Laugardagur, 16. febrúar 2019
Heimsókn Pompeo: Íslandi sett nýtt hlutverk og mikilvægi
Er virkilega enginn nema ég sem kem auga á hvaða grundvallarbreyting er að verða á mikilvægi Íslands í gagnkvæmu bandalagi okkar og Bandaríkjanna. Af hverju kom utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands?
Jú staðan er þannig að mörg rauð ljós vegna Norður-Atlantshafs og Íshafsins hafa í nokkur ár blikkað í mælaborði Hvíta hússins. Trump forseti sópaði gáfumannaskýrslunum ofan af þeim þegar hann kom inn, og hófst handa. Rauð ljós eru rauð ljós og þau á að taka alvarlega
Þau eru, ásamt öðrum, þessi: Grænland er á höndum ríkis sem ræður ekki við það sem geópólitíska einingu í veraldarhafinu. Það er á höndum Danmerkur, og Danmörk er í ESB og ræður ekki miklu um sín mál. Grænland er einnig á höndum Danmerkur sem verandi barn þess. Þessu barni getur Danmörk ekki sinnt því hún hefur hvorki pólitískan vilja til þess, né þau auðæfi sem þarf til að vernda það gegn slæmum ölfum í heiminum, né að skaffa því örugga og farsæla framtíð. Það geta einungis Grænlendingar gert sjálfir. En til þess þurfa mikilvægar breytingar að eiga sér stað fyrst:
Mike Pompeo kom til Íslands til að hefja það verk í samvinnu með Íslandi að leiða Grænland til sjálfstæðis sem fullvalda ríki. Við eigum að taka á okkur aðstoðarhlutverk í svipuðu ferli og við sjálf fórum í þegar að Bandaríkin studdu okkur til þess að verða sjálfstætt ríki
Bandaríkin eru byggð á Biblíunni og hún segir að enginn megi vera konungur/forseti yfir öðrum þjóðum. Bara sinni eigin þjóð. Þetta er frumregla sem enginn ætti að hunsa að ástæðulausu. Á því græddum við 1944. Og nú er það hlutverk Íslands að endurgjalda Bandaríkjunum þann greiða, með því að aðstoða þau við að frelsa Grænland úr festum við danska konungsríkið, svo að Bandaríkin geti í samvinnu með Íslendingum veitt Grænlandi sömu aðstoð og þau veittu okkur á leið okkar til sjálfstæðis og á fyrstu áratugum þess þar á eftir
Þess vegna sendi Donald Trump sinn æðsta diplómat til Íslands til að hefja þetta ferli
Við getum ekki sagt nei og við ættum ekki að segja nei. Við getum þetta og við erum siðferðilega skyldug til að segja já. Erum við klár? Já, saman með dýpsta bandamanni okkar: Bandaríkjum Norður-Ameríku
Bandaríkin þola ekki lengur kæruleysislegan umgang Danmerkur með Grænland. Lönd á ekki að láta reka ábyrgðarlaust um veraldarhafið. Þrír flugvellir sem næstum því komust á kínverskar hendur í Grænlandi var mjög svo ergilegt símtal sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vegna kæruleysis danskra stjórnvalda, var þvingaður til að hringja (Sjá grein WSJ 10. febrúar 2019). Of seint er að koma kínversku málmasamsteypunni Shenghe Resources Holding út úr Grænlandi, en margt annað er sennilega hægt að stöðva
Og þar sem til dæmis fyrrverandi Frankfurt-Hahn herflugvöllur Bandaríkjanna í Þýskalandi er með samþykki þýskra stjórnvalda kominn í 82,5 prósent eigu hins kínverska HNA Airport Group, þá er vel vitað hversu hörmulega ábyrgðarlaus yfirvöld landa Evrópusambandsins eru þegar að þjóðaröryggi kemur, þar sem Þýskaland ríður ávallt á vaðið sem kærulaus leiðtogi útópíu á framfærslu Bandaríkjanna í öryggismálum, sem það misnotar á hinn grófasta hátt. Og löndin sem eru á ESB-sporbraut umhverfis Þýskaland, fylgja sjálfkrafa slæmri fyrirmynd þess
Grænland er í túnfæti Bandaríkjanna og Kanada. Það verður tekið á málunum. Innganginum inn í Norður-Ameríku verður lokað, hvað sem það kostar og hvernig sem hann hugsanlega gæti orðið. Þjóðaröryggisstefna byggir alltaf á því versta sem getur gerst. Annars væri hún þjóðaróöryggisefna
Kannski sástu þetta fyrst hér
Fyrri færsla
Nei. Við ætlum okkur ekki að brenna inni í ESB og EES
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 17.2.2019 kl. 00:18 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 121
- Frá upphafi: 1387404
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Flott Gunnar ég hef ekki heldur skilið þetta kæruleysi með Grænland. Ekki bara Danirnir heldur Kanarnir sjálfir yfir árin horfandi á Kínamenn troðandi sér inn og voru um það bil að leggja Grænland undir sig og svo Núbó hér með stefnu að byggja hvíldarborg sem engin skildi né setti í samband við námareksturinn þar. Finna höfn það er eins og fólk gangi ekki á öllum einskonar sombie contry. Jú rétt ég svarað einum í dag og sagði nú erum við kannski komnir með hlutverk í þessu spili Trumps. Þú svaraðir því og nú veit ég að það er að hjálpa Grænlendingum. Þakka Gunnar fyrir svarið. :-)
Valdimar Samúelsson, 16.2.2019 kl. 23:28
Þakka þér Valdimar.
Kalda stríðið er búið og hin grænlenska saga þess. Hún er liðin saga líka.
Heimurinn er kominn í re-config enduruppsetningarfasa og þetta er ein birtingarmynd þess. Þar rísa lönd eða falla.
Grænland er núna á danska örorkupakka-3, og öllum er ljóst að hann slekkur frekar grænlensku ljósin en að tendra þau. Grænlendingar vita það vel.
Örorkupakki-4 myndi drepa þá út.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 16.2.2019 kl. 23:43
Þakka Gunnar þessvegna gæti ég sé Island sem link milli BNA og Grænlands. Einskonar höfuðstöðvar Grænlands á þeim sviðum (alþjóðasviðum)
Valdimar Samúelsson, 17.2.2019 kl. 10:46
Þakka þér Valdimar
Það eru átta ríki í Norðurheimskautsráðinu. En aðeins fimm þeirra eiga landamæri upp að Íshafinu. Bandaríkin, Kanada, Danmörk/Grænland, Noregur og Rússland. Við erum hinsvegar á mörkunum og erum að minnsta kosti strandríki þar (littoral). Ef Grænland verður sjálfstætt ríki þá verða ítök ESB að minnsta kosti engin, og því pólitískt einfaldara sem Íshafið er, því betra. Þetta er minnsta úthaf heimsins, en ef horft er á það með þeim augum sem horft er á Miðjarðarhafið, sem er fimm sinnum minna, þá er Íshafið ekki bara síki sem aðskilur heimsálfur, heldur gæti það orðið umferðaræð sem barist verður um völdin yfir, í þeim skilningi að þeir sem þar verða hið ráðandi afl, ræður um leið því hver fær og hver fær ekki að ráðast sjóleiðina inn í þau ríki sem að þessu hafi liggja. Um það snýst geopólitískur máttur flotavelda.
Varnarmálaséð eru ítök ESB-ríkja næstum engin á þeim átakalínum sem eru á sjálfu meginlandi Evrópu núna. ESB-ríkin hafa ekkert gert þar til að tryggja öryggi Austur-Evrópu. Það eru Bandaríkin með Trump sem forseta sem tyggja öryggi Austur-Evrópu. Aðeins Bandaríkin hafa gert eitthvað þar. Þau er stór í Póllandi og eru að byggja herstöð í Rúmeníu fyrir flugherinn og þau eru komin inn á Svartahaf. Bandaríkin geta ekki lengur treyst á hvaða NATO ríki ESB eru að vinna með Rússum eða ekki. Bandaríkin eru einnig farin að líta á NATO sem hættulega gildru sem seinkar þeim í viðbragðsflýti, sem kosta mun þau fjölda bandarískra mannslífa, þegar kallið kemur. Þau vita að ef Rússland lætur til skarar skríða í AE, að þá eru það Bandaríkin ein sem hafa hernaðargetuna og hinn pólitíska mátt til að mæta því. Evrópa flækist bara fyrir, seinkar öllu og eru Bandaríkin því farin að líta á NATO sem gildru sem drepur bandaríska hermenn með því að virka eins og skrifstofubákn.
Bandaríkin eru því að reyna byggja upp nýjan bandamanna-strúktúr sem virkar. Þau munu láta NATO í friði og borga áfram fyrir kvöldverðarsett Evrópusambandslanda þar og halda því á sama apastiginu og Sameinuðu þjóðunum, sem fá að vera í friði því sú stofnun virkar ekki og getur aldrei virkað nema sem kjaftaklúbbur þar sem gáfumannaliði heims er haldið uppteknu við franskar með tómatsósu, sem er betra en að hafa það annars staðar sem máli skiptir.
Það er því best fyrir alla að Evrópa haldi sig fyrir utan eldhúsið sem það þolir hvorki hitann í né hefur getu til að standa þar upprétt. Einnig verður að líta til þess að sérhver opnun Íshafsins fyrir umferð um það, opnar nýjar hættur fyrir Rússland sem ógna áður öruggu svæði þess í norðri, fái hvaða fífl sem er að ferðast þar um með sitt drasl. Þar er góður snertiflötur fyrir gagnkvæma samvinnu Bandaríkjanna og Rússlands.
Íshafið þarf ekki á evrópskri lömunarveiki að halda. Það þarf tvo til þrjá hliðverði sem sjá um það. Sem sjá um hvað fer inn og hvað kemst út. Bandaríkin þurfa á öflugu Grænlandi að halda, og Grænland þarf á öflugu Íslandi og Bandaríkjunum að halda. Það þarf ekki fleiri evrópska örorkupakka. Því þeir drepa bara þjóðir og slátra efnahag landa. Evrópa er best komin þar sem hún er í Brussel við að kála sjálfri sér. Á meðan hún gerir það, þá kálar hún ekki öðrum.
Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2019 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.