Þriðjudagur, 23. janúar 2018
Þegar gamla Sovétið átti að verða stærst. Í dag er það Kína
Myndskeið: Hin smáu Cherbourg-skip nýja þjóðríkisins - 1969
****
"Þjóðhagfæðingar" sem vita hvorki hvað þjóð né þjóðríki er - og heldur ekki hvað Biblían (sjálf uppskriftin að þjóðríkinu) er?
Þeir sem þekkja ögn til í heimi þjóðhagfræðinnar vita að Paul Samuelson var fyrsti bandaríski hagfræðingurinn sem hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfærði og það gerðist árið 1970. Það merkilega við þennan prófessor var örugglega margt. Biblíur hans eru því víða í bókahillum enn. En það merkilegasta finnst mér vera spá hans um Sovétríkin. Kannski var það hennar vegna að sænska seðlabankaða akademíuelítan verðlaunaði hann. Hann spáði nefnilega því að sovéska hagkerfið myndi taka framúr bandaríska hagkerfinu að stærð. Og það átti að gerast árið 1984. Þá yrði sovéska þjóðarframleiðslan orðin stærri en sú bandaríska
Þetta finnst mér ekki merkilegt fyrir það hversu röng spá Samuelsons reyndist, heldur finnst mér þetta merkilegt vegna þess að Sovétríkin voru ekki og myndu aldrei verða hluti af Frjálsverslunarkirkjunni, sem væntingafullir lófar svo margra néru sér saman um (e. free trade). Og ekki nóg með það, heldur uppfræði Nóbelsverðlaunahafinn spá sína þegar hún gekk ekki eftir. Og það oftar en einu sinni. Hann flutti 1984 bara lengra inn í framtíðina - þar sem hún svo skyndilega varð uppseld. Væntanlegu og framfluttu sovésku heimsmetsárin hans 2002 og 2012 runnu aldrei upp. Bara allt þegar farið til fjandans og enn lengra árið 1989. Sovétríkin áttu sem sagt að verða stærst og mest án fríverslunar. Ja hérna. Svarið hér er auðvitað það að þarna var svo kölluð "frjáls verslun" ekki enn orðin að nýjum og viðteknum trúarbrögðum. Sú rétttrúandi kirkjudeild opnaði fyrst þegar sú sovéska lokaði. En hvað gerðist svo næst?
Jú. Fjórum árum eftir 1970 fékk annar snillingurinn Nóbelsverðlaunin í hagfræði. Hann hét Friedrich Hayek. Margt var örugglega einnig merkilegt við þann mann. Hann hafði rétt fyrir sér um margt. En rangt hafði hann líka fyrir sér um ofboðslega mikilvæga hluti, eins og Samuelson. Hayek vissi ekkert um þjóðina, þjóðríkið og þjóðarlöggjöf sem stofnanir. Hinn króníski líberalisti Hayek lagði nefnilega til í ritgerð sinni árið 1939, að skipta þyrfti út sjálfstæðum þjóðum og þjóðríkjum þeirra fyrir eins konar alheimsríki, eða alheimsríkisamband þar sem heimslög myndu ríkja. Þetta væri nauðsynlegt í nafni líberalismans
En Líberalismi er nýleg og algerlega öndverð stjórnmálaskoðun við Íhaldsstefnuna sem varð til sem stjórnmálaafl í Englandi á 14. og 15 öld. Líberalismi kom til sögunnar hundruðum árum síðar með sósíalistanum John Locke, sem var að minnsta kosti jafntakmarkaður og Hayek, eins og sést á Frakklandi enn þann dag í dag, og á heimsveldi líberal sérfæðingaveldisins sem klessukeyrði sig algerlega árið 2009. John Locke vissi lítið hvað hann var að gera með ritgerðadundi sínu og Hayek vissi ekki að Locke vissi lítið sem ekkert mikilvægt um það sem hann var að segja. Og nú er komið að hagfræðikirkjudeild Hayek að falla eins og sovétinu gamla. Fyrst voru það Sovétríkin, svo er það Kína í dag og þessi árin er það líberalisminn sem kominn er langt langt fram yfir síðasta söludag. Reyndar þoldi hann aldrei notkun
En menn þurfa ekki að hafa svo miklar áhyggjur, því það var þjóðríkisvaldið sem bjó til kapítalismann með lögum. Og þau lög geta aðeins fullvalda þjóðríki sett. Lögin um takmarkaða ábyrgð hlutafélaga er það sem bjó kapítalismann til. Annars þyrftu öll þjóðleg sem alþjóðleg fyrirtæki að hafa einkaher sér til varnar, því aðeins einn drepinn maður myndi þá koma öllum á hausinn. Þess vegna þurftu ítalskir bankar sem opnuðu útibú fyrir utan landssteinana að hafa einkaher til að gæta peninganna. Lög um hlutfélög með takmarkaða ábyrgð voru þá ekki til og gátu ekki verið til því þjóðríkin voru ekki til, nema sem sjálf uppskriftin að þeim í Gamla testamentinu. Eini valkosturinn við þau voru andskotans heimsveldi úniversalista; þ.e. keisaraveldið og þar með þrælaríkið og nýja Sovétríkið, verstu plágur mannkyns frá upphafi. Einungis hið forna Ísraelsríki úr Biblíunni þar sem Dabbi var kóngur, gat vísað Íhaldsmönnum síðari tíma veginn - og hann fóru þeir og stúderuðu lög þess og gerðu sé mat úr einmitt þeim. Þess vegna eru Bandaríkin öflugasta hagkerfi og þjóðríki allrar mannkynssögunnar frá upphafi fram til dagsins í dag. Ekkert kemst með tærnar þar sem þau hafa hælana
Enginn myndi til dæmis senda einkapersónunni mér alla þá peninga sem brautryðjandi ítalskir bankar höfðu til varðveislu og lánuðu út á miðöldum, og enginn lífeyrissjóður myndi lána mér einn túkall gegn persónulegri ábyrgð og allra síst myndu þeir lána Locke og Hayek persónulegt stórfé út á andlit þeirra, til þess að reka bara eitt fyrirtæki sem þeir með hundrað prósent öryggi myndu koma á hausinn innan 24 klukkustunda, sökum snilligáfnafars
Ég er Íhaldsmaður. Hinir hafa því miður ekki minnstu hugmynd um hvað það er sem býr til öflugasta og lífvænlegasta hagkerfi veraldar. Bara Íhaldsmenn vita það, því aðeins þeir virðast vita hvað þjóð og þjóðríki er - og geta þar af leiðandi haldið uppi vörnum fyrir þau. Restin fer til helvítis. Þess vegna verða menn að vita What Is Conservatism? - annars lendum við öll.. þið vitið hvar
Fyrri færsla
Eftir endurtalningu fékk SPD samþykki til stjórnarmyndunarviðræðna. Flokkurinn að hverfa
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 15
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 741
- Frá upphafi: 1390546
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 459
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þetta sem þú skrifar um Hayek er merkilegt og sérstaklega í ljósi þess að hann var lærisveinn Ludwig von Mises, og um Mises má segja þetta:
- Mises lagði grunninn að allri umræðu um hinn svokallaða reiknivanda sósíalískra hagkerfa, en hann felst í því að án einkaeignarréttar getur aldrei myndast rétt verð sem stillir af framboð og eftirspurn af hlutum. Ráðstjórnarríkin fálma því um í myrkri þegar þau reyna að nýta takmarkaðar auðlindir til að framleiða nauðsynjar sínar og vopna. Hayek bar þennan kyndil áfram og var að því hliðhollur lærimeistara sínum.
- Mises lagði einnig grunninn að þeirri lýsingu á hagkerfissveiflum sem Hayek vann frekar að og fékk Nóbelsverðlaun fyrir rétt eftir dauða Mises (Mises var of umdeildur til að geta hlotið Nóbelsverðlaun svo til að verðlauna kenningar hans þurfti að veita Nóbelinn til lærisveins hans sem var síður umdeildur). Hér var Hayek því enn hliðhollur lærimeistara sínum.
- Mises var mikill talsmaður þjóðríkisins. Raunar talaði hann fyrir að það ætti að vera heimilt fyrir alla að rífa sig lausa frá einhverju ríkisvaldi og stofna sitt eigið. Hér virðist Hayek hafa vikið frá skoðunum lærimeistara síns, því miður.
Það má því segja að þar sem Hayek fylgdi lærimeistara sínum, Mises, þá hafi hann haft rétt fyrir sér, en þar sem hann veik af leið hafði hann rangt fyrir sér.
Ég hef núna fengið enn fleiri ástæður til að kalla mig "Misesian" frekar en "Hayekian".
Geir Ágústsson, 23.1.2018 kl. 09:56
Þakka þér Geir minn kæri.
Það eru bara til tvö lög í heiminum. Yankee Doodle og svo hitt, sem er það ekki.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.1.2018 kl. 10:39
Afsakðið en hérna er þetta.
Lag-1, Ronald Reagan og Horowitz: Yankee Doodle
Lag-1 og ljóð, fyrir neðan: Yankee Doodle
Og lag-2, sem ég kann ekki, en það er ekki Yankee Doodle, og er það því ekki hér.
Gunnar Rögnvaldsson, 23.1.2018 kl. 11:08
Ronald Reagan sagði margt, sumt skrýtið, annað fyndið:
https://www.youtube.com/watch?v=wrRTau5jusU
Geir Ágústsson, 23.1.2018 kl. 11:20
Ég þakka kennsluna, og Þú talar um trúarbrögðin okkar, það er að mínum skilningi, nústaðreyndatrúna, sem er aðal trúin okkar, akademisk trú.
Þessi akademiska trú er breytileg, eftir því sem háskólarnir breyta kennsluefninu, samanber árið 1900 fyllti eterinn rúmmið, svo kom Einstein og fleiri með að rúmmið væri tóm,og 1980 til 1990 þá var rúmið súpa.
Ég var að sjálfsögðu uppalin af skóla musterunum í Einstein trúnni, að rúmmið væri tóm.
Biskupar fyrri alda, voru forvígis menn menntunar, og þá nústaðreynda trúar hvers tíma.
Og aftur þakka ykkur báðum kennsluna.
Egilsstaðir, 23.01.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 23.1.2018 kl. 12:39
Alltaf góður Gunnar, þessi fer í skjalageymsluna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.1.2018 kl. 18:50
- Takk fyrir krækjuna Geir.
- Og þakka þér innlitið og skrif Jónas.
- Kærar þakkir Ómar.
Gunnar Rögnvaldsson, 23.1.2018 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.