Leita í fréttum mbl.is

Einangrunar-forseti Bandaríkjanna

WSJ Daily Shot - Mælaborð Credit Suisse fyrir Bandaríkin 5 september 2018

Mynd: WSJ Daily Shot í gær: Mælaborð Credit Suisse fyrir Bandaríkin lítur vel út um þessar mundir

****

Þeir sem kallast stundum bestu íslensku höfuð pólitískrar greiningar og sem oft segjast vera blaðamenn líka, en eru þó alveg sérstaklega háskólaðir nýmarxistar, já þeir hafa sagt að Donald J. Trump 45. forseti Bandaríkjanna sé einangrunarsinni sem er að einangra Bandaríkin frá heiminum sem þetta fólk lifir í og of oft á kostnað skattgreiðenda. Þetta mál skulum við kíkja aðeins á, launalaust:

1. Donald J. Trump er að endursemja um viðskipti milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Þau eru stærri en öll viðskipti í Evrópusambandinu og um er að ræða 500 milljón manna markaði. Samið er um þessi viðskipti upp á nýtt. Þessu lofaði Trump kjósendum. Slíkt er óhugsandi í Evrópusambandinu, því það tæki sambandið 20 ár og myndi kosta það lífið, samkvæmt nýjustu hótunum Carls Bildt um að ESB gæti hrunið ef Svíar kjósa rangt nú um helgina. Þar má ekkert útaf bera, því þá hrynur allt 

2. Donald J. Trump er að endurskilgreina viðskiptasamband Bandaríkjanna við Kína. Kína hefur stundað óheiðarlega viðskiptahætti miðað við alþjóðasamninga, sturtað grjóti á viðskiptagötur í formi viðskiptahindrana og stundað dulda gengisfölsun. Þetta sættir Donald J. Trump sig ekki við og bregst við með tollum. Þessu lofaði hann kjósendum

3. Donald J. Trump hefur sett Bandaríkin í viðbragðstöðu gagnvart Norður-Kóreu, sem er að reyna að þróa eldflaugatækni sem sent getur kjarnorkusprengjur beint á Bandaríkin. Trump hefur haldið fund með leiðtoga Norður-Kóreu til að reyna að tala hann á sitt band. Árangur þess fundar gæti verið að gufa upp eða ekki. Það er ekki hægt að vita enn. Bandaríski flotinn er því í viðbragðstöðu í Japan, á Guam og í Suður-Kóreu eru 30 þúsund bandarískir hermenn á vakt. Barack Obama skildi þetta vandamál eftir handa Trump og sagði honum að það yrði erfitt, vegna þess að það reyndist of erfitt fyrir hann sjálfan. Sambandi hefur nú verið komið á milli hins diplómatíska starfsliðs ríkjanna. Forsetinn þarf því ekki að standa í öllu sjálfur, eins og til dæmis Carter og hinn breski Wilson með reiknistokk

4. Á þessari stund eru 86 af 284 bardagaskipum bandaríska flotans á sjó um allan heim. Þau sjá meðal annars um að alþjóðaviðskipti geti farið fram með siglingum á heimshöfunum

5. Donald J. Trump hefur aukið og hert siglingafrelsisaðgerðir í Suður-Kínahafi. Hann hefur einnig rétt Taívan hjálpandi hönd og stutt við bakið á Ástralíu og Nýja Sjálandi í viðleitni þeirra við að halda aftur af Kína þar um slóðir eyjaþjóða eins og Tonga. Á sama tíma hefur forsetinn stutt byrjun fjórhliða samstarfs Indlands, Japans, Ástralíu og Bandaríkjanna. Víetnam og Bandaríkin eru enn fremur að samhæfa heri sína fyrir samvinnu í varnarmálum, því öll þessi ríki óttast Kína

6. Donald J. Trump stendur í samningum við Taliban um að enda einhvern vegin 17 ára stríð í Afganistan

7. Donald J. Trump er að endurskilgreina stefnu Bandaríkjanna gagnvart Íran og er á fullu stími með öðrum þjóðum í heimshlutanum við gerð slíkrar stefnu. Því lofaði hann kjósendum

8. Donald J. Trump á í nokkurri glímu við Tyrkland sem er að reyna að egna Rússlandi og Bandaríkjunum saman, sér sjálfu til framdráttar, því spenna hefur lengi ríkt í samskiptum Tyrklands og Rússland. Trump hefur ekki gengið í gildru Tyrklands og er nú að móta samband landanna til með tollum. Halda þarf Tyrklandi á mottunni, því það hefur því miður pólitíska framtíð helstu leiðtoga Evrópu nokkuð mikið í sínum vösum. Og sem kunnugt er hafa Bandaríkin skuldbundið sig til að verja nánast alla Evrópu, en þó ekki gegn sjálfri sér

9. Donald J. Trump er með bandarískt varnarlið í Póllandi og Rúmeníu til varnar löndum Austur-Evrópu . Sá herafli er þar samkvæmt sömu strategíu og viðhöfð var í Kalda stríðinu: að kaupa með því tíma til að geta sent hernaðarlegt ofurefli yfir hálfan hnöttinn frá Bandaríkjunum og lent því þar. Bandaríkin eru með 90 þúsund menn staðsetta í Evrópu núna. Um 70 þúsund hermenn og 20 þúsund borgaralega starfsmenn á vegum Bandaríska varnarmálaráðuneytisins

10. Donald J. Trump tók Bandaríkin út úr svo kölluðu Parísarsamkomulagi, því hann vissi að það var einskis virði og myndi virka einangrandi fyrir Bandaríkin. Þýskaland er að guggna á þessu samkomulagi líka og er á leið út. Og Kína hafði aldrei neinar áætlanir um að halda það

11. Donald J. Trump bað um og hélt fund með forseta Rússlands til að reyna að bæta samskipti ríkjanna. Því hafði hann lofað kjósendum. Ekki er enn vitað hvort það takist

12. Donald J. Trump berst í því að styrkja grundvöll NATO. Hann hvílir á því að um fullmannað og fjármagnað hernaðarbandalag sé að ræða, en ekki sjálftektar-hlaðboð annarra ríkja á kostnað Bandaríkjanna. Takist það ekki, verður NATO lagt niður, veikir hlekkir þess bræddir úr keðjunni og ný varnarkeðja viljugra þjóða smíðuð

Þetta voru 12-fréttir af einangrunar-forseta Bandaríkjanna, Donald J. Trump. Og nú snúum við okkur yfir til Séð-og-heyrt háskóla- og fræðimannaliðs íslenskra fjölmiðla, þar sem þeir njóta launa sinna í friði sem Bandaríkin halda, á meðan beðið er eftir læknisaðgerðum marxismans í Austur-Berlín Reykjavíkurborgar

Fyrri færsla

40 prósent evru-svæðis með lægra lánshæfnismat en Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Takk Gunnar, góð samantekt.

Haukur Árnason, 6.9.2018 kl. 10:51

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú gerir það ekki endasleppt frekar en fyrri daginn, Gunnar.

Ragnhildur Kolka, 6.9.2018 kl. 11:43

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur góðar kveðjur Haukur og Ragnhildur.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 6.9.2018 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband