Leita í fréttum mbl.is

Winston J. Trump treður tappanum í friðþægingarstefnu síðustu áratuga

Úr bremsustöðvunum í gær

****

Í gær reif Donald J. Trump friðþægingarpappírinn utan af kökukassastjórn forvera síns og mundar nú sleggjuna á innihaldið, sem er nýtt persneskt imperíal ríki í smíðum í skipasmíðastöð hins agalega klerkaveldis Írans. Á innihald sem er að hefast undir kökukassablessun stórs hluta hins huglausa heims. Sá kökukassi lítur út nákvæmlega eins og síðast. Hann er hugleysið, friðþæging, pólitískur rétttrúnaður og söfnuður aumingja við lekandi völd á stöðum þar sem þeir gera ekkert annað en að segja rétttrúnaðar-orð þegar túkalli er stungið í rifuna á þeim

Takk fyrir þetta Donald J. Trump. Og skál! Heim til föðurhúsanna með svona lið og alla kökukassana sem aularíkin eru að dreifa. Sleggjuna á þetta strax, kæri Trump, áður en halafaxað túkallalið heimsins kæfir hann í kökusafni sínu eins og á fyrri hluta síðustu aldar

Láttu þá óttast þig sem mest. Vertu óútreiknanlegur og hafðu ofboðslega stóra sleggju í handarjaðrinum, því nýtúkallmennin eru meira að segja byrjuð að afhjúpa Karl Marx-altari á hinum ólíklegustu stöðum á ný. Slíkt er ekki gert nema að vont sé í vændum. Mjög vont. Og takk fyrir að virkja Norður-Atlantshafsflotann á ný. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið

Fyrri færsla

Ný innheimtustofnun Þýskalands heitir evra og esb. Völdin á höfum veraldar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nýskipaður sendiherra Bandaríkjanna í Berlín, Richard Grenell, skrifar til Þjóðverja að þýsk fyrirtæki ættu samstundis að vinda ofan af starfsemi og fjárfestingum sínum í Íran, því Bandaríkin hefja nú aðgerðir sem miðast að því að tæta kjarna hagkerfis Írans í tætlur.

Þjóðverjar og Frakkar eru að sækjast eftir ódýrri olíu frá Íran, þ.e. þau reyna að kaupa sig þar inn með því að vera friðþægir leppar klerkaveldisins - og Rússlands - sem er vaxandi vinur Írans.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.5.2018 kl. 14:22

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta var flott hjá Trump en málið var líka að í upphafi þá voru flestar arabaþjóðirnar á móti þessum samning. 

Valdimar Samúelsson, 9.5.2018 kl. 19:37

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð ræðan hjá honum.

Valdimar Samúelsson, 9.5.2018 kl. 21:01

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Símamynd 9 maí 2018 WSJ 350px

Það stóð ekki á viðbrögðunum Valdimar.

"Þingið" í Teheran, eins og sú samkunda neðst í valdastrúktúr landsins er kölluð, mundar sig hér við að bera eld að bandaríska þjóðfánanum, öskrandi "dauði yfir Bandaríkin". Hve lengi þjóðin þarf að halda þennan trúðasirkus út, veit enginn.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.5.2018 kl. 22:36

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir með þér Gunnar. Evrópa (Þjóðverjar) er til í að loka augunum fyrir hættunni, sem stafar af þeim ófriðareldum sem Íran hefur verið að kveikja í Miðausturlöndum, viðskiptanna vgna (25ma evra). Ég held að lexían sem við ættum að draga af þessu sé að Sunnudagaskóla drengur eins og Obama er  heiminum jafnhættulegur og "Good old" Neville Chamberlain. Trump, hins vegar, kann að láta samviskulausa harðstjóra finna fyrir sér.  

Ég læt hér fylgja streng frá BBC sem telur aðgerð Trump ekki  muni kalla á mikil viðbrögð frá Íran.  

https://www.msn.com/en-us/news/world/iran-left-with-limited-options-to-respond-to-trump-decision/ar-AAx1FBj?ocid=spartanntp

Ragnhildur Kolka, 10.5.2018 kl. 01:32

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka og bukta.

Vel að orði komist Ragnhildur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.5.2018 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband