Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin endurræsa Norður-Atlantshafsflotann

CVN-78 USS Gerald R. Ford: Nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjanna: Heimahöfn Norfolk í Virginíufylki: Smíðað í Newport News í Virginíu: Er í sjóprófum og bardagauppsetningu

****

Stratfor vitnar í frétt BBC um málið í dag. Military.com ásamt CNN eru með sömu frétt. Þar segir að verið sé að endurræsa Annan flota bandaríska sjóhersins. Bæði vegna breyttra áherslna í vörnum landsins en einnig samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna

Búast má við að fleira en Rússland hangi á spýtunni, þegar nánar er hugsað. Koma orkumál og fleira upp í hugann. En þó fyrst og fremst sjálfeyðingarstefna meginlands Evrópu, sem er á leið inn í miklar ógöngur um langa framtíð

****

Flotar Bandaríkjanna

****

Philip S. Davidson aðmíráll í gær:

"So as we have seen this great power competition emerge, the Atlantic Ocean is as dynamic a theater as any and particular the North Atlantic, so as we consider high-end naval warfare, fighting in the Atlantic, that will be the 2nd Fleet responsibility."

Norður-Atlantshafsflotinn er með höfuðstöðvar sínar í Norfolk í Virginíufylki og er verið að endurræsa yfirstjórn hans þar. Ábyrgðarsvæði hans mun ná yfir helming Norður-Atlantshafs til móts við svæði Sjötta flota Bandaríkjanna sem er með aðalstöðvar sínar á Ítalíu

Norður-Atlantshafsflotinn mun ráða yfir 125 herskipum, þúsund herflugvélum og er mannaður 103 þúsund manna áhöfn

Krækjur: BBC | Military | Defence News | Varðberg

Fyrri færsla

Angela Merkel laug að forseta Bandaríkjanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góðar og áhugaverðar upplýsingar Gunnar. Ég var ekki búinn að sjá þetta en þá er nærri öruggt að Naval basin verður virkjaður aftur eða hvað heldur þú. Mjög líklegt að flest eða öll séu kjarnorkuknúinn svo spurning með geymslu á olíu í Hvalfirði. 

Valdimar Samúelsson, 6.5.2018 kl. 10:01

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Aðal spurninginn hlýtur að vera hvort vegi þyngra hjá USA?

1.Að framfylgja alþjóðalögum sem að eiga að tryggja öllum skipum frjálsa för um suður -kínahaf og koma í veg fyrir frekari uppbygginu herstöðva á umdeildum eyjum á því svæði.

EÐA

2.Að halda góðu sambandi við kína og leyfa þeim að ráða á þessu svæði.

Jón Þórhallsson, 6.5.2018 kl. 10:22

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón aðal spurningin fyrir okkur er að landið okkar verði varið og svo alger hreinsun af Íslömskum áhrifum í allri Evrópu. Ef allt fer af stað í Evrópu þá eru bæði Rússar og Bandaríkjamenn tilbúnir. Horfðu á vígvöllinn í Sýrlandi og svo mögulega hvað getur skeð í Evrópu. Ísland og Íslendingar verða að taka þátt í þessu með framlagi og samstarfs huga. Rússar og Bandaríkjamenn eru vinaþjóðir þótt medían vilji það ekki. 

Við eigum að sameinast USA með opnum huga sem sjálfstjórnar ríki sem fyrst áður en rússar eða USA tekur okkur sem er reyndar eina sem við mindum skilja.  

Valdimar Samúelsson, 6.5.2018 kl. 10:36

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver er óvinur íslands nr.1 ?

Ég tel ekki miklar líkur á því að einhverjir múslimar muni reyna að gera einhverjar gloríur hér með hernámi.

Hvaða óvinir eru þá eftir?

Ykkur reykvíkingunum væri nær að hafna nýrri múslima-mosku í reykjavík í gegnum borgarstjórnina; og sýna þannig táknræn mótmæli í verki gegn islam.

Ég tel að það séu engir erlendir herir sem að stefni að íslandsströndum.

Jón Þórhallsson, 6.5.2018 kl. 10:47

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón fyrst trúar-hernaður Íslam sem Múslímar berjast fyrir er mörg hundruð ára prógramm. Plan að ná yfirtökum á Bandaríkjum er tugi ára gamalt og til ferilskrá um það þar sem háskólarnir voru já voru yfirteknir fyrst.

Sammála með Moskuna hér á að hrópa upp með aðgerðum.  

Ísland er besti kostur ef stríð byrjar aftur í Evrópu sem er mjög líklegt og hér mun verða viðhaldsstöð flugvéla byrðarstöð ásamt björgunardeild með þyrlum sem kemur fyrst sem beita á okkur. Munum bandaríkjamenn halda réttinum á KEF ennþá.   

Valdimar Samúelsson, 6.5.2018 kl. 11:57

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er nefnilega það;

"Háskólarnir eru yfirteknir fyrst"

Það er ágætt að fólk átti sig á því að STRÍÐ FRAMTÍÐARINNRA MUNU EKKERT ENDILEGA SNÚAST UM SPRENGJUREGN YFIR ÍBÚÐABYGGÐIR heldur að það geti verið til SÁLFRÆÐI-HERNAÐUR;

Ef að það yrðu nú bara ráðnir múslimar eða samkynhneigt fólk í allar kennarastöður við Hákóla Íslands;

og að kennslan yrði eftir þeirra höfði

og þá þá mætti kannski segja  að stríðið væri tapað.

Jón Þórhallsson, 6.5.2018 kl. 12:21

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jón.

Frá og með nú verða allir sem yfirgefa eða koma til landsins látnir fara með Faðir vor og segja Sjibbólet.

Klikki annað hvort eða jafnvel bæði, þá vita allir hvað gerist næst; þeir verða stimplaðir Marxistar eða Samfylkingarmenn, nýklóri hellt í þá og öllum salernum lokað og læst þar til þeir "opna sig".

Síðan verða þeir sendir í einangrunarbúðir og látnir hlusta á 56 árganga af Þjóðviljanum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.5.2018 kl. 13:51

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Valdimar.

Keflavík er nú þegar opin fyrir viðskiptum á ný. Hvað og  hverslags umfangið verður, hef ég ekki minnstu hugmynd um. En það má nota okkur sem ágætis ósökkvandi flugmóðurskip.

En svo er ýmislegt annað:

Norðuríshafið er fimm sinnum stærra en Miðjarðarhafið og þar erum við bæði Ísrael og Gíbraltar. Enginn kemst út úr því hafi án þess að koma í nágrenni okkar og Bretlands fyrst. Þetta er eitt sjónarhornið á taflborðið.

Síðan er það sú staðreynd að Rússland er með Evrópu nokkuð vel í vasanum þegar að orku kemur. Bandaríkin eru orðin stórútflytjandi af olíu á ný og jarðgasi. Það veit Pólland og öll Austur-Evrópa mjög vel.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.5.2018 kl. 14:18

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En það ber að undirstrika það strax Valdimar, að allar geopólitískar kenningar um mikilvægi Norðuríshafsins eru enn mjög á reiki.

En hvað fer þar inn, og hvað kemst út úr því, er háð þeim sem verða dyraverðir þess. Eins og er, er varla hægt að álykta annað en að Bandaríkin séu dyraverðir Norðuríshafsins.

En valdajafnvægi á Norðuríshafinu er að miklu leyti óráðin stærð enn. En það mun smám saman mótast og einhversstaðar verður sú byrjun að hefjast. Það gæti, þess vegna, verið að gerast núna. Hver veit.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.5.2018 kl. 14:36

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Akkúraat.  Það gæti, þess vegna, verið að gerast núna. Hver veit.

Þakka og kveðja V

Valdimar Samúelsson, 6.5.2018 kl. 14:55

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo er annað.

Ef Kórea verður eitt ríki á ný þá yrði það eitt mesta herveldið í Austur-Asíu. Og sú sameining gæti orkað mjög svo tvímælis á þann hluta heimsins. Við það myndi valdajafnvægið í Asíu riðlast og þar með einnig á nokkrum höfum heimsins í leiðinni. Bandaríkin hafa tvenn lífsmikilvægi:

1. Bandaríkin yfir Atlantshaf og öfugt.

2. Bandaríkin yfir Kyrrahaf og öfugt.

Viðskipti yfir leið-2 fóru fram úr viðskiptum yfir leið-1 árið 1984.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.5.2018 kl. 15:06

12 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Semsagt Valdatafl. :-)

Valdimar Samúelsson, 6.5.2018 kl. 16:16

13 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að kóreu-ríkin sameinast hver yrði þá þeirra líklegasti óvinur?

Jón Þórhallsson, 6.5.2018 kl. 19:30

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jón.

Sjálft samrunaferlið yrði hættulegasti óvinur Kóreu.

En ef við gefum okkur að sameining geti gengið friðsamlega fyrir sig, þá er það Kína sem yrði hættulegast fyrir sameinaða Kóreu, því Kína myndi reyna að toga Kóreu á sporbraut umhverfis sig, og nota það sem stuðara (buffer zone) eða hjálendu (vassal state),  eins og Rússland reynir að hafa samband sitt við Úkraínu.

En fyrir Kína er um enn meira að ræða þar sem Kórea er með aðgang út á Japanshaf og getur spilað úr þeirri stöðu gegn Kína, ef svo ber undir.

Að öllu óbreyttu yrði sameinuð Kórea með fjórða öflugasta her heimsins og þar að auki kjarnorkuvopnaveldi, ef landið óskaði þess.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.5.2018 kl. 20:15

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

"Að öllu óbreyttu yrði sameinuð Kórea með fjórða öflugasta her heimsins"

Sennilega er réttara að nota hér hugtakið "stærsta her" heimsins í stað "öflugasta". En tæplega tveggja milljón manna landher er ekki beint stærð til að hlægja að, fyrir neinn.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.5.2018 kl. 21:45

16 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það hlýtur að vera stóra spurningin hvort að kórea sem eitt ríki gæti sameinast um 1 forseta í næstu forsetakosningum?

Ef svo; hvort að sá forseti yrði meira hallur undir

suðurkóreu/USA eða kína?

Jón Þórhallsson, 7.5.2018 kl. 11:06

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mikilvægasta spurningin Jón er herinn, eða réttara sagt herirnir. Tveir öflugir herir sem miðað hafa gerræðislegum vopnum á haus hvors annars í samfellt 70 ár.

Kosningar eru eitt, en hverjum munu tveir herir fylgja og treysta. Hvernig á traust að geta skapast til að leggja þá niður og stofna nýjan, því sameinuð Kórea þarf vissulega á öflugum her að halda. En það verður að vera bara einn her, ekki tveir.

Kosningar eru hér frekar litið mál miðað við þetta. Hvernig á að skapa traust til að leggja niður varnirnar gegn hvor öðrum. Annar helmingur er heilaþveginn og hinn er stjarfur af ótta við heilaþvegna fátæklinga sem nærst hafa á hata Suðrið í 70 ár.

Mín skoðun er sú að algerlega er óvíst hvort þetta geti yfirhöfuð gerst. Það þarf svo mikið hugrekki til. Hugrekki stjórnmálamanna. En þjóðin er samt sterk, það hefur hún sýnt í 70 ár.

En sameiningar þjóða geta þó stundum endað alveg hroðalega illa, eins og sést á Yemen. Meira að segja er sameining Þýskalands svo ömurleg að landsframleiðslan í austurhlutanum er enn ekki nema 70 prósent af því sem hún er í vestri. En samt tala menn um "vel heppnaða" sameiningu þar. En það gera hins vegar ekki þeir Þjóðverjar sem lögðust gegn henni og þeim aðferðum sem yfirvöld beittu.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.5.2018 kl. 12:21

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En svo ég svari spurningu þinni um "Suður-Kóreu, Bandaríkin eða Kína" þá er það þannig að kóreanska þjóðin hefur ekki þraukað í 70 ár til þess svo að renna undir hæl Kína. Það hefur hún ekki gert. Hún krefst sjálfsákvörðunarréttar og ætlar að ráða sér sjálf.

Flestum þjóðum í nágreni Kína er illa við Kína. Víetnamar óska til dæmis frekar eftir bandarískri nærveru heldur en kínverskri, þrátt fyrir Víetnamstyrjöldina.

Sameinuð Kórea mun finna þá bandamenn sem gagnast henni best. Stundum hefur það verið Japan, þrátt fyrir sögulegar mótsagnir í þeim efnum. Og Kórea hefur stundum ráðið yfir stórum hluta Kína í langri sögunni.

Ég tel víst að Bandaríkin myndu gagnast þjóðinni ef sameiginlegir hagsmunir eru skoðaðir. Því án Bandaríkjanna væri um lítið nema nema holu í jörðina að sameinast núna, því 50 sinnum ríkara Suðrið er afrakstur þeirra samvinnu.

En hvort að Norðrið líti þannig á málin er óvíst. En ætli þeim báðum vanti ekki öryggisaðstoð og siglingafrelsi meira en þeim vantar viðskiptaleg samskipti við Kína, til lengri tíma litið. Framtíð Kína er mjög svo svört.

Ég tel víst að Kína líti sameiningu Kóreu afar illum augum. Hún hentar þeim illa, því þeir eiga á hættu að missa Norðrið sem stuðpúða sem hallur er undir alræðislegt stjórnarfar.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.5.2018 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband