Leita í fréttum mbl.is

"Aðals-fjölmiðlar" Vesturlanda köfnuðu

"Blaðamannafundur" - ef svo má að orði komast

****

Fundur Trumps og Pútíns í Helsinki - og ríkisstjórnarinnar á Snæfellsnesi

Það eina sem vantaði -en kemur örugglega siðar- var að Trump hefði verið einn með Vladímír Pútín í fjóra tíma og að það hafi nægt til að doktor Pútín gerði á honum heilaskurðaðgerð, þar sem heila Trumps var skipt út með heilanum úr Pútín sjálfum, þannig að nú er Trump Pútín og Pútín er Trump. Svo geðveikisleg voru vinnubrögð þeirra sem kalla sig helstu fjölmiðla Vesturlanda, eftir fundinn

Á "blaðamanna"fundi eftir fund forsetanna gafst þeim tækifæri á að spyrja spurninga um það sem fundurinn snérist um; alþjóðamál. En nei, að engu var spurt nema innanríkismálum Demókrata (þ.e. heilabilun þeirra sjálfra vegna tapaðra kosninga). Og þar sem rússneskir fréttamenn búa ekki við fjölmiðlafrelsi, þá voru spurningar þeirra eftir því

Pútín viðurkenndi að Donald Trump stæði fast á því að innlimun Krím væri ólögleg. Forsetarnir voru sammála um að vera ósammála um það mál. Sama gildir um Úkraínu, þar krefst Trump að Rússland gíri sín mál niður

Trump fór fram á aðstoð Rússlands við að halda Íran á mottunni og þar með að minnka hættuna á átökum á milli útlendingaherdeila Írans, og annars vegar Ísraels. Hann fór einnig fram á að Rússland stuðlaði að kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Hreint voðalegt

Trump sagði Pútín að Bandaríkin hygðust veikja orkutök Rússlands á Evrópu, sem eru slæmar fréttir fyrir geopólitískar hugleiðingar Þýskalands

"I have great confidence in my intelligence people, but I will tell you that President Putin was extremely strong and powerful in his denial today"

- sagði Trump orðrétt og réðst því ekki á njósnastofnanir Bandaríkjanna eins og svo kallaðir fjölmiðlar Vesturlanda segja:

"Ég ber mikið traust til fólksins í njósnastofnunum mínum, en ég verð að segja ykkur að Pútín forseti afneitaði [afskiptum af kosningunum] hið kröftugasta og ítarlega"

Og þar sem fundurinn snérist um að reyna að skapa byrjun á trausti leiðtoganna á milli, þá sagði Trump að sjálfsögðu að hann bæri traust til rússneska forsetans. En það gerir hann að sjálfsögðu ekki enn, enda sagði Pútín það sjálfur, að auðvitað treystu löndin ekki hvort öðru

Ef þetta hefði verið Obama þarna í Helsinki, þá hefðu nóbelsverðlaunum rignt niður strax í gær. Það liggur við að hér sé um kynþáttahatur fjölmiðla á hvítu fólki að ræða. En þetta er ekki í fyrsta skiptið í sögunni sem sjálfsfyrirlitning kemur svona fram. Þannig að næsta skref fjölmiðlafólks Vesturlanda verður sennilega það, að taka sig sjálft af lífi í beinni útsendingu, til að mótmæla sinni eigin sjálfsköpuðu glötun. En hér var sem sagt enn eitt kosningaloforð Trumps efnt: að reyna að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands

Ríkisstjórnin og byggðamál

Af ríkisstjórnarfundi á Vesturlandi hafði DDRÚV lítið að segja í kvöldfréttum nema 101. Lítið var fjallað um hvað fundurinn snérist í raun um. Hann snérist um málefni íslenskra byggða og að þessu sinni um stór mál eins og samgöngumál á Vesturlandi. Öll sveitarfélög Vesturlands voru með menn á staðnum og ríkisstjórnin kynnti fyrir þeim það sem hún er með á prjónunum í byggðamálum. DDRÚV eyddi meira tíma í að sýna gamalt rusl sem í 200 ár hefur rekið hér á land og mun alltaf gera. Því var slegið upp sem eins konar nýsovésku heilaþvottadufti í Karl Marx-pökkum, merktum DDRÚV, og passar það einnig vel við hve hvíti maðurinn er vondur

En sennilega voru sovéskir fjölmiðlar ekki eins góðir áróðursmeistarar og DDRÚV, því Sovétríkin hrundu og voru bönnuð með lögum, en ekki DDRÚV. Í gamla sovét hlustaði enginn nema sannur kommi á svona heilaþvottastöð. Það var gott hjá Bjarna Benediktssyni að afneita meiri húsnæðissósíalisma, og kjósa frekar sterkt atvinnulíf sem elur af sér tekjur til fólks sem drepur sósíalisma með glans og byggir hús (en ekki "upp"). Við viljum hann ekki á Íslandi, því hann er rusl. Best er að halda honum föstum við sérsveitarfélagið Reykjavík-upp, því þar er jarðvegurinn svo frjór að ruslið vex þar sjálft-upp, en rekur ekki á fjörur, nema sem brúnn lífrænn úrgangur, heldur er það ruslið sem rekur fólkið burt úr borginni - burt úr sósíalismanum - og út á Ísland

Fyrri færsla

Trump hækkaði skyndilega þröskuldinn í fundarlok


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekkert skrítið þótt Trump telji orð Pútíns um ásakanir Sérstaks (Mueller) vega kröftuglega. Mueller hefur ekki fært fram neinar sannanir fyrir ákærunni á hendur þessum 12 “njósnurum”. Það þarf hann ekki að gera fyrr en málið er dómtekið og það mun aldrei gerast nema hinir ákærðu komi fyrir dóminn, sem þeir að sjálfsögðu munu aldrei gera. Þetta veit Mueller og hann veit líka að málið heyrir ekki undir hans starfssvið. Þess vegna hefur það nú verið sent til gagnnjósna deildarinnar, National Security Agency, þar sem það verður stimplað, sett í möppu og geymt í óendanlegir hillusamstæðu ásamt trilljón um mála af sömu gerðar.

Hvergi í ákærunni kemur fram að hinir ákærðu hafi átt í samvinnu við samstarfsmenn Trumps, en leit að slíkum tengslum var tilgangur skipunar Sérstaks. Birting ákærunnar á hendur þessum 12 þremur dögum fyrir fund Trumps og Pútíns er því bullandi pólitísk.

Ragnhildur Kolka, 17.7.2018 kl. 10:28

2 Smámynd: Haukur Árnason

Veit einhver úr hvaða bíómynd síðustu sekúnturnar voru, í fréttum RUV af fundinum hjá þeim Trump og Putín, þar sem einhver, karl og kona hlupu, ekki í sólarlagið, heldur í myrkur eða þoku.? Enda var fréttakonan dálítið undurfurðuleg þegar hún kom aftur í ljós.

Haukur Árnason, 17.7.2018 kl. 11:05

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir.

Já mikið rétt Ragnhildur og takk fyrir þetta.

Þetta veit ég ekki Haukur.

Smá: Það hlýtur að teljast töluvert merkilegt núna, að þeir sem öskruðu hve hæst um (ó)nákvæmni upplýsingastofnana Bandaríkjanna varðandi Írak, skuli í dag hoppa af bræði þegar upplýsingum þeirra er kyngt með bara örlitlum fyrirvara. Sérstaklega þegar allir vita að tölvun er að komast í þrot sem koncept, og að örstutt er síðan að klambra þurfti á hraðadrepandi bótum á því sem næst öll stýrikerfi í heiminum, vegna fæðingargalla í öllum útbreiddum örgjörvum sem framleiddir hafa verið á plánetunni frá og með 1982.

Saga falskra frétta og íhlutunar ríkja í kosningar annarra ríkja á báða bóga er eldgömul saga. Þar er ekkert nýtt. Þetta hefur alltaf tíðkast. En enginn stýrir þó fólki inni í kjörklefanum, eins og sést á könnunum sem oftar og oftar hafa rangt fyrir sér.

Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í dag að það sé nú reiðubúið að hrinda í framkvæmd þeim öryggissamkomulögum sem forsetarnir gerðu á fundinum. Um er að ræða: Sýrland og vopnamál í Úkraínu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.7.2018 kl. 23:32

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar góð og fróðleg grein og skemmtilega skrifuð að venju.

Valdimar Samúelsson, 18.7.2018 kl. 11:35

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Aðal-atriðið var að þær ræddu saman og tókust í hendur 

sem að styrkir heimsfriðinn og dregur úr kjarnorkukapphlaupi.

Það er svo auka-atriði og eðlilegt að menn séu ekki sammála um alla hluti og að menn komi sér saman um að vera ósammála um ýmis málefeni eins  og gengur og gerist á meðal allra þjóða.

Jón Þórhallsson, 18.7.2018 kl. 12:18

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

"kynþáttahatur fjölmiðla á hvítu fólki að ræða"

eða "ljóshærðu og bláeygðu" fólki.  Það er þetta sem Trump og Pútin eiga sameiginlegt.

Ef þú skildir hafa misst af því.

Örn Einar Hansen, 18.7.2018 kl. 15:58

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það virðist sem að Trump nái sér aðeins á strik þegar hann er fýlgd með fullorðnum.Þess vegna hljómaði hann næstum gáfulega þegar hann var á fréttamannafundinum með Putin.

Gallinn við Trump er hinsvegar að hann er heigull. Hann var ekki fyrr lentur í Bandaríkjunum,ef hann var þá lentur, þegar hann byrjaði að draga í land með það sem hann hafði sagt á fréttamannafundinum. Hann bognaði strax undan pressunni frá stríðshaukunum og vopnaframleiðsluliðinu þegar hann hafði ekki lengur styrka hönd Putins til að styðja sig. Ég hef sjaldan séð eins aumkunarvert yfirklór og þegar Trump var að reyna að telja fólki trú um að honum hafi orðið á mismæli á fundinum. Hann var eins og barinn rakki.

Þetta er sambland af vesaldómi Trumps og langvarandi venju Bandarískra stjórnvalda að standa aldrei við það sem þeir segja eða semja um.

Þetta er ekkert nýtt. Við sáum þetta ítrekað með Kerry utanríkisráðherra. Kann var sjaldnast kominn alla leið heim ,þegar hann byrjaði að svíkja samkomulög sem hann hafði gert við Lavrov.

Hluti af vandamálinu er að Bandaríkin eru svo maðksmogin af spillingu að það er naumast hægt að telja þau til lýðræðisríkaja. Stjórnmálamenn gera samkomulag,en þeir eru ekki fyrr komnir út af samningafundinum en þeir eru lentir í höndunum á mafíu sem skipar þeim að hundsa samkomulagið. Bandaríkjunumm er alls ekki stjórnað af kjörnum fulltrúum heldur stórum hagsmunaaðilum, og stjórnmálamennirnir er algerlega á framfæri þessarra aðila og eiga allt sitt undir þeim.

Bandaríkin eru ekki lýðræðisríki og hver er forseti breytir þar engu um. 

Það sem má þó segja Trump til hróss ,er að hann virðist gera sér grein fyrir þessu og hefur jafnvel smá vilja til að breyta þessu. En Trump er heigull að eðlisfari og hann kemur ekki til með að breyta neinu. Hann gerir bara eins og honum er sagt.

Borgþór Jónsson, 19.7.2018 kl. 12:24

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hræddur!Ónei ekki vegna sjálfssín,en rétt eins og hér á landi þarf að verja það sem skilað hefur miklu í þjóðarbúið,það eru spúandi eldtungur andstæðinga um allt.

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2018 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband