Leita í fréttum mbl.is

Ætlar Sjálfstæðisflokkur bjóða fram ískalt hlaðborð á ný?

JÁSAMFÉLAGIÐ, ÞAR SEM NEI ÞÝÐIR ENDALOK TILVERUNNAR

Umræðan um Orkupakka3 sem pakkað var í Brussel og sendur án upprunalands og ótollaður til Íslands, vegna þess að slíkt var því miður gert mögulegt með EES, minnir mig á umræðuna í Danmörku, þegar þess var krafist að Danir segðu já við Maastrichtsáttmálanum í júní 1992

Skömmu áður hafði Poul Schluter forsætisráðherra sagt Dönum að það kæmi ekki til greina að Efnahagsbandalagið EB sem þá var íslenska nafnið á Brusselveldinu (skammstafað EB á íslensku og EEC á ensku og EF á dönsku), myndi nokkru sinni verða að Evrópusambandi, eða European Union (EU) á ensku, og Den Europæiske Union (EU) á dönsku, og Evrópusambandið (ESB) á íslensku. Allar slíkar hugmyndir væru andvana fæddar og yrðu aldrei að veruleika. "Unionen er stendöd" sagði Poul Schluter forsætisráðherra Danmerkur í danska ríkissjónvarpinu síðasta sjónvarpskvöldið fyrir kjördag í febrúar 1986, þar sem átti að kjósa um EB-pakkann (d. folkeafstemningen om EF-pakken) þar sem lagður var grunnurinn að hinum svo kallaða "innri markaði" ESB. Danir höfðu nefnilega ekki gengið í neitt annað en fríverslun í kringum svínakjöt og útflutning á landbúnaðarafurðum, eða svo héldu þeir árið 1972 (þ.e. gróðasambandið þar sem "allir græða" og enginn tapar neinu nema fullveldinu og landi sínu). Ríkisstjórn Schluters rétt marði þjóðaratkvæðið, en næstum því helmingur þjóðarinnar sat þó eftir skelkaður og áhyggjufullur um hvað þetta myndi þýða fyrir framtíð Danmerkur. Þeir óttuðust hið versta þó svo að þjóðinni hafði verið sagt að hún gæti alltaf sagt nei og þá myndi EB lestin stöðvast, því samþykki allra landa þyrfti til að hún gæti haldið ferð sinni áfram

Það versta brast svo á aðeins sex árum síðar í júní 1992. Þá var Dönum skipað inn í kjörklefana á ný til að kjósa um það sem Poul Schluter forsætisráðherra hafði sagt henni að gæti ekki gerst: þ.e. stofnun Evrópusambandsins sem sjálfstæðs yfirríkis yfir Danmörku með Maastrichtsáttmála. Sagt var í kosningabaráttunni að Danmörk myndi þó enn halda fullveldi sínu í vissum málum, en með sáttmálanum væri það ESB sem yrði sjálfsætt ríki yfir Danmörku. Lög þess og reglur yrðu æðri lögum danska þjóðþingsins. Bókhaldaratýpur danskra stjórnmála, eins og Þórdís Kolbrún í Sjálfstæðisflokki hér heima, komu fram og sögðu þjóðinni að hún gæti ekki sagt nei við Maastrichtsáttmálanum vegna þess að hún hefði þegar sagt já við Rómarsáttmálanum 1972 og EB-pakkanum 1986. "Við verðum að segja já, því annað er ekki hægt af tillitssemi við þau lönd sem eru þarna líka. Við getum ekki verið þekkt fyrir slík forpokalegheit" dundi á þjóðinni alla daga, vikum saman. En þannig fóru málin bara ekki. Danir sögðu nei við stofnun Evrópu-sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht og evrupakka3, því þeir fylltust hryllingi er þeir lásu sáttmálann, sem svo illa vildi til fyrir ríkisstjórnina, að dreift hafði verið í hús. Danir héldu að þeir hefðu gengið í Efnahagsbandalag en ekki í yfirríki. Það var niðurstaða þjóðarinnar. Hún sagði nei

Viðbrögðin við dönsku nei við Maastricht EMU 1992

Mynd: Úr bók Bernards Connolly: The Rotten Heart of Europe, The The Dirty War for Europes Money. Um viðbrögðin við danska neinu við Maastricht-sáttmálanum 1992. Bein krækja á myndina

Næsta dag opnuðust svo loksins dyr ESB-helvítisins eins og þær eru. Evrópa kom til dyranna eins og hún er alltaf klædd og sagði Dönum að fara til fjandans. Og ef þessi smákompa þarna í norðri héldi að hún gæti stöðvað þróunina, þá væri ekkert annað fyrir hana að gera en að koma sér burt. Út með ykkur var tilkynnt á tröppum um alla ESB-Evrópu, eins og þegar Gordon Brown kom út á tröppurnar til að tilkynna heiminum hvað Íslendingar væru miklir og óábyrgir óreiðumenn, að ætla sér ekki að standa við "skuldbindingar" sínar (banka ESB-fíklanna)

Um síðari þjóðaratkvæðið Dana um EMU 1993

Mynd: Úr bók Bernards Connolly: The Rotten Heart of Europe, The The Dirty War for Europes Money. Um skattalækana-mútur dönsku ríkisstjórnar sósíaldemókrata til að reyna að fá þjóðina til að segja já í annarri tilraun til að fá hana til að kyngja Maastricht-sáttmálanum. Efnahagsmálin gerð að klámi og yfirvofandi hrun alls sem hrunið gæti, gengið líka, var hótað, ef ekki væri kyngt og sagt já. Bein krækja á myndina

Ekki tók neitt betra við eftir danska neiið. Það var að sjálfsögðu ekki samþykkt af ESB-elítum meginlandsins né í ríkisstjórn, þó svo að því væri ákaft fagnað í Bretlandi. Byrjað var að möndla um hvernig hægt væri að vinda og snúa upp á lýðræðið sem fólk hafði verið frætt um að ætti að vera innanborðs í EEC og svo ESB og síðar EES. Ekkert slíkt fannst þrátt fyrir mikla leit í ESB-Titanic skipinu þarna, og síðar. Dönum við skipað að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu, því nei væri ekki tekið gilt. Það kæmi ekki til greina að nokkur þúsund manns í smákompu í norðri kæmust upp með að stöðva herframgöngu sögunnar inn í þýskan Sonderweg og nýjan Napóleon. Þjóðinni var mútað með loforðum um skattalækkanir ef hún segði já við aðeins minni útgáfu af Evrupakka3 (evran heitir ERM-III) það er Maastricht-sáttmálanum. Það gerði hún og sér mikið eftir því. En gert er gert og ekki hægt að taka til baka, nema með því að kála sér í leiðinni

Þeir sem hafa ekki lesið bók Bernards Connolly ættu að gera það. Hún sýnir svart á hvítu hversu rotin, ill og ömurleg hin svokallaða "Evrópusamvinna" er. Bókin er sennilega besta sögulega sönnunargagn sem til er um hið rotna eðli Evrópusambandsins og flestu sem því tengist. En Bernard sat sem fulltrúi Bretlands í Brussel þegar evrupakki3 var í smíðum. Honum blöskraði og gaf út þessa bók um málið. Hann var rekinn og dæmdur útlægur og myndir af honum hengdar upp í byggingum í Brussel eins og að um landráðamann væri að ræða, og þögult starfandi einkaleyniþjónustu Brusselelíta sigað á hann. Svo var hann af Brussel lögsóttur og dæmdur sekur í Evrópu-gervidómstól sambandsins, sem ávallt dæmir Evrópu-samruna-hugmyndinni í hag, enda til þess eina máls gerður. Hér er dómurinn - og hér má lesa kynningarformála Bernards að nýju upplagi sem kom út árið 2012, því bókin hafði árum saman verið ófáanleg

Maður yrði þakklátur fyrir að fá að heyra eitthvað annað en pólitískt bókhaldaraþvaður af EES-grautarsort í Schengensalerni -sem getur ekki virkað sé það tengt veruleikanum og notað til annars en verndað vinnusvæði fyrir glæpamenn- um svo mikilvægt mál eins og Orkupakki3 er fyrir Ísland og fullveldi okkar Íslendinga í eigin málum. Pakkinn er slæmt svæsið framhald af slæmu og getur aðeins boðað enn meira illt verra, því hann er rangt sem getur ekki orðið rétt, frekar en Icesave. Bókhaldaraþvaður frammámanna í Sjálfstæðisflokknum um þetta mál, er ekki á borð berandi fyrir íslenska þjóð, sem kaus um lokasprettinn inn í þjóðfrelsið með 99,7 prósentum atkvæða í rúmlega 98 prósenta einhuga kosningaþátttöku árið 1944. Þið verðið að taka ykkur á, því annars verður að skilja flokkinn að á ný í Íhaldsflokk og flokk örendra Brusselsleikjandi skriffinna hins vegar. Nýtt ískalt mat lætur enginn bjóða sér, nema þeir sem veifa ESB-grautarsleifum út um glugga Valhallar til að berja fylgið af flokknum, aftur og aftur

Góður hlutir eru nær alltaf einfaldir. Til dæmis var NATO stofnað til að halda Rússlandi úti úr Evrópu, Bandaríkjunum inni og Þýskalandi niðri, eins og Ismay lávarður sagði sem fyrsti yfirmaður þess. Snilldar-strategía, sem byggist á því, að alveg sama hvað, þá mun Þýskaland alltaf verða til vandræða fyrir Evrópu og þvinga hana til að viðhafa og bindast slæmum öflum og þróast í slæma átt. Þýskaland er því þegar komið í fjandsamlega glímu við Austur-Evrópu, Suður-Evrópu og Bretland. Það tók ekki langan tíma. Og alveg sama hvað, þá mun Rússland, hvor sem það er undir Zar-keisara, Sovétkommúnisma eða Pútín-dátum, of oft hafa allt aðra dagskrá en þá sem samræmist dagskrá Vesturlanda. NATO-strategían byggir á landfræðilegum staðreyndum og mannlegu eðli. Svo einfalt er það. En nú er Rússland á leið inn, eða þegar komið inn, þökk sé Þýskalandi, Bandaríkin komin út, þökk sé Þýskalandi, og Þýskaland komið upp, þökk sé velvilja bandamanna þess í NATO og sakleysis sem frú Thatcher deildi ekki með Bush-1. Allt er því á leið í eðlilegt horf fyrir Evrópu á ný, því Platón sagði að stríð væri hið eðlilega ástand mála, þar sem friðurinn væri innan-sviga fyrirbæri. Þetta kemur.. tilvist ESB sér fyrir því, því það er slæmur hlutur fyrir Evrópu. Slæmur hlutur. Þar er sjálft NATO einnig í hættu vegna einmitt tilvistar Evrópusambandsins í höndum Þýskalands, eins og VDH bendir á hér að neðan, því verið er að reyna að afflytja alla Evrópu frá þeirri pólitísku blaðsíðu Vesturlanda sem NATO er byggt til að snúast um og verja

Um NATO og ESB

Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur um NATO og "bandamenn" okkar austur í Evrópu

Ameríkuandúð Þjóðverja virðist nú nálgast gamla þýska ofstækisstigið, því samkvæmt nýrri þýskri könnun Atlantik-Brucke, segjast 42 prósent Þjóðverja sjá Kína sem betri og traustari bandamann en Bandaríkin. Og aðeins tvö prósent Þjóðverja álita að Þýskalandi stafi hætta af útþenslu Rússlands frá austri til vesturs. Er Þýskaland nú þegar dottið út úr Vesturlöndum aftur? Eða átti það kannski aldrei heima hér. Stefnir það austur? Eru þeir þegar farnir burt af hinni pólitísku blaðsíðu Norður-Atlantshafs, sem bjargaði þeim þrisvar?

Ekki myndi ég sjálfur vilja eiga eina sekúndu af minni framtíð og fjölskyldu minnar undir Þýskalandi komið. Ekki frá og með 3. október 1990

Fyrri færsla

Guð Samfylkingar fluttur til Andrómedu - NATO og "Evrópa"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar. Góð og fróðleg grein og þarna kemur fram þankagangur Brussels manna samkvæmt Bernard Connolly. Þetta ætti að vera skyldulesning ráðamanna hér á landi. Hugsaðu þér þetta var upp úr 1990 sem hann skrifar...The Rotten Heart of Europe...og við ...Stjórnmálaheimurinn... eru varla búir að sjá þetta. 

Valdimar Samúelsson, 6.3.2019 kl. 12:09

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka Valdimar.

Já það er oftast þannig. 

Enginn skyldi þó halda að það sér auðvelt líf að vera stjórnmálamaður. Þeir hafa sína forgangsröð. Númer eitt, þá verða stjórnmálamenn að kunna að láta kjósa sig - og helst aftur og aftur. Það krefst tíma og einnig þess að þeir segi og geri ekki neitt sérstakt sem brýtur í bága við það sem þeir halda að þeir eigi að segja og gera, og oft samkvæmt áliti falskra fjölmiðla á borð við DDRÚV sem stjórnmálamenn reka meira að segja sjálfir, í óþökk þjóðar.

Stjórnmálamenn neyðast til að treysta of mikið á embættismenn (kallaðir sérfræðingar) í mörgum málum, því þeir geta ekki vitað svo margt sjálfir, bæði vegna ungs aldurs og svo vegna þess að þeir verða að vera uppteknir við að láta kjósa sig aftur, og það krefst tíma. Þess vegna gat til dæmis Evrópusambandið orðið til. Stjórnmálamenn stóðu ekki fyrir því, heldur voru það sérfræðingar sem fóðruðu stjórnmálamenn á því.

Embættismennirnir hoppuðu hins vegar af vagninum sem ekta sérfræðingar fyrir langa lögnu, og var því heiminum sem þeir höfðu hannað keyrt í óþekkjanlega klessu frá og með árinu 2008 - og þar endaði hinn svo kallaði Post World War-II heimur eða eftirstríðsuppsetning Vesturlanda (post world war2 configuration). Embættismennirnir brugðust, og stjórnmálamenn líka, eins og sést og Evrópusambandið brást mest og hefur engu skilað af því sem lofað var.

Svo gerðist það á þessum tíma frá 1945 til 2008, að embættismennirnir urðu að sérstöku alþjóðlegu verkalýðsfélagi samstarfsfélaga sinna í öðrum löndum, og þeir ættu að eiga nokkuð sem helst sameiginlegt með fólkinu sínu í næstu götu eða næsta þorpi eða næsta bæ. Þeir áttu flest meira sameiginlegt með kollegum sínum í höfuðborgum annarra landa. Þetta félag varð sjálfsstappa sem klessti heiminum, á afar háum launum.

Það er því hlutverk okkar kjósenda að afhenda stjórnmálamönnum okkar veruleikann eins og hann er, með því að láta þá vita það sem þeir geta ekki vitað með öðrum hætti. Við kjósendur höfum líka ábyrgð að bera og sem þarf að sinna, með því að senda beint út til stjórnmálamanna okkar því sem þeir verða að meðtaka. Annars endar allt illa, til dæmis eins og það er að enda í Evrópusambandi sérfræðinganna, sem þrætt hafa stjórnmálamenn landanna upp á lyklakippur sínar.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 6.3.2019 kl. 13:15

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er rétt Gunnar. Þeir þ.e. stjórnmálamennirnir geta ekki greint á milli lyga og sannleika ýmist eins og þú segir tímaleysis eða vankunnáttu. 

Góð grein hjá Bjarna J en þar kemur fram að USA hefir staðið sig best með að minnka CO2 en ESB verst.

Valdimar Samúelsson, 6.3.2019 kl. 14:13

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þessi þarf að komast inn á hvert heimili.

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2019 kl. 17:42

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér væn orð Helga.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 6.3.2019 kl. 21:35

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Valdimar, stjórnmálamenn eru bara menn eins og við hin.

Þeir eru einir af okkur og eiga að vera það. Fulltrúar okkar Íslendinga í þjóðríki Íslendinga og engra annarra.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.3.2019 kl. 21:39

7 identicon

Dúndurgóður pistill Gunnar.

Það má aldrei verða að forysta Sjálfstæðisflokksins, þingmenn og ráðherrar, komi orkuauðlindum lands og þjóðar, undir stál- kolabandalags hæl Þýzkalands.  Minnumst WW I, WW II,  nei, bara alls ekki virkisturn og raforkuhleðslustöð fransk/þýzka framöxulsins og kínverska afturöxulsins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.3.2019 kl. 23:31

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka, Símon.

Merki frá Benedikt í evrutrans bárust frá Andrómedu sem ESB-Pistill í Mogganum í dag. 

En hér á jörð niðri kynnir hins vegar ECB-sogrörsseðlabanki Þýskalands, ofan í önnur evrulönd, sennilega í dag þá staðreynd að hann er læstur inni í TLTRO til enda tímans og neyðist á einn eða annan hátt að brjóta einu sinni enn reglur Marðarspelkusáttmálans um EMU og allt annað. Bönkum evrusvæðis vantar svo gott sem samstundis hálfrar billjónar evru-framhaldslán til að minnsta kosti 12 mánaða til að lifa af. ECB verður að tilkynna að TLTRO endi núna í sumar ef hann á ekki að brjóta BASEL-III og NSFR og enda fyrir dómstólum. En allar líkur eru samt sem áður á því að TLTRO-II verði kynnt í dag, eða að minnsta kosti gefið í skyn, og að bankinn læsi sig þar með til eilífðar inni í endalokum sínum sem svokallaður "sjálfstæður seðlabanki". Hann er kominn í vasa bankanna. Getur ekki hækkað vexti þeirra vegna né hætt að pumpa í þá gjöfum.

Og vegna þess að peningapólitískur gírkassi viðskiptabankanna á evrusvæðinu virkar ekki, útlán til fyrirtækja dragast saman í stað þess að aukast (þau eru svo illa lánshæf vegna skemmdarverka evru, og alls ekki lánshæf í suðri), þá gengur ekkert með að koma hagkerfunum í gang. Og þar sem það gengur ekkert með það, þá getur ECB heldur ekki lækkað vextina því þeir eru núll. Evrusvæðið er að frjósa fast sem ESB-jökullinn. Það styttist því í endalokin: Þau verða, tja, listinn er langur. Úr svo mörgu er að velja:

    • Robespierre

    • Napoleon 

    • Lenín

    • Mussolini

    • de Rivera

    • Stalin

    • Dollfuss

    • Hitler

    • Schuschnigg

    • Franco

    • Quisling

    • Ulbricht

    • Brezhnev

    • Ceausescu

    • Papadopoulos

    • Caetano

    • Husák

    • Honecker

    • Gizikis

    • Andropov

    • Gorbachev

    Plús hinir viljugu úr efri-deild meginlandsins

      • Delors

      • Santer

      • Prodi

      • Barroso

      • og Juncker

      Kveðja

      Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2019 kl. 09:14

      9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

      ECB-seðlabankinn og Evrópusambandið geta samt snúið sig úr úr þessari erfiðu stöðu sem yfirríki þeirra er komið í með því að tilkynna að sambandið eigi ekki lengur að vera eins og fyrirmyndarríki Bernie Sanders, sem nú hefur verið afhjúpaður sem maður sem er ekki kona, og verandi án allra lesbíu-, homma-, trans-, og millikyns-tilflutninga-tilhneiginga. Hann er því á leiðinni á öskuhaugana, sem andbyltingarsinnaður forpokalúði af ekki-svörtu, ekki-latinó, ekki-indíána, ekki-hvítu, ekki-konu kyni.

      ECB og ESB geta því rólega kynnt nýtt Evrópumenni til sögunnar sem er ekki-þýskt, ekki-franskt (Macron), ekki-ítalskt, ekki-hollenskt, ekki-spænskt, ekki-portúgalskt, ekki-grískt, ekki-austurrískt, ekki-pólskt, ekki-tékkenskt, ekki-belgískt, eða bara ekki-neitt. Eða bara sagst vera kona.

      Framhald hér: Pigs on Two Legs Turn on Each Other

      ding!

      Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2019 kl. 10:07

      10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

      Æi!

      Þetta er ófyrirgefanlegt. Ég gleymdi GRÆNINGJUNUM!

      Hvernig gat það gerst!

      Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2019 kl. 10:12

      11 Smámynd: Jón Valur Jensson

      Þú ert frábær, Gunnar, í þessum ærlega afhjúpandi pistli þínum, raunar alllangri grein! Heilar þakkir.

      Jón Valur Jensson, 10.3.2019 kl. 04:25

      12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

      Ég þakka þér fyrir væn orð Jón Valur.

      Kveðja

      Gunnar Rögnvaldsson, 11.3.2019 kl. 07:50

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Höfundur

      Gunnar Rögnvaldsson
      Gunnar Rögnvaldsson

      Búseta: Ísland.
      Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
      tilveraniesb hjá mac.com

      Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

      Bloggvinir

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband