Leita í fréttum mbl.is

Taparar virðast ætla að snúa bökum saman

Vestur-Þýskalandi: fyrir tíma Evrópusambandsins - 1986

****

Verður Angela Merkel áfram leiðtogi taparanna ?

Nú berast þær fréttir frá Þýskalandi að íhaldsmenn og sósíaldemókratar hyggist halda tapsferðinni áfram í nýrri samsteypustjórn

Stjórnarmyndunarvandræði í Þýskalandi eru til komin vegna þess að kjósendur sáu ekki lengur mun á flokkunum tveimur sem ríkt hafa sem ein samsteypa yfir Þýskalandi í 12 ár. Þess vegna flúðu þeir þessa flokka. Og stjórnarflokkarnir tveir töpuðu því kosningunum

Tap CDU/CSU íhaldsflokks Angelu Merkels varð það versta í sögunni eftir síðasta stríð. Tap SPD sósíaldemókrataflokks sósíalista varð líka það versta í sögunni eftir stríð. Hrun þessara tveggja flokka varð vegna samvinnu þeirra

Samvinna flokkanna varð að samsæri gegn kjósendum. Og kjósendur brugðust við, vegna þess að hægri og vinstri mega aldrei vera sammála um allt það mikilvægasta. Það er stranglega bannað, því það er samsæri gegn kjósendum. Kjósendur fyrirlíta því tapsflokkana fyrir að þora ekki að halda skoðunum sínum á lofti

Og nú eru kjósendur þessara tapara farnir. Þeir sögðu bless. Og tapsflokkarnir tveir reyna að axlayppa þá staðreynd burt með því að snúa bökum saman um að þeir kjósendur sem flúðu einmitt þá, komist hvergi annarsstaðar í aðstöðu til að hafa áhrif á landsstjórnina. Þetta er ávísun á enn frekari harkfarir. Þetta er líka heilabilun

Tapararnir sigra. Sigurvegararnir tapa. Og sigurvegararnir komu flestir úr tapsflokki Angelu Merkels:

FDP eða Frjálsir demókratar fengu 2,2 milljón nýja kjósendur og töpuðu 40 þúsund af sínum gömlu yfir til AfD. Af þessum 2,2 milljónum nýju kjósendum komu 1,36 milljónir úr flokki Merkels og 0,45 milljónir komu frá sósíaldemókrötum

AfD eða Valkostur fyrir Þýskaland, fékk 2,27 milljón nýja kjósendur og komu tæplega milljón þeirra úr flokki Merkels. Hálf milljón kom frá sósíaldemókrötum og tæplega önnur hálf milljón kom frá Die Linke eða Vinstri. AfD fékk einnig 0,7 milljón nýja kjósendur sem ekki höfðu kosið síðast, eða voru nýir kjósendur

AfD er nú þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn í Þýskalandi. Næst verður hann orðinn næst stærsti flokkurinn og FDP sá þriðji stærsti, því miðvinstrið virðist búið að vera. Það er orðið svo ESB-klesst

Þýskaland þarfnast stjórnmálaflokka sem eru ósammála um þá framtíð sem bíður landsins og sem byggja á lærdóm um það slæma sem kom landinu í þessa aðstöðu; og hið slæma er einmitt sjálft Evrópusambandið, sem svo gerði. Það samband, sem í litlu sem engu sambandi er við neina kjósendur í Evrópu, er hægt en örugglega að rústa þýskum stjórnmálum

Kjósendur fyrirlíta meginflokkana fyrir að vera aular og eru þeir flokkar því óðum að breytast í flokkasprænur á meðan hinir byggja sig upp og taka við sem nýir meginflokkar. Þýskaland er byrjað að ramba og vambast. Það sullast til í 1949-sökklinum. Landið er ekki að hrynja, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. En það mun ekki leiða neitt nema tap ofan á tap, ramb, vamb og sull næstu árin

Og næst þegar kosið verður, er eins líklegt að þá hefjist formleg endalok Evrópusambandsins, sem -eins og David Cameron orðaði það- hefur eitrað stjórnmálin, áratug eftir áratug eftir áratug

Unga fólkið í Þýskalandi þarf ekki lengur á samviskubitvopnum að halda. Það hefur ekkert með þau að gera. Íhaldsmenn geta eðli málsins samkvæmt ekki endalaust verið í stjórn með úniversalistum, án þess að rústa sjálfum sér í leiðinni. Íhaldssamt Þýskaland veit vel hvað slíkt þýðir

Hvað gerist næst í Þýskalandi? Það er nýja spurningin á meginlandi taparanna. Sú spurning þótti óhugsandi fyrir bara 9 árum síðan. Hvað gerist næst!

Fyrri færsla

Konungur Bandaríkjadalur ríkir enn og fastara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar.

Athyglisvert hversu auðvelt er
að heimfæra stöðu helstu flokka
í Þýzkalandi til þess sem hér er.

Alveg liggur fyrir að Sjálfstæðisflokkur
en þó sýnu mest VG munu tapa mönnum
í næstu kosningum.

VG verður mjög sennilega við að þurrkast út
sem og Samfylking og Píratar.

Hins vegar hefur rjómaskálin verið sett
fyrir heimilisköttinn, Framsóknarflokkinn,
það eina sem hann vill og óskar eftir svo líkur
á einhverju tapi á þeim bæ í næstu kosningum
eru næsta engar.

Húsari. (IP-tala skráð) 28.11.2017 kl. 23:30

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Húsari.

Það er ekki hægt að heimfæra stöðuna í Þýskalandi upp á okkur. Við erum ekki að reyna að halda úti yfirstjórn og fjárkúgun á Evrópu á kostnað íslenskra stjórnmála. Við erum ekki stödd í þeim pólitíska kirkjugarði, sem betur fer. 

Nái þessi stjórn xD + xB + xV saman, þá er það kærkomin pása frá ESB-rugludallaliði því sem hér hefur reynt að ruglað öllu í samfellt 10 ár. Því mun ég fagna, en þó fyrst eftir að hafa kynnt mér hvað þessi nýja stjórn á að standa fyrir.

Við erum fullvalda þjóð, en það er þýska þjóðin ekki. Hún á nefnilega heima á meginlandi taparanna.

Ef mér líst illa á nýju stjórnina og málefni hennar, þá læt ég vita og berst auðvitað sem minnsti minnihluti lýðveldisins fyrir enn betri stjórn.

Látum okkur nú sjá.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2017 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband