Leita í fréttum mbl.is

Traust til stjórnmálamanna ekki lítið

Ég held ekki að traust til stjórnmálamanna sé svo lítið á Íslandi. Kjörsókn var ekki hroðaleg. Fólk kom og kaus þá sem buðu fram. En það kaus hins vegar ekki þá sem höfðu brugðist. Þeir voru þurrkaðir út

En ég held hins vegar að það sérfræðingaveldi sem komst til valda og metorða frá og með 1945 og sem klessti heiminum alveg hroðalega og varanlega árið 2008, sé mjög stórt vandamál. Vegna þess veldis efast kjósendur um getu stjórnmálamanna til að ná árangri. Þeir vita sem er að kerfið hefur öðlast sitt eigið líf

Háskólamenntun hins ótrúlega og ókjörna sérfræðingaveldis er að verða þjóðarböl. Þeir eru ekki sérfræðingar og þeir reyndust ekki vera sérfræðingar. Heimurinn er því kominn inn í enduruppsetningarfasa á ný, og það með látum. Trúarsetningar sérfræðinnar eiga undir högg að sækja

Rykið mun í enn meira mæli verða dustað af fornum sannleika. Fólkið vill heyra gamlan sannleika á ný. Sérfræðingar eru tiltölulega ný stétt sem mistókst alveg hroðalega og þar sannaðist að bókvitið mikla passaði mest askinn sinn. Það eru sérfræðingarnir sem fólkið er hætt að treysta. Og stjórnmálamenn eiga að vera einn af okkur; fólkinu

Það áttu ókjörnir sérfræðingar hins vegar ekki að vera, þeir áttu að virka sama hvað á gengi. Okkur var sagt að vegna sérstæðiþekkingar sinnar væru þeir ekki menn og gætu því setið og setið og setið sem heilagir menn. Þeir áttu bara að virka eins og pípulagningamenn, sem sannarlega eru sérfræðingar. En þeir klesstu veröldinni 2008

Fyrri færsla

Bréf til Forseta Íslands: ekki meira "les sans-amour"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband