. 17:18
Sælir - á ný !
Húsari (kl. 17:18) !
Ertu ekki óþarflega hógvær í orðavali: ágæti drengur ?
Nær væri - að tala um hyldýpis GLJÚFUR, á milli þings og landsmanna, fremur en en lítilfjörlegt gil:: hvað þá gjá, Húsari minn.
Og: kemur þá ótalmargt fleirra til, en Orkupakki III (að ógleymdum nr. I og II, áður komnum) hvað þá, ef hinir:: nr. IIII og V kynnu að banka upp á, síðar.
Það er oðið tímabært - að landsmenn fari að taka á þing mönnum og ráðuneyta liðinu: og ekki, með neinum sérstökum Silkihönskum, Húsari góður:: þér, að segja !
Með sömu kveðjum: sem þeim síðustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.8.2019 kl. 17:49
Heill og sæll fornvinur góður!
Hélt að lítilsháttar breyting á
ævintýrinu um Rauðhettu og úlfinn
mundi gleðja hjarta þitt því lengra
fæ ég tæpast gengið ef þú lest á milli línanna.
En gamanlaust er það með öllu að Angela Merkel
sýnist mestur bölvaldur sem fram hefur komið
og gildir einu hvort tekið er til 20. aldar eða
þeirrar sem nú lifir.
Ef svo fer að Bretum takist útgangan frá
Evrópusambandinu má búast við að fleiri ríki fylgi
í kjölfarið og örlög þessa sambands þar með talin, -
þó fyrr hefði verið meistari góður!
Húsari. (IP-tala skráð) 15.8.2019 kl. 19:06
....
Húsari !
Ég er fyllilega sammála þér: Angela Merkel, er jú hreinræktuð afurð Austur- Þýzkalands (1949 - 1989):: þeirra Ulbricht´s og Honecker´s, og hennar framganga fyllilega, í samræmi við það
Lið - eins og Merkel / ásamt hérlendum : Bjarna Benediktssyni / Katrínu Jakobsdóttur (lesizt: Steingrími J. Sigfússyni) og Sigurði Inga Jóhannssyni, nærizt á óheftri skriffinsku og orðagjálfri, sem fellur fullkomlega að viðhorfum ESB pótintátanna, suður í Brussel og austur í Berlín, sem við sjáum dags daglega.
Fyrir utan þær ánægjulegu fréttir: að Bretar ætli nú að taka á sig rögg með Brexit- fyrirætlanir sínar í Haust, þá munu : Ungverjar - Tékkar - Slóvakar - Pólverjar - Austurríkismenn og mögulega Ítalir vera að undirbúa brottfarir sínar, undan Bláa flagginu með Gulu stjörnunum, á komandi árum.
Verði svo Húsari - höfum við til einhvers að hlakka, meðfram ýmsu öðru.
En: ............. munum, við þurfum að gjalda Orkupakka trúboðinu hérlenda Rauðu belgina fyrir hina Gráu, svo í minnum skyldi hafa, um aldirnar ókomnar, Húsari góður.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.8.2019 kl. 20:24
Þakka þér góðar kveðjur Jóhann.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 16.8.2019 kl. 03:12
Halldór.
Ég svara síðustu spurningum þínum í athugasemd við nýja bloggfærslu mína: Stærsta viðskiptablokk veraldar að fæðast (ekki leynifjélag).
Gunnar Rögnvaldsson, 16.8.2019 kl. 03:50
Sæll Gunnar æfinlega: sem og aðrir gestir, þínir !
Hér vildi ég árétta - mátulega rassskellingu Arnars Þórs Jónssonar Héraðsdómara, á hendur Utanríkismálanefnd alþingis - og raunar: til allra þeirra í stjórnsýslunni, sem ánetjazt hafa ESB yfirgangnum og frekjunni.
Arnar Þór Jónsson: á heiður mikinn skilinn, fyrir einurð sína, sem heiðarleika, gagnvart illræðis öflunum.
Af vef Mbl. - fyrir stundu :
Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna og héraðsdómarans Arnars Þórs Jónssonar á fundi utanríkismálanefndar um hádegisbil. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði málflutning Arnars móðgun við sig og aðra nefndarmenn. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók í sama streng.
Frétt af mbl.is
„Það sem er ekki í þriðja orkupakkanum“
„Mér finnst mjög alvarlegt að dómari við Héraðsdóm komi og beri á borð fyrir utanríkismálanefnd viðlíka vantraust á löggjafarvaldi þjóðarinnar eins og þú ert að gera hér. Mér finnst þetta móðgun við okkur í þessari nefnd, móðgun við kjörna fulltrúa þjóðarinnar og ég verð að segja, að ásaka okkur kjörna fulltrúa um að við séum að fara að framselja vald okkar í hendur erlendra stofnana, að leggja af stað í ferðalag án fyrirheits, um trúnaðarbrest við þjóðina, gervirök, útúrsnúning, ógn við borgaralegt frelsi og háskalega uppgjöf gagnvart lögunum sem valdbeitingartóli,“ sagði Rósa Björk og vísaði þar í minnisblað sem Arnar Þór lagði fram fyrir fundinn.
Í minnisblaðinu er meðal annars talað um að að skuldbinding við að laga sig að regluverki ESB í orkumálum muni fela í sér „takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum“. Hugarfar á þá leið að innleiða andmælalaust erlendar reglur, að játast undir „óbeislaða útþenslu setts réttar“ í „viljalausri þjónkun“, segir Arnar að grafi undan tilverurétti löggjafarþings Íslendinga og laganna sjálfra.
Rósa Björk taldi slíkar ásakanir á hendur alþingismönnum ótækar. „Hvernig í ósköpunum getur dómari við héraðsdóm leyft sér að bera svona á borð? Mér finnst þetta alvarlegar ávirðingar. Glapræði að innleiða tilskipunina og takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum? Ég frábið mér að dómari við héraðsdóm komi og beri svona á borð við okkur og tali hér um veikingu fullveldisins. Veikingu fullveldisins? Þegar löggjafarvaldið er hluti af fullveldi þjóðarinnar? Ég sé ekki annað en að þú sért að veikja löggjafarvaldið með því sem þú ert að bera hér á borð. Mér finnst það alvarlegt,“ sagði Rósa.
„Þetta er til á upptöku“
Eftir að Rósa flutti mál sitt sagðist Arnar vilja „bera hönd yfir höfuð sér“. „Það er munur á því í mínum huga hvort verið er að bera fram varnaðarorð eða ásakanir. Í mínu minnisblaði er ég að vara við ákveðnum hlutum. Ég saka ekki nokkurn mann um eitt eða neitt. Það hins vegar gerði háttvirtur þingmaður gagnvart mér núna,“ sagði hann.
„Þar erum við mjög ósammála,“ sagði Rósa.
„Þetta er til á upptöku, þannig að við getum hlustað á það aftur,“ sagði Arnar. „Ég er vissulega dómari við héraðsdóm en ég hef út frá almennum mannréttindum á þessu landi samkvæmt stjórnarskrá tjáningarfrelsi. Þess vegna er það réttur minn eins og hvers annars að tjá mig í riti og ræðu svo framarlega sem ég tek ekki þátt í einhverju flokkspólitísku máli. Þetta mál er, eins og andstaða almennings bendir til, algerlega þverpólitískt,“ sagði hann.
„Mjög móðgandi“
Fyrr á fundinum hafði Arnar talað um að Alþingi ætti að fara með löggjafarvaldið, en ekki „erlend nefnd“. „Við eigum ekki að lúta því að sameiginlega EES-nefndin fái tak á löggjafarvaldinu hér, bara af því að við þorum ekki að fara þarna inn og biðja um undanþágur eða mótmæla og gæta okkar hagsmuna með sómasamlegum hætti,“ sagði Arnar Þór.
„Þetta snýst ekkert um að þora. Þetta er bara mjög móðgandi,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir þá.
Deilt um hvort aðfaraorð í reglugerð hafi gildi fyrir dómi
Arnar var sá eini sem kom fyrir nefndina í dag sem varaði við samþykkt þriðja orkupakkans, en boðað var til fundarins að ósk andstæðinga hans úr röðum Miðflokksins. Helstu spurningar meðal annars formanns nefndarinnar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, lutu að því hvort aðfaraorð í regluverkinu gætu raunverulega haft lagalegt gildi fyrir dómi ef til þess kæmi að farið væri í mál við Ísland á þeim grundvelli að ekki væri búið að leggja sæstreng.
Arnar taldi að aðfaraorðin, markmiðalýsing löggjafarinnar, sem kveður meðal annars á um að sameiginlegur raforkumarkaður þjóða Evrópusambandsins sé æskilegur, gætu haft mikið gildi fyrir dómstólum ef farið væri í mál við íslensk stjórnvöld fyrir að verða ekki hluti af þessum raforkumarkaði með sæstrengi.
Næsti fundur er í utanríkismálanefnd um málið er á mánudaginn og báðu sumir fundarmenn um lengdan fundartíma á mánudeginum, þar á meðal Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Á leiðinni út af fundinum snemma sagði hún: „Þetta var náttúrulega alveg makalaust.“ Þar var hún að tala um málflutning Arnars Þórs, sem virtist henni ekki að skapi.
Miðflokkurinn bað um Davíð Þór Björgvinsson og Arnar Þór á fundinn. Orðið var við öllum beiðnum flokksins um gesti á fundinn. Á mánudaginn koma Orkan okkar, Ögmundur Jónsson, Bjarni Jónsson, Tómas Jónsson, Stefán Már og Friðrik Hirst, Bjarni Már Magnússon og fleiri fyrir fundinn.
Mbkv.; sem endranær, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2019 kl. 14:00
.... hér er aftur annar: Davíð Þór Björgvinsson nokkur, sem treystir sér ekki með nokkru móti til, að tortryggja þingmenn né aðra þá, sem þeim eru handgengnir:: sbr. braskaranir Heiðar Már Guðjónsson og Ásgeir Margeirsson HS Orku- og Vesturverks Refur, t.d. :
Davíð Þór sagði á fundi utanríkismálanefndar í hádeginu að innleiðing þriðja orkupakkans væri ekki brot á stjórnarskrá, jafnvel þótt svo að sæstrengur yrði lagður í framhaldi af því. Davíð Þór sagði tækt í Evrópurétti að aðfararorð hefðu vægi á skýringu á reglum í dómsmálum. Hann sagði hins vegar langsótt að úr þriðja orkupakkanum yrði lesin þjóðréttarleg skylda Íslendinga til að leggja eða greiða fyrir því að einkaaðilar legðu sæstreng.
Davíð Þór var spurður út í orð sín á þingnefndarfundi síðasta vetur sem vitnað var í í umræðum á þingi í vor. Þar var hann spurður út í gildi fyrirvara Alþingis. Davíð Þór sagði í hádeginu að fyrirvarar við þriðja orkupakkann hefðu ekkert þjóðréttarlegt atriði sem varðar skuldbindingar Íslendinga vegna innleiðingarinnar. Hann sagði hins vegar langsótt að lesa úr skjölum þriðja orkupakkans að þar væri lögð skylda á íslensk stjórnvöld um lagningu sæstrengs.
„Ég held að út frá þjóðréttarskuldbindingunum sem hér eru undir séum við ekki að taka neina áhættu með því að gera þetta svona,“ sagði Davíð Þór.
Af vef Ríkisútvarpsins í dag (miðdegis 16. Ágúst).
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2019 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.