Leita í fréttum mbl.is

Odda-samsteypan þolir ekki hálaunaða íslenska kúnna

Hreyfimynd: Donald J. Trump gerði grein fyrir stöðu bandaríska þjóðríkisins á samkundu fólksins í gærkvöldi: þinginu

****

Oddaflug Odda burt af Íslandi hafið

Alþjóðlegur kaupmáttur launa á Íslandi, samkvæmt tölum OECD fyrir 2016, var sá næst hæsti í 35 löndum. Hæstur var kaupmáttur launa í Sviss. En þetta er ekki nóg fyrir Odda. Það er ekki nóg að hafa best borgandi kúnna í 34 löndum og það er ekki nóg að hafa hátt gengi sem eykur enn við kaupmátt Odda gagnvart öllum hinum löndunum, plús ódýrt rafmagn ofan í hið háa vol-og-væl-gengi krónunnar, sem aukið hefur við kaupmátt Odda erlendis, fyrir innfluttar vélar og hráefni

Odda vantar meira. Honum vantar nefnilega þræla á lágum launum. Leyfum Odda að stimpla sig út af íslenska málsvæðinu, en leyfum því ekki að snúa til baka sem þrælaveldi, engum til gagns. Þeir sem skilja þetta munu taka upp þann þráð hér heima sem Oddi sleppir, vegna þess að Ísland er land tækifæranna, en þrælakistur eru það ekki

Fyrirtæki með næst best borgandi kúnna Vesturlanda, en sem hefur ekki efni á að borga laun, á litla framtíð fyrir sér. Það segir sig sjálft. Þess vegna er öld verkfalla og pólitískrar upplausnar að hefjast í ESB, því að í fyrsta sinn í heila kynslóð er full atvinna í Þýskalandi. Fólkinu þar langar í íslenskar aðstæður og það mun nota þetta nýfengna pólitíska vogarstangarafl til að ná fram launahækkun, eftir núll ESB-prósent kaupmáttaraukningu síðastliðin 15 ár, plús ónýtt gengi evru. Milljónir manna á þýskum vinnumarkaði eru samt enn langt fyrir neðan lágmarkslaun, sem eru 8,8 evrur á tímann (1100 krónur, eða rétt yfir unglingavinnutaxta á Íslandi). IG Metall, með fjórar milljónir meðlima, hefur safnað meira en tíu þúsund milljónum evra í verkfallssjóð og rétta stundin fyrir hann er að renna upp einmitt núna. Verði ykkur að góðu. Just-in-time keðan í ESB mun heldur betur hrökkva af tannhjólinu á næstu árum. Stund hefndarinnar er að renna upp í Þýskalandi

Allir hljóta að sjá að EES-samningurinn er brunagildra fyrir Ísland. Skellum verndartollum á innfluttar umbúðir - og prentverk, sem hvort sem er er oft svo lélegt að letrið sést varla

Þeir sem missa þarna vinnuna og hent er á fjóshaug alþjóðavæðingarinnar, verða nú menntaðir í steikingum hamborgara fyrir erlenda ferðamenn. Stjórn Odda hefur hins vegar menntað sig og kompaní sitt út af Íslandi. Farvel!

Fyrri færsla

Hundrað ár liðin frá því að fjölmiðlar sáu ekkert


mbl.is „Samkeppnishæfnin orðin að engu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband