Leita í fréttum mbl.is

Þýskaland snýst gegn Angelu Merkel

Þessa dagana er pólitískt slagsmál í gangi í Þýskalandi um útlendingamálin. Og flokksbandalagsflokkarnir CDU og CSU sem heyja þá baráttu, vita að bara það eitt að vera í þessu bandalagi frá og með síðustu kosningum, er slæmt fyrir þá báða. Best er því að undirbúa sig með því að gefa ekki eftir, því annars farast báðir, saman. Best er að fá sparkið. Og ekki getur Merkel sparkað sjálfri sér, nema þá allri ríkisstjórninni í einu

Þýska pressan hefur snúist gegn Angelu Merkel, því útlendingamálin eru orðin mikilvægasta pólitíska mál í landinu, og Evrópusambandinu öllu. Pressan veit að Angela Merkel laug að þjóðinni þegar hún kom heim af næturfundum með kollegum sínum í ESB í síðustu viku. Hún sagði þjóðinni að hún væri komin heim með ESB-samkomulag um útlendingamál. Það reyndist ekki rétt. Um ekkert samkomulag var að ræða á þessum fundi. Ríkisstjórnir annarra ESB-landa hafa nú neyðst til að leiðrétta þýska kanslarann til að reyna að komast hjá því að láta hana draga sig niður á botn hins móralska hafs, sem hún liggur á. Tilgangur hennar var að bjarga sjálfri sér á kostnað annarra ríkja

Falli núverandi leiðtogi CSU, Horst Seehofer, sem er innanríkisráðherrann í ríkisstjórn Merkels, þá bíður fyrsti og næsti CSU-maður Bæjaralands, Markus Söder, og afstaða hans til útlendingamálanna er enn harðari en sú sem Seehofer reynir að koma til framkvæmda núna. Að tapa fyrir AfD í október í Bæjaralandi, er ekki ætlun Söders

Merkel þorir hvorki að vera, né fara, og hún reynir að færa SPD eitt lítið ostastykki á dag, svo hún geti haldið áfram að sarga af sér hausinn í litlu músagildrunni sem hún hefur byggt, því ekkert annað byggði hún, síðastliðin 13 ár

Minnihlutastjórn CDU með SPD kemur til greina. En hún mun tosa CDU til vinstri (eins og er að gerast með xD, sem með Bjarna Ben blaðrar nú um jöklabráðnun og þyngri umhverfishlekki á fætur hins vinnandi manns) og það þýðir endalok CDU. Merkel er enn nógu vitlaus til að reyna slíkt, eins og Bjarni Ben. Á Íslandi er hægri umferð Bjarni, annars tekur umferðin þig sjálfkrafa niður

Evrópubruninn hitnar með hverjum deginum sem líður. Hann verður ekki slökktur í bráð, því eldsneyti útlendingamálanna er óendanlegt. Fólkið kraumar af bræði

Fyrri færsla

Hvernig ætlar Þýskalands-keisarinn yfir ESB að bakka út úr þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel skrifað og bíður maður eftir framhaldi. Allt betra en RÚV. :-) 

Valdimar Samúelsson, 2.7.2018 kl. 12:04

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka Valdimar.

Um kvöldmatarleytið sagði Seehofer að Merkel gæti ekki rekið sig, því það væri hann sem hefði sett hana þar sem hún er.

Hann er að storka henni og reyna að fá hana til að reka sig, því þá sigrar hann, en hún tapar. Allt slæmt sem hann segir um Merkel er gott fyrir CSU en slæmt fyrir CDU.

Frá og með um þessar mundir, tapa allir sem vinna með Merkel.

Ekkert er að marka skoðun þýsku blaðanna. Þau vilja öll losna við Merkel, en það má ekki gerast með átökum, því þau eru öll huglaus bunki af ekki-blöðum sem fara úr límingunni við að skifa eitthvað sem er þeirra eigin skoðun. Þau eru bara morgunútsending af talk-sýningum ARD og ZDF sem Merkel notar til að vita hvað hún á að segja.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.7.2018 kl. 19:47

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Gunnar nú fer að hitna í kolunum og maður bíður spenntur. Það verður gaman að sjá líka hvernig Pólverjar bregðast við málshótun frá Brussel.

Valdimar Samúelsson, 2.7.2018 kl. 20:15

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Seehofer segir á skrifandi stund að hann verði áfram í embætti innanríkisráðherra og að CDU og CSU hafi komist að samkomulagi um að loka landamærum Þýskalands upp að Austurríki, þannig að ólöglegir komist ekki þar í gegn. Hér er sennilega um sigur Seehofers að ræða, ef þetta reynist rétt.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.7.2018 kl. 20:32

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Pólland Valdimar.

Nú eru Bandaríkin að endurmeta stöðu 35.000 manna herstöðva Bandaríkjanna í Þýskalandi. Ef þær verða til dæmis fluttar til Póllands, að miklu eða einhverju leyti, þá er aldrei að vita nema Pólland segi sig úr ESB, ef tryllingur sambandsins gegn Austur-Evrópu heldur svona áfram.

John Bolton er í Bretlandi að gera frumathugun á tollfrjálsu viðskiptasvæði Bandaríkjanna og Bretlands. Kannski Pólland geti gengið þar inn líka? og orðið nýtt Vestur-Þýskaland -> og sameinað Þýskaland þá breyst í nýja Norður-Kóreu í Evrópu. En þangað stefnir það.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.7.2018 kl. 20:48

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fundur CDU og CSU með SPD er hafinn (þ.e. í ríkisstjórn). Þar þarf að kokka sigur Seehofers ofan í SPD-sósíaldemókratana.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.7.2018 kl. 21:21

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Merkelína sér um að bera kaffi í fundarmenn

Gunnar Rögnvaldsson, 2.7.2018 kl. 21:24

8 identicon

Gunnar

Ég vissi ekki að John Bolton var í Bretlandi og tala með þá um tollfrálsu viðskiptasvæði Bandaríkjanna og Bretlands. Þetta hljóma eins og hard exit er spáð - hela cabinet er að hittast á checkers næsta föstudag til að ákveða hvernig þau eru að framkvæma Brexit. Á meðan ESB eru að fiblast yfir Írland til að setta press á Bretland er kanski kóminn nóg fyrir May og aðra.

Merry (IP-tala skráð) 2.7.2018 kl. 21:30

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vegna Boltons í Bretlandi:

Í kvöld sást til írska forsætisráðherrans á hlaupum niður í sendiráð Þýskalands í Dyflinni, með strokleður í hönd. Þar freistar hann þess að stroka samúðarkveðjur De Valera forseta Írlands út úr gestabók þýska sendiráðsins, þar sem forsetinn vottaði Þjóðverjum samúð Íra vegna dauða Adolfs Hitlers í apríl 1945, með eiginhandaráritun, í nafni írsku þjóðarinnar.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.7.2018 kl. 21:36

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Merry.

En á alvarlegum nótum þá vita Bandaríkin að það þarf að hugsa fyrir "post EU order" eins og það þurfti að hugsa fyrir "post WWII order". Og hvar er betra að hefjast handa við það, annars staðar en í Stóra-Bretlandi í dag. Þetta eru síðustu dagar ESB, sem við horfum á núna.

Svo er það NATO fundurinn á næstum vikum. Hvað mun gerast þar? Verður hafist handa við að gíra NATO niður í "Northern Tier" varnarbandalagið, aðeins? (Intermarium plús Skandinavía plús Bretland plús Ísland).

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.7.2018 kl. 22:55

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar þetta er orðið spennandi og ég yrði ánægður ef Brussel og allir þessir svokölluðu ESB herrar myndu gufa upp hið snarasta. Í alvöru talað þá held ég að þetta sé búið hjá þeim. InterMarium er akkúrat það sem ætti að semja um Noreg, Færeyjar Bretland og Ísland og auðvita Grænland en þá getur ESB samið við sig sjálft.

Valdimar Samúelsson, 3.7.2018 kl. 11:25

12 identicon

Sæll Gunnar og Valdimar

John Bolton var sennilega líka að tala um öryggi Donald Trump þegar hann kemur til Bretlands á 11´ júli. Það er talað um 50,000 antifa líð að mótmæla hann - það verð líka risa stórt hópur Trump stuðningsmenn. Þetta verð á laugardaginn 14´júli.

Merry (IP-tala skráð) 3.7.2018 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband