Leita í fréttum mbl.is

Ný iðnbylting krefst auðvitað byltingar

Work Done in 1930 original

Verktakafyrirtækið Inc. auglýsir: "Unnin verk okkar á árinu 1930". Donald J. Trump er að sjálfsögðu verktaki. Borgarastyrjöldinni í Bandaríkjum lauk árið 1865, en aðeins 50 árum síðar framleiddu Bandaríkin helming alls þess sem framleitt var í heiminum. Kína er landfræðilega rústuð rauðspretta

****

Engin iðnbylting hefst á öskuhaugunum. Í síðustu viku var heiminum gert ljóst að svo alvarlegir gallar eru í öllum örgjörvum er knýja næstum alla tölvun í heiminum, að vonlaust er að bæta úr svo gott sé nema með því að henda þeim á haugana. Og þetta er einungis byrjunin á því sem koma skal og stýrikerfi tölvunar eru einnig ónýt. Það er þetta drasl sem misvitrir stjórnmálamenn nútímans eru að nota í pólitískum áróðri sínum, eins og þeir gerðu þegar þeir sögðu okkur að dísilvélar í bifreiðum væru nýr guð. Nýjasti guðinn þeirra átti hins vegar að vera sjálfkeyrandi. Keyrt hefur hann sig nú í þessa klessu

Tölvunar-koncept sem byggir á því að öll núll og allar eittur séu eins, á litla framtíð fyrir sér. Þannig tölvur geta ekki vitað hvor þær eru að drepa eiganda sinn eða þjóna honum. Og þannig eru tölvur í dag: þær geta ekki vitað hvort þær eru að keyra vírusa og glæpi eða ekki. Þær munu aldrei skilja á milli löglegra og ólöglegra aðgerða. Líkami okkar lifir af því að hann veit hvað hann má og má ekki samþykkja sem góðar og gildar bakteríur og veirur

Ný iðnbylting krefst einnig þess, ef hún á að byggja á tækni, að þénusta hennar byggist ekki á ódýru vinnuafli hinumegin á hnettinum. Þrælahald er ekki bylting og alþjóðavæðing er hvorki bylting né framfarir. Hún er afturför

Nýju föt keisarans taka á sig ýmsar myndir. Allt frá túlípönum til dot.com og sjálfkeyrandi battería - með ónýtri tölvunartækni. Það er að segja:  Sjálfsmorðið H/F

Fyrri færsla

Donald J. Trump gerbyltir heilbrigðiskerfum Vesturlanda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Enn og aftur takk fyrir snilldarpistla Gunnar,.

"Ný iðnbylting krefst einnig þess, ef hún á að byggja á tækni, að þénusta hennar byggist ekki á ódýru vinnuafli hinumegin á hnettinum. Þrælahald er ekki bylting og alþjóðavæðing er hvorki bylting né framfarir. Hún er afturför".

Mikið er ég sammála þér en ég vil meina að þessi atlaga að borgarlegum gildum og kapítalismanum, sé knúin áfram af hagsmunum Örfárra auðmanna, sem knúið hafa í gegn ákveðna hagstefnu eða hagtrú sem þjónar markmiðum þeirra um veikingu ríkisvaldsins svo þeir geti fyllt uppí tómarúmið.

Nú, þú vilt meina eitthvað allt annað, eins og gengur og gerist.

En spurning mín var að biðja um sýn þína á hvað kemur, svona ef við lifum af þær hamfarir sem auðsöfnun hinna Örfáu mun óhjákvæmilega leiða yfir mannkynið.

Hvernig verður stýrikerfi sjálfvirkninnar?, því tölvan er komin til að vera.

Og hvað knýr áfram næstu iðnbyltingu, ef ruslið gerir það ekki??

Völva Vikunnar er alveg hundónýt, svo það er alltí lagi fyrir venjulega Jóna að spá í spilin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2018 kl. 16:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar.

Það verða engar hamfarir vegna þess að einhverir eigi meiri peninga en aðrir. Það er nú einu sinni þannig sem hægt er að fjármagna framfarir best. Ég hef ekki minnistu áhyggjur af því að auður hrúgist upp hjá hinum eða þessum. Þeir geta ekki neytt fleiri máltíða en þú eða ég á dag við það. En þetta er hins vegar rökrétt afleiðing af minni fátækt í heiminum, að menn verði ríkari og þá miklu ríkari en áður hefur þekkst. Mannkynið hefur aldrei verið eins ríkt og það er í dag. Ég kaupi til dæmis ekki þá goðsögn að til sé hinn eða þessi múr hvað varðar markaðsvirði fyrirtækja. Því fleiri sem verða ofsaríkir, því betra fyrir alla. Og það verður alltaf misskipting, því hún er af hinu góða. Hún býr til framfarir.

En samt er það þannig að þó svo að allt fljóti í peningum þá þýðir það ekki endilega að tækniframfarir verði. Þær framfarir eru stundum svo erfiðar að ofurmannlegt átak þarf til. Til dæmis eins og Apollo tunglferða-prógrammið var. Það hefði aldrei tekist með því að láta það byggjast á úthýsingu verkefna til ódýrari landa. Svona risaskref kosta ofboðslega og þau eiga að kosta mikið, því ef þau kosta lítið þá verða svona  framfarir bara alls ekki.

Við á Vesturlöndum höfum misst af framförum vegna þess að ákveðnum tæknigeirum var hlíft við að byggja afkomu sína á bleeding-edge framförum sem kosta alveg hroðalega mikið, en sem gefa svo af sér ofboðslega mikið á meðan þær eru að ryðja sér til rúms. Þeim var veitt frí frá písknum. Þau hvíldu á lárviðarlaufum og þar erum við í dag.

Ef ég vissi hvað framtíðin hefur upp á að bjóða þá væri ég ríkasti maður í heimi. En ég veit þetta ekki. Ég veit ekki hvað mun koma. Því ef ég vissi það þá verður svo sannarlega um egna tæknibyltingu að ræða. Hlutverk sannra tæknifyrirtækja er að vita það sem ég veit ekki og að vita það sem enginn veit, nema þau. Þau ein vita, annars eru þau ekki sönn tæknifyrirtæki.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.1.2018 kl. 17:06

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2018 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband