Leita í fréttum mbl.is

Yfir-nauðgari ESB sárlega móðgaður

Á meðan: Dagurinn haldinn hátíðlegur Í Rúmeníu. Smíði Intermarium heldur áfram

****

Alla leið frá Stuttgart, ja, berast þær James Bondlegu fréttir að Þýskaland sé að móðgast svo herfilega að ekki verði úr bætt. Þetta er jú sjálft landið sem nauðgað hefur Suður-Evrópu í meira en 10 ár

Og hvað skyldi nú valda þessu hugarangri hjá þýskum? Nú nú, jú Richard Grenell sendiherra Bandaríkjanna í Berlín er byrjaður að skrifa og senda bréf. Hann er byrjaður að senda út bréf, en þó ekki til Grikklands, heldur til þeirra þýsku fyrirtækja í Þýskalandi sem hyggjast taka þátt í byggingu Nord-Stream-2 gasleiðslunnar frá Rússlandi, beint til Þýskalands og þar með alla leið til Suttgart, ja. Í bréfunum varar hann þýsku fyrirtækin við að taka þátt í þessu, því geri þau það, þá eiga þau á hættu að Bandaríkin refsi þeim, ja

Þetta líkist Grikklandsmálinu töluvert: Þýskaland hefur áratugum saman ekki staðið við gerða sáttmála í NATO, stofnað lífi bandarískra hermanna og annarra bandamanna í hættu, vanrækt stórlega eyðsluskyldur sínar og réttast væri því að Bandaríkin bönnuðu Angelu Merkel að meðtaka úrslit síðustu þriggja kosninga og gera þarf henni ljóst að lokað verður að sjálfsögðu fyrir dollarastreymi til Þýskalands og bannað að skipta þýskum evrum í dali (the non-convertibility trix), peningaskömmtun tekin upp eins Þýskaland gerði við Grikkland og Kýpur, og svo allt hitt: ERMSPFT, ERAMOGDT, EDBUVEF og ELA!

Fínt hjá Trump að láta sendiherrann um þetta smáland sem enga herflugvél á er flogið getur NATO-leiðangra í myrkri

Pólska Rzeczpospolita er sammála sendiherra Trumps

Rúmenía gat því miður ekki tekið símann, vegna hlátursgassins sem var í amerykanski-pitzunum hér að ofan, en hún er sammála Trump

Og nú ætlar bandaríski flotinn að hefja "siglingarfrelsis" siglingar í norður-norðurhöfum. Take that!

Fyrri færsla

Breskt xD-stæl-áhlaup á forstokkaða ESB-hólista í röðum breskra Íhaldsmanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband