Leita í fréttum mbl.is

Angela Merkel laug að forseta Bandaríkjanna

Níu mínútna viðtal: Michael Pettis sker litlu gulu hænuna um Kína út í pappa og þar með einnig þess sem býður Þýskalands, sem er með stærsta viðskiptahagnað í heimi, á kostnað Bandaríkjanna. Það kæmi mér ekki á óvart ef Pettis fengi Nóbelsverðlaunin fyrir hið einstaka framlag hans til útskýringar á því hvað gerist í alþjóðavæddum heimi undir offramboði sparnaðar. Slíkar aðstæður hafa aldrei áður ríkt í hagsögu mannkyns. Hér má sjá einn heilan fyrirlestur hans á gamla vinnustað Alberts Einstein í Bandaríkjunum: Princeton, Advanced Studies

****

Í fyrradag samþykkti Angela Merkel fjárlög fyrir Þýskaland. Hún situr sem kanslari Þýskalands í ríkisstjórn með sósíaldemókrötum, sem stýra fjármálaráðuneyti landsins. Þingið mun greiða atkvæði um fjárlögin í júní. En fyrir sitt leyti hefur Angela Merkel samþykkt fjárlögin og lagt blessun sína yfir þau

En það eru tvö vandamál. Það fyrra er grafalvarlegt, en hið síðara sprenghlægilegt:

1. Hún lofaði forseta Bandaríkjanna, þegar hann las yfir hausamótum hennar í aðalstöðvum NATO, að Þýskaland myndi taka sig á svo að bandarískir skattgreiðendur þyrftu ekki að halda 75 prósent af NATO uppi með fé úr sínum vösum. Bandaríkin hafa skuldbundið sig til að koma Þýskalandi til varnar. Til að svo megi verða, hefur Þýskaland skuldbundið sig til að nota tvö prósent af virði landsframleiðslunnar í varnarmál. En það hefur Þýskaland bara ekki gert, en svikist svo heitftarlega um að landið á enga herþotu sem tekið getur þátt í NATO-aðgerðum. Þýskaland á enga herþotu sem flogið getur í myrkri. Og nú hyggst Angela Merkel lækka framlag Þýskalands til NATO enn frekar, eða úr 1,3 prósenti landsframleiðslunnar og niður í 1,23 prósent, fram til ársins 2022. Kanslarinn laug sem sagt að forseta Bandaríkjanna síðasta sumar. Og sá heitir Donald J. Trump. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun þessa máls. Í reynd er Angela Merkel orðin valdalaus í kanslarasætinu. Flokkurinn hefur tekið af henni öll völd og gert hana að ritaraínu - á skilorði

A mess

2. Hið síðara en sprenghlægilega mál er það, að ekkert, núll, nada, zero ætlar Þýskaland að gera til að standa við þær skuldbindingar sem landið gaf út á hendur sér í andrúmsloftinu sem ríkti í hlátursgasklefanum í París. Framlög Þýskalands til umhverfismála verða skorin niður! Heiðarleg var afstaða Donalds Trump forseta Bandaríkjanna. En sérgrein Þýskalands er að segja eitt, en gera allt annað. Það gildir einnig í því sem kallað er Evrópusambandið í dag, en sem í reynd er bara svartholið Þýskaland, eins og það alla tíð hefur verið frá stofnun þess 1871. Evrópa er að sogast inn í svartholið sem hún er hlekkjuð við með tilkomu esb og evru. Þetta þurfti ekki að fara svona, en hlaut að gera það. Horfið ekki til þess sem Trump segir, heldur til þess sem hann gerir

Leyf mér yfir um!

Myntbandalagið sekkur

Mynd: Segðu Sjibbólet

Fyrri færsla

RVK-vandamálafabrikka Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein hlustaði svo á Mihael Pettis um kínamálið en held oft að það sé svipað hérna. Nú er bara að keyra sig frá öllu ESB sambandi og tengjast við bresku og bandarísku lestina. Þeir einir eru tilbúnir og með getu til að berjast á móti Íslam.

Valdimar Samúelsson, 4.5.2018 kl. 14:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Valdimar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.5.2018 kl. 19:21

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég hlustaði á nokkrar mínútur, og get fullyrt að á þessum mínútum hefur maðurinn algerlega rangt fyrir sér.

Örn Einar Hansen, 5.5.2018 kl. 00:27

4 Smámynd: Már Elíson

Skemmtilegt, og í raun merkilegt aflestrar, en verst þótti mér grunnhyggnin og takmarkalítið lofið á einn mesta vitleysing sem sest hefur (með prettum) á valdastól Bandaríkjanna.- Því var ofaukið. - Má vera að frú Merkel sé valdaminni en efni standa til, en vitlaus eða heimsk er hún ekki. - Þar er stigs munur á þessum valdhöfum tveim. - Vestur og austur Þýskaland sameinuðust að sjálfsögðu á endanum, suður-og norður Kórea hafa áhuga á því og Ísland þyrfti að sameinanst Evrópu betur og ganga inn í öll þau sambönd sem í boði eru og gera í leiðinni landið/eyjuna að marktæku og byggilegu efnahagssvæði. Þá losnar um einræðislega lýðstjórnum þessa lands með réttu hagkerfi og normalserað vaxtastig.

Már Elíson, 5.5.2018 kl. 07:44

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka þér fyrir innlitið, lesturinn og skrif Már.

Nú er víst 1. maí liðinn og því of seint að impra á sameiningu, því öreigar allra landa standa nú þegar sameinaðir í ESB. Mér líkar það vel því allir vita hvernig sú sameining endar; þ.e. án okkar auðvitað.

En frekar agndofa er ég vegna skrifa þinna um áhrifaleysi frú Merkels. Það er ekki einu sinni liðið heilt ár frá því að þið sögðuð að hún væri "leiðtogi hins frjálsa heims", þegar Trump rukkaði hana í Brussel.

Hvað gerðist? Gat hún ekki borgað? Stóð hún ekki undir neinu?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.5.2018 kl. 13:01

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

Gunnar, Bandaríkjamenn halda í Gýslingu gullforða þýskalands.  Þennan gullforða, hafa Bandaríkjamenn hreinlega "stolið".

Áður en ég held áfram, vil ég taka fram að ég tel "rétt" að fara vestur, heldur en austur ... þetta ESB bæli er ekkert til að hafa áhuga fyrir.

Þýskaland, sem slíkt ... á að hugsa um "þýskaland". En er bara leppríki ... það littla gull, sem þjóðverjar fengu tilbaka eftir að hafa "krafist" þess ... var ekki sama gull og það sem þeir settu í vörslu.

Það er mikið "skuggabaldur" rusl sem gengur á í Bandaríkjunum. En ég tel Bandaríkin samt sem áður vera meira "rök" en ESB ... sem berst fyrir endurreisn "alræðis".  Því miður.

Örn Einar Hansen, 5.5.2018 kl. 13:39

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Bjarne fyrir heimsóknina og skrif.

Bendi þér á að gullforði Vestur-Þýskalands sem varð til vegna viðskiptahagnaðar við þau lönd sem hafa afl og innvortis frelsi til að búa til eftirspurn, er ekki að hluta til bara geymdur í Bandaríkjunum og Frakklandi vegna flutningavandamála, heldur af ótta við innrás frá Rússlandi.

Og þar sem Þýskaland á ekkert skip sem verndað getur gullflutningana þá er sannarlega um stórt vandamál ósjálfbjarga þýskrar þjóðar að etja.

Hún er hvorki fær um að skapa eftirspurn í sínu eigin hagkerfi, hún á enga herflugvél sem flogið getur í myrkri og heldur ekkert sem verndað getur sjóflutninga til og frá landinu.

Svo að sjálfsögðu verður gull þýsku nurlaranna áfram á stöðum sem því er óhætt. Enginn veit hvenær Þýskaland liðast í sundur eða fer í næsta þjóðargjaldþrot, sem þá yrði það fimmta í röð slíkra.

Við bíðum með öndina í hálsinum eftir lífsmarki frá sameinuðu Þýskalandi. En kannski tók kanslaraínan eina gullstöng heim með sér í ferðartöskunni, síðast þegar hún skreið um Hvíta húsið stjörf af ótta við tolla.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.5.2018 kl. 16:55

8 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Gunnar

Skil betur vandræði sem kunna að bíða Kína heldur hvað liggur fyrir Þjóðverjum. Michael Pettis er skellegur fyrirlesari og skemmtilegt að kynnast umræðunni á You Tube. Úr veglegum sölum amerískra stofnanna.

Hann heldur því fram að Kínamenn séu að halda uppi atvinnu við að búa til vegi, flugvelli og íbúðir. Hagvöxtur sé uppblásinn og skuldum vafinn. Sagt er að þeir eigi 10 milljón íbúa ónotaðar. Það væri álíka og hér væru hátt í 3000 íbúðir lausar. 

Hér er að mestu markaðshagkerfi en ríkið með stóran hluta hagkerfisins undir sinni stjórn eins og í Kína. Merkilegra er hvað Kínverjar hafa verið duglegir að efla útflutning. Ég var að stríða bankastjóra mínum á því að nú fengust glæsilegir Volvo bílar á góðu verði frá Kína. Frá lager í Evrópu.

Heimurinn breytist það fljótt að við eigum í fullu fangi með að meðtaka. Ótrúleg velmegun er að birtast okkur með komu kínverskra ferðamanna. Það væru mistök að viðurkenna ekki hve mikill ítökum í verslun og viðskiptum Kínverjar eru að ná.

Skil vel að gamlir íslenskir sósalistar séu ekki meðtækilegir og óttist þennan framsækna kynstofn. Fyrirlesarar þínir benda á framsækna Indverja sem eiga efir að ná enn lengra. Þá sjáum við hvað t.d. Kanadamenn hafa verið víðsýnir hér áður fyrr með því að taka þá sem innflytjendur. Náum við ekki að fylgja þessum breytingum eftir og eiga útflytjendur sem þreifa fyrir sér í Asíu missum við af lestinni sem fylgir þessari tækniþróun og velsæld. Yfirfært af jafnaðarmönnum á Alþingi sem velferð.

Sigurður Antonsson, 5.5.2018 kl. 21:08

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega fyrir Sigurður.

Jamm.

Kína: Fjórðungur allra íbúða í Kína standa tómar Sigurður.

Þýskaland: Viðskiptahagnaður Þýskalands er 9 prósent af landsframleiðslu (sem er pervers geggjun í hagkerfi af þessari stærð) og hann er tilkominn með því að gera hlut heimilanna í hagkerfinu svo lítinn að þau geta ekki neytt nema brots hennar og með gengisfölsun, bæði innvortis og útvortis.

Eins og þú veist eru það fyrirtækin í landinu sem framleiða landsframleiðsluna og heimilin sem neyta hennar. Sé efnahagur heimilanna í meiriháttar hagkerfum svo bágborinn að þau nái ekki að neyta nema brots landsframleiðslunnar, þá þarf að finna eftirspurn eftir henni utan landsins til að geta lifað af. Um leið og þú með þýskri láglaunastefnu gerir hlut heimilanna í þjóðarkökunni svona lítinn, þá flytur þú einnig sparnað heimilanna yfir til fyrirtækjanna í formi hagnaðar þeirra. Honum er svo skipað út til annarra landa og þvingaður upp á þau lönd með lélegum og undir beltisstað útlánastöðlum, eins og Þjóðverjar gerðu í Suður-Evrópu, til að skapa lánsfjármagnaða eftirspurn eftir þýskum vörum úr norðri. En nú er Suður-Evrópa að þrotum komin, og Þýskaland keyrir ESB sem innheimtustofnun á þessi lönd, sem geta ekki borgað, því þessi stefna undir vernd ECB-seðlabankans, sem er í vösum Þýskalands, lagði þau í rúst.

Þýskir hafa því snúið sér til Bandaríkjanna í leit að eftirspurn. Þetta ponzy kerfi útflutningaháðasta hagkerfi heimsins og sem er ónýtt að innan, er að sigla inn í bremsukerfi Donalds Trumps og annarra viðskiptahallalanda, sem neita að halda svona örkumla löndum uppi lengur. Viðskiptalíkan Kína gagnvart umheiminum er svipað. Þegar þessi viðskiptahagnaðarlönd lenda í aðgerðum viðskiptahallalanda, þá er leikurinn búinn. Þau lenda á vegg og fara í þrot. Pettis kemur inn á þennan þátt þess sem er að gerast núna, síðast í viðtalinu.

En málið með Kína er að það er enga lest að missa af, því Kína neyðist til að sækja eftirspurn eftir því sem það framleiðir til allra annarra en heima hjá sér.

Kína skapar enga eftirspurn í hinu alþjóðlega hagkerfi, heldur mergsjúga þeir það af eftirspurn sem önnur ríki skapa (eins og Þjóðverjar).

Það skapar ekki eftirspurn að byggja nokkur þúsund brýr yfir í ekki neitt. Það skapar hins vegar bólur í hráefnaverði. Og nú gengur þetta ekki lengur hjá þeim vegna skuldafjalls og Kína er að rekast á skuldamúrinn. Í reynd er hagkerfi þeirra ekki svo mikið stærra en það japanska, sem er 6 prósent af heiminum í dag.

Þegar Japan fór í sitt 30 ára hrun, sem varir enn, þá voru það íbúðir Japana erlendis það fyrsta sem þeir þurftu að losa sig við (lesist Kínverjar á vesturströnd Kanada => fjármagnsflótti því ekkert borgar sig lengur heima). Því næst fóru innfluttu bifreiðar hinna efnameiri Japana. Svo fóru sumarhúsin þeirra í Japan og síðan fóru verslunargötur Japans í þrot og urðu að þúsund gjaldþrota götunum.

Þegar Sovétríkin komu undan Marx-jöklinum þá reyndust þau vera aðeins 5 prósent af hagkerfi heimsins. En í langan tíma þóttust þau vera 15 prósent af heimshagkerfinu. Og því trúðu menn líka á Vesturlöndum því "vöxturinn" var hreint "ævintýri líkastur" á sjötta og sjöunda áratugnum í Sovét. Mismunurinn var óendanlega margar byggðar brýr yfir í ekkert.

Þegar Japan hafði blásið sig sem hæst upp með sinni froðu þá sögðu alþjóðlegar hagtölur að landið væri 17 prósent af öllu í heiminum. Það reynist ekki rétt og Japan er núna 6 prósent. Aldrei hafði önnur eins rústun bókfærðra verðmæta átt sér stað. Önnur eins rústun hagtalna hafði ekki sést nema í kerfislægum styrjöldum.

Þegar Kína kemur brátt undan jöklinum þá verður það sennilega 7 prósent af alþjóðahagkerfinu. Í dag er hins vegar sagt að það sé 17 prósent. Mismunurinn er milljón byggðar brýr yfir í ekkert. Þúsund milljón fátæklingar í algerri örbyrgð hanga nú um háls Kommúnistaflokksins.

Það er af engu fyrir okkur að missa. En fyrir Kína er hins vegar um allt að ræða því án erlendrar eftirspurnar eru þeir ekkert. Þýskaland er jafnvel í enn verri aðstöðu, því þeir hafa rústað hagkerfi sínu svo að fyrir vert eitt prósent sem útflutningur hjá þeim minnkar, dregst landsframleiðsla þeirra saman um hálft prósent. Þeir eru á kamrinum og honum er stýrt erlendis. Og hann verður ekki tæmdur á næstunni.

Þess vegna er Merkel með hjartað í buxunum núna, því landið er á leið inn í hroðalega tíma. Öndunarfæri Þýskalands eru utanáliggjandi og sá sem stígur á þau kæfir landið. Þýskaland er fast í vösum kúnna sinna. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.5.2018 kl. 04:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband