Leita í fréttum mbl.is

Kína veikist og Rússland veslast upp

Það er til marks um furðumikla firru hve margir eru áttavilltir þegar að málefnum Kína og Rússlands kemur

Staða Kína sem ríkis er sú, að gripið hefur verið til þess gamla og vonlausa ráðs að gera forsetann að full-hertum einræðisherra. Hann var hertur, en almennur borgarinn var hins vegar skertur, vegna þess að nú á að reyna, eina ferðina enn, að halda landinu saman með stórhertum terror, hrikalegum úthreinsunum og eignarnámi. Þetta er svo stórt og blikkandi veikleikamerki að engum nema hámenntuðum mönnum í gömlum sovétfræðum, alþjóðakukli eða slíku dettur í hug að túlka slíkt sem merki um styrkleika. Staða Kína er sú að það þarf á harðasta einræðisherra að halda til að halda sér saman sem ríki, því þar gengur flest hroðalega illa. Svo illa að hertur einræðisherra er settur fólkinu til höfuðs og hersýningar settar á svið suður í höfum og norður á hjörum, til þess eins að slá ryki í brostin augu borgaranna. Einræðisherrann og flokksklíkan í kringum hann veit auðvitað vel hvaða hörmungar eru í vændum. Þess vegna þarf að hella stórauknu einræði út í steypuna svo að hún hafi séns á að halda hinu kínverska misfósturs-klístri flokksins saman. Engin járnabinding er í þeirri steypu. Hún er bara einn gamaldags bunker í kringum komma með fjögur þúsund ára steypuklossa í bakpoka

Rússland er núna á sínum síðustu árum sem eitthvað er líkist því ríki sem varð til á meðan olíuverð var yfir 80 dalir tunnan. Þrír fjórðu hlutar ríkisfármala Rússlands koma frá orkusölu og varasjóðir þess frá henni eru nú að tæmast. Rússland getur ekki lengur sent peninga út í jaðrana sem halda ríkinu saman og verja það. Það hefur ekki efni á því. Almenningur er að missa þolinmæðina og ríkisstjórnin getur ekki lengur fóðrað hann á hersýningum í Austurlöndum nær. Förin þangað hafði engan annan tilgang en að reyna að blekkja kjósendur heima fyrir. Lágt olíuverð tók tappann úr Sovétríkjunum sálugu

Kína og sérstaklega Rússland eru að veikjast stórlega. Því veikari sem þau verða, því hættulegri eru þau sem ríki. Stórhættuleg öðrum ríkjum, en þó sérstaklega hættuleg sínum eigin borgurum. Þessi tvö ríki eru að komast í steik. Þau eru að veslast upp og mikil hætta mun stafa frá einmitt því ferli

Ef það eru einhver tvö stórríki sem þola ekki návist hvors annars þá eru það Rússland og Kína

Aldir Bandaríkja Norður-Ameríku eru að renna upp. Þær næstu aldir mun pólitískan stöðugleika að mestu aðeins vera að finna einmitt þar. Allur landmassi Evrópu-Asíu (EurAsia) og Austurlanda nær er að þykkna upp. Og hann mun aðeins halda áfram að þykkna- og brotna upp. Í ótal spóna

Aðeins vesturhvel jarðar verður pólitískt stöðugt. Þar á Ísland sem betur fer heima, en ekki Evrópa. Línan milli austur- og vesturhvels jarðar liggur í gegnum Greenwichþorp Bretlandseyja. Og Stóra-Bretlandið það, haggast bara ekki

Fyrri færsla

Smíði nýs NATO heldur áfram. Theresa May flaug til Varsjár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll vertu Gunnar.

Ég verð nú bara að láta í ljós þá skoðun mína á heimsmynd þinni, að mér þykir hún undarleg og eitthvað úti á túni.

Pútín er elskaður og virtur og nýtur a.m.k. 80% stuðnings þjóðar sinnar og hvað Kína varðar, þá er samanburðurinn við Bandaríkin svipaður og að bera saman þær Rhiönnu og Joan Collins (í dag)

Annars óska ég þér gleðilegs komandi árs og vona að þú sjáir þér fært að fara á HM næsta sumar og síðan ef til vill til Kína, svo þú getir metið ástandið með eigin augum.

Jónatan Karlsson, 24.12.2017 kl. 10:54

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jónatan.

Enginn ferðamaður getur metið ástand neins lands með "réttum augum" því augu hans eru aðeins augu ferðamanns. Engin "eigin augu" sáu Sovétríkin andast og liðast í sundur. En þau gerðu það samt. "Eigin augu" og svo kölluð "heilbrigð skynsemi" eru lélegustu verkfæri sem til eru til þess. Þau sjá oftast ekkert. 

Gleðileg jól.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.12.2017 kl. 13:54

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég veit vel að skipulagðar rútuferðir Gullna hringinn koma hvorki við í Laugardalnum hjá Gylfa Ægis, né heldur hjá fjölskylduhjálpinni, en ég tek nú samt meira mark á eigin augum og  ályktunum heldur en lýsingum og hryllingssögum beint upp úr New York Times eða Washington Post.

Gleðileg jól.

Jónatan Karlsson, 24.12.2017 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband