Leita í fréttum mbl.is

Talar ekki eins og þið og efnir kosningaloforð

Donald Trump að snæðingi 500 px

Mynd: Hin ógnvekjandi kvöldmáltíð. Þetta allt þyrfti að banna strax. Immed!

Svandís Svavarsdóttir segir að það sé "Ógn­vekj­andi hvað Trump er ófyr­ir­sjá­an­leg­ur"

Já það er ógnvekjandi þegar menn efna kosningaloforð. Þá fjarar harkalega undan þeim sem gera og gerðu það bara alls ekki. Það er ógnvekjandi já. Svandís sótti um í ESB, þvert á gefin loforð

Donald J. Trump hefur ekki enn ráðist að Kína, en þess þyrfti samt. Það kemur vonandi síðar. Hann lofaði því

En hann er þó byrjaður að sprengja Alþjóðaviðskiptastofnunina í loft upp og er svo sannarlega kominn tími til þess. Næst mun hann vonandi sópa subbuskapnum út úr Sameinuðu þjóðunum eða bara hætta í þeim vesælu samtökum

Hann hefur ekki enn þurrkað gengi Norður-Kóreu út, heldur sýnt varfærni. En það þýðir samt ekki að það verði ekki gert. Hann lofaði að taka sig af þessu máli og er að gera það

Hann hefur ekki enn dregið sig út úr NATO. En hins vegar hafið innheimtuaðgerðir sem enginn hingað til hefur þorað. Því hafi hann lofað. Maðurinn Trump lúllar þig því áfram í rólegan svefn, Svandís. Þú og börn þín geta sofið rótt. Bandaríkjamenn borga 75 prósent af reikningnum, en Ísland næstum ekkert

Hann hefur ekki enn leyst upp NAFTA. En mun líklega breyta því. Hann lofaði því

Hann hefur ekki dregið sig út úr Austurlöndum nær. En endurhugsar 40 ára vonlausa stefnu varðandi þau. Hann lofaði því. Og ISIS í núverandi mynd er næstum dautt. Því lofaði hann líka

Hann hefur dregið sig úr úr þeim kjaftaklúbbi sem settur er saman til höfuðs Bandaríkjunum og kallast Parísarsótthitinn. Allir menn með fullu viti og snefil af kjark hefðu gert það. Svo það gerði Donald J. Trump. Hann lofaði átaki í þeim efnum

Hvað hefur Trump gert sem kemur þér svona á óvart Svandís?

Jú sett í framkvæmd áratugagamla innanríkisákvörðun Bandaríkjaþings um flutning á einu sendiráði. En sendiráð er ekki það sama og óráð, þó svo að oft sé lítinn mun hægt að sjá á þeim tveim. Hann var búinn að lofa kjósendum þessu. Hvað er að?

Og nú er Evrópa að springa í loft upp án aðkomu Bandaríkjanna og Donalds J. Trump. Hvernig skyldi standa á því?

Hvað er það sem er svona ógnvekjandi að þú þarft að móðga besta, mesta og eina bandamann lýðveldis okkar Íslendinga? Ertu nokkuð með sótthitann þann Svandís? Ekki ertu með fullu viti, svo mikið er víst

Utanríkispólitík Bandaríkja Norður-Ameríku hefur ekki breyst. En þjóðaröryggisstefna þeirra er hins vegar að breytast því heimurinn er að breytast, þó svo að landafræði heimsins breytist ekkert

Ábyrgðarlaust Ísland hefur ekkert slíkt, því við höfum jú hina ógn­vekj­andi, þið vitið hverja, til að hræða líftóruna úr þeim sem reyna. Það vita allir

...ZZZZZZZzzzzzzzzz...

Fyrri færsla

Evrópusullið bobblar og sýður


mbl.is Trump ógnvekjandi ófyrirsjáanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var að enda við að lesa um sama efni hér.eftir afar skemtilega afmælishátíð.

Gott fyrir aldraða að gleyma smá stund og heyra ekki frétta og áróðursbullið í öfgavinstrinu.

Helga Kristjánsdóttir, 17.12.2017 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband