Leita í fréttum mbl.is

Tuttugu og þrjú ár síðan að fyrsta internet-fyrirtækið var skráð á markað

Í dag eru 23 ár liðin frá því að fyrsta internet-fyrirtækið var skráð á markað sem almenningshlutafélag. Það var fyrirtækið Netscape Communications sem þá var 16 mánaða gamalt. Verð eins eignarhluta var 28 dalir. Hluturinn fékkst keyptur eða seldur í Nasdaq-hlutabréfaversluninni. Verðlagningargata Bandaríkjanna sér um verðskrár slíkra verslana og heitir hún Wall Street

Bandaríkin hafa umbylt heiminum einu sinni enn og eru nú í gangi með aðra umskipun. Hún gengur út á að sparka útidyrunum aftur í hurðagöt heimsins, sem hangir að mestu á herðum Bandaríkjanna. Bara Bandaríkin geta slíkt sovétstopp

Á meðan hefur Evrópusambandið svo gott sem dottið úr sambandi við heiminn. Sést táknmynd algerrar stöðnunar Evrópu best á beinagrindasafninu Deutsche Bank, sem er ári eldri en sjálft Þýskaland. Flest í Þýskalandi ætti með réttu og fyrir löngu að vera orðið gjaldþrota vegna nýjunga. En þær verða bara ekki til í elítuvæddum fyrirbærum á borð við ESB. Þar má ekkert nýtt gerast sem stuðlað getur að því að ritvélaiðnaður ESB-elíta svitni. Evrópusambandið er enn sem komið er frekar mjúk útgáfa af sovétríki. En það mun breytast því  sambandið getur aðeins valið um að forherðast enn frekar eða deyja

Fyrri færsla

Blað (möl)brotið í sögu kínverska hersins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ef ég man rétt eru líklega um 23 ár síðan að Netcape var skráð á markað, ætli það hafi ekki verið 1995 frekar en ´94. 

Ekki að það skipti svo miklu máli hvað varðar innihald pistilsins, en alltaf betra að hafa það sem sannara er (reynist).

G. Tómas Gunnarsson, 9.8.2018 kl. 13:11

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk Tómas!

Annars hugar innsláttarvilla hjá mér og nú leiðrétt. WSJ skrifar í dag að IPO-Netscape hafi einmitt verið á þessum degi 1995.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2018 kl. 13:22

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Var að hugsa um gamla Netscape-tíma. Fyrsti vafrinn sem ég notaði.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2018 kl. 13:29

4 identicon

Í september næstkomandi eru 22 á síðan ég kynnti fyrstu gagnagrunnstengdu vefverslun netsins. Hún var kynnt á sjávarútvegssýningunni 1996. Þetta var verslun með frosinn fisk.

Fyrirbærið var kallað IFFM eða Internet Frozen Fish Market, hræðilegt nafn. En það súmmerar dálítið planleysið sem ríkti gagnvart internetinu á þeim tíma. Það tókust á sjónarmið um hvort að allt aðgengi ætti að vera frítt eða ekki.

Eftir þessi 22 ár þá er ég pínu farinn að sjá eftir því að hafa staðið í þessu rugli þ.e. Að hjálpa til við smíðina á þessum veraldarvef.

Fyrir tíma netsins voru raddir bara raddir á þar til gerðum stöðum eða svæðum. Núna hafa allir rödd á netinu en þær drukkna allar í "umræðu" svartholi netsins. Á meðan mala Facebook og álíka vefir gull.

Það er ca. 22 ár síðan ég áttaði mig á því að það getur verið hættulegt að fá hugmynd. Það kann að hljóma skrítið, en nú raungerast galnar hugmyndir í krafti netsins. Arabíska vorið er besta dæmið, hryllingurinn sem kom frá þeirri hugmynd er enn að valda dauða fjölda fólks. Anon mótmælin í NY er annað, algjör steypa. Facebook er eftir á að hyggja vond hugmynd.

Þetta internet sem átti að vera svo mikil blessun hefur ekki skilað sínu. Maðurinn hefur augljóslega ekki nægilegann þroska til að umgangangst þetta tól með tilhlýðilegri virðingu. Þá er viðbúið að fyrirbærið breytist í skrímsli.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.8.2018 kl. 16:19

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega fyrir Sigþór.

Það er gaman og athyglisvert að heyra þig segja frá þessu. Þetta er nú dálítið merkilegt, finnst mér.

Já maður hugsar stundum sitt hvað varðar þá hlið sem þú imprar á hér. Persónulega get ég þó ekki kvartað, því ég er ekki á neinum félagsmiðlum og verð það sennilega ekki úr þessu. Þegar ég sá fyrstu algotitmana í verki á YouTube vefnum, þá vissi ég að heimska þeirra myndi ekki gagnast mér, þvert á móti. En með Messages hef ég hins vegar allt sem ég þarf á þessu sviði, þ.e.a.s fjölskyldunetið góða.

Ekki get ég heldur kvartað sem bloggari, því ekki hefur fjöldi lesenda minna minnkað. Finn enga breytingu eftir að Facebook og félagar urðu að dellu meðal fólks. Það góða við netið að þessu leyti er það að "stalín-tímabili" hefðbundinna fjölmiðla er lokið. Staðan á þeim markaði núna minnir meira á stöðuna á Íslandi eins og hún var áður en Reykjavík varð aðalstöð alls: landsmálablöðin voru þá tólf og bara smá hluti þeirra gerði úr frá Austur-Berlínarholu Reykjavíkur. Að þessu leyti kann ég vel við öngþveitið sem orðið hefur á fjölmiðlamarkaði. Það er gott í sjálfu sér, og ekki miðstýrt, því það er ekki hægt lengur. Þegar Facebook og co þurfa að fara að borga fyrir gögnin sem þau nota, þá er spil þeirra miðað við í dag búið.

Eitt sem er hægt að læra af þessu, held ég, er að það verður aldrei hægt að láta algortima sjá um samskipti fólks á milli og sérstaklega ekki um ritstjórn á neinu. Og hvað fjarverslun á netinu varðar, þá er rekstur þeirra enn kostnaðarsamari en rekstur hefðbundinna póstverslana var, þess vegna hætti ég í þeim bransa. Þeir sem þekkja til þeirrar hlið málsins, eins vel og þú gerir, vita að Amazon kemur niður eins hrynjandi fjall þegar sá sannleikur rennur loks upp fyrir fjárfestum. Netverslun er dýrari í rekstri en gamla póstverslunin. Þegar þær hætta að geta brennt fjárfestingarfé eins og ókeypis taði, þá munu neytendur skilja það líka.

En það sem sameinar okkur sem svo lengi höfum unnið með stafræna tækni, er heildstæð svartsýni okkar á þeirri tækni er eins og hún er í dag, þ.e. hversu léleg hún er. Þeir sem þekkja tæknina minnst, hafa mesta trú á henni. Að mínu mati er tölvun sem koncept komið upp að vegg sem ekki verður komist yfir með þeirri tækni sem tölvun byggir á í dag; þ.e. kerfum þar sem öll góð núll og allar góðar eittur eru óaðgreinanleg frá öllum eitruðum núllum og eittum. Þarna þarf algera byltingu til, og hún mun ekki byggja á því sem tölvun byggir á í dag. Þarna er allt nú þegar að verða óyfirstíganlega ónýtt, hugsa ég. 

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2018 kl. 17:44

6 identicon

Þakka þér Gunnar. Það getur engin keppt við Amazon í dag, enda hluturinn kominn í $1500.

Ég var líka með póstverslun í netinu frá 2006-2009, þekki það.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.8.2018 kl. 18:54

7 identicon

Útidyr í hurðagöt??  Hurðagöt eru göt í hurðinni, svo ég viti og hurð heitir hlerinn sem lokar dyrunum.  Dyr eru inn og útgangur út úr húsi eða herbergis.

Að setja útidyr í hurðagatið eða götin getur því reynst nokkuð snúið, ef ekki ómögulegt, eða hvað.

Jóhannes (IP-tala skráð) 9.8.2018 kl. 22:08

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þú segir nokkuð Jóhannes. Takk fyrir innlitið.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2018 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband