Leita í fréttum mbl.is

Svíþjóð orðin skít-hrædd

Einu sinni enn hafa Kúrekarnir verið sóttir Evrópu til bjargar. John Fogerty styður auðvitað Donald J. Trump, hvað annað?

****

Það er með eindæmum að hlusta sjálfskaparvítisvolið sem kemur frá Svíþjóð um þessar mundir. Hræðslan við innlimun hluta Svíþjóðar í Rússland hefur allt í einu ekkert minnkað þrátt fyrir að Svíum af Svíum og ESB væri sagt að innlimun þeirra í Evrópusambandið 1994 væri "eini valkosturinn" við það að vera í bandalagi við hábölvuð Bandaríkin. Svíar eru orðnir verulega hræddir um að Rússland ráðist á land þeirra, þrátt fyrir að landið hafi til rústunar verið innlagt á Evrópusambandshælið frá 1994

Nú fer að líða að því að Múhameðstrúarlöndin í Svíþjóð neiti að viðurkenna Stokkhólm sem höfuðborg Svíþjóðar og flytji sendiráð sín til Malmö. Þaðan geta síðan pólitískt trúarlegar stofnanir hinnar nýju höfuðborgar Nýju norðausturlanda náð með eldflaugum sínum bæði til Stokkhólms, Kaupmannahafnar og í neyðartilfelum til Helsinki

"Alþjóðasamfélagið" mun svo ávíta Stokkhólm fyrir aðför að rétttrúnaði, sem er réttur en Stokkhólmur rangur. Svíþjóð verður að sjálfsögðu gert að klippa á öll tengsl sín við Norðurlönd. En bíddu, kannski verður það öfugt

Munu Pólverjar koma Svíþjóð til bjargar? og bjóða því inn í Intermarium, sem Donald Trump vígði ósýnilega sýnilega formlega í Varsjá síðasta sumar. Það er stóra spurningin

Ekkert hefur komið út úr vist Svíþjóðar í Evrópusambandinu annað en tært helvíti. Nálagst nú hin árlega heimsókn ECB-aukaseðlabanka Þýskalalands til nýlendunnar Svíþjóð, til að gera þar hina annaðhvort árslegu úttekt seðlabankans á því hvernig landinu gengur með að taka upp stálfátæktarevrur Þýskalands. Konvergens-rapppppport 2018 kemur svo út í júní, því sú síðasta var fyrir árið 2016

Tengt

Stærsta æfing sænska hersins í 20 ár hófst í dag. Edrúsaft sent til Stokkhólms (September 2017)

Fyrri færsla

Vírusvörnin sem reyndist njósnahugbúnaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta er smá missliningur hjá þér.

Fæstir Svíar hafa nokkrar áhyggjur af innlimun í Rússland ,samkvæmt könnunum.

Hinsvegar er gífurlegt hagsmunamál fyrir Sænska heregagnaiðnaðinn að komast inn í NATO og þeir pressa stíft á það með dyggri aðstoð hersins.

Svíar eru í vandræðum með Gripen þoturnar og Kafbátaiðnaðinn hjá sér af því þeir hafa ekki aðgang að ríkustu viðskiftavinunum.

Það er lífsspursmál fyrir þessi fyrirtæki að komast inn í NATO.

En  almenningur er ekki auðblekktur,þess vegna þarf að hafa stórar sýningar og öflugann áróður.

Borgþór Jónsson, 9.1.2018 kl. 11:03

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Borgþór.

Gott að vita að stærsta æfing sænska hersins í 20 ár hafi bara verið skógarferð skattgreiðendum til skemmtunar. Og svo að ráðgjöf almannavarna til almennings um að eiga minnst vikuforða af mat og standsetning öryggisbyrgja í landinu sé bara útaf engu, þar sem "ný könnun" staðfesti hversu rugluð yfirvöld eru. Þetta er gott að vita. Ný þjóðaröryggisstefna Svíþjóðar byggist náttúrlega á vikulegum skoðanakönnunum. Það er klárt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.1.2018 kl. 11:52

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekki að undra að Sviar seu orðnir hræddir. Þeim hefur alltaf stafað ogn af Russum og nu hafa þeir opað bakdyrnar upp a gatt fyrir fimmtu herdeildinni.

Ragnhildur Kolka, 9.1.2018 kl. 19:43

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Meðal "Svía", er Rússagrýlan aðhlátursefni ... jú, það má búast við að 10 þúsund "kátir" Rússar ráðist inn í Svíþjóð.  Annars vita flestir, að það er verið að ráðast á Rússa, því þeir einir eru með olíu, gas og aðrar auðlyndir, sem Evrópa á ekki baun af.  Meira er svo illa farið fyrir Evrópu, að Bandaríkin kaupa gas af Rússum, og selja það síðan "second hand" til Evrópu, sem nýflakaðan fisk.

Íslenska gáfnafarið, virðist með tíð og tíma að vera sigla sömu leið og hið Evrópska ... niður í skítasvaðið.

Örn Einar Hansen, 9.1.2018 kl. 22:40

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Gunnar. Þetta er ekki almenningi til skemmtunar. Þetta er til að sannfæra almenning um að það sé nauðsinlegt að ganga í NATO.

Miklir peningar eru í húfi.

En almenningur er einfaldlega ekki hræddur,enda engin hætta á ferðum

Borgþór Jónsson, 10.1.2018 kl. 11:21

6 Smámynd: Merry

Eins og Borgþór sagði það er nauðsynlegt fyrir Svíðjóð að koma í NATO. Spurning hvort það verður hægt þegar það er kominn svo margar mohammedstrúar þangað.

Merry, 10.1.2018 kl. 12:07

7 Smámynd: Merry

Auðvitað Tyrkland er aðili. Víð sjáum til.

Merry, 10.1.2018 kl. 12:14

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sjálfskaparvíti? Líklega búast sænskir þá við síðbúinni hefnd fyrir innrás herja Karls svíakonungs í Rússland forðum. 

Kolbrún Hilmars, 10.1.2018 kl. 15:01

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég tel að ástæða Svía að vilja vera meðlimir í NATO sé að þeir eru búnir og koma til með að eyða miklum fjármunum í hælisleitendur og hafa þess vegna ekki efni á að fjármagna herinn.

Kvað er til ráða; jú ganga í NATO og láta Trompið og USA skattgreiðendur um varnir Svía eins og þeir gera fyrir restina af ósjálfbjarga Evrópuþjóðir.

Svo einfalt er þetta nú.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.1.2018 kl. 17:08

10 Smámynd: Snorri Hansson

Það væri ef til vill ráð að hringja í Pútin ?

Snorri Hansson, 10.1.2018 kl. 17:16

11 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það er algjör katastrof fyrir Svíþjóð að ganga inn í Nato. Í fyrsta lagi, hefur Svíþjóð notið þess að vera "framleiðandi" ýmissa hluta, svo sem hergagna, í stað þess að vera kaupandi.  Ef þeir ganga í Nató, verða þeir kaupendur og ekki framleiðendur.  Síðan er "mótstaða" Rússa við Svia, afskaplega hjákátleg eins og er ... Rússar hafa nákvæmlega ekkert gagn af Svíþjóð, en margir innan Svíþjóð, eins og Bergþór benti á, sjá sér hag í að auka á Rússagrýluna ... eitthvað, sem Svíar munu iðrast svipað eins og "eiturlyfjagrýlan" sem lögreglan og tollarar í Svíþjóð básunuðu út á tímum áður en ESB gekk í garð.  Slíkt var einungis gert til að "telja" mönnum trú um að landamæra lögregla væri nauðsyn, vegna hinna gífurlega eiturlyfjaflutnings frá Danmörku ...

Bull, frá upphafi til enda ... sem Svíþjóð, iðrast fram til dagsins á morgun.

Örn Einar Hansen, 10.1.2018 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband