Leita í fréttum mbl.is

Vinstri grænir: Ísland úr NATO og fullveldið burt

Fálkamerki Sjálfstæðisflokksins

VÖRNIN ER ÍSLENSKI FÁLKAFLOKKURINN

Það lítur úr fyrir að framlengdu eitri verði svo sannarlega blásið í kosninga-svikaumsókn Vinstri grænna inn í Evrópusambandið AG. Og ekki nóg með það, þá skal Ísland líka úr NATO á meðan fullveldi þjóðarinnar er selt burt. Verð: sömu ráðherrastólarnir og notaðir voru sem skjaldborg gegn þjóðinni síðast

Nýtt stríð við þjóðina skal hafið og fullveldi hennar kollvarpað í boði ESB-flokkanna; Vinstri grænum, Pírötum, Samfylkingu og Viðreisnar

ESB-herinn sem þessi ESB-fjórflokkur vill hins vegar ganga í er verið að kalla saman gegn Katalóníu sem virðist vera að reyna að lýsa yfir sjálfstæði einmitt núna í dag - og FT/Bankablað ESB-elíta hefur greinilega þungar. Þannig hoppa hin földu íslensku ESB-pungdýr um í poka ESB-bikkjunnar í stríðsdansi gegn þjóðunum og sjálfsákvörðunarrétti þeirra. Svo stökkva þau út eftir kosningar eins og 2009 og sturlun sest við völd

Brottrekinn Jón Bjarnason er að gera sömu mistökin og sakleysinginn ég gerði 2009 þegar ég lét það eftir mér að óska Vinstri grænum til hamingju með kosningasigurinn og bað þá um að fara vel með valdið. Hann hélt líka að flokkur hans væri allur annar en það sem hann sýndi sig vera - og var flæmdur burt. Jón er haldinn ólæknandi trú á rautt. En sú trú mun sennilega éta hann upp til agna að innan. Slíku veðmáli um fullveldi Íslands ætti enginn að taka, því það er heilagt

Aðeins ein vörn er til gegn þjóðsvikum af því taginu sem komust til valda þá. Hún heitir Sjálfstæðisflokkurinn, sem er fálkaflokkur Íslands. Hann er massífur fullveldisflokkur. Ég gekk því í hann í fyrra, því þar á ég heima. Stingum okkur á max-afli niður á ESB-vænginn og tætum af honum fjaðrirnar!

Katrín boðar ESB-stjórn undir forsæti VG

Fyrri færsla

Hagsveiflur eru nauðsynlegar. Þær drepa ímyndaðar iðnbyltingar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ófleygur er hann til einskis nýtur!

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2017 kl. 17:32

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

ESB-fuglinn sbr. "Stingum okkur af max-afli.

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2017 kl. 18:01

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Að þetta viðundur sem SJS er, geti setið inná

þingi í skjóli 199 atkvæða segir allt sem segja

þarf um það að jafna atkvæðisréttinn.

Hann væri ekki inni ef kosið væri samkvæmt

lýðræði. Íslenska lýðræðið er svo stórgallað,

en almenningur trúir  því að við búum í lýðræðisríki.

Hvernig getur fólk og stjórnmálamenn, samþykkt það

að hér þurfi 3 atkvæði á móti 1 einu af landsbyggðinni..??

Þá á ég að sjálfsögðu við þá sem búa hér á suð-vestur

horninu.

Stór furðulegt að fólk skuli geta samþykkt þetta

ólýðræðislega fyrir komulag.

En þegar kemur að Reykjavíkurflugvelli..!!!??

Þá skipta engvu máli þessi atkvæði þeirra sem

úti á landi búa.

Er ekki eitthvað skakkt við heildarmyndina..??

Það er langt í land svo Ísland geti flaggað

því að vera lýðræði. 

Hér fer fólk inná þing og jafnvel til forseta án

þess að meirihluti þjóðar sé á bak við þaug atkvkæði.

Lýðræði....!!???

Ekki á Íslandi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 27.10.2017 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband