Leita í fréttum mbl.is

Samsæriskenning: Efnavopn, Rússland og ESB

Margir spurðu sig þeirrar spurningar, er efnavopnum var beitt í Sýrlandi um daginn, af hverju væri verið að nota þau núna þegar flestum þykir ljóst að Assad-stjórnin hafi svo gott sem unnið sigur yfir andstæðingum sínum. Af hverju beita efnavopnum á síðustu metrunum með aðgerð sem í besta falli myndi seinka sigri og í versta falli koma í veg fyrir hann. Af hverju?

Jú vegna þess að Bandaríkin voru búin að gefa út yfirlýsingar um að þau ætluðu að draga sig alveg út. Og það hentaði Rússum illa. Rússland hefur áður notað tækifærið á meðan Bandaríkin hafa verið njörvuð niður í hernaðaraðgerðum til að hefja sínar eigin hernaðaraðgerðir á öðrum stöðum. Á stöðum sem skipta Rússlandi öllu máli. Nefna má Georgíu, Krím og Úkraínu. Af einverjum ástæðum hentar það Rússum illa að Bandaríkin losi sig út úr Sýrlandsdeilunni. Og þær ástæður er að finna í Austur-Evrópu. Rússland setti því í gang efnavopnaárás í Sýrlandi til að reyna að draga Bandaríkin inn í leikinn á ný, og til að reyna fá þau til að eyða skotsilfri sínu á Austurhveli jarðar þar, en ekki annarsstaðar. Alls ekki í Austur-Evrópu og síst af öllu í Póllandi, Rúmeníu, Úkraínu né neins staðar í þeim heimshluta. En aðgerðin mistókst sennilega

Þessi hluti kenningarinnar er ekki minn, heldur er hann úr haus dr. George Friedman og hann hefur oftast rétt fyrir sér. Sjálfur var ég of heimskur til að hugsa þetta svona því ég sagði að Pútín væri ekki svo vitlaus að nota efnavopn þarna, heldur hefði kúnninn hans, Assad, beitt þeim. En þar skjátlaðist mér

Bandaríkin á Austurhveli jarðar eru langt að heiman og það tekur þau tíma að koma saman stærra liði og senda það yfir hálfan hnöttinn til átaka á jörðu niðri

Hvort að skyndileg ákvörðun um gangsetningu Norður-Atlantshafs-flotastjórnar á ný sé tengd þessu eða ekki, er ekki gott að segja. En Sjötti floti Bandaríkjanna fær ef til vill meira svigrúm til einbeitingar við það

Hefði olíuverð ekki hrunið 2014 þá hefði Rússland nú þegar haft efni á miklu meiri þrýstingi á Austur-Evrópu. En nú hefur Rússland lokið við að endurnýja 60 prósent af hernum og gert er ráð fyrir vissri lækkun í hernaðarútgjöldum fyrir næsta ár, vegna einmitt þess meirihluta sem ekki þarf lengur að endurnýja. Við það losna meiri peningar í annað

Gert er ráð fyrir því að Trump-lokunin á Íran í fyrradag þýði einnar til hálfrar milljóna tunna minnkun framboðs á olíumarkað. Það er ekki nóg til að breyta miklu um olíuverð, nema sálfræðilega um stundarsakir. Bandaríkin framleiða nú hátt í 10 milljón tunnur á dag (reyndar 10,7 m.t.d pr. 10. maí 2018) og eru þar með að taka fram úr bæði Sádi-Arabíu og Rússlandi. Viss flutningavandamál hafa verið á vestur og norðvestur Texas-svæðinu um tíma, en þau er verið að leysa. Rússland veit að það olíuverð sem er í dag, er það besta verð sem völ er á um langa framtíð

Er Rússland að hugsa sér til hreyfings í Austur-Evrópu núna eða ekki? Eða mun Pútín bíða þess að hann sjálfur, Þýskaland og Frakkland bindist böndum um "annan valkost" með tilliti til þess hvað á að gera við vandamálinu Trump. Winston var stórt vandamál á sínum tíma. Hollt er að muna það. Stórt vandamál

Og þegar ég sé forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins afhjúpa styttu af Karl Marx, þá segi ég við sjálfan mig, að það er þrátt fyrir allt ekki ég sem er geðbilaður, heldur þeir. Þeir eru geðbilaðir. Svona lagað gerist ekki nema í ákveðnum tilgangi. Það er verið að senda merki til allra verstu elementa sem til eru í Evrópu um að allt getur gerst á ný. Að þetta bákn snérist ekki um frið né velmegun, heldur um völd. Og það er það sem sambandið sem dula snýst um. Það snýst um að með öllum tiltækum ráðum séu völdin færð upp á hinn eina rétta disk í Evrópu á ný. Sambandið veit að það mun ekki lifa næstu kreppu af. Það veit að skella verður á aðgerðum eins og eignaupptöku, höftum og herlögum. Það veit að velmegun er útilokuð. Þess vegna er svona mikilvægt að fá Marx út í búðarglugga sambandsins sem fyrst. Hann laðar að réttu viðskiptavinina

En það er engin leið fyrir lönd Evrópusambandsins að sniðganga bandarísk lög. Og það vill svo til að engin leið er að tilheyra peninga- og fjármálakerfi heimsins án þess að nota lögin sem gilda í Bandaríkjunum, því þar og í Bretlandi verða allir peningar að fara um, því enginn með fullu viti treystir neinum öðrum í þeim efnum. Bandaríkin eru eini algerlega frjálsi kapítalmakaður heimsins og þangað senda allir sparnað sinn, bæði heimilin þ.e. sjóðir þeirra, fyrirtækin og ríkissjóðir. Og það er það sem fær hina óheilögu þrennu til að halda aftur af sér eins og er. En það getur hún bara ekki svo mikið lengur, því Róm brennur

Fyrri færsla

Winston J. Trump treður tappanum í friðþægingarstefnu síðustu áratuga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bandaríska flugmóðurskipið USS Harry Truman og árásarsveit þess er nú í Miðjarðarhafi á 6. flotasvæðinu og sigldi að botni þess frá Ítalíu í síðustu viku.

Landgönguliðshópurinn USS Iwo Jima er undan ströndum Yemen á 5. flotasvæðinu.

Engin meiriháttar floti er á sjó á 7. flotasvæðinu í Kyrrahafi og hefur sú staða ekki sést í langan tíma. En þar er samt USS Ronald Reagan í heimahöfn sinni í Yokosuka í Japan og 47 önnur skip eru á flotasvæðinu.

Tvö flugmóðurskip eru á æfingum á Atlantshafi, skammt undan austurströndum Bandaríkjanna og spítalaskipið USNS Mercy er að leggja frá Indlandi eftir þjálfun skurðlæknaliðs á Sri Lanka

USNI News Fleet and Marine Tracker: May 7, 2018 (ásamt Stratfor flotauppfærslu 10. maí 2018)

Gunnar Rögnvaldsson, 10.5.2018 kl. 13:10

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar maður er ekki að fatta hve BNA eru sterkir og fyrir utan það hafa þeir fram yfir alla það er aginn sem reyndar allir innan þeirra raða ganga að sem sjálfsagaðan hlut. Trump fékk líka uppeldi á þessa vísu. Geti þeir hreinsað út Yemen þá mætti segja að margt myndi lagast þarna niðurfrá já og ef heimamenn/fólkið í Iran berjist á móti agastjórninni. Trump gaf í skin að þá myndi hann hjálpa.

Valdimar Samúelsson, 10.5.2018 kl. 14:12

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Valdimar.

Angela Merkel var sett á astmalyf í gær, vegna ummæla sendiherra Bandaríkjanna í Berlín á mánudagskvöld. Hún var hætt að ná andaum úr suðri. Fjármálaráðherra hennar úr SPD er hins vegar komin á flogaveikislyf því neglurnar á honum voru búnar og hann át gleraugun sín.

Þau mæra nú upp á sviðið þar sem Macron stendur stjarfur í svitabaði ljóssins. Öll vita þau að ef þau hlýða ekki Trump í Íran-málinu þá eru það bandarísku tollarnir úr byssum Navarro sem bíða ritvélaiðnaðar Þýskalands.

Hjálpaðu okkur félagi Pútín, er nú skrækt. Skaffaðu okkur varahluti og súrar gúrkur á sleða frá Novgorod.

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 10.5.2018 kl. 14:43

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góður.Nokkuð til í þessu engin þorir að gera neitt.. :-)

Valdimar Samúelsson, 10.5.2018 kl. 16:51

5 Smámynd: Örn Einar Hansen

Bara rugl ... pentagon er í bandaríkjunum, og pentagram er pentagon með fimm arma.  Hinir fimm armar eru Rússar, Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar og Kína.  Þetta eru staðreyndir ... að halda að Rússar séu óvinir ... er svo hjákátlegt, að það nær engri átt.

Til dæmis, Rússar gáfust upp á Afganistan og fóru heim.  Bandaríkin og Evrópa tók við.

Ég bara spyr, vantar eitthvað í heilabúið hjá ykkur ... af hverju eru Bandaríkin og Evrópa að halda áfram sama rugli og Sovétríkin héldu uppi í Afganistan?

Af hverju stóðu rússar hjá í Júgóslavíu ... af hverju stóðu þeir hjá í Írak.  Af hverju stóðu þeir hjá í Lýbíu.

Svarið er einfalt ... vegna þess að þessir aðilar eru kanski ósammála um, HVERNIG eigi að gera hlutina. En þeir eru algerlega sammála um HVAÐ eigi að gera.

Og, að lokum ... hverjir eru þeir sem verða VERST út úr öllu sem þessu máli skiptir?

EVRÒPA.

Beljan sækir þangað sem hún er kvöldust ... og það erum við allir hér.  Við erum að dýrka fólk, sem er að skapa endalok okkar.

Örn Einar Hansen, 10.5.2018 kl. 19:45

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er bara allur pakkinn. Karl Marx hvað þá annað. Gallinn við þessa samsæriskenningu er ,að það var næstum örugglega engin efnavopnaárás. Þetta gerir samsæriskenninguna svolítið asnalega.

Borgþór Jónsson, 11.5.2018 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband