Leita í fréttum mbl.is

"Blađamađur" í Miđ-Austurlöndum eđa Rússlandi ?

Nokkuđ mikiđ af ţví sem menn segja fréttir, hafa veriđ sagđar af stjórnmála- og blađamanni sem hét líklega Jamal Khashoggi. Í ţví sambandi er gott ađ muna eftirfarandi:

Allir blađamenn í hvorki Sádi-Arabíu, Tyrklandi né Rússlandi eru ekki dauđir, ađ minnsta kosti ekki enn sem komiđ er, ţó svo ađ nokkuđ margir andstćđingar ţjóđhöfđingja ţessara ţriggja ríkja séu ţađ

  1. Pútín
  2. Erdogan
  3. Konungur Sádi-Arabíu
  4. - og svo er ţađ Kína

Bandaríkin eru eina stórveldi heimsins. Ţađ, Tyrkland og Sádi-Arabía ásamt Ísrael og nokkrum öđrum ríkum, hafa bundist óformlegu bandalagi sem reynir ađ sporna viđ mjög svo auknum áhrifum Írans í Miđ-Austurlöndum, sem eru heimshluti

Ţrjú ríki berjast um sćtiđ sem heimshlutaveldiđ í ţessum heimshluta; (1) Íran, (2) Tyrkland og (3) Sádi-Arabía

Ţau ríki sem til greina koma sem ráđandi heimshlutaveldi Miđ-Austurlanda eru ţó bara Íran og Tyrkland

En ţau tvö ríki sem hins vegar segjast vera leiđtogaríki allra Sunni-múslíma í öllum löndum, eru Sádi-Arabía og Tyrkland. Saga Tyrklands sem leiđtogaríkis Sunni-múslíma er nokkuđ löng. En hún endađi ţegar Tyrkjaveldiđ féll alveg snemma á 20. öld, og ţegar Sádi-Arabía varđ formlega til sem konungsríki 1932. Ţá tók Sádi viđ gćslu tveggja helgustu stađa múslíma: Mekka og Medina

Tyrkland vill fá ţennan titil aftur. Sádi-Arabía vill ekki missa hann. Og í kjölfar Síđari heimsstyrjaldarinnar tóku Bandaríkin viđ af Bretum, sem ábyrgđarmađur ţjóđaröryggis Sádi-Arabíu

Óformlegt bandalag ţessara ofangreindu ríkja gegn útbreiđslu Írans í Miđ-Austurlöndum, eftir fall Ríkis Íslam (ISIS), stendur og fellur međ ţátttöku Bandaríkjanna. Falli ţetta bandalag, ţá fellur ţjóđaröryggi Sádi-Arabíu líka. Og ţá fellur heimshlutinn annađ hvort til Írans eđa Tyrklands, og međ vissu inn í spíral upplausnar og stríđa. Ef ţađ gerist, ţá geta Vesturlönd kannski um leiđ ýtt á eject-hnappinn fyrir núverandi velsćld og Pútín blađamannavinur í Moskvu yrđi umsvifalaust stórveldi á ný, ţví olía hans myndi kannski hćkka í 300 til 400 dali tunnan á alţjóđlegum mörkuđum, og efnahagslíkan Íslands falla saman um leiđ og kúnnar ţess falla um víđa jörđ

Blađamađurinn (í Sarajevó) svo kallađi, sem var meira stjórnmálamađur en blađamađur, var andsnúinn stjórnvöldum Sádi-Arabíu. Ţangađ vildi hann fá sama stjórnmálaform og nú er ađ vaxa sig trúarlega stórt og sterkt sem íslamistaríki í Tyrklandi. Ţess vegna er Tyrklandi svona vel viđ tilrćđiđ á blađastjórnmálamanninum, ţví ţađ hjálpar ţví viđ ađ grafa undan Sádi-Arabíu og koma ţar af stađ upplausn, uppreisn eđa óförum sem leitt geta til ţess ađ ţađ verđi Tyrkland en ekki Sádi-Arabía sem stendur eftir sem leiđtogi Sunni-múslíma í öllum löndum

"Lengra" nćr ţetta ekki

Einu sinni varđ mesti ţálifandi fjöldamorđingi mannkynssögunar bandamađur Bretlands og Bandaríkjanna; um var ađ rćđa Jósef Stalín. Ţá sögđu Bretar og Bandaríkjamenn; "Hitler er verri. Viđ skulum fyrst ráđa niđurlögum hans í bandalagi viđ Stalín. Ţegar Hitler er farinn, ţá snúum viđ okkur ađ Stalín. Viđ ţurfum ekki ađ vera fullkomin. Viđ ţurfum einungis ađ vera nóg góđ"

Og nú skrifar nýsjálenskt dagblađ ađ Evrópusambandiđ sé orđiđ ţađ sem sambandiđ sagđist ćtla ađ koma í veg fyrir ađ gćti gerst í Evrópu. Var Evrópa kannski ekki nógu góđ frá 1945 til 1991? Hún er ađ minnsta kosti miklu verri í dag en ţá. Krćkja: "EU has become the kind of dictatorship it aimed to defeat"

Ég er ađ lesa hina nýju ţjóđaröryggisstefnu Bandaríkjanna (PDF). Hún kom út í desember 2017 og heitir: A Strategy of Principled Realism

Bless Útópía

Fyrri fćrsla

Nú eru ţađ loftslags- og umhverfisvafningar sem seljast


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband