Leita í fréttum mbl.is

OECD: Innfluttur dauði frá ESB

1. SÝKLALYFJAÓNÆMI

Dauðsföll vegna sýklaónæmis - OECD

Mynd; WSJ Daily Shot og krækja á OECD og WEO

Myndin frá OECD sýnir áætluð dauðsföll vegna sýklalyfjaónæmis á hverja hundrað þúsund íbúa á ári. Ísland er lægst í heiminum. Þessu hyggst ríkisstjórnin, yfir engu?, breyta með þeim rökum að hún "eigi ekki annarra kosta völ". Vonandi verður það þá hún ein sem étur fársjúkan innflutning sinn. En auðvitað verður það ekki þannig. Það verður almenningur sem fórnað verður á altari EES samningsins. Honum skal blæða. Allt gott skal eyðilagt á altari EES. Sjálfstæðisfélagið Vörður um humar fagnar. Símsvari í stjórnarráðið er mun ódýrari í rekstri en ríkisstjórn sem "á ekki annarra kosta völ"

Það er lægsta sýklalyfjanotkun heimsins í landbúnaði og búfjárstofnum og þar með íslenskum landbúnaðarafurðum sem breytir öllu fyrir Ísland. Þess vegna er sýklalyfjaónæmi lægst hér

Fáninn

(rautt, litur lýðveldissinna - blátt orðið litur krata?)

Sigríður Ólafsdóttir Morgunblaðið 26 apríl 2017 - svo lengi lærir sem lifir

Mynd: Sjá grein Sigríðar Ólafsdóttur hér: Mogginn 26-4-17

*****

2. KJÁLKABROT

Donald J. Trump

TRUMP HEFUR BRETT UPP ERMARNAR: KJÁLKABROT HAFIN?

Þróun heilbrigðiskostnaðar - Bandaríkin undir Trump

Mynd WSJ Daily Shot: Heilbrigðisþjónusta: Verðlækkunarferli Trumps hafið

Hann lofaði þessu fyrir kosningar. Að lækka lyfjakostnað og verðið á heilbrigðisþjónustu. Mér sýnist að kjálkabrot Trumps á heilbrigðisgeiranum gangi bara ansi vel. Menn standa á öndinni og gapa yfir þróuninni

Þróun lyfjakostnaðar - Bandaríkin undir Trump

Mynd WSJ: Þróun lyfjakostnaðar eftir að Trump tók við

Kjálkabrot? Stendur við loforð sín? OMG! Gerir það sem hann segir? Skelfilegt!

Fyrri færsla

Evrópa að blindast: upplýsingaflæði í hættu vegna vantrausts


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Smá saga um þetta mál sem sýnir í hnotskurn hvernig það er orðið.

Dönsk hjónakorn með 4-ára son, vinir dóttur okkar, komu með henni í heimsókn til okkar hingað í sveitina. Konan fór með þau á Grund og sýndi þeim fjárhúsið og sonur þeirra fékk að klappa lömbum og ám. Svo fékk hann að fara upp í traktor og aka honum í þykjustuleik. Hjónin voru algerlega alsæl, því þetta er varla lengur hægt í Danmörku, sögðu þau. Þar má varla nálgast bóndabæ lengur nema í sóttvarnarbúningi, með grímu og allar græjur. Enginn óviðkomandi fær lengur að nálgast búfénaðinn, því hann þolir ekki sýkla og er á stanslausri og svæsinni lyfjagjöf. Drengurinn talaði um heimsóknina í marga daga á eftir. Svo sæll var hann. Ég bjó þarna úti í 25 ár og veit vel hvernig þetta er orðið þar. Viðvarandi neyðarástand.

Ekki viljum við þetta, er það?

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2019 kl. 16:08

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið vildi ég að þessi fallegi íslenski fáni blakti hjá mér.
Varðandi seinustu málsgrein þína;Ekki viljum við þetta,er það.

NEI! Það er klárt en nei in gilda um vilja okkar en ég er orðin óþolinmóð eftir að gera þau virk í fjöldahreyfingu sem hirðir hvorki um hótanir né vinahót.´Ísland verður að ná/halda sjálfstæði sínu. Þurfum við ekki að efla fjölmiðla okkar.*Smásagan hér mætti sjást víða.

Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2019 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband