Leita í fréttum mbl.is

Gulu-vestin: Boxarinn frá Massy boxar frönsku lögregluna

Myndskeið: Gulum vestum var skyndilega lagt lið um helgina

****

Christophe Dettinger er franskur boxari sem varð Frakklandsmeistari í léttþungavigt árið 2007 og hélt titlinum í tvö ár. Þarna sést hann boxa. Kannski hefur framferði frönksu lögreglunnar farið í skap hans um helgina. Kannski ekki. En hann brást við. Enska dagblaðið Daily Mail, sem hefur nafngreint hann, segir að vegna þessa atviks eigi Dettinger yfir höfði sér 3-5 ára fangelsisvist. Er hans nú leitað. Rocky-húfuna á kollinum passar hann vel. Er annað hægt en að segja vaú hér - og velkomin til Evrópusambandsins?

Samkvæmt franska innanríkisráðuneytinu mótmæltu 50 þúsund manns nú um helgina, borið saman við 32 þúsund yfir jólin. Sagði ráðuneytið að 56 þúsund manna lögregluliði væri beitt gegn mótmælendum í landinu

Kannski þarf Macron forseti að fara að gera skellinöðru Hollande klára og fá hjálminn að láni sem aðstoðarmaður hans notaði við að berja mótmælendur. Og kannski lögreglumerkið líka. Ekki veit ég hvort að þetta sé staðfest sem verandi satt sem sést hér, en ljótt er það. Stundum eru fölsk myndskeið sett á YouTube. Við skulum að minnsta kosti vona að þetta sé ekki rétt

Áhlaup á Bastilluna gæti farið að koma til greina. En kannski að úrsögn Frakklands úr Evrópusambandinu geti stöðvað það. Varla er ofmælt að segja að þar innanborðs sé allt meira og minna á hvolfi og að reykinn sé farið að leggja upp af reiði fólksins í mörgum löndum þess

KÍNAKÁLIÐ OG ÁVAXTAFÉLAGIÐ

Leiðari Morgunblaðsins segir Warren Bufftet að fara varlega á hlutabréfamarkaðnum þessa dagana, vegna til dæmis Apple og Kína. En það fyrirtæki er stærsta einstaka eign Warrens. Ef hann fer nógu varlega þá kemst það kannski ekki upp fyrr en að hann er búin að fara mjög varlega að því að kaupa enn meira í Apple á meðan blóðið flytur. Hann vissi náttúrlega að frá því að Apple braut 200-dala múrinn þann fyrsta ágúst síðastliðinn, þá trylltist markaðurinn yfir alla línuna og bjó til bólustúf sem varaði í þrjá mánuði, eða fram í byrjun október. Þar rann svo á menn gríman gamla og þeir fóru að sjá að sér. Svo kom hin bólan, niðurbólan og andbólan (dældin), og þar erum við stödd í dag; í dæld. Það eru því góðir dagar fyrir Warren Bufftet í dag. Hann segist alltaf kaupa þegar óttinn ríkir og blóðið flýtur. Heimspeki hans er sú að hlutabréf séu eins og allt annað; þ.e. alltaf allt of dýr - og að hann voni því hvern einasta dag að þau lækki. En auðvitað gera þau það ekki, það veit hann of fossríkt vel. Ekki alltaf, en stundum. Þau lækka samt ekki nógu oft og þau hækka. Það vandamál geymir hann svo í peningaskáp

ÞÝSKALAND YFIRGEFI EVRÓPUSAMBANDIÐ

Þýski AfD flokkurinn (Valkostur fyrir Þýskaland) er þessa dagana að koma saman pólitískri stjórnarskrá flokksins fyrir næsta kjörtímabil ESB-platþingsins. Á prógramm flokksins er komin úrsögn Þýskalands úr Evrópusambandinu, takist ekki að forma sambandið til eftir óskum hans á næstu fimm árum. Flokkurinn segir að Evrópusambandið sé orðin gerspillt nómenklattúruklessa á Evrópu og að löndin verði að taka þjóðarmyntir sínar í notkun aftur. Hér er hið nýja prógramm AfD-flokksins á PDF formi. Hann er nú þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Þýskalands - og sem sagt: kominn með úrsögn Þýskalands úr ESB á sína pólitísku dagskrá. Það eru stór tíðindi í því landi

Fyrri færsla

2018 var gott ár fyrir Bandaríkin: þau stækkuðu og urðu betri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Stærsta málið hér, og það som varðar okkur alla ... er hvernig EU hugsar sér "lýðræðið". Allur heimurinn gekk á Kína, 1986 ... Rússar, gáfu undan fólkinu ...

En i EU .. þá er lýðurinn barinn sundur og samann, af forseta sem hefur ekkert fylgi.

Örn Einar Hansen, 7.1.2019 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband