Leita í fréttum mbl.is

Andsamfélagsmiðlar hafa það gott

Screen Shot 2017-11-02 Financial Times - Not my President

Mynd: Financial Times í dag: Rússneskar auglýsingar náðu til 150 milljón notenda Facebook í Bandaríkjunum. Boðað til mótmæla; 17 þúsund Facebook notendur hafa tilkynnt um þátttöku og 33 þúsund segjast hafa áhuga

****

Eftir því sem rannsóknarnefnd bandaríska þingsins nær lengra í rannsókn sinni á þætti rússneskra ríkisins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, þá er ljóst að þar hafa samfélagsmiðlar á borð við Facebook í vösum rússneskra eininga á vegum ríkisins, fallið enn dýpra ofan í þá gröf sem þeir eru að að grafa vestrænar þjóðir í. Enn sem komið er lítur út fyrir að rússneskar einingar hafi með svo kölluðum samfélagsmiðlum náð til 150 milljón manns í Bandaríkjunum í löngum aðdraganda forsetakosninganna. Og svo fljótt sem þremur dögum eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir, hófu sömu rússnesku einingar að boða til mótæla til dæmis í New York undir slagorðinu "ekki minn forseti" gegn þeim réttkjörna. Og mótmæli sem enginn innanlands hafði skipulagt eru sögð hafa farið fram víðar í Bandaríkjunum. Ógildingarherferð rússnesku eininganna á úrslitum forsetakosninganna endaði ekki fyrr en í september

Tilgangurinn með þessum aðgerðum Rússa er sá hinn sami og áður. Að kljúfa þjóðir og þjóðríki, skapa innbyrðis deilur, valda sundrung og veikja ríkisstjórnir og ríki, skapa úflúð innan bandalaga og veikja siðferðilegt þrek þjóða. Gagnagrunnur Rússlands er stór í þessum efnum. Þar er margt að finna um marga. Þessi herferð núna á hins vegar rætur að rekja til þess hversu veikt Rússland stendur sem ríki. Olíuverð er of lágt til að fjármagna þá hernaðaruppbygginu sem átti nú þegar að hafa farið fram í jöðrum Rússlands. Það var einnig lágt olíuverð sem stuðlaði að falli Sovétríkjanna. Tímasetning hneykslismála um kynferðislega áreitni á Vesturlöndum ætti að minnsta kosti að grandskoða í þessu ljósi. Hvort að kosningar á Íslandi hafi einnig verið skotmark, er alls ekki ólíklegt. Meiri líkur eru á því en minni

Þetta er ekki nýtt af nálinni þar sem sovésk yfirvöld stunduðu þetta einnig í Kalda stríðinu. Til dæmis með því að skipuleggja svo kallaðar friðarhreyfingar á Vesturlöndum og sjá þeim fyrir andlegu sem og efnislegu eldsneyti. Þannig var reynt að veikja þann þrýsting sem NATO-ríkin gátu munstrað gegn Sovétríkjunum með því að reyna að hafa áhrif á kjósendur og stjórnmálamenn

Í dag er Rússland að reyna að veikja þann þrýsting sem hingað til hefur haldið Rússlandi frá því að herða tökin við þá víglínu sem myndast hefur við jaðar Austur-Evrópu og er að myndast við Kákasus og Mið-Asíu, þar sem Tyrkland er rísandi veldi í túnfæti Rússlands og lykilríkið inn í Svartahaf og þar með einnig út í Miðjarðarhaf

Það er áríðandi að fjölmiðlar sem vilja ekki láta draga sig niður með andsamfélagsmiðlum klippi á öll tengsl við þessi fyrirtæki og stofni sín eigin auglýsinganet þar sem hagsmunir auglýsenda og fjölmiðlanna fara saman. Í dag vinna auglýsinganet leita- og samfélagsmiðla gegn hefðbundnum fjölmiðlum. Og þeim hefur ekki enn tekist að finna andsvar við þeirri tortímingarherferð sem þeir eru beittir. Að borga ráðgjöfum árum saman fyrir sína eigin útför er óskiljanlegt

Almenningsgarðar Internetsins (e. the commons) sem í dag eru sérhannaðir fyrir hettuklætt fólk, eiga varla langt eftir. Internetið drepst eins og það leggur sig ef ekkert er aðhafst

Heiðskýr en ekki skýjuð fyrirtæki eru framtíðin

Fyrri færsla

Benedikt kleif ekki fjallið og var kosinn burt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband