Leita í fréttum mbl.is

Sósíaldemókratar þurrkaðir út í Bæjaralandi

Niðurstaða

Bæverskir sósíaldemókratar (SPD) gátu ekki keppt við hinn flokk þýskra sósíaldemókrata, þ.e. flokk Kristilegra (CSU í Bæjaralandi og svo bandalag þeirra með CDU á landsvísu). Þýskir sósíaldemókratar hafa fundið út úr því að hinn flokkur þýskra (Kristilegra) sósíaldemókrata er að minnsta kosti jafn miðvinstri-sinnaður og gamla SPD-vinstrið. Og hver láir þeim það, eftir að þýskir hægrimenn hafa gert svo í buxurnar að fáum í Bæjaralandi datt í hug að að skipta um skoðun á samsulli CDU/CSU og SPD á landsvísu

CSU í Bæjaralandi fékk nálægt því sama fjölda atkvæða og síðast, þökk sé flótta SDP-manna yfir í CSU. En þar sem kjörsókn var meiri núna, þá þýddi hún hlutfallslega verri útkomu fyrir CSU en síðast. SPD hrundi úr 20,6 prósentum niður í 9,7 prósentur. Hann var annar stærsti flokkurinn í kosningunum 2013, en er nú aðeins fimmti stærsti flokkurinn, eða þriðji minnsti flokkurinn á þingi

Mest áberandi niðurstaða kosninganna er því sú, að flokkur SPD-sósíaldemókrata var næstum þurrkaður út. Hann er tómur flokkur núna og hefur hvergi stuðning nema í 101-hverfum borga sem eru að verða rafmangslausar eða geta ekki lengur borgað hið himinháa verð sem er á raforku í Þýskalandi. Landsbyggðin í efri héruðum Bæjaralands í kringum Alpana, hefur algerlega afskrifað SPD-sósíaldemókrata þannig að staða hans í stjórnarandstöðu er nú verri en engin. Þar er bara eitt sósíaldemókratískt dienbienpúff

Græningjar unnu mikið á, sérstaklega á 101-svæðum, þar sem sósíalstríðsmenn SPD hafa misst sig í sósíal-millimetralýðræði, en vanrækt praktíska hluti eins og húsnæðismál. En það verður einmitt í 101-hverfunum sem græningjar munu tortíma sér með sjálfsmorðssprengingum eins og þeirri sem flokksráðkorsett Vinstri grænna á Íslandi sprengdi nýrun úr flokknum með um síðustu helgi. Flokkslíkami Vinstri grænna er því á ný að fyllast af gömlu eitri í grænum umbúðum

Aðrir flokkar eins og AfD og Frjálsir kjósendur munu líklega mynda nýja stjórn með CSU í Bæjaralandi. Hver veit hvað kemur út úr því. Kannski munu þeir saman lýsa yfir nýju Sovétlýðveldi í Bæjaralandi eins og gerðist þegar Þýska heimsveldið hrundi í kjölfar Fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þannig átti kommúnistískt Bæjarland að verða óháð hinu nýlega stofnaða Weimar-lýðveldi Þýskalands, sem var fyrsta tilraun Þýskalands með lýðræði sem stjórnarfyrirkomulag. Þjóðhollar leifar þýska hersins tóku svo hið bæverska Sovétlýðveldi af lífi í maí 1919. Önnur tilraun Þýskalands með lýðræði sem stjórnarfyrirkomulag er nú í gangi. Og enn er langt því frá öruggt hver niðurstaða hennar verður. Þetta er jú meginland Evrópu; sjálf vagga, marxisma, kommúnisma, nasisma, fasisma og esbisma. Allt saman alræðisleg öfl sem ráðast að stjórnarskrám til að svipta borgarana frelsinu

Hér má sjá hlutfallsleg úrslit kosninganna í Bæjaralandi, sem fram fóru sunnudaginn 14. október 2018

Fyrri færsla

Vinstri grænir vilja fylgja Angelu Merkel inn í alræðið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband