Leita í fréttum mbl.is

Tölvunarbransinn kominn í dauðastríð

US Exports of Crude Oil - Thousand Barrels per Day - October 2017

Mynd: hráolíuútflutningur Bandaríkjanna í október 2017

Eitt öruggt merki um að eitt tímabil sé að líða undir lok og að annað sem enginn veit enn hvað er, er að hefjast, er þegar örvænting verður helsta söluvaran. Þá hefst sá tími er örvænting nær tökum á þeim sem þykjast vinna við smíði nýrrar framtíðar, en sem þeir vita samt ekki hver né hvar er

Segja má að allur tölvunargeirinn sé að líða undir lok sem sú þekkta stærð sem hann áður var. Hann var hnífseggin sem skar okkur leið inn í framtíðina sem einungis tækifyrirtæki sáu, vegna þess að þau voru einmitt tæknifyrirtæki

En nú er sú framtíð sem sá geiri sá, fyrir langa löngu hingað komin og alla leið niður í maga neytenda og jafnvel enn lengra. Enginn í bransanum veit hvað gerist næst og örvæntingin grípur um sig, vegna þess að það er hlutverk tækifyrirtækja að vita hver framtíðin er og hvar hún er

Bransinn er því byrjaður að tryllast vegna þess að hann hefur ekki minnstu hugmynd um hvað gerist næst né hvaða nýja tímabil er að hefjast á meðan því gamla sem hann kunni svo vel, er að ljúka. Bransinn er því að tryllast. Hann reynir að troða tækni sinni inn í til dæmis ísskápa og hrærivélar og tengja þau við veraldarvef, sem jafnframt einnig er að komast í þrot. Og hann reynir líka að troða sér inn í ökutæki. Þetta er merki um mikla örvæntingu. Að láta þakrennur vökva stofublóm, er nú eins og það er

En svæsnasta merkið um örvæntingu bransans eru svo kallaðar rafmyntir. Þegar þær takast á loft þá veit maður að bransinn er við það að byrja að falla saman undan eigin þunga. Hann veit í reynd ekki hvað hann á að taka sér fyrir hendur næst, því hann veit ekki enn að tímabili tölvunarbransans í núverandi mynd er lokið - og hann veit ekki hvað kemur næst. Það veit ég ekki heldur. En það verður ekkert af því sem nú glymur hæst í tómri tunnu

Tölvunartæknibransinn mun ekki bylta ökutækjabransanum, heldur mun tölvunartæknibransanum verða umbylt af hinum óþekktu. Bransinn stendur ekki lengur undir nafni. Hann er ekki lengur tæknibransi, nema að litlu leyti. En það verða sem sagt ekki bifreiðar, ótengdar hrærivélar né fáránlegar starfrænar rafmyntir sem leysa tilvistarvanda tölvunarbransans

En hitt veit ég, að hráolíuútflutningur Bandaríkjanna sló öll met í október. Hann var 1,73 milljón tunnur á dag. Take that Mr. Putín. Take that

Það styttist í rússnesku ragnarökin. Þau kínversku eru hins vegar þegar mætt á staðinn. Þau heita stórhert einræði og ekki að ástæðulausu. Kína er að falla saman. Tekst honum herranum að soppa það? Það veit ég ekki. Eitt er að segja en annað er að gera. Að gera, er alltaf það erfiða

Fyrri færsla

Ég óska öllum gleðilegra jóla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar Nokkuð gott eins og venjulega. Kaninn byrjaði að flytja út olíu þegar Alaska olían byrjaði að renna síðan aftur þegar þeir sáu að það var ekki til ethanol til að blanda eins og lög gerðu ráð fyrir á þeim Obama tíma. Við ættum að kaupa olíu að USA. Gleðilegt nýtt ár.

Valdimar Samúelsson, 30.12.2017 kl. 22:56

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta kom mér á óvart með tölvunarbransann. Ég hélt að hann væri framtíðin. En nú hugsa ég kannski óvænt öðruvísi.

En Kaninn er framtíðin en ekki Asía þó að Bjarni Ben haldi það.

Gleðilegt ár Valdimar og Gunnar, þið eruð þó með réttu ráði alltaf þegar aðrir vaða reyk..

Halldór Jónsson, 31.12.2017 kl. 12:05

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Valdimar

Já gleðilegt nýtt ár og þakka þér það gamla.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.12.2017 kl. 13:41

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Halldór

Það er öruggt Halldór að tölvun í núverandi mynd verður ekki með okkur mikið lengur. Konceptið "computing" er hannað til að mistakast, bregðast, valda skaða og eyðileggingu, nema að það sé ekki notað í nútímalegu samhengi. Virkar sæmilega sem einangrað kerfi lokað inni í skáp þar sem enginn mannleg hönd kemur þar nálægt og sem ótengt eyju-kerfi við ekkert nema sig sjálft. Grunnur þess var lagður fyrir tæknilega séð ljósárum síðan.

Þénustan í geiranum er farin, og þetta er orðið að tómatsósumarkaði. Sú sósa verður með okkur áfram sem aukaatriði eins og Tabasco, sem lifað hefur á aukinni útbreiðslu og notkun í 140 ár, í stað þénustu á hverja einingu. Tabasco er í eðli sínu ekki tæknifyrirtæki og verður það aldrei. Það sama er að segja um tölvunarbransann eins og hann er orðinn. Þetta eru að verða kolanámustörf nútímans. En dauðastríð bransans er hafið og mun vara í töluverðan tíma.

Já Kaninn er framtíðin. Þar munu fæðast flest börn í einu landi veraldar eftir aðeins 30 ár. Kína er að undirbúa örvæntingarfulla styrjöld gegn sjálfu sér. Hún mun tæta landið í sundur. Landi sem byggist á bakpoka með fjögur þúsund ára villimennsku er ekki hægt að breyta. Það þarf að deyja fyrst, aftur og aftur og endalaust.

Gleðilegt nýtt ár og þakka þér það gamla.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.12.2017 kl. 14:12

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með máli þínu Gunnar Rögnvaldsson. 

Vænti þér ánægjulegra áramóta og gæfu á komandi ári,  sem og þínum ágætu gestum hér. 

Hrólfur Þ Hraundal, 31.12.2017 kl. 15:08

6 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Svo sammála með 4ju iðnbyltinguna. Hún er hvergi nærri því ekkert aukalega gerist fyrr en kominn er orkugjafi sem nýtist um ófyrirséða framtíð. Þessi söluvara tölvuiðnaðarins minnir um margt á internetbóluna. Margt hægt að gera en eftirspurnin var ekki til staðar. Þegar upp var staðið snerist þetta um að halda uppi virði hlutabréfa.

Takk fyrir pistlana. Alltaf gaman að lesa texta sem er ekki um of blindur af fjöldanum. Með öðrum orðum ég fagna fjölbreyttum skoðunum.

Rúnar Már Bragason, 31.12.2017 kl. 16:28

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur Hrólfur og Rúnar og ég óska ykkur gleðilegs nýs árs.

Og takk fyrir það liðna Hrólfur!

Gunnar Rögnvaldsson, 31.12.2017 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband