Leita í fréttum mbl.is

Evrópusullið bobblar og sýður

Það er að skilja sig og skilvindan er sjálfsákvörðunarréttur þjóða

Ríkisstjórn Danmerkur er kannski að leysast upp fyrir jól. Flóttamenn og skattar. Ég neita að styðja skattalækkun nema að lokað verði enn meira á keðjuvirkni flóttamannafaraldurs, sem er að sprengja Danmörku í tætlur, segir næst stærsti flokkurinn í landinu, Dansk Folkeparti, sem heldur og hefur haldið ríkisstjórn uppi áratugum saman

Afbrigðilegasta land Evrópu, Þýskaland, sem reynt hefur að reka Evrópu sem sértrúarsöfnuð í eigin mynd, er að detta í sundur. Þar verða endalausar kosningar, stjórnarkreppur, sjónarskrárkreppur, flokkskreppur, fullveldiskreppur og ýmislegt annað gotterí á boðstólum næstu ár, ef ekki byltíng

Spánn er að molna upp. Grikkland er farið

Afbrigðilegasta land Evrópu hefur ýtt vestasta hluta álfunnar burt. Hann er farinn

Afbrigðilegasta land Evrópu er líka að sparka Austur-Evrópu burt. Hún er að fara

Afbrigðilegasta land Evrópu hefur lagt Suður-Evrópu í rúst. Hún er gjaldþrota

Eftir mun afbrigðilegasta land Evrópu standa eitt, án safnaðar, vegna einmitt þess að það er afbrigðilegasta land Evrópu

Það hlaut að koma að þessu, því þetta var alger firra og þvæla frá upphafi til enda. Og snérist um peninga og völd á kostnað annarra, eins og alltaf áður

En ýmislegt stórt getur þó gerst í millitíðinni, til hins helvítis verra, eins og oftast áður

Sull, sull og sull. Það bobblar og sýður

Mun Þýskaland loksins finna sér þann afbrigðilega maka sem það leitar að? Skipulagt hjónaband, ja?

Fyrri færsla

Bandaríkin eru að hefja feril sem stórveldi heimsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Hvernig er það með hana frú Merkel, er hún ekkert nær því að hnoða saman stjórn, eru kannski dagar hennar sem kanslari brátt taldir? 

Hrossabrestur, 14.12.2017 kl. 17:42

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það  væri mjög ánægjulegt ef grunur Hrossabrests rætist og þessi vandræða manneskja héldi bara heim til sín að snyrta á sér tærnar og stjórna sínu heimilli úr vaskafatinu. 

Þessi vandræða manneskja er búin að gera nóg afsér  og komin tími á að Þýskaland sjái um sig sjálft  og að þjóðir suður Evrópu og Írland fái frið fyrir stelsýki Þýskalands í gegnum  Evru ESB.  

En svona nokkuð er klárlega borin von, því Þjóðverjar dýrka óærlega foringja, án tillits til þess hverskonar vopn þeir nota. 

Þjóðir Evrópu verða að verja sérkenni sín og losa sig við höfuð kúgara sína sem eru Frakkland vegna ofurtrúar þeirra á ESB og svo náttúrulega kanslarar þjóðverja með Austurríki við rófubeinið sem vörtu.     

Hrólfur Þ Hraundal, 14.12.2017 kl. 19:14

3 identicon

Ætli það sé nú ekki best, að láta vera að vonast eftir einhverjum kraftaverkum frá Merkel, frekar en Herr Adolf Trump, der Dritte Tempel Solomonus

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 14.12.2017 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband