Miðvikudagur, 13. desember 2017
Bandaríkin eru að hefja feril sem stórveldi heimsins
Ávarp Donalds J. Trump til bandarísku þjóðarinnar 12. desember 2017. Þjóðin og þjóðríkið er það sem mestu máli skiptir, segir forsetinn hér óbeint. Það er þjóðin og þjóðríkið sem er pólitíska frumstærðin í heiminum, en ekki alþjóða- "hitt eða þetta" fyrirbærið
****
Undrabarnið
Nýlega tilkynnti Xi Jinping einræðisherra Kína að landið ætli sér að vera orðið stórveldi eftir tæplega 50 ár. Þetta sagði hann á allsherjandi ráðstefnu kínverska kommúnistaflokksins á Kína í október. Loftið seig hljóðlaust úr flestum Kínadellumönnum Vesturlanda, er einræðisherrann upplýsti þá algerlega fyrirvaralaust um að Kína væri ekki enn orðið stórveldi. Þeir héldu nefnilega það. Ganga þeir menn nú í hugsunum sínum um á múrnum langa og brosa mjótt. Einræðisherrann sagði líka að Kína yrði heldur ekki herveldi fyrir en eftir 35 til 40 ár. Og hann sagði jafnframt að efnahags- og hagvaxtarlíkan landsins væri búið að vera. En hann sagðist samt ætla að reyna að bjarga landinu með því að búa til eitthvað annað en endalaust framboð af ódýru vinnuafli, með nýju einræði. Flytja þarf nú flesta fjármuni til í ríkinu til að komast hjá uppreisn tæplega þúsund milljón fátæklinga. Og að sjálfsögðu lét hann samtímis alla vita að hann einn -já hann einn- gæti komið þessum "áætlunum" um kring, en þyrfti til þess algert einræðisvald. Þetta mun reynast landinu mjög erfitt -svo ekki sé meira sagt- og að sjálfsögðu mistakast eins og flest það sem kommúnistar taka sér fyrir hendur. Tímabundið héraðslegt herveldi verður Kína því líklega orðið eftir 40 ár, næst á eftir Japan, eða rétt áður en það rennur sömu leið og öll önnur sovétríki renna; út í sandinn
Gamalt nýtt
Rússland er nú að syngja sína síðustu nýju daga. Ástandið þar er að verða sama eðlis og skömmu fyrir upplausn Sovétríkjanna. Efnahagurinn er slæmur og rússneska fólkið er byrjað að missa þolinmæðina. Það er að verða þreytt á því að þurfa að láta sér nægja að lifa á hersýningum Kremlverja í Austurlöndum nær. Fólkið vill fá gömlu góðu dagana til baka, er hátt olíuverð byggði upp nýtt hagkerfi undir stjórn hins elskaða Vladímírs Pútín forseta. En það verð mun ekki koma aftur. Sá mikli maður vann þá kraftaverk mikið, en nú blæs að honum flest mjög á móti. Rússland er því komið í þraukum-þorrann-gírinn aftur og erfiðir tímar eru framundan. Efnahagslegar refsiaðgerðir Vesturlanda eru ábyrgðarlaus hlutur sem naga mun göt á handarbök þeirra landa er fram líður. Þau skilja þá ekki af hverju þau voru svona heimsk, því aðþrengt Rússland er stórhættulegt land fyrir heiminn allan. En svona er mannkynssagan, full af misviturlegum gjörðum - og öfugt
Sértrúarsöfnuðurinn
Evru-hrópið í Evrópu er nú að þagna. Ekki er lengur kallað til bæna fimm sinnum á sólarhring við altari evrunnar, því sviðið hefur hún flest hár af höfðum sáttmálaríkjanna sem mynda Evrópusambandið, nema Þýskalands. En þar er samt síðasti skórinn við það að falla af efnahagnum. Þýskaland er nú statt á sama vegakafla og Japan rétt fyrir hrunið 1989. Þá voru hagtölurnar fallegar mjög, nema þær sem lutu að arðsemi og þar með bankakerfinu. Það var þá þegar í steiktum molum og á barmi gjaldþrots, þó svo að hagvöxtur væri ágætur, en hann var bara allur tapsgefandi. Já, stórfenglegur taprekstur kemur líka fram sem flottur hagvöxtur, þar til talið er upp úr sparibauknum. Þýskaland er þar, að telja núllin og bankarnir vobbla. Það er verið að opna niður í gjánna sem áratugaviss kreppa í Bandaríkjunum á næsta ári er að búa til fyrir landið. Evrópusambandið er í rusli og getur ekki lengur haldið Þýskalandi uppi. Bretland er að lokast. Og Kína er búið að vera um aldir. Rússland hangir á oddhvössum nöglunum og Tyrkland lítur ekki vel út. Hver á að kaupa útflutninginn af Þýskalandi, sem nemur helming landsframleiðslu þess? Að minnsta kosti ekki Sádí-Arabía. Helmingur landsframleiðslu er súrrealistísk hlutfallsleg stærð hjá einu meiri háttar hagkerfi veraldar, miðað við allt áður þekkt í þessum heimi. Heimurinn er að læsa klónum um þýskan efnahag. Útflutningsháða Þýskalandið er algerlega hjálparvana og ósjálfbært í alla staði. Það getur ekkert og krónísk vanneysla er þar orðin stofnanavædd, þökk sé skipulagsbreytingum kratans Gerhards Schröder sem breyttu Þýskalandi í láglaunaland og fluttu sparnað heimilanna yfir til fyrirtækja landsins sem síðan kveiktu í Suður-Evrópu með honum - og þar á undan vegna sameiningar-blindu Helmuts Kohl. Og nú eru þýsku stjórnmálin að leysast upp. Þýskaland á ekki nema nokkur ár eftir undir bara rétt svo tæplega þolanlegum stjórnarháttum. Þar er allt pólitískt kolsvart framundan. Algerlega kolsvart. Og já, fjármálakerfi landsins lifa í hinum pólitíska heimi, hvort sem þeim líkar það líf betur eða verr - og enginn þjóðríkislegur eldveggur mun halda þeim bruna á einum stað, því sá veggur liggur á evru-altarinu, steindauður. Þar mun loga glatt og Þýskaland breytast í nýtt framköllunarherbergi stórkostlegra geopólitískra breytinga, til hins verra, einu sinni enn
Mynd: Hráolíuútflutningur Bandaríkjanna í september, þúsundir tunna á dag
Réttingaverkstæðið
Nú hefur Donald J. Trump verið forseti Bandaríkjanna í næstum ellefu mánuði. Hann var kjörinn vegna þess að hann var ekki stjórnmálamaður og vegna þess að hann talar ekki eins og pólitísk öndunarvél. Í ellefu mánuði hefur honum tekist að móðga Sjibbóletta veraldar svo gróft, að þeir dyraverðir viðtekinnar rétthugsunar vita ekki enn hvaðan á þá stendur veðrið úr hinni gömlu Bilblíu Trumps, þó aðallega úr Gamla testamentinu: þ.e.a.s. að þjóðin og þjóðríkið er mikilvægasta stofnun mannkyns. Örvæntingarfullt túmúltast Sjibbólettarnir því hoppandi og skoppandi um á þeim öldum sem forsetinn veldur, og reyna að halda sér á pólítísku floti með því að hlusta á ný og gömul samkomulög úr Sjibbóletta-turnspírum kenndum við hina eða þessa borgina, helst staðsettri á meginlandi tapranna. Trump sparkar nú út hverja útópísku Sjibbóletbeygluna af annarri af Lýðveldi Bandaríkjanna. Þær urðu til þegar menn héldu að heimurinn væri frelsaður að eilífu eftir fall Sovétríkjanna og tilurð Evrópusambandsins, frá 1991 fram til 2008. Og þær beyglur eru margar og djúpar. Ískra mun réttingaverkstæði Trumps því hátt í henni veröld. Sjibbóletta-gengi veraldar mun varla þekkja sig í heiminum eftir átta ár með Trump sem verkstæðisformann. Þagna því þeir, eða farast
Aldir Bandaríkja Norður-Ameríku eru að renna upp - og fimm hundruð ára valdatímabili Evrópu er hér með lokið. Þar er ekkert sem á heimsvísu skiptir máli lengur. Lýðveldi Bandaríkja Norður-Ameríku mun fara hroðalega og ómjúkt í taugarnar á mjög mörgum á næstu árum. Sumum mun finnast veldi þeirra hart. Já, eftir útópíutímabilið mikla mun það koma mörgum fyrir sjónir sem verandi einmitt hart. Rétta orðið er hins vegar, raunsætt. Hitt var afbrigðilegt
Ávarp Donalds J. Trump til þjóðanna í byggingu Sameinuðu þjóðanna, september 2017. Einn mikilvægasti boðskapur sem þar hefur verið fluttur
****
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 02:25 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Kunnuglegt stef sem heillaði svo marga á árunum 1933 til 1945.
Bara annað þjóðríki og annað "stórmenni".
Ómar Ragnarsson, 13.12.2017 kl. 15:13
Ég veit ekki hvar þú hefur þetta "bull" úr þér, en þetta hljómar eins og Adólf Hitler hafi verið að halda ræðu í Nýu-Berlín og þú sért alveg heltekinn af "nasista" áróðrinum.
Kreppuannáll (IP-tala skráð) 13.12.2017 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.