Leita í fréttum mbl.is

Þýski bardaginn heldur áfram: Seehofer aðvarar Merkel og ESB

Þýskaland, Bretland og NATO

Allt sem Horst Seehofer og Angela Merkel ákváðu í vikunni hefur nú verið útvatnað svo mikið í þýsku ríkisstjórninni að um burtflogna fiskiflugu er nú að ræða. AfD nuddar saman lófunum af eftirvæntingu. Þeirra tími nálgast, því tími hinna virðist liðinn

Og ekki nóg með það, þá hefur Horst Seehofer nú ritað bréf til framkvæmdastjórnar ESB þar sem hann segir að það sé frumskylda þeirra sem fara með völd, að vernda líf og limi borgaranna. Ef að Bretland fer úr ESB án samkomulags (hart Brexit) þá þýðir það að þjóðarleiðtogi Þýskalands, Angela Merkel, hefur brugðist borgurum landsins. Þannig brottför Bretlands ógnar öryggi þýskra borgara og grefur undan þjóðaröryggi Þýskalands. Hvorki meira né minna

Seehofer virðist vera eini maðurinn í Þýskalandi sem hugsar. Allir hinir halda að það gangi bara gott og blessað vel, þegar stærsti markaður fyrir þýska bíla vinkar þeim bless frá Bretlandi

Seehofer segist ekki spila níu manna morris, heldur skák. Merekl er því að verða mát. Stríðið í Þýskalandi heldur áfram og Donald J. Trump bíður svo Merkels á NATO fundi í Brussel eftir fimm daga. Í Bretlandi ræðir mesta herveldi Evrópu, og stærsti lifandi markaður þess, Brexit. Sá fundur hefst á Chequers sveitasetri breska forsætisráðherrans í dag

Kína

Kínversk yfirvöld í að minnsta kosti einni stórri borg landsins eru hætt að geta greitt opinberum starfsmönnum laun. Og berja þurfti niður mótmæli fyrrverandi hermanna kínverska hersins sem urðu er öryggisverðir réðust að þeim, fyrir það eitt að biðja um betri lífeyrir. Einræðisherra landsins, Xi, varð um daginn grípa til þess neyðarúrræðis að kalla alla þá sem koma nálægt utanríkismálum á teppið sitt, þar sem barið var inn í höfuð þeirra, einu sinni enn, að þeir yrðu að fylgja línu kommúnistaflokksins, þ.e. hans sjálfs. Aðeins sá sem á í vandræðum með að halda völdum, þarf að gera slíkt

Þegar Kína fellur saman eins og Sovétríkin og Japan, þá giska ég á að það komi undan komma-jöklinum sem verandi aðeins 1/3 af því sem það mælist erlendis og segist sjálft vera núna. Þá mun koma í ljós að stærð kínverska hagkerfisins er á pari við Japan, eða 1/6 af stærð bandaríska hagkerfisins. Sovét átti að vera 16 prósent af heimsframleiðslunni, en kom undan komma-jöklinum sem 6 prósent stærð árið 1989. Japan átti að vera 17 prósent stærð árið 1989, en kom sem 6 prósent stærð út úr hruni þess 1993. Það er aðeins sex prósent af heimshagkerfinu í dag. Styttist nú óðum í að væntingaverksmiðja kínverska kommúnistaflokksins komi þjótandi sem búmerang í höfuð flokksins, er almenningur gerir sér æ ljósara hve lítið bjó að baki því sem flokkurinn hefur haldið að honum, um staðreyndir lífsins í Kína

Ísland

Coca Cola á Íslandi virðist samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag vera í svo djúpum starfs- og fjárhagserfiðleikum að það getur ekki lengur notað hreint íslensk vatn til framleiðslu á svaladrykk. Að geta ekki lengur boðið dyggum viðskiptavinum upp á lágmarksvörugæði með sóma, er til marks um fallandi stöðu fyrirtækisins. Það er ekki eins og að Coca Cola á Íslandi sé í verri stöðu en þegar Aage Schiöth var að framleiða íslenska svaladrykki í apótekinu á Siglufirði. Ég hélt satt að segja að svona alþjóðlegur vesalingsdómur, eins og ríkir hjá Coca Cola á Íslandi í dag, væri ekki lengur til. En mér skjátlast greinilega

Bjarni Benediksson formaður Sjálfstæðisflokksins er kannski við það að hefja lokaatrennuna gegn flokknum með því að framkvæma endanlegt pólitískt harakiri á Sjálfstæðisflokknum. En svo gæti farið ef lappirnar bregðast honum aftur, með þeim afleiðingum að vélknúin farartæki verða skattlögð út úr íslenska draumnum, sem þá breytist í enn verri ESB-martröð en orðið er. Enn svartari en þá martröð sem EES-samningurinn er að kalla yfir Ísland. Uggandi Sjálfstæðimenn eru að komast í svo slæmt skap vegna þessa máls, að þeir mega varla mæla. Miðflokkurinn bíður eftir enn einni léttu bráðinni, fljótandi í innfluttu vatni

Danmörk

Danske Bank er nú ásakaður um að vera stærsta peningaþvottastöð veraldar, því hann er sagður hafa hvítþvegið sjö milljarða evra fyrir rússneska aðila, sem meðal annars tengjast forseta Rússlands, Vladímír Pútín. Danska fjármálaeftirlitið er ásakað um vítavert gáleysi og vanrækslu. Sagt er að meðal annars sé um blóðpeninga að ræða, fyrir morð á pólitískum andstæðingi Pútíns. Berlingske hefur meðal annarra grafið atriði um þetta mál upp: Frétt EU-Observer í gær

Fyrri færsla

Ungir hvítir bandarískir karlmenn flytja sig til Donalds Trump


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er nú það sem maður kallar yfirferð um Landið og miðin.

Þýskan mín er svo léleg að ég nenni ekki að eyða tíma í að brjótast í gegnum þýsku blöðin. En svo er svo miklu skemmtilegra að fá þína útgáfu af atburðunum.

Kærar þakkir.

Ragnhildur Kolka, 6.7.2018 kl. 11:16

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér góðar kveðjur Ragnhildur.

Það borgar sig ekki lengur að lesa dagblöð, horfa á fréttir né hlusta á útvarp. Það er of seint, rangt, brenglað, falskt og kórrétt.

Þessa stöðu kann ég reyndar orðið vel við, eins og Victor Davis Hanson. Ég gerði mér þó ekki grein fyrir því, fyrr en hann sagði það. Svona er að vera seinn til.

Og þýsku blöðin heldur enginn út að lesa. Þau eru miklu verra en ekki neitt.

En ég borga fyrir og les Moggann. Davíð okkar sér fyrir því. Og svo WSJ þegar ég held það út og finnst ég neyðast til að nota það sem ég borga þar fyrir.

En það hefur samt fækkað verulega í safninu frá því í nóvember 2016. Sumu hef ég alfarið sagt upp. En skrif Victors les ég alltaf. Restin er mest bloggar og geopólitískar sérsveitir. Ég les til dæmis aldrei heimasíðu Sjálfstæðisflokksins því þar er ekkert, nema sjálfsmörk forystunnar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2018 kl. 17:43

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Segi sama og Ragnhildur Kolka það er skemmtilegt að lesa pistla þína. Ef ég má Ragnhildur ert þú komin af Kolka lækni sem var á Blönduósi.?

Valdimar Samúelsson, 6.7.2018 kl. 20:19

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jú, bíðið við, rétt í þessu birtist heilaþvottakonan Ímatína Úrmat í hagfræði á skjá DDRÚV-kvalarinnar, og sagði þjóðinni að það væri enginn sigurvegari í kjarabaráttu. En það er það sem viðskiptastríð á milli landa gengur út á.

Hún hefur lesið þetta í Maxím Gorkí brandarabókasafni Háskóla Íslands, sem er sérsvitafélag hinna kjarklausu. sem taka ekki áhættu, heldur láta aðra um það.

Maður klórar sér í hnakkanum og spáir í hversu langt þessi stofnun á eftir ólifað, svona eins heimskt og fólk þar innanborðs orðið er. En verst er þó að geta ekki neitað að borga yfir þetta rusl. Hlakka til þegar DDRÚV lokar.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2018 kl. 20:50

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar, Þetta verður meir og meira spennandi með hverjum degi. Sé ekki enn hvernig Kínamenn ætla að hefna sín a Ameríkönum. 

Valdimar Samúelsson, 6.7.2018 kl. 21:08

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jú Valdimar. Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur nú gefið út tilskipun til allra fjölmiðla í landinu þess efnis að þeim er hér með bannað að nefna strategíu flokksins "Made in China 2025" á nafn. Það hefur þeim hér með verið bannað. Svo hraður og harður er skjálftinn í Kína.

Heilaþvottakonan Ímatína Úrmat í hagfræði á skjá DDRÚV-kvalarinnar ætti strax að láta öll íslensk stéttafélög vita af uppgötun sinni, og segja þeim að í kjarabaráttu séu "engir sigurvegarar, einungis taparar". Og þar með talið er náttúrlega hennar eigið stórstéttafélag með ranann ofan í vösum skattgreiðenda.

Viðskiptahallalöndin vinna venjulega viðskiptastríð, en viðskiptahagnaðarlöndin tapa þeim.

Kína er loft. Annars myndi 7. floti Bandaríkjanna ekki sigla eins og honum sýnist í gegnum sandblástur kommúnistaflokksins. Kína er með öðrum orðum uppblásin bóla sem kommúnistaflokkurinn hefur blásið svo hátt upp að hann getur engan veginn haft stjórn á brostnum væntingum kínversks almennings. En það er viðfangsefni flokksins númer eitt á skrifandi stund. Flokkurinn er komið í innvortis viðskiptastríð við fólkið í landinu. Hann seldi því ónýta vöru; sig

Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2018 kl. 21:34

7 Smámynd: Örn Einar Hansen

Vel athugað

Örn Einar Hansen, 6.7.2018 kl. 23:05

8 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frabaer samantekt.

Fylgist reglulega med thinum pistlum.

Takk fyrir.

N.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.7.2018 kl. 06:31

9 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

M.b.kv. ad sjalfsogdu. :)

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.7.2018 kl. 06:32

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Valdimar Samúelsson, já reyndar, Páll Kolka var afi minn en faðir minn var Guðmundur Kolka.

Ragnhildur Kolka, 7.7.2018 kl. 09:41

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér Gunnar fyrir ábendinguna. Ég hef oft lesið VDH á NR en undanfarið hef ég verið að fylgjast þar með umfjöllun Andrew McCarthy um vinnubrögð FBI. Margir góðir pennar þar.

Ragnhildur Kolka, 7.7.2018 kl. 09:54

12 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Ragnhildur og Gunnar afsaka málefna skiptin. Páll Kolka var átrúnaðar Goð A-Húnvetninga en var í Sveit á Stóru Gilja og fleiri bæjum. 

Valdimar Samúelsson, 7.7.2018 kl. 11:04

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér góða kveðju Sigurður.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.7.2018 kl. 15:35

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innlitið Bjarne.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.7.2018 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband