Föstudagur, 6. júlí 2018
Þýski bardaginn heldur áfram: Seehofer aðvarar Merkel og ESB
Þýskaland, Bretland og NATO
Allt sem Horst Seehofer og Angela Merkel ákváðu í vikunni hefur nú verið útvatnað svo mikið í þýsku ríkisstjórninni að um burtflogna fiskiflugu er nú að ræða. AfD nuddar saman lófunum af eftirvæntingu. Þeirra tími nálgast, því tími hinna virðist liðinn
Og ekki nóg með það, þá hefur Horst Seehofer nú ritað bréf til framkvæmdastjórnar ESB þar sem hann segir að það sé frumskylda þeirra sem fara með völd, að vernda líf og limi borgaranna. Ef að Bretland fer úr ESB án samkomulags (hart Brexit) þá þýðir það að þjóðarleiðtogi Þýskalands, Angela Merkel, hefur brugðist borgurum landsins. Þannig brottför Bretlands ógnar öryggi þýskra borgara og grefur undan þjóðaröryggi Þýskalands. Hvorki meira né minna
Seehofer virðist vera eini maðurinn í Þýskalandi sem hugsar. Allir hinir halda að það gangi bara gott og blessað vel, þegar stærsti markaður fyrir þýska bíla vinkar þeim bless frá Bretlandi
Seehofer segist ekki spila níu manna morris, heldur skák. Merekl er því að verða mát. Stríðið í Þýskalandi heldur áfram og Donald J. Trump bíður svo Merkels á NATO fundi í Brussel eftir fimm daga. Í Bretlandi ræðir mesta herveldi Evrópu, og stærsti lifandi markaður þess, Brexit. Sá fundur hefst á Chequers sveitasetri breska forsætisráðherrans í dag
Kína
Kínversk yfirvöld í að minnsta kosti einni stórri borg landsins eru hætt að geta greitt opinberum starfsmönnum laun. Og berja þurfti niður mótmæli fyrrverandi hermanna kínverska hersins sem urðu er öryggisverðir réðust að þeim, fyrir það eitt að biðja um betri lífeyrir. Einræðisherra landsins, Xi, varð um daginn grípa til þess neyðarúrræðis að kalla alla þá sem koma nálægt utanríkismálum á teppið sitt, þar sem barið var inn í höfuð þeirra, einu sinni enn, að þeir yrðu að fylgja línu kommúnistaflokksins, þ.e. hans sjálfs. Aðeins sá sem á í vandræðum með að halda völdum, þarf að gera slíkt
Þegar Kína fellur saman eins og Sovétríkin og Japan, þá giska ég á að það komi undan komma-jöklinum sem verandi aðeins 1/3 af því sem það mælist erlendis og segist sjálft vera núna. Þá mun koma í ljós að stærð kínverska hagkerfisins er á pari við Japan, eða 1/6 af stærð bandaríska hagkerfisins. Sovét átti að vera 16 prósent af heimsframleiðslunni, en kom undan komma-jöklinum sem 6 prósent stærð árið 1989. Japan átti að vera 17 prósent stærð árið 1989, en kom sem 6 prósent stærð út úr hruni þess 1993. Það er aðeins sex prósent af heimshagkerfinu í dag. Styttist nú óðum í að væntingaverksmiðja kínverska kommúnistaflokksins komi þjótandi sem búmerang í höfuð flokksins, er almenningur gerir sér æ ljósara hve lítið bjó að baki því sem flokkurinn hefur haldið að honum, um staðreyndir lífsins í Kína
Ísland
Coca Cola á Íslandi virðist samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag vera í svo djúpum starfs- og fjárhagserfiðleikum að það getur ekki lengur notað hreint íslensk vatn til framleiðslu á svaladrykk. Að geta ekki lengur boðið dyggum viðskiptavinum upp á lágmarksvörugæði með sóma, er til marks um fallandi stöðu fyrirtækisins. Það er ekki eins og að Coca Cola á Íslandi sé í verri stöðu en þegar Aage Schiöth var að framleiða íslenska svaladrykki í apótekinu á Siglufirði. Ég hélt satt að segja að svona alþjóðlegur vesalingsdómur, eins og ríkir hjá Coca Cola á Íslandi í dag, væri ekki lengur til. En mér skjátlast greinilega
Bjarni Benediksson formaður Sjálfstæðisflokksins er kannski við það að hefja lokaatrennuna gegn flokknum með því að framkvæma endanlegt pólitískt harakiri á Sjálfstæðisflokknum. En svo gæti farið ef lappirnar bregðast honum aftur, með þeim afleiðingum að vélknúin farartæki verða skattlögð út úr íslenska draumnum, sem þá breytist í enn verri ESB-martröð en orðið er. Enn svartari en þá martröð sem EES-samningurinn er að kalla yfir Ísland. Uggandi Sjálfstæðimenn eru að komast í svo slæmt skap vegna þessa máls, að þeir mega varla mæla. Miðflokkurinn bíður eftir enn einni léttu bráðinni, fljótandi í innfluttu vatni
Danmörk
Danske Bank er nú ásakaður um að vera stærsta peningaþvottastöð veraldar, því hann er sagður hafa hvítþvegið sjö milljarða evra fyrir rússneska aðila, sem meðal annars tengjast forseta Rússlands, Vladímír Pútín. Danska fjármálaeftirlitið er ásakað um vítavert gáleysi og vanrækslu. Sagt er að meðal annars sé um blóðpeninga að ræða, fyrir morð á pólitískum andstæðingi Pútíns. Berlingske hefur meðal annarra grafið atriði um þetta mál upp: Frétt EU-Observer í gær
Fyrri færsla
Ungir hvítir bandarískir karlmenn flytja sig til Donalds Trump
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 151
- Sl. viku: 352
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 228
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þetta er nú það sem maður kallar yfirferð um Landið og miðin.
Þýskan mín er svo léleg að ég nenni ekki að eyða tíma í að brjótast í gegnum þýsku blöðin. En svo er svo miklu skemmtilegra að fá þína útgáfu af atburðunum.
Kærar þakkir.
Ragnhildur Kolka, 6.7.2018 kl. 11:16
Þakka þér góðar kveðjur Ragnhildur.
Það borgar sig ekki lengur að lesa dagblöð, horfa á fréttir né hlusta á útvarp. Það er of seint, rangt, brenglað, falskt og kórrétt.
Þessa stöðu kann ég reyndar orðið vel við, eins og Victor Davis Hanson. Ég gerði mér þó ekki grein fyrir því, fyrr en hann sagði það. Svona er að vera seinn til.
Og þýsku blöðin heldur enginn út að lesa. Þau eru miklu verra en ekki neitt.
En ég borga fyrir og les Moggann. Davíð okkar sér fyrir því. Og svo WSJ þegar ég held það út og finnst ég neyðast til að nota það sem ég borga þar fyrir.
En það hefur samt fækkað verulega í safninu frá því í nóvember 2016. Sumu hef ég alfarið sagt upp. En skrif Victors les ég alltaf. Restin er mest bloggar og geopólitískar sérsveitir. Ég les til dæmis aldrei heimasíðu Sjálfstæðisflokksins því þar er ekkert, nema sjálfsmörk forystunnar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2018 kl. 17:43
Segi sama og Ragnhildur Kolka það er skemmtilegt að lesa pistla þína. Ef ég má Ragnhildur ert þú komin af Kolka lækni sem var á Blönduósi.?
Valdimar Samúelsson, 6.7.2018 kl. 20:19
Jú, bíðið við, rétt í þessu birtist heilaþvottakonan Ímatína Úrmat í hagfræði á skjá DDRÚV-kvalarinnar, og sagði þjóðinni að það væri enginn sigurvegari í kjarabaráttu. En það er það sem viðskiptastríð á milli landa gengur út á.
Hún hefur lesið þetta í Maxím Gorkí brandarabókasafni Háskóla Íslands, sem er sérsvitafélag hinna kjarklausu. sem taka ekki áhættu, heldur láta aðra um það.
Maður klórar sér í hnakkanum og spáir í hversu langt þessi stofnun á eftir ólifað, svona eins heimskt og fólk þar innanborðs orðið er. En verst er þó að geta ekki neitað að borga yfir þetta rusl. Hlakka til þegar DDRÚV lokar.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2018 kl. 20:50
Gunnar, Þetta verður meir og meira spennandi með hverjum degi. Sé ekki enn hvernig Kínamenn ætla að hefna sín a Ameríkönum.
Valdimar Samúelsson, 6.7.2018 kl. 21:08
Jú Valdimar. Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur nú gefið út tilskipun til allra fjölmiðla í landinu þess efnis að þeim er hér með bannað að nefna strategíu flokksins "Made in China 2025" á nafn. Það hefur þeim hér með verið bannað. Svo hraður og harður er skjálftinn í Kína.
Heilaþvottakonan Ímatína Úrmat í hagfræði á skjá DDRÚV-kvalarinnar ætti strax að láta öll íslensk stéttafélög vita af uppgötun sinni, og segja þeim að í kjarabaráttu séu "engir sigurvegarar, einungis taparar". Og þar með talið er náttúrlega hennar eigið stórstéttafélag með ranann ofan í vösum skattgreiðenda.
Viðskiptahallalöndin vinna venjulega viðskiptastríð, en viðskiptahagnaðarlöndin tapa þeim.
Kína er loft. Annars myndi 7. floti Bandaríkjanna ekki sigla eins og honum sýnist í gegnum sandblástur kommúnistaflokksins. Kína er með öðrum orðum uppblásin bóla sem kommúnistaflokkurinn hefur blásið svo hátt upp að hann getur engan veginn haft stjórn á brostnum væntingum kínversks almennings. En það er viðfangsefni flokksins númer eitt á skrifandi stund. Flokkurinn er komið í innvortis viðskiptastríð við fólkið í landinu. Hann seldi því ónýta vöru; sig
Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2018 kl. 21:34
Vel athugað
Örn Einar Hansen, 6.7.2018 kl. 23:05
Frabaer samantekt.
Fylgist reglulega med thinum pistlum.
Takk fyrir.
N.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 7.7.2018 kl. 06:31
M.b.kv. ad sjalfsogdu. :)
Sigurður Kristján Hjaltested, 7.7.2018 kl. 06:32
Valdimar Samúelsson, já reyndar, Páll Kolka var afi minn en faðir minn var Guðmundur Kolka.
Ragnhildur Kolka, 7.7.2018 kl. 09:41
Þakka þér Gunnar fyrir ábendinguna. Ég hef oft lesið VDH á NR en undanfarið hef ég verið að fylgjast þar með umfjöllun Andrew McCarthy um vinnubrögð FBI. Margir góðir pennar þar.
Ragnhildur Kolka, 7.7.2018 kl. 09:54
Þakka Ragnhildur og Gunnar afsaka málefna skiptin. Páll Kolka var átrúnaðar Goð A-Húnvetninga en var í Sveit á Stóru Gilja og fleiri bæjum.
Valdimar Samúelsson, 7.7.2018 kl. 11:04
Þakka þér góða kveðju Sigurður.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 7.7.2018 kl. 15:35
Takk fyrir innlitið Bjarne.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 7.7.2018 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.