Leita í fréttum mbl.is

Evran ađ verđa sértrúarmynt. Ađ reikna sig í hel

Sjálfspyntingar evrulanda

Níu af hverjum tíu gjaldeyrisviđskiptafćrslum í heiminum eru í Bandaríkjadölum. Umfangiđ er 5,1 billjón dala á dag, segir í grein Wall Street Journal í dag

Tveir ţriđju allra forđa seđlabanka heimsins eru í Bandaríkjadölum

Evran hefur sem forđamynt seđlabanka falliđ úr 28 prósentu hlutfalli niđur í 20 prósent eftir ađ í ljós kom ađ hún leiđir ţau lönd sem tóku hana upp frekar inn í ţjóđargjaldţrot, en til hagsćldar

Hin kínverska mynt undralands á leiđ í japanskt hrun er 1,2 prósent af gjaldeyrisforđum seđlabanka heimsins og hún er notuđ í 1,6 prósentum af greiđslum. Ţađ undraland ásamt Íran bindast nú samtökum um ađ skáka Bandaríkjadal. Međ hverju, veit ég hins vegar ekki

Fyrir evrulöndin snýr máliđ međ evruna ţannig ađ ţeim var kastađ á bál pólitísks rétttrúnađar. Á ţví báli er efnahag evruríkja fórnađ svo ađ pólitísk elíta í ESB-klaustrum geti bađađ sig í ösku ţeirra viđ bál rétttrúnađar, og pískađ sig daglega međ evrum. Sjálfspyntingar í nafni rétttrúnađar eru enda evrópsk sérfrćđi

Nćsta skref evrulanda niđur til botns er ţegar tekiđ. Heimilum evrulanda var rústađ svo ađ stćrstu evruríkin gćtu flutt út. Eru ţau nú svo útflutningsháđ ađ troll alţjóđavćđingar sem veriđ er ađ draga inn, áđur tog ţess tekur togaraflota heimsins niđur, mun koma ESB endanlega fyrir sem hinum nýja ţriđja heimi evruríkis. Evrusvćđiđ sjálft er í trollinu. Ekkert efnahagssvćđi veraldar er eins fast í vösunum á viđskiptavinum sínum eins og evrusvćđiđ. Bara smávćgileg pólitísk stefnubreyting í alţjóđaviđskiptum hefur afgerandi áhrif á evrusvćđiđ

Hinn svokallađi "innri-markađur" ESB var hćttuleg tálsýn

Og ţađ sem er enn verra, er ađ nýjustu rannsóknir á hinum svokallađa innri-markađi Evrópusambandsins (EU-single-market, og ţar međ einnig EES), sýna ađ efnahagslegur ávinningur viđ sameiginlegt markađsvćđi hans er í mesta lagi 1,2 prósent aukning landsframleiđslunnar í heild fyrir ţau ríki sem gerđust ađilar ađ honum fyrst. Hér er átt viđ uppsafnađan ávinning. Og fyrir ţau ríki sem gerđust ađilar síđar, er ekki um nein jákvćđ áhrif ađ rćđa - og í sumum tilfellum eru áhrifin neikvćđ. Sem sagt: sé tekiđ tillit til skekkjumarka er hćgt ađ segja ađ hinn innri markađur Evrópusambandsins hafi ekkert jákvćtt haft í för međ sér. Og ef efnahagsleg einangrun í rústum Evrópusambandsins og útflutningsfíkn eru afleiđingar hans, ţá hefur svćđiđ frekar málađ sig út í horn heimsins, heldur en hitt

Ţađ dýrmćtasta sem til er í heiminum í dag er eftirspurn. Hana hefur Evrópusambandiđ ekki, ţví henni var fórnađ á altari ESB-trúar. Sambandiđ er krónískt háđ eftirspurn ríkja utan sértrúarprestakalls evrunnar og esb. Og ţau segja stopp

Á fullu viđ ađ reikna sig í hel

Nú er hinn auglýsingaháđi hluti tćknigeira veraldar sennilega á fullu viđ ađ reikna sig í hel. Alphabet (Google) kom međ uppgjör sitt í fyrrakvöld og ţar var kostnađaraukningin svo hrikaleg ađ Wall Street sendi virđi fyrirtćkisins samstundis 5 prósent norđur og niđur. Ţeim ofbauđ. Kostnađur í gagnaverum og strengjum til ađ reikna út gagnslausa taugaveiklunarkippi manna viđ skjáinn -kallađ stórgögn- er sennilega ađ rekast á vegg tćkninnar sem getur ekki lengur fylgt taugaveiklun fólks međ mús og fingur eftir. Ţessi svo kölluđu tćknifyrirtćki sem byggja alla sína afkomu á auglýsingum eru ađ reikna sig í hel:

Auglýsingaháđ (hlutfall tekna frá auglýsingum)

Google: 86%
Facebook: 98
Twitter: 86
Yelp: 90
Snap: 97
Pandora: 73
Zillow: 71

Ekki auglýsingaháđ

Apple: 0%
Netflix: 0
Dropbox: 0
Amazon: 2,6
Microsoft : 7
Spotify: 10
Bookings: 6,6

En bitakeđjan (e. blockchain) er samt verst

Ţađ sama er ađ gerast í gagnavera-bransa rafmynta. Ekki nóg međ ađ virđisgeggjun rafmynta er orđin verri en túlípana-geggjunardellan var á 17. öld, ţá hafa glöggir menn einnig komist ađ ţví ađ sú tćkni sem kölluđ er bitakeđja er í sjálfri sér enn verri en sjálf hugmyndin um rafmynt, og sem byggir á; jú geđbilun! Og allt bendir til ađ niđurstađa útreikninga á rafbílum verđi sú sama. Ţar er allt ađ verđa kolsvart, en ekki grćnt, undir húddinu

Fyrri fćrsla

Alvöru kona fer í frambođ


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Briem

Ţetta er nú meira hćgriöfgabulliđ.

Steini Briem, 26.4.2018 kl. 16:00

2 Smámynd: Steini Briem

Um 330 milljónir manna búa á evrusvćđinu, fleiri en í Bandaríkjunum.

Steini Briem, 26.4.2018 kl. 16:08

3 Smámynd: Steini Briem

Í Danmörku, Noregi og Svíţjóđ búa milljónir manna í hverju landi fyrir sig og ţessi ríki eru međ sterka gjaldmiđla.

Danska krónan er bundin gengi evrunnar og Finnland er á evrusvćđinu, ţar sem um 330 milljónir manna búa, fleiri en í Bandaríkjunum.

Íslenska ríkiđ er hins vegar
međ mjög veikan gjaldmiđil.

Hér á Íslandi hefur veriđ mesta verđbólga í Evrópu, hćsta matvćlaverđ í Evrópu og miklu hćrri vextir en á evrusvćđinu.

Og falli gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni skiptir launahćkkun hér á Íslandi upp á nokkur prósent litlu máli, ţar sem vörur og ađföng frá evrusvćđinu myndu hćkka hér í verđi. eins og margoft hefur gerst.

En á međan hér eru gjaldeyrishöft getur Seđlabanki Íslands ađ töluverđu leyti stjórnađ gengi íslensku krónunnar međ inngripum á gjaldeyrismarkađi.

Og hér á Íslandi var einnig mikil verđbólga ţegar vextir hér voru mun lćgri en verđbólgan, til ađ mynda á áttunda áratugnum.

Verđbólga hér á Íslandi á árunum 1940-2008


Hlutfall evrusvćđisins í útflutningsvog Seđlabanka Íslands áriđ 2010, byggđri á vöruviđskiptum áriđ 2009, var 60% og hlutfall allra Evrópusambandsríkjanna er ađ sjálfsögđu hćrra.

Áriđ 2009 komu 65% af öllum vöruinnflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvćđinu og ţá fóru um 84% af öllum vöruútflutningi okkar ţangađ.

Viđ eigum ţví ađ fá greidd laun okkar hér á Íslandi í evrum og greiđa hér fyrir vörur og ţjónustu í evrum, rétt eins og erlendir ferđamenn hér, sem búa á evrusvćđinu.

Viđ Íslendingar höfum enga góđa ástćđu til ađ skipta hér evrum í íslenskar krónur og ţeim svo aftur í evrur međ tilheyrandi gríđarlegum kostnađi.

Euro coins - National sides

Steini Briem, 26.4.2018 kl. 16:09

4 Smámynd: Steini Briem

Um tíma var ég öryggisvörđur í Seđlabankanum og sá á hverju kvöldi ţegar ég var ţar á vakt ađ skrifborđ Jóhannesar Nordal, seđlabankastjóra á árunum 1961-1993, var ţakiđ alls kyns útreikningum og minnismiđum.

Bankastjórar Seđlabankans voru hins vegar ţrír ţegar ég var ţar öryggisvörđur og hinir tveir voru framsóknarmađurinn Tómas Árnason og sjálfstćđismađurinn Geir Hallgrímsson.

Geir Hallgrímsson var forsćtisráđherra á árunum 1974-1978 en verđbólgan hér á Íslandi fór í um 50% áriđ 1975.

Tómas Árnason var fjármálaráđherra á árunum 1978-1979 og viđskiptaráđherra 1980-1983 en ţađ ár fór verđbólgan hér í 84%.

Og alţýđubandalagsmađurinn Ragnar Arnalds, átrúnađargođ Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráđherra á árunum 1980-1983.

Ekki var hins vegar ađ sjá ađ á skrifstofum Tómasar og Geirs vćri nokkuđ unniđ, fyrir utan rćstingar.

Skrifborđin voru auđ, engar bćkur í hillunum, engar tölvur komnar ţá og ekki nokkrar mannvistarleifar yfirhöfuđ.

Davíđ Oddsson
, fyrrverandi seđlabankastjóri og forsćtisráđherra, nú á jötu sćgreifanna og kominn út í móa, er einnig mikill töframađur.

Stýrivextir
Seđlabanka Íslands voru komnir í 18% haustiđ 2008 og verđbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, ţegar Davíđ Oddsson var ennţá seđlabankastjóri og Árni M. Mathiesen fjármálaráđherra.

Verđbólgan hér á Íslandi 1940-2008

Steini Briem, 26.4.2018 kl. 16:12

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Lesendur eru beđnir afsökunar bitakeđjum Steina Briem. Hann sendir ţćr beint úr gagnaveri sínu viđ sundin blá.

Ţetta kemur. Nćst kemur um hćgriumferđ á Íslandi. Hart keyrt í hćgrikanti.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.4.2018 kl. 16:33

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar Ég held ađ Steini sá á kaupi hjá George Soros og fćr visst fyrir hverja máls grein en ţarna eru um ţrjátíu málsgreinar.

Valdimar Samúelsson, 27.4.2018 kl. 17:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband