Fimmtudagur, 26. apríl 2018
Evran að verða sértrúarmynt. Að reikna sig í hel
Sjálfspyntingar evrulanda
Níu af hverjum tíu gjaldeyrisviðskiptafærslum í heiminum eru í Bandaríkjadölum. Umfangið er 5,1 billjón dala á dag, segir í grein Wall Street Journal í dag
Tveir þriðju allra forða seðlabanka heimsins eru í Bandaríkjadölum
Evran hefur sem forðamynt seðlabanka fallið úr 28 prósentu hlutfalli niður í 20 prósent eftir að í ljós kom að hún leiðir þau lönd sem tóku hana upp frekar inn í þjóðargjaldþrot, en til hagsældar
Hin kínverska mynt undralands á leið í japanskt hrun er 1,2 prósent af gjaldeyrisforðum seðlabanka heimsins og hún er notuð í 1,6 prósentum af greiðslum. Það undraland ásamt Íran bindast nú samtökum um að skáka Bandaríkjadal. Með hverju, veit ég hins vegar ekki
Fyrir evrulöndin snýr málið með evruna þannig að þeim var kastað á bál pólitísks rétttrúnaðar. Á því báli er efnahag evruríkja fórnað svo að pólitísk elíta í ESB-klaustrum geti baðað sig í ösku þeirra við bál rétttrúnaðar, og pískað sig daglega með evrum. Sjálfspyntingar í nafni rétttrúnaðar eru enda evrópsk sérfræði
Næsta skref evrulanda niður til botns er þegar tekið. Heimilum evrulanda var rústað svo að stærstu evruríkin gætu flutt út. Eru þau nú svo útflutningsháð að troll alþjóðavæðingar sem verið er að draga inn, áður tog þess tekur togaraflota heimsins niður, mun koma ESB endanlega fyrir sem hinum nýja þriðja heimi evruríkis. Evrusvæðið sjálft er í trollinu. Ekkert efnahagssvæði veraldar er eins fast í vösunum á viðskiptavinum sínum eins og evrusvæðið. Bara smávægileg pólitísk stefnubreyting í alþjóðaviðskiptum hefur afgerandi áhrif á evrusvæðið
Hinn svokallaði "innri-markaður" ESB var hættuleg tálsýn
Og það sem er enn verra, er að nýjustu rannsóknir á hinum svokallaða innri-markaði Evrópusambandsins (EU-single-market, og þar með einnig EES), sýna að efnahagslegur ávinningur við sameiginlegt markaðsvæði hans er í mesta lagi 1,2 prósent aukning landsframleiðslunnar í heild fyrir þau ríki sem gerðust aðilar að honum fyrst. Hér er átt við uppsafnaðan ávinning. Og fyrir þau ríki sem gerðust aðilar síðar, er ekki um nein jákvæð áhrif að ræða - og í sumum tilfellum eru áhrifin neikvæð. Sem sagt: sé tekið tillit til skekkjumarka er hægt að segja að hinn innri markaður Evrópusambandsins hafi ekkert jákvætt haft í för með sér. Og ef efnahagsleg einangrun í rústum Evrópusambandsins og útflutningsfíkn eru afleiðingar hans, þá hefur svæðið frekar málað sig út í horn heimsins, heldur en hitt
Það dýrmætasta sem til er í heiminum í dag er eftirspurn. Hana hefur Evrópusambandið ekki, því henni var fórnað á altari ESB-trúar. Sambandið er krónískt háð eftirspurn ríkja utan sértrúarprestakalls evrunnar og esb. Og þau segja stopp
Á fullu við að reikna sig í hel
Nú er hinn auglýsingaháði hluti tæknigeira veraldar sennilega á fullu við að reikna sig í hel. Alphabet (Google) kom með uppgjör sitt í fyrrakvöld og þar var kostnaðaraukningin svo hrikaleg að Wall Street sendi virði fyrirtækisins samstundis 5 prósent norður og niður. Þeim ofbauð. Kostnaður í gagnaverum og strengjum til að reikna út gagnslausa taugaveiklunarkippi manna við skjáinn -kallað stórgögn- er sennilega að rekast á vegg tækninnar sem getur ekki lengur fylgt taugaveiklun fólks með mús og fingur eftir. Þessi svo kölluðu tæknifyrirtæki sem byggja alla sína afkomu á auglýsingum eru að reikna sig í hel:
Auglýsingaháð (hlutfall tekna frá auglýsingum)
Google: 86%
Facebook: 98
Twitter: 86
Yelp: 90
Snap: 97
Pandora: 73
Zillow: 71
Ekki auglýsingaháð
Apple: 0%
Netflix: 0
Dropbox: 0
Amazon: 2,6
Microsoft : 7
Spotify: 10
Bookings: 6,6
En bitakeðjan (e. blockchain) er samt verst
Það sama er að gerast í gagnavera-bransa rafmynta. Ekki nóg með að virðisgeggjun rafmynta er orðin verri en túlípana-geggjunardellan var á 17. öld, þá hafa glöggir menn einnig komist að því að sú tækni sem kölluð er bitakeðja er í sjálfri sér enn verri en sjálf hugmyndin um rafmynt, og sem byggir á; jú geðbilun! Og allt bendir til að niðurstaða útreikninga á rafbílum verði sú sama. Þar er allt að verða kolsvart, en ekki grænt, undir húddinu
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 26
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 442
- Frá upphafi: 1389062
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 251
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þetta er nú meira hægriöfgabullið.
Þorsteinn Briem, 26.4.2018 kl. 16:00
Um 330 milljónir manna búa á evrusvæðinu, fleiri en í Bandaríkjunum.
Þorsteinn Briem, 26.4.2018 kl. 16:08
Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð búa milljónir manna í hverju landi fyrir sig og þessi ríki eru með sterka gjaldmiðla.
Danska krónan er bundin gengi evrunnar og Finnland er á evrusvæðinu, þar sem um 330 milljónir manna búa, fleiri en í Bandaríkjunum.
Íslenska ríkið er hins vegar með mjög veikan gjaldmiðil.
Hér á Íslandi hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.
Og falli gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni skiptir launahækkun hér á Íslandi upp á nokkur prósent litlu máli, þar sem vörur og aðföng frá evrusvæðinu myndu hækka hér í verði. eins og margoft hefur gerst.
En á meðan hér eru gjaldeyrishöft getur Seðlabanki Íslands að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.
Og hér á Íslandi var einnig mikil verðbólga þegar vextir hér voru mun lægri en verðbólgan, til að mynda á áttunda áratugnum.
Verðbólga hér á Íslandi á árunum 1940-2008
Hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöruviðskiptum árið 2009, var 60% og hlutfall allra Evrópusambandsríkjanna er að sjálfsögðu hærra.
Árið 2009 komu 65% af öllum vöruinnflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af öllum vöruútflutningi okkar þangað.
Við eigum því að fá greidd laun okkar hér á Íslandi í evrum og greiða hér fyrir vörur og þjónustu í evrum, rétt eins og erlendir ferðamenn hér, sem búa á evrusvæðinu.
Við Íslendingar höfum enga góða ástæðu til að skipta hér evrum í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi gríðarlegum kostnaði.
Euro coins - National sides
Þorsteinn Briem, 26.4.2018 kl. 16:09
Um tíma var ég öryggisvörður í Seðlabankanum og sá á hverju kvöldi þegar ég var þar á vakt að skrifborð Jóhannesar Nordal, seðlabankastjóra á árunum 1961-1993, var þakið alls kyns útreikningum og minnismiðum.
Bankastjórar Seðlabankans voru hins vegar þrír þegar ég var þar öryggisvörður og hinir tveir voru framsóknarmaðurinn Tómas Árnason og sjálfstæðismaðurinn Geir Hallgrímsson.
Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra á árunum 1974-1978 en verðbólgan hér á Íslandi fór í um 50% árið 1975.
Tómas Árnason var fjármálaráðherra á árunum 1978-1979 og viðskiptaráðherra 1980-1983 en það ár fór verðbólgan hér í 84%.
Og alþýðubandalagsmaðurinn Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra á árunum 1980-1983.
Ekki var hins vegar að sjá að á skrifstofum Tómasar og Geirs væri nokkuð unnið, fyrir utan ræstingar.
Skrifborðin voru auð, engar bækur í hillunum, engar tölvur komnar þá og ekki nokkrar mannvistarleifar yfirhöfuð.
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og forsætisráðherra, nú á jötu sægreifanna og kominn út í móa, er einnig mikill töframaður.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.
Verðbólgan hér á Íslandi 1940-2008
Þorsteinn Briem, 26.4.2018 kl. 16:12
Lesendur eru beðnir afsökunar bitakeðjum Steina Briem. Hann sendir þær beint úr gagnaveri sínu við sundin blá.
Þetta kemur. Næst kemur um hægriumferð á Íslandi. Hart keyrt í hægrikanti.
Gunnar Rögnvaldsson, 26.4.2018 kl. 16:33
Gunnar Ég held að Steini sá á kaupi hjá George Soros og fær visst fyrir hverja máls grein en þarna eru um þrjátíu málsgreinar.
Valdimar Samúelsson, 27.4.2018 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.